Morgunblaðið - 12.02.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.1955, Blaðsíða 16
Yeðurúllii í dag: Hægviðri. — Léitskýjað. 35. tbl. — Laaugardagur 12. febrúar 1955. Sorgarsaga Grein eflir Gunnar Gunnarsson á hlaðsíðu 8. Allt atvinnu- og viðskipta- iif Vestmannaeyja í dróma Eigcndur hraðfrystihúsanna taka rélstjórnina — Vélstjórar fara í samúðar- verkfall í dag Vestmannaeyjum 11. febrúar. HIN Iangvinna Vestmannaeyjadeila hefur nú lagt allt atvinnu- og viðskiptalif hér í dróma og yfirvofandi er samúðarverkfall •vélstjóra í hraðfrystihúsunum. Vélstjórarnir munu vera mótfallnir vinnustöðvun þessari, en ef þeim verður meinað að gegna skyldu- htörfum sínum, munu eigendur frystihúsanna annast frystivélarnar til þess að forða verðmætum, sem nema 3,5—4 milljónum króna, frá eyðileggingu. Skv. vinnulöggjöfinni mun þeim það heimilt. Síðan samninganefndirnar^ lcomu hingað heim, eftir árang- nrslausa samningafundi í Rvík, hafa engar viðræður farið fram og óvíst nær það verður. Hingað var margt aðkomufólk komið, er vertíð skyldi hefjast. Margt af því er nú farið og búist við að það sem enn er ófarið, muni ef ekki takast samningar næstu daga, fara annað í at- vinnuleit. Það verður tæplega í krónum talið hið gífurlega tjón, sem verk- fall þetta hefur haft í för með sér. Alla daga er bezta veður á miðunum, en bátar liggja bundn- ir. — Vegna ástands þess, sem nú ríkir hefur gengið erfiðlega fyrir atvinnuveitendur um launa- reiðslur. x Toku bióðin af sainnmga- nefndarmanni í FYRRINÓTT ætlaði Ögmundur Sigurðsson, sjómaður í Vest- mannaeyjum, sem er í samninga- nefnd sjómanna, í róður á vél- bátnum Kristbjörgu, en hann stendur nú, ásamt fleirum, að fé- lagsútgerð á þeim bát. — Hafði samninganefnd sjómanna áður gefið samþykki sitt við því, að þeir mættu stunda róðra með þessu fyrirkomulagi. Svo brá þó við, er bjóðum hafði verið ekið um borð í bátinn, að félagar Ög- mundar tóku bjóðin með ofbeldi og báru þau í Alþýðuhúsið í Vestmannaeyjum, þar sem þau eru nú geymd. Með þessu hefur forysta sjó- manna í Vestmannaeyjum enn sýnt hug sinn til starfandi sjó- manna. Brimabílar og sjúkrabflar með lalstöðvum FR BRUNAVERÐIR voru langt komnir með að kæfa eld í kaffi- og birgðaskúr inni í Vogahverfi i gærmorgun, var kallað í talstöð annars tveggja slökkviliðsbíl- anna, sem þar voru, um að eldur væri kominn upp í húsi Stálum- búða, sem er við Kleppsveg, skammt frá Köllunarkletti. Eru nú tveir bílar slökkviliðsins komnir með talstöð, til ómetan- legs gagns fvrir starf liðsins, sagði Karl Ó. Bjarnason vara- slökviliðsstjóri, Mbl. í gær. Er einnig í ráði að sjúkrabílarnir fái nú talstöðvar, því það er einn ig mjög aðkallandi. En það er um brunann í Stál- umbúðum að segja, að annar bíl- anna, sem var við slökvistarfið í Vogahverfi fór og annar bíll kom frá slökkvistöðinni. Um lít- inn eld var að ræða og skemmd- ir urðu því ekki miklar. Erlendu fogararnir ónáða vesffirzku báfana slöðuqf ÍSAFIRÐI, 11. febrúar—Stöðug- ur og vaxandi ágangur erlendra togara veldur sjómönnum hér vestra nú roiklum áhyggjum. Er hér aðallega um að ræða brezka togara sem sýna vélbátunum al- gert tillitsleysi og virðast toga hugsunarlaust yfir veiðarfæri þeirra. Hafa margir bátar orðið fyrir tilfinnanlegu veiðarfæra- tjóni af þeim sökum, og þess eru dæmi að bátarnir hafa alls ekki komið niður línu sinni vegna togaranna. Hefur yfirgangur hinna er- lendu togara gengið svo langt að sögn vestfirzkra sjómanna, að nokkrum sinnum hefur munað mjóu að slys hlvtust af. í dag var mun lakari afli en verið hefur síðustu dagana og telja njómenn að þar valdi miklu ágengni tog- aranna og eins hitt að nú hefur brugðið til sunnanáttar. —Jón. Moksfii s!!a vikuna í Ólafsvík ÓLAFSVÍK, 11. febrúar — í gær var afli bátanna 12—22 lestir. og allir bátar á sjó. í morgun réru bátarnir snemma. og er eng inn þeirra kominn að ennþá. í gær bjuggust sjómenn við að afl- inn færi að réna, en mokafli hef- ur nú verið hvern dag þessar- ar viku. Veður er ágætt bæði á landi og sjó. —Einar. Aðsúgur gerður að konu öj> börnum LÖGREGLUMENN urðu að koma sjötugri konu til hjálpar í gær- dag á Tjörninni, en þar hafði mikill fjöldi barna og unglinga gert aðsúg að konunni, sem hafði farið út á ísinn á skemmtigöngu með tvö lítil börn, til að sýna þeim skautafólkið. Þegar út á ísinn kom, varð konan fyrir því óhappi að verða á vegi skautamanns, sem var á fleygiferð aftur á bak. Maðurinn felldi bæði börnin, en ekki sakaði þau. En rétt á eftir gerir mikill fjöldi barna og unglinga aðsúg að konunni, slógu hring utan um hana og vörnuðu henni að komast leiðar sinnar. — Svo mikill þungi var þar á ísnum að bresta tók í honum. Litlu börnin, sem konan leiddi við hönd sér, urðu mjög hrædd vegna ólát- anna og fóru að gráta, og sjálf varð konan hrædd er bresta tók í ísnum. Var konan hálf kjökr- andi er lögreglumenn komu henni til hjálpar, en brunaverðir á slökkvistöðinni höfðu veitt því athygli er fram fór úti á ísnum. Krakkarnir höfðu haft af þess- ari skrílslegu framkomu hina mestu ánægju, og eltu lögreglu- þjónana er þeir fylgdu konunni upp á götuna. Farmannasambandið mótmælir ummælnm brezka sendiherrans Blaðinu hefir borizt eftir- farandi frá stjórn Farmanna og fiskimannasambandi ís- lands: STJÓRN Farmanna- og fiski- mannasambands íslands leyfir sér hér með að vekja athygli á þcirri fullyrðingu sendiherra Hennar Hátignar Bretadrottn- ingar í erindi því, er hann ílutti í íslenzka útvarpinu og í bréfi hans til dagblaðanna í Reykja- vík, þar sem hann fullyrðir að íslenzkir sjómenn líti svo á að fyrir útfærzlu friðunarlínunnar, um eina sjómílu fyrir Vestfjörð- um, hafi sjóslysahættan aukizt þar að mun. Þetta er r,kki rétt, og leyfir stjórn F.F.S.Í. sér að mótmæla þessari fullyrðingu sendiherrans og láta í Ijós undr- un sína og vonbrigði yfir því að crlendur maður skuli koma fram í íslenzka útvarpinu og láta slíkt sér um munn fara án þess beint að biðja afsökunar og lofa leiðréttingu á þeim óhróðri, er fram kom í enskum blöðum um íslendinga í sambandi við hin hörmulegu sjóslys úti fyrir Vest- fjörðum. Þá má og undirstrika að enn einu sínni að það eru erlendu veiðiskipin, og eigi hvað sízt brezkir togarar, sem voru þess valdandi að færa varð fiskveiði- takmörkin út til þess að fólkið, sem í landinu býr geti lifað mannsæmandi lífi. Erlendu veiði skipin voru, sem öllum er kunn- ugt, langt á veg komin með að eyða öllum skilyrðum fyrir því að hægt væri að stunda fiskveið- ar við landið, með rányrkju sinni á fjörðum og flóum. Það er því bein fásinna og þekkingarleysi að lýsa því yfir, að ein einasta sjómíla geti aukið slysahættuna, Það er ekki vandinn annar era að byrja 5 mínútum fyrr að sigla í var, því það er öllum frjálst hvort heldur að veiðar- færin eru búlkuð eður ei. Það er hinsvegar mjög var- hugavert að ætla sér að sigla með veiðarfæri laus á þilfari, þegar veður eru váleg. Þetta vita allir nema þeir sem eigi vilja unna lítilli þjóð réttlætis og samu mælis. Róðrafakmörkin veri færð ú! fyrir Garðskagaröst S.V.F.Í. beðið að hlufast fi! m mélið Keflavík 11. febr. SKIPSTJÓRAR og útgerðarmenn í Keflavík hafa nýlega lá*ið frá sér fara bréf til Slysavarnafélags íslands, þar sem þeir fara fram á við félagið, að það beiti áhrifum sínum í þá átt að fá nú- verandi róðratakmörkum við Garðskaga breytt vegna hinnar gífur- legu slysahættu, sem er á þessum stað, er bátar halda í róður. ERU VIÐ GARÐHÓLMA Hefur áður verið mikið rætt um þetta mál, en þar sem það þolir ekki lengur neina bið, leita skipstjórar og útgerðarmenn því til Slysavarnafélagsins í von um einhverja hjálp þaðan. Róðra- takmörkin eru nú við Garðhólma innan við Garðskagaröst, og þurfa því allir bátarnir að fara inn á sömu stefnu fyrir Garð- skagaflös og yfir röstina, sem er að jafnaði mjög varhugaverð Bátarnir verða þarna að sigla Stjómarkosning í íélagi járn- ibnaðarmanna í dag og á morgun B-listinn er listi lýðræðissinna STJÓRNARKOSNING fer fram í Félagi járniðnaðarmanna í dag og á morgun. Kosið er í skrifstofu félagsins í Kirkju- hvoli, í dag kl. 12 til 8 e. h., en á morgun frá kl. 10 f. h. til kl. 6 e. h. Tveir listar eru í kjöri, A-listi borinn fram af kommúnistum og B-LISTI borinn fram af lýð- ræðissinnum. Er hann skipaður eftirtöldum mönnum: Formaður Sigurjón Jónsson (Sindra), varaformaður Guð- mundur Sigurþórsson (Lands- sm.), ritari Ármann Sigurðsson (Héðni), vararitari Loftur Árna- son (Kristj, Gíslason), fjármála- ritari Bjarni Þórarinsson (Héðni), gjaldkeri Sveinn Hall- grímsson (Hamri). — Trúnaðar- ráð: Sigurjón Guðnason (Járn- steypan), Uni Hjálmarsson (Áburðarverksm.), Loftur Ólafs- son (Bæjarsm.) og Jón Jónas- son (Héðni). Varamenn eru: Páll Guðmundsson (Steðja), Óskar Guðmundsson (Landssm.) og Karl Jakobsson (Stálsm.). Járnsmiðir, munið að kjósa í dag. Munið, að kommúnist- ar hafa fengið Loft Ámunda- son til að neita að starfa með lýðræðissinnum. Þeir hafa á allan hátt reynt að skapa sem mesta sundrung innan félags okkar sjálfum sér til fram- dráttar. Járnsmiðir, sýnið ein- ingu í verki, KJÓSIÐ B-LISTANN. Járnsmiður. hlið við hlið og verða skipstjór- arnir að hafa sig alla við til að sigla ekki hvern annan niður. A síðustu vertíð urðu ýmsar skemmdir á bátum, er þeir slóust saman, og hefur einnig tekizt svo til á þcssari vertíð, þó að enn hafi ekki orðið nein stórslys þarna. Má án efa þakka það ár- verkni skipstjóranna að svo hef- ur ekki orðið. UT FYRIR GARÐSKAGARÖST Er vonandi, að áður en ein- hvert stórslysið hlyzt af þessu, taki stjórnarvöldin í taumana og breyti róðratakmörkunum í sam- ræmi við áður komnar tillögur skipstjóra og útgerðarmanna, en þar er farið fram á að róðratak- mörkin verði færð út fyrir Garð- skagaröst, svo að bátarnir hafi meira athafnasvæði, er þeim er gefið merki um að halda í róður. — Ingvar. Fundir stóðu eun á miðnætti UM miðnætti í nótt var sátta- semjari ríkisins í vinnudeilum enn á fundi með samninganefnd- um skipafélaganna og matsveina- og framreiðslumanna. — Hafði fundurinn þá staðið frá því klukk an fimm síðdcgis á fimmtudag- inn eða í 31 klst. Um miðnættið var enn talið að brugðið gæti til beggja vona með lausn deilunnar, enda þótt samkomulag hefði náðst í mörg- um atriðum. Krafa um ógild- ingu45% hluta- bréfanna í Loftleiðuin í LÖGBIRTINGABLAÐINU, sem út kom í gær, er skýrt frá því, að Hjálmar Þorsteinsson, hús- gagnasmíðameistari, Klappar- stíg 26, hér í bæ, hafi höfðað mál fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur, á hendur stjórn Loftleiða h.f. Ákærandinn hafði áður höfðað mál svipað því sem hér er um að ræða, en tapaði því í undirréttx og Hæstiréttur staðfesti þann dóm undirréttar. Nú stefnir Hjálmar Þorsteins- son opinberri stefnu öllum hlut- höfum Loftleiða, sem hafa undir höndum svonefnd handhafa- hlutabréf, sem munu vera um 45% af hlutafé flugfélagsins, en hluthafar í því eru milli 600—700. Krefst ákærandinn þess, að fyrr- nefnd hlutabréf verði ógild gerð, Stjórn Loftleiða, en Kristján Guðlaugsson, hæstaréttarmála- flutningsmaður, er formaður hennar, heldur því fram að ölí hlutabréf félagsins skuli njóta sama réttar. Sjó- og verzlunardómur mun taka málið fyrir laugardaginn 2. apríl. AU8TURBÆR ] ABCDEFGH ' ABCDEFGH VE8TURBÆR (Skyldu Austurbæingar vera orðnir hræddir? — Enginn leikuj « barst frá þeim) ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.