Morgunblaðið - 09.02.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.02.1955, Qupperneq 1
16 síður 42. árgangur 32. tbl. — Miðvikudagur 9. íebrúar 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ég er óhæfur til þess að stjórna Hrushshev vssr s®hus — ÞSa.lesi- kev Smiisisa AUGLJÓST hefur verið um t ma, a® leiðtogar Ráðst.jórn- arrik.janna hafa hcrfst í augu við alvailega efnahagskreppu. Hin nýja landbúnaðaráætlun, sem gerð var stutíu eí'tir dauða Stal- ins, hefur ekki reynzt á rökum reist. Áætlun þessi gerði ráð fyr- ir stöðugt auknum afköstum land búnaðarins til þess að skapa aukn ar birgðir landbúnaðarafurða á rússneskum markaði. Þar var og gert ráð fyrir miklu ívilnunum fyrir bændur t. d. hærra verð fyrir vörur þeirra, lækkaða skatta og aukin þægindi að því er snertir að koma vörum á ntarkað. ★ í þessu sambandi tilkynnti Malenkov að þetta mikla vanda- mál hefði verið leyst — leyst endanlega, sagði hann þá. „Nú verður nógur matur handa öll- um“ bætti liann við. Ári seinna, vorið 1954 til- kynnti miðstjórn kommúnista- flokksins skyndilega að skortur „KRUSHCHEV: — Hann er nú sterki maðurinn ‘ í Rússlandi, en heldur ótraustvekjandi að sjá á mynd. væri á korni og allar ráðstafanir voru gerðar til úrbóta. Hundruð þúsunda ungs fólks voru send austur á bóginn til að vinna á samyrkjubúum er flokkurinn hafði sett á stofn. Og þegar upp- skeran kom í hús s.l. haust voru afurðirnar ausíur frá aðeins nægi legar til þess að bæta upp það sem framleiðslan í gömlu land- búnaðarhéruðunum t. d. Ukrainu hafði minnkað um. Nú var það ekki Malenkov, sem var aðalmaðurinn í þessari „her- ferð“ heldur Krushchev, aðalrit- ari flokksins. Hann hélt ræðurn- ar, hann gaf út fyrirskipanirnar skriflegu, hann var maðurinn sem fólkið var látið halda — og þakka — fyrir „velgjörðirnar og endurskipulagninguna. Þó er það Malenkov sem núna opinberlega er Iátinn játa á sig ábyrgðina fyrir misgerðirnar!! ★ Augljóst er og að ráðin til þess Framh. á bls. 2 — sssgBi MaSenkov í bréfi fil „œðsta ráðsins" Moskva, 8. febrúar. — Einkaskeyti frá Reuter. í MOKG.UN kom ,,æðsta ráð“ Rá5stjórnarríkjanna saman til fundar. Fundurinn hófst með því að lesið var upp bréf frá Malenkov forsætisráðherra, þar sem hann biðst lausnar frá störfum. Segir hann þar að „reynsluleysi sitt í stjórnmálum hafi haft óheppilcg áhrif á störf stjórnarinnar“. Sat Malenkov sjálfur í fundarsalnum er bréf hans og sjálfsásakanir voru lesnar upp!! Síðar í dag var tilkynnt að Bu-£;anin landvarnaráðherra (yfirmaður hersins) hafi verið kjörinn forsætisráðherra. Enginn greiddi ntkvæði á móti í bréfinu ásakar Malenkov sjálfan sig fyrir að áætlunin, sem fyrir tveimur árum var gerð í landbúnaðarmálum hafi misheppn- azt og segir ennfremur, að flokkurinn hafi samþykkt nýja stefnu í efnahagsmálum, sem bæta eigi upp það sem tapazt hefur á mis- tökunum í landbúnaðinum. Þungaiðnaður #r mikilvægari, segir liann. Var afsögn hans samþykkt samhljóða í „æðsta ráðinu" og síðar í dag samþykkt tillaga Krushchevs ritara flokksins um að Bulganin verði eftirmaður Malenkovs. Enginn greiddi atkvæði á móti!! Harka í utanríkismálum Heriim verðor aukinn svo að ond- stæðingamir monn hngsa sig um! Malenkov (t. h.) sá er „játaði“ syndirnar; Bulganin, maðurinn á marskálksfötunum og æðsti maður Rauða hersins, sem þó ekki er hermaður — heldur „verkfæri“ Krushchevs, og Molotov (t. v.) „friðarpostulinn" sem nú boðar stóraukinn her og amtomsprengjur. Undarleg tilvilji SCnsshshev nzitaði ákvsðið gS hcmm œtti í deilum viB Malenkov Dagsnn eftir birtist sundrungin Pinay fsr misjafnar undirtekHr PARÍS, 8. febr.: — Franskir sos:al istar hafa sagt: Nei takk, við boði Pinays um þátttöku í stjórn, og fréttaritarar segja að Gaulleist- ar mur.i einnig hafna iams kon- ar boði. Mæta nú Pinay miklir örðugleikar í stjórnarmyndunar- starfinu. Sosialradikalir hafa tek- ið boði Pinays og vilja vera með í stjórn undir forystu hans. — Erfiðasta raun Pinays verður nú að fá kristilega demokrata til samstarfs við sig. — Reuter NTB. „Æðsta ráðið“ hóf, eftir að hafa vikið einum forsætisráð- herranum og „kosið" annan, umræður um utanríkismál og var Molotof utanríkisráðherra 30 þúsund á viku TAIPEH, 8. febr.: — Flutningar herliðs og borgara frá Tacheneyj urn stendur nú sem hæst og geng- ur svo vel, að varnarmálaráðu- neytið í Washington telur að flutningum fólksins — sem er um 30 þúsund talsins — verði lokið á viku ííma. Fréttaritarar sem mað 7. flot- anum eru, segja að bandarískir landgöngubátar hafi komið inn á hafnir á Tacheneyjum i morg- un. Var þá mikið frost en fólkið beið í löngum röðum eftir því að komast á skipsfjöl. Flélt það flest á smábögglum sem inr.ihéldu muni er það vi'di hafa á brott með sér er það yfirgaf heimili sín. — —- Reuter—NTB. q TVEIF. vestrænir blaðamenn Kingsbury Smitb. eg William Hearst áttu í fyrradag viðtal við Nikiia Krushchev, sem nú er talinn valdamesti maður Rússa. Spurðu þeir hann hvort nokkuð væri hæft í orðrómin- um um að ágreiningur væri milli hans og Malenkovs. Krushchev neitaði því fast og ákveðio. „ORÐRÓMUR UM j ÞAÐ EE AÐEINS ÓSK- HYGGJA VESTURVELD- ANNA“, sagði hann. 0 En daginn eftir, — í gær — harst fregnin um að Malen- kov væri fallinn og var ekki annað sýnilegt af framkcmu Kruslichevs í æðsta ráðinu en að hann hefði átt sinn þátt i falli Malenkovs. q Blaðamennirnir tveir sendu viðtal sitt simleiðis til heima- landa sinna og birtist það í blöðum þeirra í gærmorgun, nokkrum klukkustundum áð- ur en tilkynningin um fall Malenkovs koin. Viðbrögð í VesturáSfu LUNDÚNUM, 8. febr.: — Fall Malenkovs kom mönnum í Vest- urálfu á óvart, en raskaði þó ekki ró þeirra verulega, enda höfðu ýmsir spáð að hverju drægi. Kom það mönnum einna mest á óvart að í Rússlandi yrðu svona rót- tækar breytingar án blóðsúthell- inga. Litlar breytingar urðu á verði verðbréfa á kauphöllum en fjár- málamenn fylgdust þó vel með fréttunum. í V'narborg virtust allir rússn- eskir hermenn hverfa af götunum er fréttin um fall Malenkovs barst. Fór fréttaritari Reuters um göturnar en sá engan her- mann — en venjulega eru þeir fjölmargir á götum úti. Rússar höta atom- sprrngjuórásum á Spán ! Vínarborg. — Frá Reuter. ÍrOMINFORM hefur ákveðið nýja herferð í Spáni, sem miða á í þá átt að steypa Franco af valdastóli og að koma í veg fyrir j að samningar komizt á milli Francco og Bandaríkjastjórnar. HÓTUN I Tiikynningin um þessa nýju herferð Kominform gegn Franco er að finna í síðasta hefti af tímariti Kcminforms, sem út er gefið í Búkarest. Sagt er þar, að ef til styrjaldar komi cg Spánn fylgi Banda- ríkjumim að máium, þá muni Spánn verða fyrir ógurlegum atomárásum. Samtímis var birt tilkynning frá spánska kommúnistaflokkn- um. Þar segir m. a.: „Franco-stjórninni verður steypt af stóli og við mun taka byltingarráð. Á Spáni rís síðan alþýðulýðveldi, sem starfa mun með öllum þjóðum í sátt og sam- lyndi. En aðaláherzlan verður lögð á aukna ræktun, bætt fræðslukerfi og ríki og kirkja verða aðskilin.“ málshefjandi. Hann sagði að ekki mætti skoða Evrópumál- in sem minna mikilvæg en hina nýtilkomnu spennu í As- iumálunum. Framtíð Þýzka- lands hefði verið höfuðvanda- mál síðan styrjöldinni lauk og fara ætti eftir Yalta og Potsdamsamþykktunum um þau mál, þó að viðurkennt skyldi að margir aðrir samn- ingar síðar gerðir væru falln- ir úr gildi!! Hann lagði áherzlu a að ef Parísarsáttmálinn yrði stað- festur yrði hann stærsta hindrunin í þeirri átt að sam- eina Þýzkaland. Kommúnistar myndu svara með aukinni hervæðingu og auknum her- vörnum. Kommúnistaríkin átta, sem setið he'ðu Moskvaráðstefn- una í desember myndu setja á stofn sameiginiega yfirstjórn herja sinna. Og síðan sagði Molotof: „Þegar óvinir okkar sjá þetta, munu þeir áreiðan- lega hugsa sig um tvisvar“!! Ákvarðanirnar sem teknar voru á Moskvaráðstefnunni myndu krefjast nýrra og auk- inna útgjalda og stærri fórna. „Ráðstjórnarríkin eiga i fórum sínum vetnissprengjur“, hélt „friðarpostulinn" Molotof áfram í ræðu sinni. „Og þær eru svo kraftmiklar að Rúss- ar eru nú langt á undan Banda ríkjamönnum í þeim efnum.“ En Rússar vilja ekki sam- keppni við Bandaríkin í gerð vetnissprengja, en vilja þess í stað nota atomorkuna í þágu friðarins!!! Hann talaði um Formósu- málin sem „skammarlegasta blettinn í allri veraldarsög- unni. Formósa og Peskadores- eyjar eru eign meginlands Kínverja. Árás Bandarik.ja- manna þar eystra ættu Sam- einuðu þjóðirnar að fordæma, ef þau samtök vilja halda heiðri sínum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.