Morgunblaðið - 08.02.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.02.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. febrúar 1955 n EfiTIRLEIT EFTIR ECON HOSTOVSKY Framhaldssagan 15 njósnir af FBI. Því næst spurði Matejka mig, hvort nokkur kommúnisti í Prag hefði komið illa fram við mig, og ég svaraði sannleikanum samkvæmt, að ég hefði ekki yfir neinu að kvarta, ílestir væru þægilegir í viðmóti, livort sem þeir væru með rautt einkennismerki eða blóm í hnappagatinu. En þá hallaði hann sér fram í stólnum, svitnaði og glotti. Ég varð leiður á að horfa á hann, og sagði svona til tilbreyt- ingar, að mig langaði til að spyrja hann spurningar. Vinstra augað kipptist saman, en honum tókst að stynja upp einhverju, sem ég tók fyrir já. Þá spurði ég hann, hvort hann væri í deildinni, sem maður ætti að leita að glötuðum munum, því að annars væri ég bræddur um, að ég væri að tefja hann. Eða ef hann væri í ein- hverri annarri deild og vissi hvar Prochazka væri, hvort hann vildi ekki segja mér það strax. Ég vildi fá greið svör, jafnvel þótt það kostaði mig eitt eða tvö karton af sígarettum, ég er eng- inn nirfill. Ég held, að maðurinn hljóti að hafa orðið veikur, því að rétt í þessu kom ínn einhver konuherfa, ég geri ráð fyrir, að hún hafi verið einkaritari hans, og hann bf ana um kalt vatn. Hann hellti mestu af því niður á sig, áður en hann gat komið því upp í sig. Jæja, þetta var nú alit. Hann hneigði sig fyrir mér og gaf mér til kynna, að nú ætti ég að fara strax, en hann nefndi aldrei Prochazka eða ferðatösk- un mína. Ég hef ekki sagt Kral frá þessu enn“. Borek-hjónin hlustuðu af svo mikilli athygli, að þau gleymdu að bragða guðaveiginn hans iterra Johnsons. f sannleika sagt, Voru þau dálítið undrandi. Þessi ei'lendi gestur var jafnvel enn undrandi en þau höfðu búizt við. Þau spurðu bæði spurninga sam- tímís, Oldrich aðeins til að riúfa þögnina, en Irene af hreinni for- vitni. „Hvað var í ferðatöskunni?" „Ég sé, að það vilja allir fá að vita, er ég segi söguna. En ég á ékki svo gott með að skýra það í viðurvist kvenna. Það er mjög jiersónulegt....“ | „Fyrirgefið.... Ég get sagt yður, hvar Prochazka er“, sagði Borek hugsandi, „en það gagnar j*ður . ekki mikið. Hann kom 4ldrei til Prag, heldur fór til Íondon. Hann vissi hver ástæðan var, og þeir mundu taka hann íástan, ef hann kæmi til Prag“. | „Jæja, hvað heyrir máður, svo ,-ítð hann er þá í London og ég er áð leita að honum í Prag. En hvað hefur hann gert af sér?“ „Ég veit ekki, hvernig ég á að svara yður, herra Johnson. Þér eruð ókunnugur í þessu landi og munið ef til vill ekki skilja það, ef ég segi yður, að hann bafi ekkert gert af sér, að minnsta kosti er það mín skoðun og þúsunda annarra. En í augum manna eins og dr. Matejka er liann landráðamaður. í stuttu máli sagt, er þetta stjórnmála- Jegs eðlis“. „Já, en ég er ekki flæktur inn í stjórnmál. Ég er bara að leita að ferðatöskunni minni. Ef ég vissi á hvaða hóteli Prochazka er í London....“ „Hann er ekki á hóteli, herra Johnson. Bezti vinur minn, Paul Kral, sendi yður hingað til mín, og þér hafið gefið okkur góðar gjafir, þess vegna ætla ég að segja ýður dálítið, sem verður að vera leyndarmál okkar á milli....‘ „Ég skil, herra Borek, þetta er afskaplega mikið trúnaðarmál, og ég vil ekki koma neinum í vand- ræði“. „Ég veit um heimilisfang Proc- hazka í London, en ef maður eins og dr. Matejka vissi, að ég vissi það, mundi ég verða settur í fangelsi á morgun. Ég skal láta yður fá heimilisfangið, en þér . verðið að læra það utan að, og þér megið alls ekki skrifa það neins staðar niður. Það er eins mikið yðar vegna eins og mín“. ' „Þér segið nokkuð, herra Bor- ek. Það er hægt að reiða sig á mig í trúnaðarmálum, þegar allt kemur til alls rek ég hótel. Ég get þagað eins og steinn. En þetta er einkennilegt, að verða að læra heimilisfangið utan að rétt eins og maður sé þorpari eða njósnari. Og svo er það allt og sumt sem ég vil, er ferðataska, mín eigin ferðataska! Jæja, gott fólk. skál!“ Irene var að hugsa um, hvað hún ætti að segja vinum sínum: Þið skiljið það, stúlkur, að það er ekki beinlínis hægt að segja, að hann sé laglegur, þvert á móti, er hann mjög hversdagslegur út- lits og hann er svo grannur, að hann gæti afklætt sig bak við staur, og það er ekki hægt að segja, að hann hugsi alltaf um dollara, eins og sagt er að flestir Ameríkanar geri. í sannleika sagt er hann mjög venjulegur maður og gæti jafnvel verið afi, en samt sem áður gæti hann kom ið ungri stúlku til við sig. Oldrich hugsaði líka: Fjand- inn hafi það, er þessi maður kjáni eða lætur hann aðeins eins og hann sé það? Það sannaði ekkert, að Kral hafði sent hann til hans. Kral átti til að gera alls konar fíflalæti. Þegar hann var fyrirlesari fyrir útgáfufyrir- tækið Tékkneska bókin og Old- rich leiðbeinandi fyrir Tékkneska lesendur, kom það oft fyrir, að einhver síðhærður fábjáni kom með handrit og meðmæli frá Kral og Borek eyddi mörgum nóttum og dögum yfir þessu handriti og leitaði án árangurs að einhverj- um huldum sannleik eða fegurð, sem hlyti að vera þar, úr því að Kral hefði uppgötvað það, — og svo hló Kral að Borek, þegar hann játaði fyrir honum seinna, að leit hans hefði verið árangurs- laus. Nema kannske að Kral hefði elzt síðan þetta var og hann mundi varla vera með slíkt gam- an nú á þessum timum, en hver gat verið viss? Jæja, hugsaði Borek, hér er mjög gott tækifæri til að reyna gáfur og smekk þessa Ameríkana. „Trúið því eða ekki, herra John- son, ég er mjög góður enskumað- ur, en ég hef aldrei komið til Englands og aldrei talað við inn- fæddan Englending, en ég þýði mikið af enskum og amerískum bókmenntum, lítið á bókaskáp- inn þarna, í þessari hillu eru ein- göngu þýðingar eftir mig.“ Herra Johnson las nöfnin á kjölunum með áhuga og upphátt, stundum las hann yfir gleraugun og stundum gegnum þau, svo að Oldrich fór að velta því fyrir sér, hvort litli maðurinn væri nær- sýnn eða fjærsýnn. „Joseph Conrad .. mmm .. Erskine Caldwell . .mm .. sjáið nú til, G. K. Chesterton .... William Faulkner .. Faulknes .. en hvað sé ég, þetta er einkenni- leg tilviljun! Vitið þér, að eini keppinauturinn, sem ég hef, það er að segja raunverulegi keppi- nauturinn í Nebraska er lítið hó- tel með veitingastofu og bar við sömu götu og ég er, og forstöðu- maður þessa fyrirtækis heitir líka William Faulkner. Er það ekki einkennilegt?" Hann er þá kjáni, hugsaði Old- rich dapurlega. En dagdraumar Irene komust að allt annarri niðurstöðu: Og, stúlkur, þið yrðuð alveg hissa, hve þessi maður er vel lesinn! Oskar litli kom hlaupandi inn Jéhann handfasti ENSK SAGA 100 bláu augu sín. Hvergi leið honum eins vel og á sjónum, og honum var alveg sama hvort hafið var slétt og kyrrt eins og spegill, eða himinháar öldurnar æddu hvítfyssandi kring- um skipið. Feginn vildi ég hafa verið eins. Það bezta við hverja sjóferð finnst mér alltaf vera það að komast í land aftur þegar henni er lokið. Þessi sjóferð varð ekki til að auka álit mitt á sjónum. í samfleytt sex vikur urðum við að berjast við sífelld hvassviðri og okkur gekk seint og þunglega að koma skipinu áleiðis. Þó að rokinu slotaði litla stund, skall það von bráðar á aftur með ennþá meiri ofsa. Hafið breiddist út framundan okkur, endalaust eins og eilífð- in, að því er virtist, með tröllauknar öldurnar, sem risu og hnigu og byltust um án afláts svo langt sem augað eygði. Ég er stundum að velta því fyrir mér, hvað mennirnir geti verið heimskir að vera að hætta sér út á saltan sjóinn í valtri bátskel, úr því að Guð hefur skapað blessað þurrlendið þeim til gagns og unaðar og fjöruga hesta til að bera þá hratt ' yfir það með tign og prýði. | í fyrstu ætlaði konungur sér að lenda í hafnarborginni Marseilles og fara landveg um Frakkland heim aftur, því að hann sem var ekkert nema drenglyndið og göfugmennsk- , an, gat ekki hugsað sér að Frakkakonungur gæti verið svo svikráður að fara að vinna krossfélaga sínum og samkon- ungi mein, þegar hann færi með friði um ríki hans. En við, sem þekktum fjandskap og öfundsýki Filippusar konungs, lögðum fast að Ríkarði, konungi okkar að gefa sig ekki Frakkakonungi á vald. Hann gerði ekki annað en að skopast að áhyggjum okkar í fyrstu, en loks fór hann þó áð ráðum Heimsfrægar snyrtivörur Flestar tegundir fyrirliggjandi. HEKLA H.F. Austurstræti 14 — cími 1687. i: i = Kœliskápar 7 cub. fet fyrirliggjandi — Verð kr. 6.975.00 : ■| Hekla h.f. ■ Austurstræti 14 — Sími 1687 ■ mmmmummwnmmmnnmmmmmm...........................aaaaa..a.........aaaa^ SMJÖRPAPPÍR ) : 33 x 54 cm. J. Unjnjólfteovi & Jóv uaran Ljósböð m fyrir börn byrja á morgun kl. 13.30—15. : ■ Talið við yfirhjúkrunarkonuna. ; ■j Sólvangur [ AL HJÓLBARÐAR fyrirliggjandi. Eftirfarandi stærðir: 650—16 600—16 670—15 550—15 825—20 750—20 900—20 Hjólbarðaviðgerðir afgreiddar samdægurs. HJÓLBARÐIl H.F. Hverfisgötu 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.