Morgunblaðið - 11.02.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.02.1955, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 11. febr. 1955 3500 manns iðka að staðaldri fiþrófttir í Reykjovík f REYKJAVÍK eru nú starf- andi 20 íþróttafélög með um 8000 félagsmönnum og eru um og yfir 100 í þeim stærri, en um 30 í þeim minnstu. Þau elztu eru stofnuð fyrir alda- mótin, en þau yngstu eru 3—4 ára gömul. Hér í Reykjavík eru nú stundaðar 16 íþrótta- greinar og leggja sum félag- anna stund á 7—10 greinar, en flest leggja aðeins stund á eina grein. Þannig fórust Gísla Halldórs- Syni arkitekt og formanni íþrótta bandalags Reykjavíkur orð, er bandalagið bauð blaðamönnum á sinn fund í gær. Og ennfremur sagði Gísli m. a.: 'if ÞÁTTTAKEND AF J ÖLDINN Mjög er mismunandi hve margir stunda hinar ýmsu grein- ar, og kemur þar aðallega til greina mismunur flokka og ein- staklingsíþrótta. Knattspyrnan hefur flesta virka áhangendur, eða um 800, handknattleik stunda um 500, sund um 470 og fimleika 350, frjálsar íþróttir og skíða- íþróttir um 300. Innan íþrótta- félaganna eru um 3500 virkir þátt takendur, sem sækja um 9000 sefingatíma á ári, á íþróttavöll- um, í fimleikasölum, og einnig í skíðalöndum í nágrenninu, svo og á skautasvellum. 'if ÆFINGAR ALLT ÁRIÐ Æfingatímar eru flestir í knattspyrnu, eða um 2200 á ári, í badminton eru um 1500 æfinga- tímar, handknattleik og frjálsum íþróttum um 1200 tímar. Þar fyr- ir utan eru æfingatímar skíða- félaganna, sem æfa flestar helgar á meðan skíðafæri er að finna. Starfstímabil íþróttafélaganna skiptist í tvennt, annars vegar eru útiíþróttir, sem stundaðar eru á tímabilinu maí—sept., og hins vegar inniíþróttir, sem stundað- ar eru frá október—apríl, að und- anskildum vetraríþróttum, sem að sjálfsögðu tilheyra enn úti- íþróttum. Æfingar íþróttafélaganna fara fram svo til alla virka daga árs- ins, hefjast um kl. 5.00 og lýkur kl. 10—11 á kvöldin. Eru þær ýmist undir stjórn lærðra íþrótta- Ur skýrslu Císla Halldórssonar, form. Iþrótfabandalags Reykjavíkur Gísli Halldórsson kennara eða fyrrverandi íþrótta- manna, sem leiðbeina hinum yngri félögum sínum af áhuga fyrir íþróttunum og vexti og við- gangi síns gamla félags, í frí- stundum sínum og án þess að taka laun fyrir. Á síðastliðnu ári nam kostnaður félaganna vegna kennslu um 530 þús. kr.; er þá meðtalin kennsla sjálfboðaliða, en hún hefur verið hóflega metin. ÍÞRÓTTASVÆÐIN Jafnframt mjög dýrum og umfangsmiklum rekstri hafa sum félaganna ráðizt í, með styrk frá riki og bæ, að koma sér upp íþróttasvæðum og söl- um, svo og féiagsheimilum. — Eru þau misjafnlega Iangt á veg komin, en nú hafa 5 íþróttafélög slík mannvirki í byggingu og 4 önnur undirbúa byggingu eigin æfingasvæða. Tilkosnaður við þau mann- virki, sem þegar eru upp kom- in, nemur um 4.7 millj. kr. og reynslan hefur sýnt, að þau félög, sem komið hafa sér upp æfingaaðstöðu, hafa stóraukið starfsemi sína og orðið félags- lega og íþróttalega sterk. Skopmynd þessi birtist nýlega í brezku blaði. Sýnir hún Coty for- seta Frakklands, sem er ekki hrifinn af hinu margliöfðaða for- sætisráðherraefni, sem koma skal í stað Mendés-France. í Stykkishólmi 25 ára SÍÐASTLIÐINN laugardag minntist sjálfstæðisfélagið Skjöldur í Stykkishólmi 25 ára afmælis félagsins með veglegu hófi í samkomuhúsi Stykkishólms. Var þar samankomið mikið fjölmenni. íþróttahús og dráttarbraut skíðamanna undirhúin 175 knattspyrnuleikir fóru fram í Reykjavík í fyrra í FYRRA fóru fram í Reykjavík 175 knattspyrnuleikir, auk leikja erlendra liða. Er nú svo komið, að það er mesta vandaverk að koma fyrir leikjunum. Má heita að í sumar verði íþróttavöllurinn í notkun dag hvern frá því um mánaðamótin maí/júní til sept- ember. Það er íþróttabandalag Reykjavikur, sem raðar niður öllum mótum er á bandalags- svæðinu fara fram. Keppni í knattspyrnu innanhúss ú snnnudag 37 Iið taka þátf í mótinu REYKJAVÍKURMEISTARAMÓT í knattspyrnu innan húss hefst að Hálogalandi sunnudaginn 13. febr. n.k. kl. 20.00. Heldur keppnin áfram 14., 20., 22. og 27. febrúar. Þátttakendur eru frá öllum Reykjavíkurfélögunum. LEIKIRNIR <» í meistaraflokki eru 3 lið frá KR, 1 frá Víking, og 2 frá Fram, Val. í 2. fl. eru 3 lið frá KR, 1 lið frá Fram, og Valur og Þróttur senda 2 lið hvort. í 3. fl. eru 5 lið frá KR, 2 frá fram, 3 frá Val og 1 frá Þrótti. í 4. fl. eru 3 lið frá Val, 1 frá Þrótti, og KR og Fram senda 2 hvort. Á sunnudag fara fram eftirfar- andi leikir: .4. fl. Valur B — Þróttur 4. fl. Fram A — Valur A 3. fl. Fram A — Þróttur 3. fl. Valur C — KR B 3. fl. KR D — Valur A Mfl. Valur A — Þróttur B [ Mfl. Þróttur A — KR B Mfl. KR C — Víkingur. Skólamóíið heldíii iii HANDKNATTLEIKSMÓT skól- anna hófst í gær og heldur mót- ið áfram í dag að Hálogalandi og fara þá fram þessir leikir: — 4. fl. Laugarnesskólinn — Gagn- fræðaskólinn við Lindargötu. — 3. fl. Gagnfræðask. Austurbæjar — Flensborg. Verzlunarskólinn — Menntaskólinn. Gagnfr.sk. Vesturbæjar — Iðnskólinn í Reykjavík. — 2. fl. Iðnskólinn í Hafnarfirði — Verzlunarskólinn. Menntaskólinn — Samvinnuskól- inn. — 1. fl. Menntaskólinn — Háskólinn. Iðnskólinn í Reykja- vík — Iðnskólinn í Hafnarfirði. ERLENDAR HEIMSÓKNIR Skýrði Gísli Halldórsson form. bandalagsins, frá þessu í gær. — Kvað hann óvenju mikið verða um heimsóknir erlendra íþrótta- manna hingað til lands í sumar. Fyrstir koma 3 sænskir sund- menn, sem keppa hér í marzbyrj- un og um mánaðamótin júní/júlí er von á öðrum hópi sundmanna norrænna. Fleiri knattspyrnuflokkar koma en nokkru sinni. áður og verða það í sumar fimm flokk- ar. Fá Valsmenn fyrstir heimsókn í júnímánuði og síðar 2. flokks lið frá Þýzkalandi. 3 flokks lið kemur í heimsókn á vegum KR um mánaðamótin júní/júlí og 3. júlí verður hér landsleikur við Dani en danska liðið leikur hér síðan að minnsta kosti 2 leiki aðra. Á tímabilinu 8.—18. júlí eiga KR-ingar von á heimsókn svissnesks liðs og 20. júlí er ráð- gerð landskeppni í frjálsum í- þróttum við Hollendinga. UTANFERÐIR OG MIKLAR Utanferðir verða og miklar. Mun verða haldið áfram á þeirri braut, sem farið var út á í fyrra að vinna að skiptiheimsóknum unglingaliða og meistaraflokks- liðin fara og út er líða tekur á sumarið. ÍÞRÓTTAHÚS Gísli Halldórsson sagði að seint myndi fulllokið að skapa þá að- stöðu fyrir íþróttaæskuna að hún þarfnaðist einskis, því ávallt færi æskumannahópurinn stækk- andi, sem leitaði til íþróttafélag- anna og því meir eftir því sem aðstaða þeirra til að taka við Framh. á bls. 12 MINNTIST FÉLAGSINS Aðalræðu hófsins flutti Sig- urður Ágústsson alþingismaður. Minntist hann félagsins og starfa þess á liðnum árum. Þá talaði einnig fyrsti formaður félagsins, Ólafur Jónsson frá Elliðaey, sem var formaður þess samfleytt í 10 ár. Flutti hann félaginu frum- ort kvæði. MARGAR KVEÐJUR BÁRUST Margar kveðjur bárust félag- inu á þessum tímamótum, meðal annars frá miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Gunnari Thoroddsen borgarstjóra í Reykjavík, sem um skeið var þingmaður kjördæmis- ins. I GÓÐ SKEMMTIATRIÐI Félagskonur stóðu fyrir veit- ingum öllum og gerðu það af mikilli rausn. Mörg góð skemmti- atriði komu fram, svo sem gam- anvísnasöngur, Ólafur frá Mos- felli söng einsöng, Karl Guð- mundsson skemmti með eftir- hermum og fleiru, og að lokum var dansað. Fór hófið hið virðu- legasta og ánægjulegasta fram í alla staði. — Árni. 644 kr. fyrir 11 rétta 3 með 11 rétfa ÚRSLIT leikjanna á laugardag: Arsenal 2 — Preston 0 1 BlackpOol 0 — Sunderland 0 x Bolton 6 — Wolves 1 1 Charlton 6 — Aston Villa 1 1 Everton 1 — Chelsea 1 x Huddersfield 1 — Manch. Utd 3 2 Manch. City 4 — Cardiff 1 1 Newcastle 2 — Leicester 0 1 Portsmouth 0 — Tottenham 3 2 Sheff. Wedn. 1 — Sheff. Utd. 2 2 W.B.A. 2 — Burnley 2 x Stoke 0 — Luton 0 x í fyrsta sinn á þessu ári tókst að gizka rétt á 11 úrslit og reynd- ust 11 réttir á 3 seðlum. Greidd- ar eru 644 kr. fyrir hvern þeirra, en fyrir 10 rétta eru greiddar 61 kr. Heimiii fyrir afveg- leiddar siúikur AÐALFUNDUR var haldinn í Áfengisvarnarnefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði 3. febr. s.l. Fundurinn var vel sóttur og urðu fjörugar umræður um áfengisvandamálin. Taldi fundur- inn ekki hægt að draga lengur, að komið verði á fót heimili fyrir afvegaleiddar stúlkur, og var Elliðahvammur tilnefndur í því sambandi, en hann mun nú vera að losna. En jafnvel þó hægt verði að koma upp heimili áleit fundurinn það ekki nægja, heldur þyrftu jafnframt að vera laus sjúkrarúm í nýju Heilsuverndarstöðinni, sem gæti tekið á móti sjúklingum, ef á þyrfti að halda. Þá var samþykkt svohljóðandi tillaga til Alþingis: „Aðalfundur fulltrúaráðs Áfengisvarnarnefndar kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði haldinn 3. febrúar 1955 lýsir yfir ein- dregnum stuðningi sínum við frumvarp Gísla Jónssonar, alþing ismanns um skólaheimili fyrir ungar stúlkur á villigötum. Skor- ar fundurinn á Alþingi að sam- þykkja frumvarp þetta þegar í vetur og á ríkisstjórnina að láta það koma til framkvæmda á þessu ári.“ Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa nú: Viktoría Bjarna- dóttir, formaður, Guðlaug Narfa- dóttir, varaformaður, Fríður Guð- mundsdóttir, gjaldkeri, Sigríður Björnsdóttir, ritari og meðstjórn- endur: Aðalbjörg Sigurðardóttir, Þóranna Símonardóttir og Jakob- ína Mathiesen. Alþjóða heilbrigðisþing í anaí F ORMAÐUR framkvæmda- nefndar Heilbrigðisráðs SÞ sagði í dag, að „aukið heilbrigði fólks viðast hvar í heiminum, en á því verður að byggja þróun al- mennrar velmegunar, hlýtur að vera grundvöllur varanlegs frið- ar.“ if Er formaðurinn, Bandaríkja- maðurinn Dr. H. Van Zile Hyde, setti 15. þing ráðsins, sagði hann: „Friður verður 'ekki tryggður fyrr en allar þjóðir heims hafa nægan mat, þak yfir höfuðið, heilbrigði og aukna mögu- leika til góðrar afkomu.“ ★ Fundi framkvæmdaráðsins lýkur á morgun (föstudag). — Rædd hafði verið skýrsla ráðsins um rannsóknir þess á lömunar- veiki og undirbúa 8. alþjóða heilbrigðisþingið, er hefst í Mexíkó City 10. maí n. k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.