Morgunblaðið - 09.02.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.02.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. febrúar 1955 MORGUISBLAÐIÐ 7; mmmk ÓVÆNTUSTU úrslitin á laugar- idag var ósigur Úlfanna við Bolton með ekki minna en 1—6. Bolton hefur undanfarið verið mjög ó- heppið með leikmenn sína og um áramótin voru 18 meiddir og ó- leikfærir. Síðan í nóv. hefur fé- lagið unnið aðeins 1 leik, en tap- að 6 og gert 6 jafntefli. í haust skildu Bolton og Aston Villa jöfn, 3—3. Fyrir aðeins 10 dögum sló Manch. City samborgara sína, Manch. Utd, úr bikarkeppninni með 2—0, og í haust sigraði það einnig, þá með 3—2. Þriðji leik- urinn verður á laugardag og eftir stigum að dæma verður hann tví- sýnn. Sunderland er nú eina liðið í 1. deild, sem enn hefur ekki tap- að leik heima, þar hafa orðið 5 sigrar og 9 jafntefli. Charlton er orðið eitt af sterkustu liðunum og er spáð sigri í bikarkeppninni, enda þótt það eigi næst leik gegn Úlfunum í Wolverhampton, Næstu leikir verða: Arston Villa — Bolton 2 Burnley — Arsenal lx Cardiff — Everton x Shelsea — Newcastle 1 Leicester — W.B.A. x2 Manch. Utd. — Manch. City 1 2 Preston — Sheff. Utd. 1 Sheff. Wedn. — Portsmouth 2 Sunderland — Charlton 1x2 Tottenham — Biackpool 1 Walves — Huddersfield Ix Port Vale — West Ham x Hafa atom- og vethissprengjur áhrif á veðráftuna í Evrópu? H Sunderland 28 10 15 3 46-35 35 Wolves 28 13 8 7 61-46 34 Manch. Utd 27 14 5 8 59-46 33 Charlton 27 14 4 9 59-42 32 Manch City 28 13 6 9 52-50 32 Everton 27 12 7 8 42-38 31 Chelsea 28 11 9 8 52-43 31 Portsmouth 27 11 8 8 51-38 30 Huddersfid 26 10 9 7 44-39 29 , Newcástle 27 12 4 11 60-56 28 , Burnley 28 10 8 10 34-39 28 ] Preston 26 11 5 10 59-38 27 W.B.A. 27 10 7 10 52-57 27 Tottenham 28 10 6 12 51-52 26 Bolton 26 8 9 9 43-42 25 Sheff. Utd 27 11 3 13 45-59 25 Cardiff 26 9 6 11 43-52 24 Arsenal 27 9 6 12 45-46 24 Aston Villa 27 9 6 12 40-57 24 Blackpool 28 7 7 14 36-49 21 Leicester 27 5 8 14 44-63 18 Sheff Wedn 28 4 6 18 41-73 14 Luton 27 16 4 7 60-36 36 Blackburn 28 17 2 9 93-58 36 Rotherham 27 15 3 9 63-47 33 Leeds 28 14 5 9 43-41 33 Notts Co 27 14 4 9 49-45 32 Stoke 26 12 7 7 38-27 31 Fulham 27 12 6 8 56-50 30 Swansea 27 12 6 9 56-53 30 West Ham 27 12 6 9 56-53 30 Birmingh. 25 11 6 8 51-29 23 Bury 27 10 8 9 52-48 28 Liverpool 27 12 4 11 59-59 28 Middlesbro 28 12 3 13 44-53 27 Bristol R 27 11 4 12 55-55 26 Hull 26 9 7 10 31-35 25 Lincoln 27 9 6 12 47-55 24 Nottm For 27 9 5 13 34-40 23 Doncaster 26 9 3 14 37-64 21 Port Vale 27 6 9 12 30-51 21 Derby Co 27 7 5 15 43-54 19 Plymouth 28 5 7 16 39-62 17 Ipswich 27 6 2 19 42-67 14 Hver ók grænnm bí! á Hrannarsbgnum! Á LAUGARDAGINN varð 13 ára drengur fyrir bíl á Hrannarstígn- um. Meiddist drengurinn um hné og er rúmliggjandi. Ekki er vitað hvaða bíll það var sem drengur- inn varð fyrir. Kona ók bikum og með henni voru önnur kona og barn. Bíliinn sem er fjögurra manna er grænn á lit, en dreng- urinn veit ekki hvaða númer er á bílnum. Konan hafði ekki talað við hann eftir slysið. Rannsóknarlögreglan biður konu þá er bílnum ók, að gefa sig fram hið íyrsta. fVAÐ hefur komið fyrir veðrið?“ Þetta er spurning, sem legið hefur á vörum allra Dana síðastliðið missiri. Þeir eru jafnvel farnir að missa vonina um að lifa við annað en regnhlífaveður það sem eftir er æfinnar. Síðastliðið sumar er það votviðrasamasta í Danmörku, sem sögur fara af í marga áratugi. En það versta er að það virðist alls ekki ætia að stytta upp. Úrkoma frá morgni til kvölds, jörðin sífellt gegnum blaut, pollar á öllum götum. Þetta er orðið svo daglegt brauð að stórviðburður er talinn, ef sólinni tekst að brjótast fram úr skýjaþykkninu nokkra klukkutíma. STÖÐUG RIGNING í september, eftir sérstaklega votviðrasamt vor og rigninga- sumar ólu Danir þá von i brjósti að haustið myndi bæta þeim upp misheppnuð sumarfrí með hrein- viðri og bjartari haustsól. En því var ekki að fagna. Veðurskýrslur sýna, að í október rigndi í 20 daga, í nóvember í 20 daga og í desember geisuðu alls konar óveður, regnstormar, snjóstorm- ar og aldrei sást til sólar að heita mátti. Nýja árið byrjaði einnig með rigningu. I ER VETNISSPRENGJAN HÉR AÐ VERKI ? ' Hvaða orsakir geta legið til þessarar sífelldu úrkomu? Megr inhluti dönsku þjóðarinnar álítur að minnsta kosti að hér sé vetn- íssprengjunni um að kenna, þott vísindamennirnir fullyrði, að vetnissprengjunum, sem varpað var í Kyrrahafið í vor sem leið, og þær, sem féllu í Síberíu í sumar, hafi eltki nein áhrif á veðráttuna.. Það væri samt sem áður gaman að athuga þá mögu- leika, sem fyrir hendi eru, hvort vetnissprengjurnar samt sem áð- ur, geti ekki hafa orðið til þess að breyta veðráttunni. Það eru til vísindamenn, sem álíta það engu síður en danska alþýðan, að vetnis- og atomsprengjur hafi áhrif á veðrið. I "á hvern hátt? I Enski próíessorinn Frederick Soddy, sem fékk Nóbelsverðlaun fyrir atomvísindi, heldur því fram, að kjarnorku- og vetnis- sprengjur geti á fleiri en einn hátt haft áhrif á veðráttu. Til dæmis, að ein slík sprengja sem springur, kasti svo miklu af geislavirku efni upp í himingeim- inn að það stöðvi sólargeislana eða geri þá óvirka. Frakkinn Charles Noel, sem einnig er þekktur vísindamaður á þessu sviði og hefur ritað langar grein- ar í frönsk dagblöð um þetta efni, álítur að saltefnið, sem ber- ist upp í himingeiminn við sprengingu kjarnorku eða vetn- issprengju geti haft þau áhrif á loftið, að rakinn í því þéttist óeðlilega mikið og falli til jarð- ar sem regn. Hann álítur einnig, að við hinn mikla hita, er skap- ist, er slíkar sprengjur springa, breytist köfnunarefni og súrefni loftsins í nokkurs konar salt- pétursgas, sem seinna verði að saltpéturssýru og falli ti) jarðar sem eitrað regn. * 5600 ÁR í LOFTINU í loftinu er að finna kolefni er vísindamenn hafa nefnt til að- greiningar á öðrum kolefnum „kolefni 14“. Nái þessi efni lofts- ins að verða geislavirk, er álitið að þau haldi áfram að vera það í 5600 ár. Þetta er ein sönnun þess að vetnis- og kjarnasprengj- ur hafi áhrif á loftslagið. EKKI BER ÖLLUM SAMAN En hvað segir þá danski veð- urfræðingurinn Lysgaard um þetta mál. Hann virðist ekki vera sömu skoðunar og þeir ensku og frönsku. Hann álítur að vetnis- og kjarnorkusprengjur hafi ekki minnstu áhrif á veðurfar. Kenn- ingar hans eru þær, að geisla- virk efni, sem berast út í geim- inn við vetnis- eða kjarnorku- sprengjur hafi ekki minnstu áhrif á veðuríar. Kenningar hans eru þær, að geislavirk efni, sem ber- ast út í geiminn við vetnis- eða kjarnorkusprengingar hafi sára- litla þýðingu á efni loftsins. í loftinu sjálfu séu þessi sömu efni Það rigndi frá morgni til kvölds. fyrir hendi, og jafnvel efni frá ís hverfi með öllu. En það gæti þeirri stærstu fyrr nefndra líka haft sínar skuggahliðar. Það sprengja, sem enn hafa sundrazt væri ekki ólíklegt að hið bráðn- á jörðinni séu aðeins eins og andi ísvatn mundi gereyðileggja dropi í hafið, er þau þyrlast itm fiskveiðar á þessum slóðum og þá í himingeimnum. ! auðvitað einnig við ísland. LOFTSLAGIÐ AÐ HLÝNA Það er eðlilegt að Danir eigi erfitt með að sætta sig við þessa breytingu, sem orðið hefur á veðráttunni, þar sem þeir voru ný'-búnir að fá sanninn heim um það að loftslag þar hefði hlýnað mjög mikið síðastliðin 100 ár. Ber því gleggst vitni að fuglalíf hef- ur mjög aukizt þar á þessum ár- um. Eru nú 25 tegundir fugla, sem lifað haía við heitara lofts- lag, staðsettar í Danmörku. — Veðráttan í fyrravetur i Dan- mörku var álíka hlý og hún var fyrir einni öld 500 km sunnar. Þessari staðreynd hafa Danir fagnað mjög, og telja þess vegna ekki einleiknar þessar stórrign- ingar, sem staðið hafa yíir nú í meir en hálft ár. STRAUMUR HAFSINS Ekki hafa vetnis- eða kjarn- orkusprengjur verið hér að verki. En ef til vill gætu áhrif þein-a eyðilagt það, sem straumar hafs- ins hafa bætt um á heilli öld á nokkrum dögum? Órækar sann- anir eru fyrir því, að síðustu hálfa öld hafa hlýrri straumar en áður streymd umhverfis isbreiðu norðurpólsins. Við Jakobshavn er sjórinn 2 gráðum heitari að jafnaði en fyrir 26 árum. Rúss- neski vísindamaðurinn Schol- kosky segir að þetta orsakist af því, að uppsprettur Golfstraums- ins séu stöðugt að auka hita sinn, og heitara Atlantshafsloftslag streymi nú stöðugt inn yfir Ev- rópu og Norður-íshafið. Loft og haf vinni þannig saman að breyttu loftslagi á norðurhveli jarðar. Ef þessu haldi áfram, geti svo farið, að hinn mikli norðlægi HVAÐ VERÐUR UM GRÆNLANDSÍSINN Nú sem stendur mun rúmmál Grænlandsíssins vera um það bii 1.500.000 fcm3. Ef hann bráðnar mundi yfirborð úthafsins hækka um hérumbil 4 metra. — Hvað myndi verða, ef slíkt náttúru- fyrirbæri ætti sér stað? Kannski mætti koma í veg fyrir þetta með geislavirkum efnum? Það munu sjálfsagt margir taka undir það með Dönum, að heppilegast sé að láta sjálfa nátt- úruna ráða veðurfarinu, en mannanna verkum sé þar ekkert blandað saman við. Sólin hefur komið upp í austri og setzt í vestri hingað til og enginn þurft að hjálpa henni til þess. Þuríður Pálsdóftir í Pagiiacci ÓPERURNAR „I Pagliacci" og „Cavalleria rusticana“ hafa nú verið sýndar í Þjóðleikhúsinu 1!> sinnum og því nær alltaf fyrir fullu húsi. Sænska söngkonan Stina Britta Melander, er fór með hlutverk Neddu í „I Pagliacci“, hefur nú vegna anna í heimalandi sínu, horfið héðan, en í hennar stað hefur Þuríður Pálsdóttir tekið við hlutverki Neddu. Fór hún með hlutverkið í fyrsta sinn s.l. sunnu dagskvöld. Þuríður Pálsdóttir er sem kunnugt er, prýðileg söngkona, með þýða og fagra sópranrödd, sem hún beitir af smekkvísi og kunnáttu. Það var þvi vitað að hún mundi leysa vel af hendi hina sönglegu hlið þessa hlut- verks. Hitt var og vitað, að leikur Stinu Brittu Melander í hlutverki Neddu var afburðagóður, engu síður en söngur hennar, — léttur og lifandi. Að því leyti var því vandfarið í hennar spor. Þuríður Pálsdóttir leysti þó þessa hlið hlutverksins af hendi með fullum sóma. Hún er að vísu ekki eins létt og mjúk í hreyfingum sem ungfrú Melander, en hún er gædd miklum þokka og leikur af sterkri innlifun og svipbrigði hennar og lábragð túlka ágætlega hugarástand Neddu. í óperunum leika nú og syngja eingöngu íslendingar. — Hefði það þótt ótrúlegt fyiir nokkrum árum að slikt mætti ske. — Gefur þetta vissulega fyr- irheit um að við verðum áður en langt um líður einfærir um að halda hér uppi góðum óperu- sýmingum. Óperurnar eru að mér firínst mun betur sungnar og leiknar nú en á frumsýningunni. Sérstak- lega fannst mér athyglisvert hversu áhrifamikill er nú leikur Guðrúnar Á. Simonar, í hlutvérki Santuzzu í Cavalleria rusticána. Er hún í hröðum framförum sem óperusöngkona. Sigurður Grímsson. Usnferöalögiii í fmiiikvæiral 1 LÖGBIRTINGABI.AÐINU, sem út kom í gær, er birt auglýsing frá lögreglustjóra, um urnferð og um- ferðannerki, samkvæmt heimild í umferðalögnunum frá 1941. Þar er getið um allar aðalbiaut- ir í bemim og eru þær nú orðnnr 16 og um 7 gatnamót, er njóta að albrautaréttar. Þá er sagt hvaða götur einstefmiakstur sé ákveðinn um, en þær eru 41. Þá er greint fvá þeim götum sem bílastiiður eru takmarkaðar við 15 mín. Loks er sagt frá reglum þeim sem uni um- ferðaljósin gilda. I sjötta lagi er sagt frá umferðamerkjum, þ. e. a. s.: Aðvörunannerkjum, bann- merkjum og ýmis önnur umferða- merki. Framh. af bls. 6 þcss að lifandi jurtir komi :rærri, en í glasinu voru blaðgrænukorn og án þeirra er þetta enn ekki hægt. Hvert biaðgrænukorn er nefni- lega ákaflega fingerð og flókin verksmiðja og ætti það að skiljast af mynd þeirri, sem hér fylgir með. En hún er tekin af sænska visindamanninum F. S. Sjöstrand ! við Karolinsku stofnunina í | Stokkhólmi og sýnir hún aðeins hluta af einu blaðgrænukorni. Er myndin stækkuð 156.000 sinnum. I Þegar við lítum á þessa :nynd, sjáum við inn í verksmiðju. Hún er að vísu örsmá, en engu að 1 síður er hún margbrotin. Og starf ' serni hennar er enn flóknari, — já, svo flókin, að hundruð vís- indamann aút um alla veröld vinna að því dægrin löng nð reyna að ski'lja gang málsins ; —'Og gengur illa að komast til botns í því. Lnögu, svörtu strikin eru eggja hvituhúðir og sit hvoru megin við þær er örþunnt lag af blað- grænu (klorófýli). Hvítu svæðin og dökku punktarnir eru mjölvi og önnur eíni, sem safnast saman. Þannig er verskimðjan „Grænu korn“ fuilkomin, vel skipulogð verksmiðja. Þar eru einskonar færibönd mjög fingerð, þar sem sykur og rr.jölvi mvndast. Ef; til vill getur efnabreytingin aðeins orðin í sva fíngerðum hlutum' og þess vegna er ennþá óvíst, að maðurinn geti líkt eftii framleíðsl unni í stærri stfl. En svo mikið er víst, að meðan safna verður fyrst blaðgrænukornum til fram- leiðslunnar, þá er reksturinn allt of dýr til þess að hann geti borið sig. Meðan ekki er fundin lausnin á leyndardámum sjúlfrar blkð- grnunnar verður von mannsins aðeins órætur draumur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.