Morgunblaðið - 10.02.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. febrúar 1953 Verkf^lSIð i Vestmasinaeyjuaii: Sjómenn hafa verið stór- lega blekktir af íormanni sjómannafélagsins i '■''INS og almenningi mun ef- E' laust kunnugt af fréttum útvarps og blaða stendur nú yfir deila í Vestmannaeyjum milli útgerðarmanna og sjó- manna um kaup og kjör sjó- manna [>ar jafnframt því, sem deilt er um fiskverð. Hefir bátaflotinn legið bund inn síðan um áramót af þess- um sökum og má hverjum hugsandi manni vera ljóst hvílíkt tjón er af þeirri stöðv un, þegar þess er gætt að á s. 1. ári nam útflutningur eyja skeggja í sjávarafurðum um 100 millj. króna eða rúmlega 12% af heildarútflutningi landsmanna. Til þess að almenningur getí gert sér réttar hugmyndir um þær kröfur sem fram er sett- ar af hálfu samninganefnd- ar sjómanna þykii hlyða að rekja hér að nokkru gang deilunnar og forsögu. Á árunum 1947 og 1948 hafði ríkisstjórnin ábyrgst ýmsar ráð- stafanir til þess að tryggja báta- útveginum 65 aúra verð fyrir hvert kg. af nýjum fiski miðað við þorsk og ýsu slægðum með haus. ÁBYRGÐARLÖGIN Þar sem sýnilegt þótti á árinu 1949 að þetta ábyrgðarverð myndi alls ekki nægja til þess að tryggja hallalausan rekstur út- flutningsframleiðslunnar eins og tilgangurinn var með ábyrgðar- verðinu, heimilaði Alþingi ríkis- stjórninni að verja allt að 5 millj. króna á því ári til þess að lækka kostnaðinn hjá útgerðinni jafn- hliða því sem hún framlengdi ráðstafanir vegna fiskábyrgðar- innar. Árið 1950 voru þessar ráðstaf- anir framlengdar, en stóðu þó skammt þar sem þær voru felld- ar niður með gengisskráningar- lögunum frá 19. marz 1950. Með gengislækkuninni var al- mennt búizt við að fiskverð myndi hækka, en þegar á árið leið þótti sýnt að hagur útgerð- arinnar færi ö'rt versnandi, þar sem verðlag á nauðsynjum út- vegsins höfðu stórhækkað á er- lendum markaði, en fiskverð hafði hinsvegar ekki hækkað á árinu heldur lækkað. BÁTAGJALDEYRIRINN Á grundvelli þessara stað- reynda voru útveginum veitt sér- réttindi í sambandi við innflutn- ing nokkurra vörutegunda sem nefnd hafa verið innflutn- ingsréttindi bátaútvegsins og koinu þau að öllu leyti í stað ábyrgðarverðsins, sem gilt hafði og þeirra hliarráðstafana, sem geíðar; höfðu verið vegna hinna óhagkýæmu hlutaskipta, sem út- gerðin* átti við að búa. Á þ4nnan hátt tókst að skapa fiskverð sem nam 96 aurum pr. kíló miðað við þorsk slægðan með haus. Á árinu 1952 og 1953 hækk- aði fiskverðið enn og þá í kr. 1.05 til sjómanna og loks þ. 18. janúar 1954 í kr. 1.22 með samn- ingum’ við heildarsamtök sjó- mannd. Af þessu er ljóst að fisk- verð hefir hækkað til sjó- manna um tæp 100% frá því á áyinu 1949 og má óhikað full- yrðp. að engin stétt önnur hef- ir, jiotið svipaðrar hækkunar 1 á kjörum sínum á sama tíma. Þrátt fyrir þessar miklu ] kjai-abætur til sjómanna fór ] stio, að fámennri klíku for- j hertra kommúnista í Vest- M Sðram krsfam en breythi fiskverði var vel tekið nf útvegsmönnum mannaeyjum tókst að fá sjó menn þar til að gera kröfu um kr. 1.38 fiskverð pr. kíló þótt umsamið verð til skipta sé kr. 1.22 í öllum öðrmti verstöðv- um. Með bréfi til Útvegsbændafél. Vestmannaeyja í nóvember sagði Sjómannafélagið Jötunn upp gildandi kjarasamningi sjómanna þeim sama, sem formaður sjó- mannafélajsins, Sigurður Stefáns son, hafði lýst yfir að hann myndi beita sér fyrir að yrði framlengdur óbreyttur fyrr á árinu. Og í desember s. 1. sögðu þeir ennfremur upp fiskverðssamn- ingi þeim, sem allsstaðar er nú í gildi á landinu. FJOGURRA MANNA MEIRI- HLUTI FELLDI BOÐ ÚTGERÐARMANNA Á fyrstu fundum útgerðar- manna og sjómanna gengu út- gerðarmenn að flestu leyti að kröfum sjómanna um breytingar á kjarasamningnum að því til- skyldu að fiskverð yrði óbreytt. Þetta tilboð útgerðarmanna var fellt á fundi í sjómannafélaginu með 18 atkvæðum gegn 14, en rétt er þó að geta að um 190 manns munu vera félagsbundnir í félaginu. Af þessu sézt að 4 manna meirihluti hefir ráðið því, að málin eru nú komin í það öngþveiti, >em raun ber vitni um. Krafa sjómanna er sú, að þeim verði greiddar kr. 1.38 pr. kg. miðað við slægðan þorsk með haus eða 16 aurum hærra en sjó- menn annarsstaðar á landinu hafa samið um og fá greitt. Þegar litið er á slíka kröfu- gerð með hliðsjón af því, að meðaltekjur sjómanna í Vest- mannaeyjum á s. 1. vertíð voru um kr. 7.127.40 á mánuði miðað við fiskverðið kr. 1.22 eins og þá var í gildi, þá er ekki óeðlilegt að menn fari að leita einhverra dýpri orsaka en umhyggju fyrir sjómönnur.i í þeim óbilgjörnu kröfum, sem nú eru bornar fram í Vestmannaeyjum og koma harð- ast niður á þeim, sem lífsviður- væri hafa af framleiðslu sjávar- afurða. Þeirra orsaka er heldur ekki langt að leita því þær koma bezt fram í orðum Karls Guðjónssonar, sem hann við- hafði í sölum Alþingis þegar þessi mál voru þar til um- ræðu s. 1. þriðjudag, á þá leið, að verkfallinu væri fyrst og fremst beint gegn ríkisstjórn- inni. Þegar sýnt þótti, að ekki væri samkomulags að leita við samn- inganefnd sjómanna vísuðu út- gerðarmenn deilunni til sátta- semjara og gáfu jafnframt stjórn Landssambands ísl. útvegsmanna umboð til þess að semja fyrir sína hönd. FRAMKOMA SAMNINGA- NEFNDAR SJÓMANNA Hefir sáttasemjari haldið marga fundi með deiluaðilum hér í Reykjavík, en án árangurs. Vilja samnignanefndai' sjómanna til þess að leysa deiluna má bezt marka af því, að tveir af fjórum nefndarmönnum fóru frá viðræð- unum og til Eyja, á meðan sátta- semjari leitaði samkomulags með aðilum, til þess að blekkja sjó- menn þar með Gróusögum um, að nánast væri búið að semja, „aðeins ætti eftir að slá ákveðnu fiskverði íöstu“. í Þjóðviljanum í gær er vikið að því að útgerðarmenn hafi ver- ið til viðræðu um hækkað fisk- verð og beðið um frest af þeim sökum. Rétt er að leiðrétta þessa frásögn blaðsins, sem er alveg í samræmi við blekkingar þeirra nefndarmanna, sem fóru til Vest- mannaeyja með sömu sögur. STUKKU TJR BÆNUM Sameiginlegur fundur í Sjó- mannafélaginu Jötni og Vélstjóra félaginu í fyrrakvöld, samþykkti heimild til camninganefndar- manna sinna að halda áfram sampingaumleitunum í Reykja- vík til n. k. laugardags. Engu að síður héldu þeir tveir, sem eftir vóru af samninganefndinni, Sigurður Steíánsson og Stein- grímur Árnason burt úr bænum í gær og undirstrikuðu enn með því óbilgirni sína. FISKVERDIÐ VERÐUR EKKI HÆKKAÐ Útgerðarmcnn hafa aldrei verið til viðræðu um hækkað fiskverð. En þeir hafa boð- ið af sinni hálfu, að leggja málið í gerð, þar sem hæsti- réttur skyldi skipa oddamann. Þessu boði höfnuðu hinsvegar þeir tveir ncfndarmenn sjó- manna, sem eftir voru til við- ræðna, án þess þó að ráðfæra sig við félaga sína í Vest- mannaeyjum. ÞRÍR RÁÐA ÚRSLITUM Loks er rétt að vekja hér máls á athyglisverðum staðreyndum. Þegar aðalfundur sjómanna- félaganna í Vestmannaeyjum var hald.inn í ianúar s. 1. var ekkert rætt um verkfall eða hvort það ætti að boða verkfall og fengu því sjómenn í Vestmannaeyjum aldrei tækifæri til þess að tjá hug sinn um það. Hinsvegar er þessi örlagaríka ákvörðun tekin á fundi fulltrúaráðs sjómanna- félagsins, sem skipað er 9 mönn- um þar af 5 stjórnarmeðlimum. Af þessum 9 þarf þó aðeins helm- ingur að vera mættur á fundi eða 5 menn og ráða þá % hlutar greiddra atkvæða því, hvort verk fall skuli boðað eða ekki, þ. e. 3 menn geta tekið ákvörðunina um, að 800—900 manns- skuli att út í vinnustöðvanir til þess að fullnægja óbilgjörnum metnaði formanns sjómannafélagsins Jót- uns, og því markmiði kommún- ista að koma atvinnuvegum landsmanna í kaldakol. Vörubílsfjórafélag STOFNFUNDUR Vörubifreiða- stjórafélagsins Goða, var haldinn að Hlégarði sunnudaginn 6. febr. 1955. — Stofnendur voru 10, til- gangur félagsins er að vinna að hag vörubifreiðastjóra í Mos- fellssveit, Kjalarnesi og Kjós. — í stjórn voru kjörnir: Guðmund- ur Magnússon, Leirvogstungu, form., Benedikt Magnússon, Vallá, ritari, Hermann Guð- mundsson, Eyrarkoti, gjaldkeri og meðstj órnendur Magnús Bene- diktsson, Vallá og Alfreð Björns- son, Útkoti. Framh. af bls. 1 I lestrarfélaga og kynnti sér einn- í ig gögn um skipan þessara mála | í í Svíþjóð og Ðanmörku. Samdi ] hún síðan frumvarp að lögum j j um skipan þessara mála, sem [ menntamálaráðherra hefur nú ' lagt fram með nokkrum breyting- um. , FRÓÐLEG GREINARGERÐ j UM ÍSLENZK BÓKASÖFN j Greinargerð nefndarinnar fyr- ir frumvarpinu er mjög ýtarleg og stórfróðleg um bókasöfn ts- lendinga. Þar er fyrst að finna sögulegan fróðleik um stofnun fyrstu bókasafna hér á land.i og síðan ýtarlegt yfirlit yfir hvernig þessum málum er nú háttað. Nú eru bókasöfn í öllum kaupstöSum landsins. Að fjór- um þeirra standa sýslufélóg einnig. Þá eru starfandi 12 sýslu- eða héraðsbókasöfn. — Lestrarfélög eru 209. — í 20 hreppum eru tvö eða fleíri lestrarfélög, en í 29 hreppum eru engin lestrarfélög. FÁTT UM MERK RIT í LESTRARFÉLÖGUM I Skýrslur um árleg bókakaup lestrarfélaganna sýna að bóka- • valið virðist allvíða mjög af handahófi og þorri þeirra á mjög fátt af merkum ritum íslenzkra bókmennta, jafnvel frá þessari öld. Mun þess nokkuð gæta að ( beztu bækurnar séu orðnar ónýt- ar af notkun. Sums staðar eru bækurnar í lélegu húsnæði, hjá ýmsum af félögunum virðist skorta á urrihirðu og loks er þess að geta að fjölda mörg félög neyðast til vegna skorts á fé að lána bækurnar í ónýtu bandi eða heftar. I . ★ j I frumvarpinu er gert rað fyrir þrenns konar bókasöfnum: 1) bæjar- og héraðsbókasöfnum, 2) sveitarbókasöfnum — og 3) bókasöfnum heimavistarskóla og annarra opinberra stofnana. BÆJAR- OG HÉRAÐSBÓKASÖFN Landinu skal skipta í 29 bókasafnshverfi, sem eru kaupstaðirnir og sýslufélögin og er að mestu fylgt sýslutak- mörkum. Um fjárframlög til þessara bókasafna er lagt til að meginreglan verði sú að úr bæjarsjóði kaupstaðar og hreppssjóði kauptúns þar sem safn er staðsett skuli greiða 15.00 kr. á íbúa kaupstaðarins eða kauptúnsins, en ríkissjóð- ur greiðir kr. 7,50 á móti. En framlög annarra aðila bóka- safnshverfis, sýslufélags eða hluta sýslufélags skal vera 3,00 á íbúa, og ríkissjóður greiðir kr. 2,50 á móti. SVEÍTARBÓKASAFN í HVERJUM HREPPI Þá er lagt til að í hverju sveitarfélagi skuli vera sveit- arbókasafn, sem skal rekið af sveitarstjórn, Iestrarfélagi eða öðrum félagasamtökum. — Til slíkra safna skal greiða úr sveitarsjóði kr. 5.00 á íbúa og skal greidd jafnhá upphæð á móti úr ríkissjóði. SÖFN í HEIMAVISTARSKÓL- UM OG SJÚKRAHÚSUM Einnig eru ákvæði um það í frumvarpinu að heimilt sé nð stofna og reka bókasöfn í heima- vistarskólum og skulu þau fá árlegan styrk úr ríkissjóði sem nemi kr. 10.00 á nemanda. Einn- ig er ákvæði um stofnun bóka- safna í sjúkrahúsum, heilsuhæl- um, elliheimilum og fangahúsum með framlagi ríkissjóðs er nemi kr. 25.00 á sjúkrarúm eða vist- mann. ALMENNAR REGLUR Nokkrar almennar reglur eru Urri rekstur bókasafnanna eins og þfþsar: ,u..í,íé 1) Öll almenningsbókasöfn sem styrks njóta skal geyma í góð- um rakalausum húsakynnum. 2) Allar bækur skal binda í traust band. 3) Aldrei má lána út óbundna bók eða lausa úr bandi. 4) Allar bækur sem safn eignast skal skrá í aðfangabók og þær tölusettar og einkenndar sem eign safnsins. 5) í söfnunum skal vera til hand- hæg skrá yfir bækur þeirra. Þá er ákveði'ö að hvert bæjar- og héraðsbókasafn skuli fá ókeyp- is eintak af Alþingistíðindum, Stjórnartíðindum, skýrslum Hag- stofunnar, lagasafni, Hæstaréttar- dómum, skólaskýrslum, Lögbirt- ingablaðinu o. fl. BÓKAFULLTRÚI SKIPAÐUR Að lokum er í frumvarpinu ákvæði um það að sérstakur bókafulltrúi skuli skipaður i skrifstofu fræðslumálastjóra. Skal hann hafa eftirlit meS öllum almenningsbókasöfnum landsins og Ieiðbeina þeim um bókaval og allt sem að rekstri bókasafna lýtur. Segsfatefp innan r \ MYKJUNESI, 6. febrúar. — Þegar undan er skilinn fyrsta vika ársins, heíur löngum verið kalt í veðri, mjög mikið frost og stundum norðaustan hvassviðri. Sjaldan hefur snjóað að ráði og allir vegir verið færir. Jörðin er því nokkuð ber og mikið freðin. Klakinn er nú kominn 40—50 em í jörð niður. Hagar eru nokkrir, þegar veður leyfir ástöðu. RAFMAGN INNAN SKAMMS Unnið er við raforkufram- kvæmdirnar hér í sveitinni enn- þá og er nú að líkindum farin að nálgast sú stund er verkinu lýkur og straumnum verður hleypt á línurnar. DRÁTAR VÉL AN ÁM SKEID Ræktunarsamband Ása- J'olta- og Landhrepps ráðgerir að halda í vetur dráttarvélanámskeið að Rauðalæk. Verður þar tekil upp eitthvað af eldri dráttarv 'dum, sem nauðsyn er að fara að lag- færa. Slíkt námskeið var haldið fyrir nokkrum árum og þótíi gef- ast vel. Fénaðarhöld eru yfirleitt góð og líður fólkinu sæmiloga eftir atvikum. M. G. mmm mm Framh. af bls. 1 hinum sanna vini sínum, sovét- ríkj unum. Sextán menn tóku sam' als til máls í umræðunum um utanrík- ismál í æðsta ráðinu. —r Einn þeirra var Koniev hershöíðingi, sem sagði að sovétherinn væri jafnvel stcrkari nú heldur en á stríðsárunum. Aðrar þjóðir mættu ekki gleyma að sovétrík- in ættu bandamenn og Rússar og Kínverjar myndu standa saman eins og einn maður. Malenkov sat báða fundi æðsta ráðsins í dag. Klæddur bláum föt um að nýjustu tízku, sat Malen- kov milli þeirra Kruschevs og Bulganins og heilsaði brosandi með handabandi, samráðherrum sínum er þeir komu inn í þing- salinn. Á morgunfundinum sagði Krut schev brandara og bæði Bulgan- in og Malenkov hlógu. — Hvað eftir annað sneri Kruschev sér að Molotoff eða Malenkov, og hvíslaði í eyru þeirra, en þess á milli leit hann í blaðabunka, sem hann hafði fyrir framan sig- i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.