Morgunblaðið - 08.02.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.02.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 8. febrúar 1955 MORGUNBLAÐIÐ 8 SíieíEdar iiIffaffMssiaasar aivinnu- erjur haia vaEdið Vestmann- ©yingum og þar með þjóðinni stóríeEEdu tjóni VANDRÆÐAÁSTAND ríkir nú í Vestmannaeyjum, þessari stærstu verstöð landsins. Á þessum tíma ætti að vera þar blóm- legt athafnalíf, sjómennirnir að moka björginni á land, en í stað þess er kyrrð yfir öllu. Fólk reikar um plássið athafna- og eirðar- laust. Þegar eru liðnar 6 vikur af vertíð, en vegna illdeilna og stöðugrar kergju í atvinnumálum hefur varla nokkur branda komið í land. Vinnudeilan hefur staðið frá áramótum og enn sér ekki fyrir neinn enda á henni. í stuttu máli sagt er nú svo komið í Vestmannaeyjum að vegna þess að tiltölulega fámennur hópur kommúnista ræð- ur sjómannafélögunum þar og heldur uppi ár eftir ár stöð- S ugum óróa og illdeilum í atvinnumálum eyjanna, þá er at- vinnurekstur og útgerð þar að leggjast í kaldakol. Tjón af ! þessu stöðuga vinnustríði er þegar orðið gífurlegt fyrir íbúa ! eyjanna sjálfra og þó er það e. t. v. ennþá verra að fjöldi S aðkomumanna, sem venjulega sækir í verið til Vestmanna- ' eyja og engan atkvæðisrétt hefur í vinnudeilunni biður stór- tjón og missir mikinn hluta árstekna sinna. Vegna þess að sjómannaverkfall ið í Vestmannaeyjum er mál sem skiptir alla þjóðina miklu máli, skal hér greint nokkuð frá gangi málanna. HLUTASAMNINGUR OG FISKVERÐSSAMNINGUR Hér er um það að ræða að Sjó- mannafélagið Jötunn í Vest- mannaeyjum hefur sagt upp tveim nr samningum. Það er í fyrsta lagi hlutasamningi við útvegsbændur og í öðru lagi samningum um fisk verðið. Um mánaðamótin okt.—nóv. sagði sjómannafélagið upp hluta- samningi við útvegsbændur. Þá þegar skipuðu útgerðarmenn samn inganefnd, en hjá sjómannafélag- inu drógst þangað til um miðjan desember að skipa samninganefnd vegna þess m. a. að stjórnarmenn voru á fundi Alþýðusambandsins. KRÖFUR UM BREYTTA HLUTASAMNINGA Samningaumleitanir hófust því ekki fyrr en milli jóla og nýárs. Voru þá haldnir tveir fundir. Sjó- mannaféiagið setti fram kröfur um verulegar hækkanir, sem voru þessar: 1) 1.950,00 kr. grunnkaupstrygg ingu á mán. allt árið. Hafði hún verið áður 1.950,00 kr. á tímanum 1. jan.—1, júlí og 1.830,00 kr. á tímanum 1. júlí til 15. sept. 2) Þá kröfðust þeir að ef fleiri en 9 menn væru á skipi, skyldi út- gerðarmaður kosta að fullu laun 10. manns. 3) Að matsveinn fengi viðbótar- hlut sem útgerðarmaður greiddi og yrði 1/6 hlutur, ef sjómenn byggju í landi, en ef búið væri í bátnum. TILBOÐ UTGERÐARMANNA Útgerðarmenn féllust á að ganga að kauptryggingunni og að greiða sjálfir hálft kaup 10. manns og einnig að greiða viðbótarhlut kokks, 1/6. En þó því aðeins buðu þeir þetta í trausti þess að fisk- verð héldist óbreytt. Var þetta boðið þegar á öðrum fundi. Eftir það var boðaður fund- ur í Sjómannafélaginu, þar sem um 150 félagsmenn höfðu að- stöðu til að mæta á fundi. En þar mættu aðeins 32 menn og var sáttaboð útvegsmanna fcllt með 18 atkv. gegn 14. Þessi deila um hlutasamning hef ur síðan staðið óleyst og hefur hún valdið því að útgerðarmenn treystu sér ekki til að hefja róðra í ársbyrjun. , * 3 ÓGERLEGT AÐ BYRJA SAMNINGSLAUST Útgerðarmenn í Vestmannaeyj- um voru að þessu sinni flestir tiibúnir að hefja róðra um ára- mót. Tíðarfar hefur verið sérstak- lega hagstætt og sérstök ástæða er til að ætla að aflabrögð hefðu crðið góð. En þrátt fyrir það treystu útgerðarmenn sér ekki til að hefja róðra í janúar. — Hafa lsommúnistar verið háværir út af þessu og kallað þetta róðrarbann útgerðarmanna. Ekkert er fjarstæðara held- ur en að ásaka útgerðarmenn um þetta. — Því að þar sem Sjómannafélagið hafði hafnað framlengingu samn- inga og gat sett verkfall á hvenær sem var með viku fyrirvara, þá var enginn grund- völlur fyrir útgerðarmennina að h'efja róðra. Það sér hver heil vita maður, sem nálægt út- gerð kenmr, að með slíkt yfir höfði sér innan viku er ekki liægt að kalla allt fólk til vinnu, tryggja það, bleyta veiðarfærin o. s. frv. í slíkri óvissu var útgerð ekki fram- kvæmanleg. hA fiskverðskrafa Hinn 11. janúar hófst svo nýr þáttur í þessu máli. Þá setti Sjó- mannafélagið og vélstjórafélagið fram fiskverðskröfu sína og fóru þar fram á að fá 16 aura hækkun á hvert kíló eða kr. 1.38 fyrir hvert kg. af þorski, þótt fiskverð sem útgerðarmenn í Vestmanna- eyjum fá, er óhagstæðara en víð- ast annars staðar, vegna þess að megin uppistaða aflans í Vest- mannaeyjum er netjafiskur, sem fiskkaupandi greiðir lægra verði til skipta um ailt land sé ekki nema kr. 1,22 fyrir kílóið. Er útgerðarniiinnum fullkom legu um megn að borga þessa stórfelldu hækkun sem farið er fra m á sem sést bezt a f því að iniðað við 500 tonna afla næmi liún 60--70 þús. krónum aukn- um útgerðarkostnaði. Þegar hér var komið, var málið lagt í hendur sáttasemiara ríkis- ins og til að greiða fvrir fljótari sáttum ákváðu útgerðarmenn að fela LlÚ að fara með málið fyrir þá. — Sáttasemjari fól bæ.jarfógetan- um í Vestmannaeyjum, Torfa Jó- hannssyni að reyna sáttatilraun. Hann hélt marga fundi með aðil- um og lagði fram miðlunartillögu, sem var felld af báðum aðilum. — Enn hefur það gerzt í málinu að bæ.jarfógeti og samninganefndirn- ar hafa komið til Reykjavíkur og er málið nú í höndum sáttasemj- ara, sem hefur haidið nokkra fundi án alls árangurs. Lýstu sjó- mannafélagið og vélst.jórafélagið yfir verkfalli frá og með 1. febr. Stendur enn við það sama og virð- ist ehgin samkomulagsleið sýni- leg, enn sem komið er. VITA AÐ EKKI ER HÆGT AÐ SAMÞYKKJA Meiri hluti skipverja á vertíð- inni í Vestmannaeyjum er að venju aðkomufóik, en engir þeirra hafa félags- né atkvæðisrétt í Vest mannaeyjum. Allt þetta fólk ráfar nú um, ið.julaust og sumt farið að snúa heim til sín aftur. Atvinna í plássinu er engin cg stórvand- ræði fyrir dyrum. Er það, sem oft áður, að launþegarnir sjálfir lýðsfélaganna skuli telja það hag verkafólksins að setja fram kröf- ur, sem þeir vita sjálfir að út- gerðarmenn geta ekki gengið að og hljóta að leiða til vinnustöðv- unar. Til fróðieiks má geta þess, að á síðustu vertíð nam meðalhlutur háseta í Vestmannaey.jum á mán. kr. 7.127.40 eða pr. dag 237.58 frá því skráð er á bátinn og þar til afskráð er. Rátarnir sein ern um 70 tals ins, liggja bundnir við bryggj- nr. Þó skal þess getið að einn hátnr hefur komiz.t til veiða. Er það Gullborg, enda er hún skrásett í Reykjavík. Hún er mönnuð ineðlimum sjómanna- félagsins, — er á útilegu fyrir Suðurlandi, en leggur afla sinn á land í Faxaflóahöfnum. Þeir taka fiskverð eins og gildir annars staðar á landinu, kr. 1,22. — GÍFURLEGT FRAMLEIÐSLUTJÓN Framleiðsiutjónið af þessari vinnustöðvun er þegar orðið gífur- legt. 1 Vestmannaey.jum eru fram- leidd 12% af öilum útflutningi ís- lands. Þetta aflast nær því ein- göngu á vertíðinni, f.jórum mán- uðum. Og nú þegar eru sex vik- ur liðnar svo að ekki hefur komið branda á land. Öll þessi ógæfa virðist stafa af því einu að lítil klika kom- múnista hefur náð völdum í sjómannafélaginu og virðist staðráðin í að halda uppi stöð- ugu vinnustríði með kröfum sem fara langt fram úr því sem tíðkast annars staðar á landinu, og sem útgerðarmenn geta ekki staðið undir. Kröfur þeirra eru svo háar að kommúnistarn- ir vita að samkomulag er úti- lokað og etja fólki því vitandi vits út í verkfall. Verður það greinilevra með hverju árinu sem líður, hve stórkostlegan hnekki Vestmannaevjar biða veena þessarra sifelldu ill- deilna og ófriðar sein knmm- Framh. af bls. 9 Varðarfundurinii Framh. af bls. 2 sér. Sá iðnaður, sem til greina gæti komið er t.d.: Aluminíum-vinnsla, Klórvinnsla, Fosforvinnsla, Áburðarvinnsla, Saltvinnsla, Brennisteinsvinnsla o. s. frv. Allur krefst þessi iðnaður mik- illar og ódýrrar orku. Eitt höfuð- skilyrðið er því, að nánari athug- un sýni, að hægt sé að virkja afl okkar nægilega ódýrt, en um það getum við því miður ekki sagt með vissu að svo stöddu. Og þær rannsóknir sem eftir er að gera eru bæði mjög tímafrekar og dýrar. Ýmiss önnur atriði koma og til greina svo sem nýting atóm orku, sólarorku o. fl Ég treysti mér ekki til að spá neinu um þessi mál hér, en sé þess gætt, hvað þesi litla þjóð hefur afkastað miklu á undan- förnum áratugum, er ekki með öllu óvíst, að hagnýting orku- gjafa okkar verði meiri og örari en margan grunar. AUKIN VINNUTÆKNI Ástvaldur Eydal kvaddi sér hljóðs er umræður hófust ura framsöguræðurnar. Ræddi hann mest um aukna vinnutækni og hvað hana vera okkar gjöfulustu gullnámu. Tekjur af síldveiðinni mætti margfalda með aukinni vinnslu hér á landi, t.d. niður- suðu og höfuðáherzlu yrði að leggja á aukna tæknijvið veiðar t.d. það að skipin gætu náð síld- inni þó hún væri lóðuð á 10—20 m dýpi — eða rétt undir skips- kilinum. Lokaorb B]arna Benediktssonar Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, kvaddi sér hljóðs síðastur ræðumanna. Hann hóf mál sitt með því að minna á hve oft nú hevrðist talað um kjara- baráttu félagshópa og stétta. — Aðferðin væri sú að vinna og framleiðsla væri lögð niður unz þvílíkt öngþveiti hefði skapazt, að ekki væri lengur talið hægt að standa undir því tjóni er þjóð- inni væri bakað með vinnustöðv- uninni. Afleiðingin er — nú orðið — sú, að kaun er hækkað, að því að sngt er, að framleiðslan stendur ekki undir kröfunum nema að ríkið taki við greiðslu halla og ríkið á ekki annað úrræði en að skattleggja þegnana — þá hina sömu og kaupkröfurnar fferðu. Ráðherrann kvaðst ekki vilja eera lítið úr baráttu verkalýðs- félaganna. Þvert á móti væru þau til gagns og hefðu mikils- verðu hlutverki að gegna. En staðrevndin er sú, að hér á landi hafa lífskjörin verið jöfn- uð svo að kjarabótabarátta stétt- anna verður ekki til varanle»-s gaffns og upptekinn háttur leiðir ekki til raunverulegra kjarabóta. En ennþá er höggvið í sama knérunn, og yfir vofir mikil kjarabarátta. Var því vel til fallið BRDMABOTAFELAGIÐ Framh. af bls. 1 skal gerð að stofnað verði full- trúaráð fyrir félagið. skipað einum manni frá hverju bæj- ar- og sýslufélagi, sem tryggja fasteignir sínar hjá félaginu. Er gert ráð fyrir að fulltrúa- ráðið komi saman til aðalfund ar fjórða hvert ár, en auk þess megi kalla það saman á auka- fundi. Skal fulltrúaráðið kjósa framkvæmdastjórn félagsins, sem eru þrír menn. Það þykir mjög eðlilegt og í samræmi við skipulag og verk- svið Brunabótafélagsins, að vald- ir fulltrúar bæjarfélaga og sýslna fylgist með störfum og rekstri félagsins, sem hefur það hlutverk að brunatryggja hús- eignir í umdæmum þessum. — Þessir kjörnu fulltrúar eiga að gæta hagsmuna vátryggðra og tryggja að þeir njóti beztu kjara, sem unnt er að fá. Hefur forstjóri Brunabótafélagsins fyrir nokkr- um árum lagt til að þessir skipu- lagshættir væru upp teknir á stjórn félagsins. Hin þriggja manna fram- kvæmdastjórn mvndi fylgjast með rekstri félagsins og taka ásamt forstjóra ákvarðanir um allar meiriháttar ráðstafanir eins og t.d. tryggingarkjör fyrir bæj- ar- og sveitarfélög, lánveitingar félagsins og ráðstafanir á vara- sjóðum. T\ Skýrari ákvæði eru sett “"I um stuðning við bruna- 3) Þá er gert ráð fyrir því að Brunabótafélaginu sé heimilt eftir vissum reglum að taka að sér fleiri og víðtækari tryggingargreinar en nú er og er heimilað að nota varasjóði til stofnunar og rekstrar nýrra tryggingagreina með samþykki framkvæmdastjórnar og fulltrúa- ráðs. 4) verða harðast úti og hljóta menn varnir, útvegun slökkvitækja, að undrast það að forkólfar verka' lán til vatnsveitna o, fl. ENDURSKOÐUN MEÐ SEX MÁNAÐA FRESTI Ný ákvæði eru í frumvarp inu sem eru nánari skýr- ingar og fyllri fyrirmæli um ákvæði laganna frá 1954 um brunatryggingar utan Reykjavík- ur. Þar segir að stjórn bæjar- eða sveitafélaga geti leitað til Bruna- bótafélagsins og óskað eftir að fá endurskoðun eða breytingar á iðgjaldagreiðslum. Náist sam- komulag ekki innan tveggja mánaða frá því að ósk kom fram um endurskoðun, er hlutaðeig- andi bæjar- eða sveitastjórn heimilt að segja sig úr Bruna- bótafélaginu með 6 mánaða fvrir- vara, miðað við 15. okt. ár hvert. % HLUTA f EIGIN ÁBYRGÐ Að lokum skýrði Jónas Rafnar nokkuð frá starfsemi Brunabóta- félagsins. Hann sagði að vara- sjóðir félagsins næmu nú yfir 20 millj. kr. og ber ríkið ekki leng- ur ábyrgð á skuldbindingum fé- lagsins. Mun félagið nú þegar hafa % hluta trygginganna í eig- in áb; hluta. að stjórn stærsta stjórnmálafé- lags landsins skyldi efna til fund- ar um það efni, sem hér hafa ver- ið á dagskrá, því að þessi fundur hlýtur að vekja menn til skiln- ings um það með hverju kjörin raunverulega verða bætt. Undirstaðan er ekki innbyrðis barátta — þó hún geti verið nauð- synleg stundum — heldur tækni- leg framþróun. Sú tækniþróun er hófst um s.l. aldamót hefur verið undirstaða þeirra miklu kjara- bóta er hér hafa orðið á s.l 50 árum. Á því tímabili hefur bvggð íslands verið reist úr rúst- um og nú er svo komið að ísland er orðið eitt af beztu löndum a. m. k. Norðurálfu fyrir íbúa s'na,.þökk sé tæknilegum fram- förum. Minntist ráðherrann síðan á ummæli Árna G. Eylands á þá leið, að landnám hérlendis (þ e. landbúnaður), sem þó rekinn hef- ur verið í 1000 ár, er raunveru- lega jafngamall landbúnaði N.- Ameríku, sem grundvallaður hef- ur verið á síðustu tveim manns- öldrunum — og þó hefur það aðal lega gerzt á síðasta mannsaldri, að þessi að mörpu leyti öruggasti atvinnuvegur okkar hefur breyzt í það að vera undirstaðan að vel- megun núlifandi íslendinga og afkomenda þeirra Og enn sjáum við landnámið gerast. Landnám er að gerast í iðnaði og sjávarútvegi og í virkjun landsins. Löngum hefur verið talið að hér væri ekkert það efni í jörð sem hægt væri að vinna með hagnaði — en á síðustu ár- um hefur fundizt steintegund, sem lítið var áður um vitað, og hverrar vinsla kann að verða a<5 atvinnuvegi hér á landi. Það hlýt- ur að vekja til stöðugrar um- hugsunar um hvort við finnurn ekki einn góðan veðurdag eitt- hvert efni sem verða kann verð- mætara en nokkuð annað. Þetta kann að vera draumur, en hana er sízt fjarstæðukenndur. Þannig var það með sementið. Fyrir 20 árum var talið að þaö væri óvinnandi hér á landi. Nú mun það spara okkur milljónir Fyrir 20 árum var það talin. blekking, cð halda því fram að heita vatnið í Mosfellssveit væri til nokkurs nýtt. Það er r.auðsynlegt fyrir okk- ur að gera okkur grein fyrir því hvar möguleikarnir liggja til auk- innar blessunar fyrir okkur. Hitt má liggja á milli hluta hverjum framkvæmdin er að þakka. Ef við viljum raunverulega bæta kjör okkar og afkomenda okkar verðum við að fylgjast með timanum, vera vakandi fyrir nýjungum visindanna, efla unga menn til náms og þekkingaröfl- unar svo að þeir megi taka að sér forystuhlutverk síðar. Því skal stjórn Varðar þakk- að fyrir að efla til þessa fundar sem hlýtur að vekja til umhugs- unar og skilning á því i hverju EIGINLEG kjarabótabarátta er fólgin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.