Morgunblaðið - 12.02.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1955, Blaðsíða 1
16 ssöur aimírlaW^ 42. árgangur 35. tbl. — Laugardagur 12. íebrúar 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flóðahætta r r a PARÍS — íbúar Parísar horfast rui aftur í augu við flóðahættu og lítur all alvarlega út, því Signa stígur jafnt og þétt. í Niort hafa 800 manna verið fluttir frá heimilum sínum og í Poitier hef- ur vatnið náð til mörg hundruð húsa. Við Melun drukknaði 8 ára gamall drengur í Yerres-fljót- inu, en það hefur flætt yfir bakka sína. * í Sviss hafa skriðuföll eyði- ]ag járnbrautarlínur milli Frakk lands, Sviss og ítalíu. Hafa mörg þorp einangrast í Ölpunum. Reykus: yíir TacheEEevinm TEIPEH, 11. febrúar — Brott- flutningi herliðs frá Tachen- eyjum er haldið áfram, en flutn- ingarnir hafa torveldast vegna þess að stormur og ósjór gerir herflutningaprömmunum erfitt um að lenda á ströndum eyj- anna. Bandarískir og kínverskir hermenn eyðiíeggja allar þær byggingar og þau mannvirki sem vera kynni að kæmu meginlands kínverjum að notum. Að degi til sjást háir reykjar strókar stíga til himins frá Tacheneyjum. Það er reykur af brennandi húsum og öðrum mannvirkjum. Á brott frá Tacheneyjum hafa allir borgarar verið fluttir og mikill hluti alls herafla. 18 þús. borgara fluttír TAIPEH, 10. febr. — Lokið er brottflutningi allra borgara af Tachen-eyjum, og búizt er við, að lokið verði brottflutningi her- liðs þjóðernissinna eftir tvo daga. 18 þús. borgarar hafa verið flutt- ir burtu af eyjunum. Líklegt er talið, að hermenn kínverska al- þýðulýðveldisins hernemi eyja- klasann, undir eins og þjóðernis- sinnar hafa yfirgefið þær. — Pekisig eiiéirskipu- leggur \m vm PEKING, 10. febrúar — Stjórn kínverska alþýðulýðveldisins hefir ákveðið að endurskipu- leggja her sinn. Er þetta þáttur í viðleitni til að koma á fót her- sem er meir í samræmi við kröf- ur nútímans, svo að hann verði sambærilegur við her Ráðstjórn- arríkjanna og annarra landa. — Verða gerðar auknar kröfur til yfirmanna í hernum og komið á laggirnar fleiri herskólum. LÍNU-MYNDIN Frakkland: Maðurinn með skrítna nafnið.... — reynir stjórnarmyndun en fcer daufar undirtekfir París 11. febr. — Frá-Reuter-NTB. STJÓRNARKREPPAN í Frakklandi virðist ætla að vera tor- leystari en búizt var við í fyrstu. Eins og kunnugt er var Pinay , leiðtoga flokks óháðra hægrimanna falið að gera tilraun til stjórn- armyndunar fyrstum manna, en hann fékk daufar undirtektir og gafst upp. Fól þá forseti Frakklands Pflimin úr kaþólska flokkn- um að reyna að mynda stjórn. -<S> Að vonum kom það mjög á óvart, þegar „æðsta ráð" Sovétríkj- anna setti forsætisráðherra sinn frá embætti á 4 mínútum — en þann tíma tók að lesa upp ásökunarbréf Malenkovs á hendur sjálf- um sér og að samþykkja „lausnarbeiðni" hans. Þetta kom svo á óvart, að rússnesk blöð, hverra ritstjórar eru undir stöðugu eftirliti, treystu sér ekki til að taka ákvörðun á eigin spýtur og báðu um fyrirskipanir. Þær voru birtar í Moskvuútvarpinu og voru á þá leið að eina myndin á forsíðunni ætti að vera af Molotof og sýna hann í ræðustól, þar sem hann flytti „æðsta ráðinu" yfirlit um utanríkismál og boðaði stærri her! meiri vopn! meiri hörku! — Hér að ofan birtist myndin sem í skyndi var gerð og birt í öllum rússneskum blöðum. Amerísk flugvél skotin niður við Tnchen |TAIPEH, 9. febrúar — Fyrsti ; áreksturinn í sambandi við brott- | flutning eyjaskeggja frá Tachen, I varð í dag. Amerísk flugvél varð fyrir skoti úr loftvarnabyssu og varð að lenda á sjó. Eftirlitsskip þjóðernissinna bjargaði flugmönn unum. Önnur flugvél varð fyrir kúlnabrotum. I Opinberlega er upplýst í Bandaríkjunum að flugvélin, i?em skotin var niður, hafi verið á I rangri leið og er siglingafræð- ingnum í flugvélinni um kennt, j en að hin hafi komist innan skot- máls loftvarnabyssa á einni af smáeyjum kommúnista. Búið er að flytja nær alla óbreytta borgara frá Tachen, eða þá sem þaðan vilja fara, og fyrstu hermennirnir frá Tachen- eyjum eru þegar komnir til Formósu. —Reuter. D- -D Mýtt vald í Kreml „ráð hinna eldri" Upplýsingar er Krushchev gaf í rœðu sinni Lundúnum (Reuter). ÞRJÚ orð er mælt voru af ritara rússneska kommúnistaflokksins, Krushchev, gefa nokkra vísbendingu um að með falli Malen- kovs verði framkvæmd víðtæk endurskipulagning stjórnarhátta J þar eystra og fyrir dyrum standi tiltölulega „sársaukalausar" ^.hreinsanir. f þessum þremur orðum sín- um gaf Krushchev til kynna að í Kreml væri nú komið nýtt vald og virtist svo sem að nafn þess gefi til kynna að Molotof sé með í ráðum um stofnun þess Krus- hchev sagði í ræðu, er hann flutti hinn sögulega dag er Malenkov féll, að honum hefði verið falið af „rússneska kommúnistaflokkn um og RÁÐI HINNA ELDRI", að tilnefna Bulganin sem eftir- mann Malenkovs. Sen démarar æðsta dómsins hreinsaðir SEX mönnum er sæti áttu í æðsta dómstól Sovétríkjanna hefur verið vikið úr dómnum. Var þeim tilkynnt bréflega, að „þeir hefðu verið leystir frá störfum". Jafnframt var tilkynnt að 7 nýir menn hefðu verið skipaðir til starfa í dómnum. Engin ástæða var tilgreind fyrir hreinsun þessari. 300 miilj. eru ólœsar LUNDÚNUM — Aðeins sjötti hluti íbúa Indlands — sem sam- tals teljast 360 milljónir — eru læsir og skrifandi. Kemur þetta fram af nýjum skýrslum sem út komu á dögunum. í skýrslunum segir og að lestr- arkunnátta sé þrisvar sinnum al- géngari meðal indverskra karla en meðal kvenna. Er þessi litla lestrarkunnátta þjóðarinnar eitt mesta vandamál ríkisstjórnar- innar. Er nú undirbúin „herferð" til þess að auka á lestrarkunn- áttu og fá fólk til að lesa blöð og hlusta á útvarp. Blöð þessa fjölmenna lands koma út í rúml. 2 millj. eintaka samtals og í land- inu eru ekki ein milljón útvarps- tækja. • DREKKUR EKKI AFENGI Pflimin er nú þegar þekktur í fréttum undir nafninu „maður- inn með skrítna nafnið". Hann var áður lítt kunnur út á við í stjórnmálum, en til gamans má geta þess, að ýmislegt er líkt með honum og Mendes-France. Pflimin er 4 vikum yngri en Mendes-France og þeir eiga það sameiginlegt, að hvorugur drekk- ur áfengi. Myndir birtast nú í frönskum blöðum af Pflimin með vatnsglas í hönd — en allir muna hina frægu mynd af Mendes- France með mjólkurglasið. •k FÉKK NEITUN En Pflimin gengur ekki rósum stráða braut að stjórnarmyndum. Hann leitaði hófanna hjá sósíal- istum, en leiðtogi þeirra, Pinot, sagði að flokksbræður sínir hörmuðu fall Mendes-France og þeir mundu aldrei ganga í stjórn, sem tæki upp aðra stefnu í N- Afríkumálum. Og svo bætti Pinot við: „Við sósíalistar förum held- ur aldrei í stjórn undir forystu Pflimins". • OG VONIRNAR ÞÁ ORÐNAR LITLAR Þar með eru vonir mannsins með skrítna nafnið um að mynda stjórn orðnar litlar — eða kannski engar. Zukcsv fi! D- -D f dómstólnum hafa verið yfir 70 menn. Þeir, sem nú sitja í dómnum, voru „KOSNIR" 1951 og þá til fimm ára setu þar. Nú er valdabaráttan blossar skyndi- lega upp, eru dómararnir „hreins- aðir" og aðrir — vonandi trygg- ari — settir í staðinn. * EKKI NANARI UMMÆLI „Ráð hinna eldri" — þrjú orð, sem afhjúpa tilveru valds, sem j erlendir sérfræðingar í Rúss- Framh. á bls. 12 6,9 mfflj. M síldar BERGEN, 11. febrúar — Heild- arsíldveiðiafli Norðmanna af svokallaðri stórsíld var á mið- nætti á fimmtudag orðinn 6,9 millj. hektolítra. Verðmæti þess afla óunnins nemur rúml. 136 millj. n. kr. I Aflinn á fimmtudaginn nam tæpum 213 þús. hektólítrum. ' —NTB. • WASHINGTON, 10. febr. — Heldur lítil líkindi eru talin til þess, að hinn nýi landvarnamála- ráðherra Ráðstjórnarríkjanna, Zhukov, komi í heimsókn til Bandaríkjanna á næstunni. — Á blaðamannafundi á miðvikudag sagði Eisenhower, að ef til vill myndi hann bjóða Zhukov aftur til Bandaríkjanna. Áður hafði Eisenhower boðið Zhukov til Bandaríkjanna árið 1946. 0 Eisenhower og ráðgjafar hans íhuga nú málið. Skömmu áður en Zhukov var skipaður landvarnamálaráðherra, tjáði hann bandarískum blaðamanni, að hann hefði alltaf langað til að koma til Bandaríkjanna, en enn- þá væri sú rétta stund ekki runn- in upp. — Reuter-NTB. Tító kominn heim ur asiu BELGRAD, 10. febrúar — Tító marskálkur kom í morgun heim til Júgóslavíu úr för sinni um Austur-Asiu. Hefir Tító verið þar í opinberri heimsókn til ýmsra landa síðan í lok nóvember. —Reuter-NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.