Morgunblaðið - 12.02.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. febrúar 1955. EFTIRLEIT EFTIR EGON HOSTOVSKY re Framhaldssagan 19 „Er Olga Brunner eitthvað skyld yður?“ Litla manninum brá ekki, hann virtist ekki einu sinni vera hissa, það var eins og hann hefði búizt við þessari spurningu, en ekki þó einmitt núna. Hann svaraði ekki strax og Margaret fór að ásaka sig fyrir þessa spurningu. Að lokum sagði kommúnistinn. „Þér eigið ef til vill við konuna mína. Hún heitir 01ga.“ Margaret horfði á hann stund- arkorn alveg steini lostin, því næst sagði hún í flýti: „Setjist aftur niður, þá þekki ég yður, í sannleika sagt þekki ég yður mjög vel.“ Eric settist aftur niður, en núna aðeins á stólbrúnina. Hann fitlaði við hattinn og það var eins og hann ætti í baráttu við sjálf- an sig, en að lokum sagði hann. „Ég hélt það. Einhver hlýtur að hafa talað við yður um mig. Ég veit ekki hver eða hvenær, en mér hefur verið sagt, að þér séuð mikil vinkona fyrrverandi vinar míns Paul Kral.“ „Hvers vegna fyrrverandi? Hann hefur alltaf talað um yður með aðdáun og samúð og —“ Varir Brunners skulfu og þrjóskulegt bros lék um varir hans eins og tárin væru ekki langt undan. „Ef til vill hefur Kral aðeins talað á þann hátt um konuna mína.“ Nú var komið að Margaret að roðna, hún vildi ekki fyrir nokk- urn mun hnísast inn í einkamál og viðkvæmt umræðuefni. Hún vissi ekki, hvað hún átti að segja. En Eric var enn að ^ala og það var eins og hann neyddi sjálfan sig til að koma með óhjákvæmi- legar játningar. „Mér þótti mjög vænt um hann. Hann var um það bil tíu árum eldri, hann kann að horfa og hlusta og umfram allt getur hann skrifað. Hann hefur alltaf verið heppinn, og það er alveg sama, hve djúpt hann sekk- ur alltaf lendir hann á löppun- um, eins og kötturinn. Það má segja, að hann sé ósæranlegur, en hann getur sært aðra og það ef til vill án þess að vita það sjálf- ur.“ Eric stóð á fætur. „Það liggur ekkert á, verið dá- lítið lengur. Þetta er einkenni- legt. Ég hef áhuga á öllu, sem við kemur Kral.“ Hún tók hendinni fyrir munn- inn og í huganum ásakaði hún sjálfa sig: Hvað er ég að blaðra? „Ég veit það.“ „Hvað eigið þér við? Hvað vit- ið þér?“ „Kral vill komast til Ameriku og þér eruð vinkona hans. Áhugi yðar er mjög skiljanlegur.“ „Munduð þér vilja hjálpa hon- um? Þér skiljið —“ Hamingjan góða, hvað er ég að gera? Aftur ásakaði Margaret sig. Þessi mað- ur er kommúnisti, hvernig getur hann hjálpað?" „Ég mun hjálpa yður með ánægju, ef —“, það sem á eftir kom hljómaði dapurlega — „ef þér hjálpið mér.“ „Ég skil yður ekki.“ „Næst, ungfrú Pollinger, ef yður er saina. Ég verð að fara núna. í næsta sinn, þakka yður kærlega fyrir.“ „Aðeins andartak, herra Brunn er. Aðeins eina spurningu. Þér þurfið ekki að svara, en mér finnst við geta treyst hvort öðru. Komuð þér tíl áð tala um stúd- entaskipti eða —■?“ Hann hvíslaði eins og hann vajri hræddur við að tala upp- fiatt. „Til þess að tala um Kral, einhvern veginn.“ „Þakka yður fyrir, herra Brunner. Héðan í frá trúi ég yður.“ „Verið þér sælar, ungfrú Pollinger og þakka yður fyrir.“ SJÖTTI KAFLI Aldrei hafði það komið fvrir, að Borek hefði verið tvö kvöld í I röð fjarverandi frá Sharpshooters Arms, nema auðvitað ef einhverj ar gildar ástæður væru fyrir því, svo sem eins og veikindi í fjöl- skyldunni eða skyndilegur dauði einhvers ættingja Hann hafði ekki komið á miðvikudaginn, vegna þess að hann hafði verið á kvöldvakt. Á fimmtudagskvöldið * var hann upptekinn vegna heim- sóknar herra Johnson frá Omaha, sem hafði borðað kvöldverð hjá þeim. En þegar ldukkan var orð- in átta á föstudagskvöldið og þjónninn Anthony sá hvorki Borek í horninu sínu eða brúna frakkann hans með skinnkrag- anum í fatageymslunni, sagði hann áhyggjufullur við sjálfan sig: „Ég vona bara, að hann hafi ekki komizt í neitt klandur!" Þjónninn Anthony hafði tvær ástæður til að vera taugaóstyrk- ur og óþolinmóður: í fyrsta lagi hafði hann fengið áreiðanlegar upplýsingar, að eitthvert mikið hneyksli væri í aðsigi í stjórnmál- unum, og í öðru lagi var það mjög áríðandi fyrir Borek að vita, að tvö síðustu kvöld hafði komið maður og spurt eftir honum, mað ur, sem hafði aldrei komið í krána fyrr, og hann var með kommúnistamerki í barminum. Og nú sat komumaðurinn hérna aftur aleinn og beið. Anthony hafði verið sagt, að hann væri hátt settur í utanríkisráðuneyt- inu og Anthony var sannfærður (um, að hið yfirvofandi stjórn- málahneyksli og bið þessa ó- kunna manns eftir Borek stæðu í sambandi hvað við annað. Hug- boð Anthonys í stjórnmálum voru alltaf skynsamleg og þar að auki fékk hann alltaf miklar upp- lýsingar. Núna til dæmis þekkti hann vel aðstoðarmann við mat- arbar, en sá maður lét raka sig hjá rakara, sem einnig rakaði frænd garðyrkjumannsins hjá Gottwald forsætisráðherra. Allir þessir menn voru sannfærðir um, að stjórnmálahneyksli væri í nánd. Þeir álitu, að það mundi byrja með áskorun til þjóðarinn- ar frá Benes forseta, en við því mundi Gottwald láta Benes fá úrslitakosti, en Gottwald mundi fá á kjaftinn, því að herinn mundi gera uppreisn á móti kommúnistunum strax. En þá mundi Moskva fara að undirbúa herinn, en Ameríkanarnir mundu þá segja Stalin, að ef þessi rauði her ætlaði að frelsa Prag í ann- að sinn, sendum við nokkrar flug vélar með atomsprengjur, og það mun binda endi á gamanið. Þetta virtist Anthony mjög ljóst, rökvisst og óhjákvæmilegt, en hann vildi fá upplýsingar sín- ar staðfestar hjá Borek, hann hlyti að vita eitthvað úr því að hann ynni við blað Það var þess vegna, sem hjarta Anthonys komst á hreyfingu þegar hann seinna um kvöldið rakst á Borek í ganginum fyrir framan ölstof- una. Hann sagði: „Hvernig liður yður, herra, hvernig er veðrið, ég vona að þér séuð ekki blautur í fæturna?" Borek var svo undrandi, að hann gat ekki svarað, því að „blautir fætur“ hafði verið merki hjá Anthony á dögum þýzka her- námsins og þýddi í fyrsta Jéhann handfasti ENSK SAGA 104 Því næst sigldum við af stað, og allir litum við þessa nýju skipsfélaga okkar óhýru auga í fyrstu, allir nema konung- 1 urinn. var undir eins alveg eins og hann væri heima hjá sér. En ekki leizt mér á skipshöfnina, ekki gat ég að því gert, því jafn svipljótan þorparaskríl hafði ég aldrei áður | séð. Það var eins og þeir ætluðu að skera okkur á háls með augnaráðinu einu saman. En duglegir voru þeir. Og kon- ungur hafði ályktað rétt, því að það var síður en svo að þeir gerðu okkur nokkuð til miska, og margir þeirra reynd- ust allra skemmtilegustu karlar, þegar farið var að kynn- ast þeim. Að vísu höfðu þeir valið sér viðbjóðslegan at- vinnuveg, en sjálfir voru þeir ekkert viðbjóðslegri en margt fólk, sem ég þekkti og var í meira áliti. i Svo komumst við til Ragúsuborgar á ströndum Slavalands og stigum þah á land. I Þegar konungur sá að klausturkirkjan þar var orðin mjög hrörleg, gaf hann peninga til að reisa hana að nýju. Þenn- an stutta tíma, sem hann dvaldi þarna, vann hann almenn- ingshylli með örlæti sínu og hæversklegri framkomu. Þeg- ar Baldvin de Béthune frétti um kirkjubygginguna, hristi hann höfuðið og sagði við mig: / „Jóhann, ef konungur heldur uppteknum hætti, verða fréttirnar um hann ekki lengi að berast Leópold af Austur- ríki til eyrna og þá hefði verið alveg eins gott fyrir okkur ! að fara heim um Frakkland.“ I Ég vissi að hann var að hugsa um deiluna í Akre milli konungs okkar og Leópolds hertoga af Austurríki og hótun hans um hefnd. En konungur var í sólskinsskapi og var (ekkert að hugsa um að fara gætilega. Við gátum því að- , eins vonað að gæfan yrði honum hliðholl, eins og vanalega og að henni þóknaðist að leiða hann heim aftur heilan og hraustan. Þegar konungur hafði skoðað allt markvert í Ragúsa, héldum við aftur til hafs. Hún vissi, án þess að snúa sér við, að hann hafði ekkert séð af sýningunni. Það var hið blæfagra hár hennar .... svo hreint og eðlilegt ____með mjúkum björtum liðum, sem tók athygli hans .... allt af þvegið úr ‘ Bandoox. bandbox dmmpcM Fljótandi fyrir venjule’t hár en Cream fyrir þurrt. • • UTSVOR Hinn 1. febrúar var allra síðasti gjalddagi álagðra útsvara til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1954. Atvinnurekendur og aðrir kaupgreiðendur, sem hefir borið skylda til að halda eftir af kaupi starfsmanna til útsvarsgreiðslu, eru alvarlega minntir á að gera bæjargjaldlcera fuil skil nú þegar. Að öðrum kosti verða útsvör starfsmannanna innheimt með lögtaki hjá kaupgreiðandanum sjálfum, án frekari aðvarana. Reykjavík, 10. febrúar 1955. Borgarritarinn. Fatapressa óskar eftir afgreiðslustöðum. (Móttöku og afhendingu á fatnaði) í eftirtöldum bæjarhverfum: Bústaðahverfi, Skjólunum, Laugarneshverfi, Norðurmýri, Hlíðunum og Miðbænum 15% umboðslaun greidd Þeir, sem kynnu að hafa áhuga fyrir þessu, sendi nöfn og heimilisföng í Pósthólf 361. Mann vantar á smurstöðina Sætún 4. Símar: 6227 og 2587. Olíuhreinsunarstöðin. a :! s ■ 'i '4 ff«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.