Morgunblaðið - 09.02.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.1955, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. febrúar 1955 Sbálatnnsfaeimilið Framh. af bls. 11 þakklæti og einnig þess, að verzl- anir í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellssveit hafa veitt heimilinu mikilsverða hjálp með því, að lána efnivörur og áhöld. Stjórnarnefndin hefur óneitan- lega oft verið í vanda stödd og mætt mörgum byrjunarörðug- leikum, en fyrir skilning á nauð- ( synlegu mannúðarmáli hefur úr öllu rætzt vel með hjálp góðra manna. 26 BORN DVALIST A HEIMILINU Þegar þetta er ritað hafa alls 26 börn komið til dvalar á heim- ilið. Flest hafa þau verið í einu 21, en geta verið 22. Þar eru að jafnaði 8 stúlkur að starfi auk kennara. Haggjald er 30 kr. og þykir stjórnarnefndinni það ærið mikið, en við því verður ekki gert, meðan vaxtagreiðslur af lán inu verða að 'I aggjast á rekstur- inn og arður af búrekstri er eng- inn, fyrr en búið er að rækta landið. Eitt höfuðatriði í rekstri svona heimilis er, að vel takist með starfsfólkið. Það má með sanni segja hér, að „hjúin gera garðinn frægan". Ef heppnast að fá starfs fólk, sem er vandanum vaxið, þá er vel farið. Móðurhönd mild og blíð þarf að sjá fyrir öllum þörfum barnanna. í anda krist- innar kirkju verður að starfa, annars er til einskis barizt. Ef þetta tekst, erum við feti nær bræðralagshugsjón manna. Það má með sanni segja, að Skálatúnsheimilið hafi verið heppið hvað þetta snertir þann starfstíma sem liðinn er. Stúlk- urnar hafa yfirleitt verið börn- unum góðar og umhyggjusamar. Annað mál er það, að fyrir vönt- un á starfsliði og tíð skipti hefur stundum ýmislegt í vinubrögðum farið ver úr hendi en skyldi. — Vegna óvenjulegs ástands í at- vinnumálum, hefur ekki verið unnt að hafa sama fólkið lengi. Því skyldi ekki stúlka þiggja at- vinnu á Keflavíkurflugvelli, þeg- ar henni eru boðin helmingi betri kjör þar en þau, sem hún hafði í Skálatúni og vinnutími og írí eins? Þetta skeði í sumar. Fyrsta forstcðukona heimilis- ins var Auður Hannesdóttir, sem var sérmenntuð í meðferð fávita- barna og reyndist þeim einkar góð og nærgætin, en hún giftist og lét því af starfi sínu. Frá 1. nóv. þ. á. er forstöðukona Aimée Einarsson, fædd í Færeyjum af íslenzkum foreldrum. Er hún hjúkrunarkona að menntun. •— Kennari er Markúsína G. Jóns- P L A S T I C borðpSötur nýkomnar í mörgum litum. J. Þorláksson & Norðmann h.f. Bankastræti 11. Sími 1280. Kaffi Nýbrennt og malað, í loft- þéttum sellophanumbúðum. Verzl. Halla Þórarins Vesturg. 17. Hverfisg. 39. 3447 — sími — 2031. dóttir. Yfirlæknir heimilisins er Kristján Þorvarðsson. BÚREKSTUR TIL YNDIS- OG ÞROSKAAUKA Að fyrirmynd annarra bjóða hefur verið stefnt að því, að hafa búrekstur í sambandi við 'barna- heimilið. Það á að vera börnun- um til yndis og þroskaauka að fylgjast með ræktun jarðar og vexti og meðferð búpenings. Auk þess ætti það að geta stutt rekst- urinn fjárhagslega, þegar frá líð- ur og ræktun landsins er lokið. Þess er getið hér að framan, að stofnun þessi sé sjálfseignar- stofnun. Með því er sagt, að stofnunin á sig sjálf, og verður að standa á eigin fótum, svo sem Elli- og hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavik o. fl. stofnanir, en er stjórnað af nefnd manna. — Þessar stofnanir eru í raun og veru opinber eign, eiga vernd sina í skipulagsskrám. Líklegt er, að þegar stundir líða, :nuni þykja þörf að setja um þessar stofnanir sérstaka löggjöf, svo tryggt verði betur en or, að þær verði notað- ar um alla framtíð í þágu þess málefnis, sem þær eru upphaflega helgaðar. ★ Stjórn stofnunarinnar skipa nú frú Guðrún Sigurðardóttir, Hofs- vallagötu 20, Reykjavík, írú María Albertsdóttir, Urðarstíg 3, Hafnarfirði, Páll Kolbeins, aðal- bókari, Reykjavík, Þorsteinn Þor- steinsson, kaupmaður, Reykjavík, og Jón Gunnlaugsson, fulltrúi, Reykjavík. J. G. Píanóióiileikar 6uð- rúnar UNGFRÚ Guðrún Kristinsdóttir, panóleikari frá Akureyri, hélt tónleika fyrir styrktarfélaga Tón- listarfélagsins í Austurbæjarbíói dagana 1. og 3. þessa mánaðar og var listakonunni fagnað mik- ið og innilega, enda kom þegar í fyrstu verkunum sem hún lék, í Ijós, að hún býr yfir mjög mikl- um hæfileikum og hefur náð mikilli og öruggri leikni. Guðrún er nemandi Árna Kristjánssonar og Haraldar Sigurðssonar próf. í Kaupmannahöfn, og er þar að leita skýringarinnar á því, meðal annars, hve tæknikunnátta henn- ar og festa í framkomu er fáguð og traust. En meðfæddir hæfi- leikar hennar eru mjög miklir. Ungfrúin sýndi næman skiln- ing á öllum verkefnunum, og víða gætti mikilla tilþrifa, enda tókst henni að halda hlustendum hug- föngnum frá byrjun til endá. Þegar tekið er tillit til þess, að ungfrú Guðrún er aðeins rúm- lega tvítug listakona, verða þess- ir tónleikar að teljast mgrkis- viðburður í tónlistarlífi voru. Hún kom, sá, og sigraði, og vann hjörtu áheyrenda með af- burða snjöilum píanóleik sínum. P. í. Landbúnaðarvélar til sölu Massey-Harris dráttarvél, smíðaár 1948, er til sölu. — Einnig tvær kartöfluupptökuvélar með körfu og sturtuvagn á gúmmíhjólum. Upplýsingar í síma 7354, Reykjavík. Vélstjórafélag íslands Almennur félagsfundur verður haldinn í samkomusal Hamars í kvöld kl. 20. Gengið inn frá Tryggvagötu. Félagsmenn, mætið stundvíslega. Stjórnin. Roskin ábyggileg STÚLKA óskast í fatageymsluna. Upplýsingar á skrifstofunni. Almennur dansleikur | 1 KVOLD KLUKKAN 9. HLJÓMSVEIT SVAVARS GESTS Aðgöngumiðasala frá klukkan 8. iimmiiíiiiiiinnnimmiiimiimiiiiu miiiimmmimiiimimmiimmimiHimiimmmnimiiiimmiiiii Vetrargarðurinn V e trar gar Snriais DANSLEIKUR í Vetrargarðinum ý kvöld klukkan 9. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar Ieikur. Miðapantanir í síma 6710 eftir kl. 8. V. G. Árshátíð Kaupmanna- og verzlunarmannafélags Hafnarfjarðar verður haldin í Sjálfstæðishúsinu n. k. laugardag 12. þ. m. og hefst með borðhaldi kl. 6,30 e. h. Skemmtiatriði: Haraldur Á. Sigurðsson leikari. Söngur (fjórar stúlkur með gítarufídirleik) — Dans. Róbert og Svavar spila. Aðgöngumiðar seldir hjá Jóni Mathiesen, Kaupfélaginu Strandgötu og Þórðarbúð. Nefndin. H V Ö T Sjálfstæðiskvennafélagið heldur fund í kvöld klukkan 8,30 e. h. FUNDAREFNI: Magnús Jónsson alþm. frá Mel, talar um stjórn- málaviðhorfið. Frjálsar umræður á eftir. Til skemmlunar verður: Leikþáttur, kaffidrykkja. Mætið stundvíslega. Allar sjálfstæðiskonur velkomnar. Stjórnin. AIR WICK - AIR WICK Lykteyðandi — Lofthreinsandi Undraefni Njótið ferska loftsins innan húss iJlt irið AIRWICK LR ÓSKAÐLEGT NOTIÐ AIR-WICK — AIR WICK «n>i M A R K tl S Eftix Ed Dodd —Y) So ANACK TELLS OF THE GREAT WHITE NORTH, THE STARVING ESKIMO AND THE DISAPPEAEIWG CARIBOU P WOW, MARK...THAT WAS 'TEtZRinC 5TUPP VOU WERE GIVIWG OUT...IT WOU'JO BE SWELL Matepíal por A T V 5HOW/ ^ >\ 1) Bekkjarárgangur Markúsar heldur hóf í Miðlands-skólanum og þar hittir Markús bezta skóla- félaga sinn, Bjarna Lárusar. •2) — Næsti ræðumaðurinn veit ekki að honum verður gefið orð- ið. Við erum hreyknir Eif starfi hans í þágu náttúrufriðunar. Það er Markús. 3) Svo að Markús rís upp og fer að segja félögum sínum frá íriðunarmálunum. Hann lýsir fyrir þeim heimskautshéruðun- um, sveltandi eskimóum og hrein dýrunum, sem fer fækkandi. — Og svona fer fyrir dýra- lifinu hér í Ameríku á mörgum sviðum .... 4) — Þeta var skemmtileg frá- sögn hjá þér Markús. Það væri sannarlega goíL efni í sjónvarp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.