Morgunblaðið - 09.02.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.1955, Blaðsíða 4
4 -A MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. febrúar 1953 í dag er 40. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 6,49. Síðdegissflæði kl. 19,12. Læknir er í læknavarðstofunni, *úmi 5030, frá kl. 6 síðdegis til kl. 8 árdegis. Næturvörður er í Ingólfs-apóteki isími 1330. Ennfremur eru Holts- apótek og Apótek Austurbæjar opin daglega til kl. 8 nema laug- , ardaga til kl. 4. Holts-apótek er j opið á sunnudögum milli kl. 1 og 4. ] t I. O. O. F. 7 = 136298% = 9 III. , « Hjonaefni • Nýlega hafa opinberað trúlofun «sína ungfrú Sveinsína Guðmunds •dóttir og Ægir Breiðfjörð, bæði til Iieimilis á Suðurgötu 11, Hafnarf. • Alþingi • í DAG: Sameinað þing: — 1. Kosning triggja manna í stjórn Áburðar- verksmið.junnar h.f. 1. umr. — 2. Kosning þriggja yfirskoðunar- manna ríkisreikninganna 1954, að viðhafðri hlutfallskossningu samkv 49.. gr. stjórnarskrárinnar. — 3. j Flóttamenn, þáltill. Síðari umr. —] 4. Löggæzla á samkomum, þáltill.' Fth. einnar umr. — 5. Niðursuðu j verksmiðja í Ólafsfirði, þáltill. :fyrri umr. — 6. Hafnarbætur í X,oðmundarfirði o. fl., þáltill. Fyrri umr. — 7. Austurvegur, þáltill. Fyrri umr. -— 8. Dýrtíðar- lækkun, þáltill. Fyrri umr. — 9. Strandferðir, þáltill. Fyrri umr. — 10. Friðunarsvæði, rýmkun á ■nokkrum stöðum, þáltill. Fyrri nmr. — • Skipafréttir • | Mimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss fór frá Hamborg 7. þ.m. til Rotterdam, Hull og Rvíkur.1 Dettifoss er í Rvík. Fjallfoss er í Rvík. Goðafoss fer frá New York í dag til Rvíkur. Gullfoss er í Rvík. Lagarfoss er í Rvík. Reykja foss er í Rvík. Selfoss fór frá Norð firði 6. þ.m. til Þórshafnar, Rauf- arhafnar, Kópaskers, Hofsóss og Sauðárkróks. Tröllafoss er í Rvík. Tungufoss er í Rvík. Katla er í Rvík. I Skipadcild S. f. S.: Hvassafell fór frá Gdynia 6. þ. m áleiðis til Islands. Arnarfell er ] í Rio de Janeiro. Jökulfell losar sement á Austur- og Norðurlands- j höfnum. Dísarfell fór frá Hamborg 5. þ.m., áleiðis til íslands. Litlafell , er í olíuflutningum. Helgafell er í Reykjavík. Dagbók Málfundafélagið Qðinn Skrifstofa félagsins í Sjálfstæð- ishúsinu er opin á föstudagskvöld- \ utn frá kl. 8—10, sími 7104. —— Gjaldkeri félagsins tekur þar við ársgjöldum félagsmanna. ,,Aö eigin ósk . . . . 44 MALENKOF forustumaður ráðstjórnarinnar rússnesku hefur nú lagt niður völd með þeim ummælum, að hann hafi ekki verið starfi sínu vaxinn, sakir vanþekkingar og reynsluskorts. — Er þetta fréttist varð manni nokkrum að orði: Ætli það næsta sem við heyrum frá Malenkof verði ^kki, að hann hafi verið hengdur að eigin ósk. Rússar vilja jafnan hafa hóf á heilsufari og aldri leiðtoganna. Nú röðin komin mun að Malenkof, þeim meistara í tækni „hreinsananna“. Það hinzta sem við heyrum um þann mann, eg hygg að muni sennilega verða, að samkvæmt eigin ósk þeir hafi hann hengt, er iðrun sanna hafði ’ann gerða. ALÍ. Flugferðir Fltigfélag Í.Hlands h.f.: Millilandaflug: — Sólfaxi kom í gær til Rvíkur frá Prestvík og Lundúnum. — Innanlandsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar, ísafjarðar, Sands, Siglu- f jarðar og Vestm.eyja. — Á morg un eru ráðgerðar flugferðir til Ak- ureyrar, Egilsstaða, Kópaskers og Vestm.eyja. Flugferð verður frá Akureyri til Kópaskers. Loflleiðir U.f.: ,,Edda“ kom til Reykjavíkur kl. 07,00 í morgun frá New York. — Flugvélin fór til Stafangurs, Kaup mannahafnar og Hamborgar kl. 08,30. —- Hjálpræðisherinn Þessa viku eru haldnar vakning aisamkomur á hverju kvöldi kl. 8,30. Majór Pettersen frá Noregi, ‘kapt. Olsson frá Akureyri o. fl. taka þátt í samkomunum. Öllum er heimill aðgangur. Hallgrímskirkju í Saurbæ hefur hr. Haraldur Kristmanns son, pifreiðarstj., á Akranesi, ný- lega refið kr. 624,00. Vottar sam- skotanefndin og aðrir hlutaðeig- endur honum alúðarþakkir fyrir. Matthías Þórðarosn. Til aðstandenda þeirra er fórust með „Agli rauða“ | Afh. Mbl.: Ónefndur kr. 100,00; A K 100,00; Þ 10,00; Ax B 200,00; vinnufl. Kristjáns Snorrasonar hjá Bæjatsímanum 1.100,00. ! • Blöð og tímarit • Ægir, rit Fiskifélags Islands, er kominn út. —- Nú hafa orðið rit- stjóraskipti á ritinu, Lúðvík Kristj ánsson hefur látið af því starfi en Davíð Ólafsson tekið við. — Efni þessa rits er sem hér segir: Rit- stjóri kvaddur. — Ávarp til les- enda. — Útgerð og aflabrögð. — Á síldveiðum í Norðursjó. — Land- helgissmál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. — Fiskaflinn í nóvem- ber. — Rannsóknir á saltsild 1947 -—’48. — Saltfisksalan. -— Útflutt- ar sjávarafurðir í október. — Er- lendar fréttir. Samvinnan, janúar, ei komin út. Efni: Við áramótin. Fjörutíu ára starf Vilhjálms Þórs. Vöxtur og viðgangur SÍS. Styðjið sam- vinnuna, með því aukið þið hag- sæld allrar þjóðarinnar. — Fram- kvæmdastjórn SlS. Erlendur Ein- arsson. Látum afrek liðinna ára verða okkur hvatning til meira og betra starfs. Jón Ólafsson tekinn við framkvæmdastjórn Samvinnu- trygginga. Harmleikurinn á Aust- urbæ. — Tangier. Sólheimadrengurinn Afh. Mbl.: Matta kr. 30,00; S Þ J 200,00; H F J 300,00. Séra Jón Þorvarðsson sóknarprestur í Háteigspresta- kalli, er fluttur í Drápuhlíð 4. — Sími 82272. Glímuráð Rvíkur Ársþing verður haldið í Breið- firðingabúð (uppi), miðvikudag- inn 23. febr., og hefst það kl. 20,30 Esperantistafél. Auróra heldur aðalfund sinn í Edduhús- inu, Lindargötu 9A, uppi, í kvöld kl. 8,30. Minningarspjöld Krabbameinsfél, íslands fást hjá öllum póstafgreiðslum landsins, lyfjabúðum í Reykjavík og Hafnarfirði (nema Laugavegs- og Reykjavíkur-apótekum), — Re- midia, Elliheimilinu Grund og skrifstofu krabbameinsfélaganna, Blóðbankanum, Barónsstíg, sími 6947. — Minningakortin eru af- greidd gegnum síma 6947. Bólusetning við barnaveiki á bömum, eldri en tveggja ára verður framvegis framkvæmd í nýju Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, á hverjum föstudegi kl. 10—11 f.h. — Börn innan tveggja ára komi á venjulegum barnatíma, þriðjudaga, miðviku- daga og fösttudaga kl. 3—4' e. h. og í Langholtsskóla á fimmtudög- um kl. 1,30—2,30 e. h. Leiðrétting Blaðinu þykir rétt að taka það fram, að fréttir þær er voru birt- ar nú fyrir nokkru um þorrablót kvenfél. „Sif“ á Patreksfirði, voru ekki hafðar eftir Karli Sveinssyni, fréttaritara blaðsins á Patreks- firði. Þá hafa kvenfélagskonurnar beðið um leiðréttingu á þvi, að þær hafi ekkert áfengi pantað frá Rvík til hófsins. Atthagafél. Strandamanna Árshátíð í Sjálfstæðishúsinu kl. 8,30 næstkomandi sunnudagskvöld. Páll Arason sýnir ferðamyndir Annað kvöld (fimmtud. 10. febr.) kl. 9 e.h. sýnir Páll Arason lit- myndir frá ferðum sínum s.l. sum- ar um Frakkland, Ítalíu, Sviss og TJt’ Þýzkaland, í Aðalstræti 12. Allir sem áhuga hafa á ferðalögum velkomnir. Spilakvöld Sjálfstæðisfél. í Hafnarfirði verður í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30. — Spiluð verður félagsvist og verðlaun veitt. Bæjarhókasafnið Lesstofan er opin alla vxrkt daga frá kl, 10—12 árdegis og kl 1—10 síðdegis, nertiá laugardaga kl. 10—12 árdegis og kl. 1—7 síð- degis. Sunnudaga frá kl. 2—7. — Gtlánadeildin er opin alla virka daga frá kl. 2—10, nema laugar daga kl. 2—7, og sunnudaga k! 5—7. Styrktarsjóður munaðar- lausra barna. — Sími 7967. Minningarspjöld S.L.F. — Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra — fást í Bókum og rit- föngum, Austurstr. 1, Bókaverzlun Iraga Brynjólfssonar, Hafnar- stræti 22, Hafliðabúð, Njálsgötu 1, j Verzl. Roða, Laugavegi 74. I Málfundafólagið Óðinn ÍStjórn félagsins er til viðtals við félagsmenn í skrifstofu félags- íns á föstudagskvöldum frá kl. 8- -10. Sími 7104. 10 króna veltan: Björn Jónss., Framnesv. 36 skor- ar á Pétur Péturss., skrifst.stj., og Valdimar Jónsson, sölum. — Villi Nielsen skorar á Gunnar ‘ Jónss. og Gunnar Brynjólfss., ' allir hjá Landsmiðjunni. Skarp- héðinn Jóhannsson, Eskihl. 11 skorar á Pétur Sæmundsson, Bólstaðarhlið 11 og Sig. Guð- j mundsson, Miklubraut 11. Ólaf- ur Þétrhallsson, Hofteigi 6 skor- ar á Friðbjörn Agnarsson, Bjarn ] arstíg 12 og Hákon Magnússon, j Hofteigi 6. Halldóra Ólafsdóttir, J Hofteigi 6 skorar á Jóhönnu ' Guðjónsdóttur, Grettisgötu 31 og Brendís Jónasdóttir, Melhaga 7. Pétur Jónasson, Ríkisskip skor- ar á Eirík Bjarnason, heildv. Öl- ver og Svein Sæmundsson, rann- sóknarlögreglunni. Ásdís Erlends dóttir, Laugav. 34 skorar á Helgu Sigfúsdóttur, Eiríksgötu 29 og Sigríði Skagfjörð. Nói Bergmann, Kleppsmýrarvegi 3 skorar á Kristófer Larsen, Miðtúni 78 og Svein Hallgrímsson, Miðtúni 52. Björn G. Björnsson, Laufásvegi 45 skorar á Júlíus Pálsson, Birki- mel 6 og Þorbjörn Hjálmarsson, bílstjóri frá Keflavík. Jónas Hall- dórsson, Kvisthaga 29 skorar á Gunnar Guttormsson, Sundhöll- inni og Friðjón Guðbjörnsson, Sundhöllinni. varp • 18,00 Islenzkukennsla; II. fl. 18,30 Þýzkukennsla; I. fl. 18,55 íþróttir (Atli Steinarsson blaða- maður). 19,50 Þingfréttir. —• Tónleikar. 20,30 Óska-erindi: Hvernig hafa samfélagshús gefizt í Svíþjóð, - og ættum við að koma þeim upp hér á landi? (Skúli II. Norðdahl arkítekt). 21,00 Óska-< stund (Benedikt Gröndal ritstj.), 22,10 Upplestur: „Stofuofninn“, smásaga eftir Jan Destrem, í þýðingu Björns Jónssonar (Her-< mann Pétursson). 22,30 Harmo-t nikan hljómar. — Karl Jónatans-* son kynnir harmonikulög. 23,0Q Dagskrárlok. Prínsessa á ferð LONDON, 5. febr.: — Margrét prinsessa er floginn frá Trinidad, þar sem hún var í opinberri heim sókn. Þúsundir fólks í Port ofi Spain, höfuðborg Trinidad, hylltu prinsessuna, er hún ók til flug- vallarins. Næsti áfangi prinsess- unnar á ferðalaginu er Tobago- eyjar. Z HfH Smárakvartettinn í Reykjavík. BAUJUVAKTIN Fossarnir Óskaplaian vínsæla. Fiesl a'ðeins hjá úloefanda: ^HLJÓRFÆRAVERZLUN Jfspt/rh/z ^fh/gac/óttuTr Lækjargötu 2. Sími 1815. MÚRHÚÐUNARNET H. Benediktsson & Co. h.f. Hafnarhvoll — Sími 1228 ÖKUMENN! Ef bifreið yðar rennur til á hálum vegi, þá hemlið ekki, heldur sleppið fætinum af benzíngjafanum, og beitið stýrinu í sömu átt, og afturhluti bifreiðarinnar rennur. — Reyndir bíl- stjórar hafa þetta ráð, og hinum óreyndu ber að læra það. S. V.F.I. HUSNÆÐI fyrir léttan járniðnað óskast til leigu strax ea. 30—80 ferm. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 13. þ. m. merkt: „Járn — 149“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.