Morgunblaðið - 13.02.1955, Side 1

Morgunblaðið - 13.02.1955, Side 1
16 síður og Lesbók 42. árgangur 36. tbl. — Sunnudagur 13. febrúar 1955. Prentsmiðja Morgunblaðsins Formósa: Jbrír möguíeikar „Svindl“ alþjóða- kommúnista Hamnasskjöld til Peldng? London 12. febr. RÆTT er um þrjá mögu- leika til þess að koma á viðræðum til lausnar á For- mósavandamálinu: 1) Ráðstefna í Shanghai eða Ðelhi með þátttöku ríkja, sem hafa sérstnkra hagsmuna að gæta í málinu, þ. e. Bandaríkj- anna, Breta, Sovétríkjanna, Frakklands, Indlands, Pakistan, Burma, Indonesíu og Ceylon. — Sovétríkin gerðu fyrir viku til- lögu til brezku stjórnarinnar um ráðstefnuna, en auk ofannefndra ríkja gerðu Sovétríkin ráð ::yrir að Pekingstjórnin ætti fulltrúa á ráðstefnunni, en minntust ekki á Formósastjórnina. Frá því var skýrt í London í gær að umræð- ur um þessa tillögu stæðu enn yfir og að Bretar hefðu gert gagntillögu um að ráðstefna þessi yrði haldin innan ramma Sameinuðu þjóðanna, en það myndi að sjálfsögðu hafa í för með sér þátttöku þjóðernissinna- stjórnarinnar. 2) Önnur tillaga hefir komið fram um að hlutlausar þjóðir, Svíar, Pólverjar og Indverjar reyni að miðla málum. 3) Loks hefir verið stungið upp á því að Hammarskjöld fari aftur til Peking til þess að kynna sér til hlítar tillögur Peking- stjórnarinnar í þessu máli. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna kemur saman á mánudag til þess að ræða Formósamálið. Framtíðardraumar SCHENECTADY, New Yersey, 11. febrúar — Starfsmenn hjá hinu stóra rafmagnsvörufirma „General Electric" hefur spáð því, að amerísk heimili muni verða hituð upp með rafmagni innan fimm ára. Um ný rafmagnstæki, sem nú er verið að fullgera, sagði hann, að þess verði ekki langt að bíða að loft í Lúsum verði gerð úr ljósum í ýmsum litum, að ljós kvikni sjálfkrafa, um leið og menn stígi fæti inn í herbergi, að klukkur gangi án þess að lagð- ar séu í þær rafmagnsleiðs'iur og að stuttbylgjur verði notaðar í staðinn, og að sjónvarpstæki verði gerð sem líti út eins og veggmyndir. 'ekstur strætisvaeiGiaiiBta stórjókst á siðustu árum Ný !eii opnuð án viðkomu á Lækjarforgi Farþegsrými eyksl á 10 árum um 130% IGÆR buðu Strætisvagnar Reykjavíkur borgarstjóra og blaða- mönnum auk margra fleiri gesta í ökuferð um bæinn í tilefni af opnun nýrrar leiðar. Ekið var um hina nýju leið og hún skýrð fyrir gestunum, en að því loknu var farið í húsakynni Loftleiða á Reykjavíkurfiugvelli og sezt þar undir borð. Hélt Eiríkur Ás- geirsson forstjóri SVR þar ræðu og síðan Gunnar Thoroddsen borgarstjóri. Ræða forstjóra SVR verður síðar birt í heild í blaðinu. ÚR RÆÐU EIRÍKS ÁSGEIRSSONAR FORSTJ. SVR SÚ LEIÐ sem ekin var með bæjarstjórn og blaðamenn er með nýju sniði. Hlutverk hennar er fyrst og fremst að auð- velda fólki að komast á milli út- hverfa án viðkomu eða dvalar í Miðbænum. Þessari nýju leið er ætlað að tengja saman Klepps- holt, Voga-, Smáíbúðar- og Bú- staðahverfi, Hlíðarnar, Mela- og Skjólahverfi, en þar verður snúið við og ekið sömu leið til baka. Um Sóleyjargötu og Skothúsveg verður ekið vegna þeirra far- þega, sem komast vilja í Mið- bæinn» Endastöðvarnar verða tvær, önnur í Kleppsholti — hin í Skjólunum og tekur hálftíma að aka hvora leið. í byrjun verð- ur aðeins ekið á tímabilinu kl. 13.30 til 18.30 þannig, að á hálf- tímanum verður ekið úr Klepps- holti, en á heila tímanum úr Skjólunum. Byrjað verður að fara þessa leið n.k. þriðjudag. Hér er um að ræða vísi að nýju fyrirkomulagi um samgang milli úthverfa án viðkomu á Lækjar- torgi. STÓRKOSTLEG AUKNING REKSTURSINS f ágúst 1944 festi Reykjavíkur- bær kaup á Strætisvögnum Reykjavíkur. Þá gátu vagnar þess flutt samtímis 772 farþega. Árið 1951 samtals 1252 farþega *ög nú 1824 farþega. Til saman- burðar má geta þess, að árið 1944 var fólksfjöldi í Reykjavík rúml. 44 þús., árið 1951 57.500 og við síðustu áramót 62 þúsund. Far- þegarými strætisvagnanna hefur <j,á þessum 10 árum verið aukið Eiríkur Ásgeirsson. um 130%, en fólksfjöldinn nemur á sama tímabili aðeins um 40 af hundraði. Aukningu á rekstrin- um má að nokkru marka á því, að árið 1945 voru brúttó tekjur fyrirtækisins 2,6 millj. kr. og vinnulaunagreiðslur 1290 þús. kr , en árið 1954 námu tekjurnar sam- tals um 12 millj. kr. og 5,8 millj. voru greiddar í vinnulaun. 1 NÝJUSTU VAGNARNIR Frá því í september 1951, eða , á s.i. 3'/> ári hafa 17 dieselvagn- ar verið teknir í notkun, auk þess sem dieselvélum hefur verið | komið fyrir í fjórum af eldri | vögnum fyrirtækisins. SVR eiga j nú samtals 39 strætisvagna. | Síðustu 3 vagnarnir voru tekn- I ir í notkun í des. s.l. Rúma þeir 80 farþega og eru af sömu gerð og vagn sá, sem s.l. ár hefur verið í notkun á Vogaleiðinni. Við ók- um í tveimur þessara vagna áðan, en sá þriðji var hér fyrir utan, er við komum. Hér er um að ræða mesta átak, sem gert hefur verið í einu til aukningar á vagnakosti fyrirtæk- isins. Magnara- og bjöllukerfi er í öllum þessum vögnum. Þá hefur líka verið sett í þá tæki, sem sjálfritar á spjald hraða, biðtíma og samanlagða vegalengd, sem vagninn ekur. Tæki þetta gefur þannig fullkomnar upplýsingar um notkun vagnsins. Til nýjunga má einnig telja það, að í einum af þessum nýju vögnum hefur verið komið fyrir korti af leið þeirri, sem vagninn ekur um og eru heiti viðkomu- staðanna greinilega letruð á það,; , _ , . auk þess sem þar er og að finna, ^ J>’ðja þmgið um trausts nokkur kennileiti. k’ramh. á bls. 2 <$> Gunnar Thoroddsen FRONSK STJORN. PARÍS 24. febr. — Horfur eru á því að Pflimian muni heppnast að mynda nýja ríkisstjórn. Hann I yfirlýsingu á mánudag. Nýjustu vagnar Strætisvagna Reykjavíkur af Volvo-gerð. Ljósm. P. Thomsen. JG ÞÁ GERÐISl KRAFTAVERKIfl.“ Ósló, 9. febr. FLETT hefur verið rækilega of- an af einni tegundinni af hin- um sviksamlegu starfsaðferðum kommúnístískra verkalýðsfélaga, og hvernig þau reyna að dyljast á bak við starfshópa, sem ekki eiga samleið með kommúnistum. Það er hið kommúnistíska ,Heimssamband verkalýðsfélaga’ (WFTU), sem hér kemur við sögu. Leynilegar ráðagerðir þessa kommúnistiska heimssambands voru fyrst gerðar opinberar í Vínarblaðinu „Arbeiter Zeitung". Blaðið komst yfir bréf frá Nils nokkrum Elísson, Svía, sem sagð- ur er vera fulltrúi Norðurlanda í WFTU. Bréfið er birt í heild, en í því skýrir Elíasson frá því, að halda eigi „ráðstefnu gegn endurhervæðingu Þjóðverja”. Það er fyrst og fremst aðferð Elíassons, sem vekur athygli. —• WFTU vill hvergi koma nærri á yfirborðinu, segir Elísson, „vill ekki verða talið standa fyrir henni“ (ráðst.). Til þess verð- ur að fá aðra og í þessu tilfelli hafi kommúnistum xekizt að fá „stórt verkalýðsfélag í Vestur- Þýzkalandi” til þess að „standa fyrir” ráðstefnunni. En þegar allt er klappað og klárt, þá, segir hinn kaldrifjaði Elíasson, þá „mun kraftaverkið ske og WFTU ætlar að samþykkja”. Mál þetta hefur vakið mikla athygli á Norðurlöndum og sænska blaðið „Morgen Tidning- en“, blað sósíaldemókrata, aðvar- ar í þessu sambandi sænska verkamenn og biður þá að vera á varðbergi gegn þessu „svindli“ af hálfu WFTU. „Arbeiter Zeitung" í Vínar- borg segir: „Skjal þetta sýnir greinilega alla hina alþjóðlegu tækni og einnig allar lygarnar, sem kommúnistar nota þegar þeir hafa eitthvað svipað með höndum — en margt af því, sem þeir hafa á borð borið fyrir okk- ur eins og það kæmi frá þýzkum sósíaldemókrötum til stuðnings rússnesku stefnunni, er innblásið og jafnvel tilbúið af kommúnist- um. Nú hefur þetta verið sannað ennþá einu sinni.“ Hér fer á eftir Elíssons-bréfið í heild, dagsett 18. des. 1954: „Sameiginlegt bréf til félaganna Knut Tell (Svíþjóð), Paul Thomsen (Danmörk), Ivar Lie (Noregur). Fundi framkvæmdaráðsins er lokið. Tvær samþykktir um al- þjóðaráðstefnur á næsta ári hafa verið gerðar. Önnur þeirra mun fjalla um kvenna spursmálið — um jöfn kjör kvenna o. s. frv. Hún verður haldin síðari hluta árs 1955. Hinni ráðstefnunni, en hún er hið beina tilefni til þessa bréfs, mun e. t. v. verða komið á lagg- irnar þegar í marz, annað hvort í París eða Berlín og mun verða helguð baráttunni gegn endur- hervæðingu Þjóðverja (Lundúna- Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.