Morgunblaðið - 10.02.1955, Page 8

Morgunblaðið - 10.02.1955, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. febrúar 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarxn.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigux. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. -<í> KRUSCHEV VILL VERA STÖR - EINS OC STÁUN Oskadraumur sem aldrei má rœtast rpiÍMINN birti á þriðjudaginn forystugrein um það hve ágætt það væri fyrir Reykjavík ef þar tæki við stjórn hinnar svonefndu „vinstri samvinnu", eða fjögurra flokka í stað eins. Segir blaðið, að Framsóknarflokkurinn hafi komið á slíku stjórnarfari margra flokka í ýmsum kaupstöðum úti á landi og hafi það „þótt takast vel“. Tíminn leynir því alls ekki, að Framsókn dreymi um að ná oddaaðstöðu í bæjarstjórn Reykja víkur en eins og alþjóð er kunn- ugt þýðir oddaaðstaða þess flokks að jafnaði, að honum skapist tækifæri til að verzla, krefjast handa sjálfum sér og sínum. Tíminn segir, að það sé ekkert að marka þótt hingað til hafi ekki tekist að skapa „samvinnu“ milli minnihlutaf lokkanna í bæj ar- stjórninni. Tíminn ætlar Reyk- víkingum að trúa því, að fjórir flokkar, sem ekki koma sér sam- an um neitt meðan þeir eru í andstöðu muni allt í einu standa saman sem einn maður, ef þeir ná meirihluta. Það dettur auð- vitað engum í hug, að svo mundi verða, heldur hið gagnstæða. Ef rauðu flokkamir kæmust í meiri hluta og Framsókn hefði þar odda aðstöðu, mundi fyrst skerast al- varlega í odda milli þessara flokka og flokksbrota. Tíminn vitnar í hve heppilegt það hafi verið, að síðan árið 1918 hafi einn flokkur haft meiri hluta á Alþingi aðeins eitt kjörtímabil. Tíminn mun víst vera ■ nokkurn veginn einn um þessa kenningu. Reykvíkingar þurfa ekki annað j en að spyrja sjálfa sig hvort þeir mundu telja heppilegt að sams konar stjórnarkreppur yrðu í bæjarstjórn Reykjavíkur eins og oft hafa orðið í stjórn landsins á undanförnum áratugum. Mundu Reykvíkingar til dæmis telja það heppilegt, að bæjarfélagið flyti áfram, eins og stjórnlaust rekald, meðan fjórir ósamstæðir flokkar væru að koma sér saman um hver ætti að vera borgarstjóri? Mundu Reykvikingar telja það j heppilegt, að sá borgarstjóri, sem fundinn yrði, ætti líf sitt í því embætti, undir þjónkun við þann flokk, sem er í oddaaðstöðu? — Hver mundi vera svo fákænn að halda, að það hefði bætandi áhrif á stjórn bæjarins, ef borgarstjór- inn væri bundinn við að fram- kvæma einhvern „málefnasamn- ing“, sem fjórir flokkar hefðu soðið saman? Slíkur borgarstjóri yr§i fangi flokkanna, hann yrði ófrjáls maður, öryggislaus og reikandi, en það mundi setja sinn stimpil á alla stjórn bæjarmál- anna. Engum hugsandi Reykvík- irig dettur í l.ug að vilja skipta á slíku og öruggri stjórn eins flokks undir forystu borgarstjóra, sem Reykvíkingar þekkja og geta treyst. „Tíminn" ætti að fara sér hægt um að vitna í samsteypustjórn sína og annarra flokka í ýmsum bæjarstjórnum úti um land. — Hvernig fór t. d. með Vestmanna- eyjar á síðasta kjörtímabili, þeg- ar Framsóknarmenn höfðu þar oddaaðstöðu undir forystu Helga Benediktssonar. Útkoman varð sú, að álögur á bæjarbúa stór- hækkuðu, útgerð bæjarfélagsins fór í rúst og togararnir voru seldir. Allur fjárhagur bæjarins fór í kalda kol undir þeirri en- demis óstjón, sem Framsóknar- menn þar báru ábyrgð á. Loks ber Tíminn það fram, að ef einn flokkur sé lengi við völd leiði það til „spillingar". Á það má benda, að Framsókn hefur ekki setið ein að völdum í ríkis- stjórninni á undanförnum ára- tugum en samt hefur flokknum tekizt að innbyrða það mikið af spillingu, að flokksmönnum út um byggðir landsins ofbýður svo mjög, að Framsókn á sér nú eng- an vanda erfiðari en að halda fylgi sinu saman. i Að öðru leyti þarf ekki að elta ólar við óskir Tímans um oddaaðstöðu í Reykjavík. Það er ótrúlegt, svo ekki sé meira sagt, að sú ógæfa eigi eftir að dynja yfir höfuðstaðinn að verða eitt af „samvinnufyrir- tækjum“ Framsóknar. Fyrir því munu bæjarbúar sjálfir sjá, að svo verði aldrei. Syndshafrar j kommúnismans AFUNDI æðsta ráðs Sovétríkj- anna í gær var tilkynnt, að Malenkov, sá sem í fyrradag lýsti því sjálfur yfir, að hann væri „ó- hæfur til þess að stjórna", hefði verið skipaður vara-forsætisráð- herra, raforkumálaráðherra og námumálaráðherra. Nú rís spurn ingin um það, hvort manni, sem hefur lýst sig „óhæfan til þess að stjórna”, sé trúandi fyrir því, að vera varaforsætisráðherra, raf- orkumálaráðherra og námumála ráðherra? í lýðræðislöndum er yfirleitt talið, að þeir menn, sem svo miklum trúnaðarstörfum gegna, þurfi að vera sæmilega „hæfir til þess að stjórna". Frásögn „Þjóðviljans“ af for- sætisráðherraskiptunum í Rúss- landi er einkar athyglisverð. — Kommúnistablaðið telur þessa fregn ekki svo mikilvæga, að á- stæða sé til þess að gera mikið úr henni. Það laumar henni neðst á fyrstu fréttasíðu sína und ir lítilli fyrirsögn. Raunar sætir þetta engri furðu. Það er erfitt fyrir kommúnista að missa goð sín af stalli, hvert á fætur öðru. Flestir leiðtogar rússnesku byltingarinnar hafa verið drepnir. Hinir margbreyti- legustu glæpir hafa verið gefnir þeim að sök. Einn hefur þó ver- ið þeim flestum sameiginlegur: Sá, að þeir hafa verið taldir vinna að því að svíkja kommúnismann og koma „auðvaldsskipulaginu" aftur á í Rússlandi. Fyrir það áform var Bería skotinn á jólunum árið 1953. Og fyrir sömu sakir var nokkrum samstarfsmönnum hans slátrað á síðustu jólahátíð. Þannig hafa valdhafar Sovét- ríkjanna sífellt orðið að hafa sína syndahafra til þess að slátra. — Einhver hefur orðið að taka á sig skellinn fyrir óstjórnina og erfið leikana, sem kommúnisminn hef- ur leitt yfir rússnesku þjóðina. Enginn veit, nema það verði hlutskipti Malenkovs, að játa það á sig eftir nokkra mánuði, að hann sé „óhæfur til þess að stjórna“ raforkumálum og námurekstri. Allt bendir til þess að ævi hans gæti stytzt úr því. Eða verður það e. t. v. einhver annar syndahafur, sem þá verður valinn? London, 9. febr. AÐ VAR augljóst af fyrstu fregmínum af fundi æðsta ráðs sovétríkjanna á þriðjudag- inn, að eitthvað óvenjulegt var á seiði. Fyrst vakti það athvgli, að það var Kruschev, en ekki Malenkov, sem gekk í farar- broddi fyrir ráðherrum og flokks herrum, er þeir komu í þingsal- inn. Kruschev gekk einn fremst- ur, en nokkurn spöl á eftir komu aðrir virðingarmenn. Þessi skip- an á fylkinru þeirra Moskva- manna, að einn gangi fremstur, hafði ekki sézt síðan Stalin var sjálfur í fararbroddi. Kruschev gekk þegar að stól þeim. sem venjulega hefir verið ætlaður Malenkov og settist þar. Á hægri hönd hans — í heiðurssætinu — var Bulganin. Síðar um daginn, þegar æðsta ráð sovétríkjanna kom saman til þess að hlýða á Kruschev stinga upp á Bulganin, sem forsætis- ráðherra, fékk Malenkov að ganga fyrstur inn í þingsalinn. Og þingheimur klappaði fyrir hinum sigraða. Kruschev. Þegar þingið kom saman aftur í morgun, þá var það Kruschev enn, sem fyrstur gekk, þá kom Ueíuahandi áhrijar: Leiklistargagnrýni í útvarpið ÍJÖDD frá útvarpshlustanda: 1 „Velvakandi sæll. Eg hefi stundum verið að hugsa um það, hversvegna Rík- isutvarpið hefir ekki sinn leik- listar gagnrýnanda, rétt eins og dagblöðin. í hvert skipti, sem frumsýnt er leikrit hér í höfuð- borginni, ljá þau gagnrýni á leiknum drjúgt rúm og má telja víst, að fátt af efni blaðanna er meira lesið af almenningi. — En hjá útvarpinu — þar situr stöðugt við það sama: — Nokk- ur orð í fréttum daginn eftir — og þau orð eru harla mikið á sama veg: leiknum afbragðs vel tekið af áhorfendum, aðalleik- urum og leikstjóra færðir fagrir blómvendir að leikslokum, for- setahjónin viðstödd — þegar bezt lætur! Einn fréttaauki myndi nægja. FINNST okkur ekki öllum þetta hálf fátæklegt, innan- tómt og lítið á að græða? — Við kunnum klausuna utan að fyrir löngu. Það sem ég vildi leggja til er einfaldlega þetta: Gæti ekki út- varpið fengið sér einhvern góðan mann, sem fær sé um að gefa hlustendum dálitla hugmynd um leikrit, sem sýnd eru hverju sinni í höfuðborginni. T. d. að einn fréttaauki væri helgaður þessum tilgangi til að spjalla vítt og breitt um leikinn, efni hans, leikendur og leikstjórn — eitt- hvað svipað og við sjáum í blöð- unum. Eg er sannfærður um, að þessi nýbreytni yrði vinsæl, ekki síður með hlustendum úti á lands byggðinni, heldur en hér í Reykja vík. Gott og vel heppnað leikrit er menningarviðburður, sem þjóðin öll vill fylgjast með, ekki bara við, sem búum í Reykjavik. — Eg vona að háttvirt útvarps- ráð telji þessa uppástungu mína athugunarverða. Útvarpshlustanadi.“ Engin enskukennsla í viku. HEIÐURSBORGARI einn hér í bæ, illur og gramur Bret- anum — eins og við allir — fyrir auðsýnd ótúttlegheit í okkar garð — gerir það að tillögu sinni, að öll enskukennsla í íslenzkum skólum verði felld niður í eina viku til að lýsa almennri van- þóknun okkar. — Með því sýndi þjóðin öll hug sinn í þessu máli — segir hann. Svar til „kaffivinar“ VEGNA nokkurs umtals og athugasemda í tilefni af bréfi frá „kaffivini", sem ég birti í gær, hefi ég snúið mér til eins stærsta kaffiinnflytjandans og aflað mér eftirfarandi upplýs- inga: „Kaffivinur“ víkur lítið eitt að kaffiverðinu. Það rétta í málinu er, að kaffiverðið varð hæst kr. 59,40 kílóið í smásölu en hins- vegar er smásöluverðið í dag kr. 44,00 kílóið og hefir því lækkað ‘ um kr. 15,40. Pakkinn hefir því I lækkað ekki aðeins um 25 aura eins og „kaffivinur“ sagði, heldur rúmlega fimmtán sinnum þá upp- hæð, eða kr. 3.85. ] Þá mætti og benda á, að vegna mikilla og hagstæðra kaffikaupa í byrjun verðhækkunartímabils- ins tókst að halda verðlagi á kaffi niðri hér á landi, þannig, að ís- lenzkir kaffineytendur þurftu aldrei að greiða jafnhátt verð hlutfallslega og nágrannaþjóð- irnar. Var það fyrst og fremst að þakka hyggni og forsjálni ís- lenzkra kaffiinnflytjenda. Hefði átt að athuga sinn gang. EINNIG er upplýst, að kaffi það, sem flutt er til landsins, eru valdar tegundir af Rio-kaffi, og hefir sami gæðaflokkur verið fluttur inn í fjöldamörg ár. Gæði þess kaffis, sem nú er á mark- aðinum, eru því söm og undan- farin ár. Verðlags- og gjaldeyrisástæður valda því hinsvegar, að eigi hef- ir reynzt mögulegt að flytja til landsins aðra gæðaflokka en valdar tegundir af Brasilíu-kaffi. Upplýsingar þessar gefa óneit- anlega tilefni til að ætla að „kaffivinur“ hefði átt að athuga sinn gang betur, áður en hann reit pistil sinn. Malenkov og loks hinn nýi for- sætisráðherra, Bulganin. A í bréfinu um lausnarbeiðnina, sem forseti æðsta ráðsins las á þriðjudagsmorgunmn, þrátt fyr- ir að Malenkov væri sjálfur við- staddur, segir orðrétt m. a.: „Eg sé greinilega, að fram- kvæmd hinna flóknu og ábyrgð- armiklu skyldustarfa .... hefir goldið þess að ég hefi ekki nægi- lega reynslu í staðbundinni vinnu og þeirrar staðreyndar, að ég hefi ekki haft tækifæri, hvorki í ráðu- neyti né í athafnalífinu, til að hafa með höndum beina stjórn á einstökum greinum þjóðarbú- skaparins“.....„Einkum sé 'ég greinilega sök mína og ábyrgð á hinu ófullnægjandi ástandi, sem skapazt hefir í landbúnaðinum.“ ★ Við þessi ummæli rifjaðist upp fyrir mörgum, að það var ein- mitt ásökun um að hann hefði hindrað framþróun landbúnaðar- Koniev. ins, sem skellt var á Beria á sín- um tíma. Malenkov ber sig nú sjálfur sömu sökum, en sannleik- ur málsins er sá, að það er Kruschev, sem borið hefir ábyrgð á landbúnaðarmálunum, bæði á meðan málaferlin gegn Bería voru á döfinni og alveg fram á þennan dag. Þegar á árunum 1950—1952 stjórnaði Kruschev landbúnaðar- málunum, en komst þá í slík vandræði að sagt var að Malen- kov og Kaganovich hefðu bjarg- að honum úr slæmri klípu. ★ Mestur var uppgangur Krus- chev — sem er 61 árs að aldri og byrjaði feril sinn sem rör- iagningamaður — á árinu sem ieið. Sem formaður miðstjórnar kommúnistaflokksins, en því em- bætti sleppti Stalin aldrei á með- an hann lifði, sótti hann á síð- astliðnu ári flokksþing í Póllandi og í Prag, var fararstjóri sovét- nefndar til Kína og heimsótti hin afskekktu sovétríki í Síberíu. Og hann hefir haldið hverja ræð- una af annari, sem birtar hafa verið sem „stórræður" í flokks- málgagninu Pravda. (Málgagn stjórnarinnar heitir hinsvegar Isvestia). Malenkov hefir í ræðum sín- um yfirleitt lagt áhersluna á „sameiginlega forustu" í sovét- ríkjunum, en það hefir þótt áber- andi, hve Kruschev hefir oft tal- að í fyrstu persónu í ræðum sín- um. Hann hefir nýlega leyft að nafn sitt væri nefnt sem eins nefndarmanns í undirnefnd, sem aldrei hefir heyrzt getið um áð- ur. Aðrir í þessari undirnefnd voru Zdanov, Shscherbakov og Bulganin, en nefnd þessi á að hafa stjórnað hernaðarstefnu Rússa í síðustu styrjöld. Kruschev varð sextugur þ. 17. apríl síðastl. og hlaut þá Lenin- orðuna í fjórða skiptið. ★ Völd sín hefir hann eflt m. a. með því að tilnefna forseta kommúnistaflokkanna í Úkrainu, Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.