Morgunblaðið - 08.02.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.02.1955, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 8. febrúar 1955 MORGVNBLÁÐIÐ 11 SKÓÚTSALAN heldur áfram. — Höfum bætt við mörgum skótegundum. — Háhælaðir kvenskór — — Kvenskór með lágum hæl — — Kven inniskór úr skinni og striga — . — Karlmannainniskór úr skinni — — Barnainniskór — STÓBFELLD VERÐLÆKKUN SKÓBÚÐIN Spítalastíg 10 ^ARGRÍT GUflMUIVDSDÓTTIR Höfum fyrirliggjandi ferskar og safamiklar Jaffa-appelsínur og góða tegund af Kalterer-eplum 1 MAGNUS KJARAKI, Umboðs- og heildverzlun Símar: 1345, 82150 og 81860 Vanti yður 1. flokks saumuð föt þá hringið í síma 002 Imm m : Viljum ráða | verkfræðinga og iðnfræðinga ; í þjónustu vora. — Skriflegar umsóknir, ásamt upplýs- þ ingum um menntun og fyrri störf, óskast sendar í skrif- P 5 stofu vora, Skólavörðustíg 3, fyrir 12. þ. m. Sameinaðir verktakar s (ea fsw, Aftvinna Tvær duglegar og reglusamar stúlkur vantar nú þegar til afgreiðslustarfa í veitingastofu. í Keflavík. Gott kaup, frítt fæði og húsnæði. Upplýsingar í síma 4288 í dag. L í T I Ð stálarmbandsúr (kvenúr), tapaðist á sunnu- dagskvöldið, einhvers staðar á leið frá Ásvallagötu yfir Landakotstún og niður Æg- isgötu, eða í Vetrargarðin- um. Finnandi vinsamlegast geri aðvart í síma 4949. Verkstjórar — Skóverksmiðjur Danskur sérfræðingur ósk- ar eftir atvinnu. Þekkir all- ar skóvinnuvélar, sérstakl. Randflex-California og Dameluxus. Uppl. í síma 6586 frá kl. 10—2. OTTO JENSEN. MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTT- IR fæddist 9. október 1875 í Götuhúsum á Akranesi, en lézt hér í Landakotsspítala 1. þ. m., og var því komin fast að átt- ræðu. Foreldrar Margrétar voru þau Ragnheiður Bjarnadóttir Straumfjörð og Guðmundur Ólafsson, sjómaður. Systkinin voru 12 að tölu, og þurfti Mar- grét því fljótt að taka til hend- inni til fyrirvinnu, enda fluttist hún hingað til Reykjavíkur um tvitugsaldur og hefur síðan alið hér aldur sinn og unað hag sín- um vel. Fyrstu árin var hún í vistum á góðum heimilum, sem hún tók ævarandi tryggð við, en síðustu 37 árin hefur hún starfað hjá Nathan Á Olsen h.f. og leyst störf sín af hendi af vandvirkni og trúmennsku þar til er hún veiktist á s. 1. sumri. Átthagatryggð hennar má marka á því að síðustu árin fékk hún lifandi áhuga á knattspyrnu, og fylgdist vel með hverjum leik, er Skagapiltarnir háðu. Eina dóttir, Hrefnu Halldórs- dóttir, sem búsett er í Hafnar- firði, eignaðist Margrét, og eru frá henni komnir margir afkom endur. Við samstarfsfólk og hús- bændur Margrétar, sem áttum því láni að fagna að njóta verka hennar um áratugi, þökkum henni störfin, vináttu hennar og móðurlega umhyggju fyrir vel- ferð okkar allra. Minningin um heilsteypta og vandaða konu mun lengi varðveitast meðal okkar. M. Sv. ANDLÁTSFREGN gamallar konu, sem komin er fast að áttræðu, kemur engum á óvænt. Aðeins fáir ná svo háum aldri og þeim er hvíldin oftast kær- komin. Ævikvöld þeirra, sem áttræðir verða eða meira, er oft- ast kyrrlátt og stundum dálítið einmanalegt. Vinirni'r og sam- ferðamennirnir frá blómaskeiði ævinnar eru flestir farnir á und- an. Margt gamalmennið lifir því að miklu leyti í sínum eigin minningaheimi, utan við ys og þys hins starfandi lífs, og sum- um þeirra veitist erfitt að skilja viðhorf hinnar yngri kynslóðar og semja sig að breyttum sið- um. Nokkrir standa þó til hinztu stundar í svo lifrænu sambandi við umhverfi sitt og samferða- menn, að ellinni tekst ekki að einangra þá eða slíta þá úr tengslum við samtíðina. Svo virðist, sem konum veitist auð- veldara en körlum að halda þessu sambandi við lífið og eiga sam- leið með öllum aldursflokkum. Það er lærdómsríkt að veita því athygli, hve vel sumar gamlar konur hafa lært listina að lifa. Þess vegna eiga þær svo sterk ítök í hugum okkar, sem yngri erum, og þess vegna viljum við ekki missa þær inn í hina ósýni- legu veröld, þótt þær séu sjálfar His Masters Voice Rafmagnsofnar með viftu, nýkomnir. — F Á L K I N N við kallinu búnar og jafnvel farnar að þrá vistaskiptin. Margrét Guðmundsdóttir, sem við kveðjum í dag og fylgjum síðasta spölinn, er ein af þeim konum, sem skilja eftir þakk- látar minningar og söknuð í hjörtum margra manna. Um rúmlega 30 ára skeið vann hún hljóðlátt og að nokkru leyti leynilegt þjónustustarf, þar sem mjög reyndi á háttvísi og trú- mennsku. Hún þurfti að um- gangast fjölda manna á öllum aldri og úr ýmsum stéttum, ný- ir menn voru sífellt að bætast í þann hóp og aðrir að hverfa, eins og gengur, en allir, sem um þá sali gengu, kynntust Möggu okltar að meira eða minna leyti, og allir munu ljúka upp einum munni um þau kynni. Hún var fáskiptin að eðlisfari og fagur- gali og blíðmæli lágu henni ekki á tungu, en trausta og einlæga vináttu hlutu þeir að launum, sem sýndu henni tillitssemi og trúnað. í vissum skilningi var hún okkur mörgum eins og móð- ir, sem við gátum leitað til og lært af. Og þótt við værum flest- ir fullorðnir menn þegar við kynntumst henni, komum við þó oft til hennar eins og drengir, með ýmis konar óskir og rell, sem henni bar engin skylda til að sinna. En alltaf var viðmótið eins, hjálpfýsin og fórnarlundin hin sama. Og nú þegar vegirnir skiljast, samverunni er lokið og „silfur- þráðurinn" slitinn, fylgja henni þakklátar minningar frá mörg- um hjörtum. Við kveðjum hana með söknuði, en gleðjumst yfir því, að á hinni ókunnu strönd. munu bíða hennar útréttir arm- ar margra einlægra vina, til þess að taka á móti henni og leiða hana fyrstu sporin í hinum nýju heimkynnum. Og samkvæmt því fyrirheiti, að launin bíði þeirra, sem hafa starfað af dyggð og trúmennsku, ætti hennar skerf-v ur að verða stór þegar þeim verður úthlutað. Nokkrir vinir. II. vélstjóri óskast á M.b. Hafdís. Uppl. um borð í bátnum við Verbúðabi’yggjurnar eða síma 82420. Skrifsftofusftúlka ó s k a s t — aðallega til símavörzlu og sendiferða. Hörður Ólafsson, Sigurður Reynir Pétursson Málflutningsskrifstofa, Laugavegi 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.