Morgunblaðið - 13.02.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. febrúar 1953 Vestm«s8iaiaey]adeilan: 1 Fá sjómenn ekki að greiðc r atkvœBi um gerðardómstill. útgerðc irmanna? sfjffl? vilja iáia byggja 'íseitogniQ í Þýdtolandi logsranefndin í Reyfcjavík IVESTMANNAEYJUM krefj- ast sjómenn að fá .kr. 1,38 fyrir hvert kg. fiskjar slægðs með haus í stað kr. 1,22, sem samið hefur verið um allstaðar annars- staðar nenia í Þorlákshöfn. Verð- ið, sem krafizt hefur verið er 16 aurum hærra fyrir hvert kíló eða um 13% hærra en í öðrum ver- stöðvum. SL 1. ár sömdu Vestmanna- eyingar um sama fiskverð og aðrir eða kr. 1,22 fyrir kíló. Sjó- merin í > Vestmannaeyjum, Þor- lákshöfn og sum Vestfjarðafélög- in sögðu upp þessum samning- um, þannig að þeir runnu út 31. janúar s. 1. Vestfjarðafélögin sömdu áfram um sama fiskverð. Gildir það því áfram ailsstaðar á landinu nema í Vestmanna- eyjum og Þorlákshöfn. Sjómenn í Þorlákshöfn halda áfram róðr- um svo að Vestmannaeyjar eru eini staðurinn þar sem róðrar liafa stöðvast. Deilan i Vestmannaeyjum er tvíþætt, um breytt hlutaskipti og hækkað fiskverð. Útgerðarmenn vildu áður en til stöðvunar kom ganga veruiega til móts við kröf- ur sjómanna um breytingu á hlutaskiptum að því tilskyldu, að fiskverð til skipta héldist óbreytt. Tilboð útgerðarmanna um nokkra breytingu á hlutaskipt unum var fellt í sjómannafélag inu með 18 atkvæðum gegn 14. Töldu útgerðarmenn sér þá ekki fært að hefja róðra í ársbyrjun, þegar hvorttveggja var, að sjó- menn höfðu sagt upp hlutaskipta samningnum svo hann rann út 31. des. og fékkst ekki fram- lengdur þrátt fyrir nokkrar til- slakanir af hálfu útgerðarmanna og sjómenn höfðu einnig sagt upp samningum um fiskverðið svo hann féll úr gildi 31. jan. s.l. Vegna uppsagnar sjómanna félagsins á hlutaskiptasamningn- um mátti búast við verkfalli með viku fyrirvara hvenær sem var eftir áramót, en til verkfalls kom þó ekki fyrr en 1. febrúar, en þá höfðu róðrar legið niðri frá áramótum af fyrrgreindum ástæðum. Forustumenn sjómanna í Vest- mannaeyjum hafa krafizt 13% hærra fiskverðs til skipta en gildir annars staðar í landinu, en útgerðarmenn hafa ekki léð neins kostar á hækkuðu fisk- 0 91 ii' Framh. af bls. 1 Parísar-samningunum). Við ger- um ráð fyrir mjög almennri þátt- töku frá verklýðsfélögum í Evr- ópu (3000 fulltrúar). WFTU vill ekki verða talið standa fyrir (þessari ráðstefnu). Stórt verklýðsfélag í Vestur- Þýzkalandi, þar sem sósíaldemó- kratar hafa meirihluta, ætlar að koma þessu öllu af stað með því að setja sig í samband við nokk- ur verklýðsfélög í öðrum lönd- um. Sameiginleg byrjunarnefnd mun síðan verða mynduð. Þessi néfnd mun síðan: A) Birta ávarp til verkalýðsfél. ,um alla Evrópu. B) Setja sig í samband við Al- þjóðasamband verklýðsfélaga (ICOTU), Heimssamband jverklýðsfélaga (WFTU) og Kristilegt samband verklýðs- félaga og biðja um skipu- 'lagslegan og fjárhagslegan stuðning. Og þá skeðúr kraftaverkið og WFTU ætlar að samþykkja. Að þessu sinni biðjum við um nö|n og heimilisföng tveggja eða þriggja félagasamtaka í Svíþjóð, Tíoregi og Danmörku, sem Þjóð- ■verjarnir geta skrifað til, manna, sem hægt er að treysta til þess að fallast á þetta allt. Þar sem þetta verður að hefjast eins fljótt og kostur er, er áríðandi að fá heim- ilisföngin, Ég væri þakklátur fyr- ir yvar hið fyrsta. Óskir um gleðileg jól og far- sælt nýtt ár frá vini ykkar Nils G. Elísson." — Sfræiisvagnamir Framh. af bls. 1 VÖXTUF, SVR Vöxtur SVR hefur á undan- förnum árum verið mikill. Nú aka strætisvagnarnir daglega samtals um 6000 km í stað 4500 árið 1950. Yfir 40 þúsund manns ferðast á degi hverjum með þeim og hjá fyrirtækinu vinna nú um 130 manns, þar af nálægt 80 vagnstjórar. Auk mikillar fjárfestingar í nýjum vögnum, hefur miklu fé verið varið til endurbóta á gömlu vögnunum. Undanfarin 3 ár má segja að rekstur Strætisvagna Reykjavík- ur hafi verið frekar hagstæður. En vegna nýrra kaup- og kjara- samninga við starfsfólk fyrirtæk- isins í desember s.l. er áætlað, að kaupgreiðslur á þessu ári hækki um a. m. k. 800 þús. kr. Áætlaður reksturshagnaður á ár- inu fer þannig allur í þessi auknu útgjöld. NÝIR VAGNAR OG LEIÐIR Ef fullnægja á þörfum út- hverfabúa á þessu ári um auknar strætisvagnaferðir, er nauðsyn- legt að kaupa 6 nýja strætis- vagna. Kaupverð þessara vagna mun vera rúmlega 2% millj. kr. Fjórum nýjum leiðum þarf að bæta inn á leiðakerfi vagnanr.a, þ. e. a. s. í syðstu Hagana og Ægissíðu, Smáíbúða- og Bústaða- hverfi, í Vogana og leið um þau úthverfi, sem enn hafa ekki ver- ið tengd saman. Þá er ekki of- reiknað, að þörf sé 2ja vagna til endurnýjunar þeim eldri. RÆÐA BORGARSTJÓRA G ¥7"|J HEFUR miklu hlutverki O 7 að gegna eins og m. a. sést á því, að á síðastliðnu ári fluttu vagnarnir um það bil 15 millj. farþega. Tilgangur fyrir- tækisins er þjónusta við bæjar- búa og hefur verið reynt eftir megni að fjölga vögnum og leið- um, bæta vagnakost og auka ferðaþægindin. — En ýmislegt skortir þó á, of mikil þrengsii eru í vögnunum, vagnar of fáir og leiðir of fáar. En þó nokkuð skorti munu flestir sammála um að fyrirtækið er á mikilli fram- farabraut. — Borgarstjóri kvaðst ekki ætla hér að nefna mörg nöfn, en gat sérstaklega um Ólaf Þorgrímsson hrl., sem þarna var viðstaddur, en hann var fyrsti formaður Strætisvagnafélagsins, sem stofnað var 1931 og forstjóri þess um margra ára skeið. Einnig minntist hann Jóhanns Ólafsson- ar, sem stjórnaði fyrirtækinu lengi eftir að bærinn eignaðist það. Borgarstjóri kvaðst þó sér- staklega vilja nefna eitt nafn, Eiríks Ásgeirssonar, núverandi forstjóra, en hann tók við stjórn SVR 1951 þá tæplega þrítugur að aldri. Kvaðst borgarstjóri sjaldan hafa vitað ungan mann sýna jafn fljótt að hann var vanda sínum vaxinn, vakandi í starfi og lipur og sýndi sannan þjónustuanda við almenning. — Kvaðst borgarstjóri þakka hon- um sérstaklega svo og öllum starfsmönnum SVR vel unnin störf i þágu félagsins. verði. Halda þeir því fram, að ekki sé frekar hægt að sam- þykkja 13% hækkun á fiskverði til skipta umfram það sem annars staðar sé greitt, heldur en að greiða 13% hærra kaup í Vestmannaeyjum en annars staðar í landinu. Forustur.ienn sjómanna halda því fram, að útgerðarmenn haidi fyrir þeim rétti til fiskverðs, sem byggt sé 4 því að tekjur af báta- gjaldeyri komi að fullu til skipta og segja að þessi réttur hafi ver- ið viðurkenndur með nýupp- kveðnum iiæstaréttardómi. Dómur þessi var byggður á sérstöku ákvæði í kjarasamn- ingi í Vestmannaeyjum árið 1951 og þeirri framkvæmd, sem þá var á bátagjaldeyrisfyrir- komulaginu, en samskonar ákvæði var ekki í kjarasamn- ingum annars staðar á landinu, og í Vestmannaeyjum er þetta ákvæði ekki lengur í samningn- um og var það ekki heldur s. 1. ár. Það er augljóst, að útgerðar- menn eru ekki að neita sjómönn- um um þar.n rétt, sem þeir áttu samkvæmt hinum nýuppsögðu fiskverðssamningum, heldur stendur sjómönnum til boða það fiskverð, sem kom til skipta sam- kvæmt þeim. Útgerðarmenn hafa boðið að leysa ágreininginn með því að láta samkomulagsgerðardóm skera úr honum og ákveða fisk- verðið og kjörin á bátunum. Væri gerðardómurinn skipaður þannig: Þrii oddamenn tilnefnd- ir af hæstarétti og tveir menn frá hvorum deiluaðila. Þessari tillögu hafnaði for- maður sjómannafélagsins og ann ar maður úr samninganefnd sjó- manna án þess að bera hana und- ir félagsfund. Eðlilegt væri að sjómönnum væri gefinn kcstur á því með leynilegri atkvæðagreiðslu í sjó- mannafélaginu að láta í ljósi hvort þeir samþykktu þessa til- lögu. rr Já eða Nei” í Kefla- K UTVARPSÞATTUR Sveins As- geirssonar, ,,Já eða Nei“, verður tekinn upp á seguiband í Ung- mennafélagshúsinu í Keflavík í dag og hefst hann kl. 9 síðd. Keppt verður til verðlauna, svo sem undanfarið, og hagyrð- ingar munu glíma við aðsenda vísuhelmhiga, en mjög margir hafa borizt undanfarið. í ráði er að taka þáttinn næst upp í Vest- mannaeyjum. ÉR í Reykjavík er nú stödd 11 fjögurra manna nefnd frá Neskaupstað, sem komin er þeirra erinda að ræða við ríkis- stjórnina, Landsbankann og fleiri aðila, um kaup á togara í stað togarans Egils rauða. Á fundi með blaðamönnum í gær skýrðu neíndarmenn svo frá, að þeir hefðu mikinn hug á að láta byggja nýjan togara í Vestur- Þýzkalandi, nýtízku skip með dieselvélum. Nefndarmenn kváðust hafa fengið góðar undirtektir hjá rík- isstjórninni og þeim aðilum öðr- um, sem málið hefur verið rætt við. í nefndinni eru Axel V. Tulin- ius bæjarfógeti, sem er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Ármann Magnússon útgerðarm. frá Fram- sóknarflokknum, Lúðvíg Jóseps- son alþm. frá kommúnistum og frá Alþýðuflokknum Oddur A. Sigurjónsson. ÁFALL FYRIR BYGGÐARLAGIÐ Það var mikið áfall fyrir byggð arlagið er Egill rauði fórst. Skömmu eftir að Egill rauði fórst var haldinn fundur í bæj- arstjórn Neskaupstaðar, þar sem rætt var um hið mikla áfall, sem atvinnulífið hafði orðið fyrir. — Togarinn hafði árlega veitt um fimm millj. kr. í vinnulaun til bæjarbúa. Var bæjarstjórninni ljóst, að hér varð að hafa hrað- ann á, ef slíkt áfall ætti ekki að leiða til stóraukins brottflutnings úr bænum. — Og bæjarstjórnin taldi að úr tjóninu yrði ekki bætt á annan veg, en að fá nýjan tog- ara og um þetta varð fullt sam- komulag innan bæjarstjórnar og einnig meðal bæjarbúa. ALLIR SAMTAKA Undirbúningsnefndin mun einn ig vinna að því að finna rekst- ursform fyrir útgerð hins nýja skips, en fullt samkomulag er um, að allir stjórnmálaflokkarn- ir skuli hafa jafna hlutdeild í stjórn hennar. SÉRSTAÐA NESKAUPSTAÐAR í viðræðum við opinbera aðila, hefur nefndin lagt áherzlu á: 1. Þá sérstöðu, sem skapazt hefur í atvinnumálum Neskaup- staðar við það að annarri aðal- stoð atvinnulífsins er kippt burtu. 2. Auk beinnar verkamanna- vinnu, sem skerðist gífurlega, hverfur að hálfu leyti rekstrar- grundvöllur fyrirtækja, sem ná- tengd eru togaraútgerðinni, s. s. frystihúsa, beinavinnslu, ís- framleiðslu, vélaverkstæðis og netaverkstæðis, en allt er þetta byggt upp, m. a. með rekstur 2ja togara fyrir augum. 3. Einungis nýtt skip, sem byggt yrði samkvæmt revnslunni um hagkvæmasta rekstur, þykir Aumlegt yfirklór atvinnn- rekondnns Snorro Jónssonor ÞJÓÐVILJINN reynir í gær að afsaka framkomu Snorra Jóns- sonar, formanns Félags járniðnaðarmanna, varðandi mál Sigur- jóns Jónssonar, sem hann á nú í við stjórn A.S.Í. vegna fyrirvara- lausrar brottvikningar úr starfi því, sem hann var í hjá A.S.Í. Það er rangt hjá Þjóðviljanum, er hann segir, að stjórn A.S.I. viti ekki um málshöfðunina, þar sem stefna í málinu var lögð fram s.l. fimmtudag. Einnig er það óafsakanleg fram koma af kommúnistum þeim, er nú stjórna Félagi járniðnaðar- manna að neita að veita Sigur- jóni nokkurn stuðning í málinu, þegar hann leitar til stéttarfélags síns um aðstoð gegn atvinnurek- endum. Er skemmst að minnast þess, að þegar Snorra núverandi form. var sagt upp vinnu fyrir nokkr- um árum, veitti félagið honum allan þann stuðning, sem það gat í té látið. Hvers á Sigurjón nú að gjalda hjá sínum félögum? Er það virkilega þannig, að kommúnistar álíti verkalýðsfé- lögin eingöngu fyrir sína flokks- menn, en aðrir, sem ekki eru á mála hjá kommúnistaflokknum skuli vera réttindalausir? Það er ekki ótrúlegt að járn- iðnaðarmenn almennt óski eftir að fá skýr svör við þessari spurn- ingu hjá þeim er stjórnað hafa samtökum þeirra um tíma. hér koma til mála. Það hefur komið glöggt í ljós, að diesel- skipin eru langstum sparneytnari á eldsneyti og engu síðri fiski- skip, en eldsneytissparnaður eh geysi þýðingarmikið atriði fyrip skip, sem þurfa að sigla tiltölu- lega langt með aflann af miðum. Því leggjum við áherzlu á slíkfl skip. Hér við bætist að skarðið, serni kom í íslenzka fiskiflotann við strand Egils rauða, verður ekki bætt með neinni tilfærslu á skip- um milli staða. AÐGERÐIR í MÁLINU Nefndin hefur átt tal við for- sætis- og sjávarútvegsmáaráð- herrann, Ólaf Thors sem og fjár- málaráðherra, Eystein Jónsson, sem jafnframt er þingmaðuu Suður-Múlasýslu, og lagt frarra sín sjónarmið í greinargerðum ásamt viðræðunum. Nokkuð hefur verið athugaði af tilboðum og ráðgazt við kunn- áttumenn um þau. Telst nefnd- inni svo til að unnt mundi vera að fá nýtízku dieseltogara með’ svipuðu burðarmagni og EgiII rauði hafði, innan eins árs og á skaplegu verði, 8%—9 milljónir. Ætlunin er að leggja fram í hið nýja skip 2 milljónir, auk þess sem kynni að fást yfirfært á það af stofnskuldum Egils rauða. Biblíyda«iir I um isms IDAG, sunnudaginn 13. febr., verður haldinn allsherjar biblíudagur í kirkjum landsins. Hefur biskupinn skrifað öllum prestum og óskað þess að þein tali um Biblíuna í prédikunurm sínum þennan dag og láti fara fram fjársöfnun í lok messunnar til þess að styrkja starf hins ís- lenzka Biblíufélags. — ★ — Eins og kunnugt er heíur brezka og erlenda BiblíufóIagifS annast útgáfu hinnar íslenzkií Biblíu og Nýja testamentisins, og þó að sú útgáfa sé mjög vel úr garði gerð, þá verður það að telj - ast eðlilegt og sjálfsagt, að ís- lenzka Biblíufélagið annist sjálft útgáfu sinnar eigin Biblíu, enda hefur brezka Biblíufélagið mörg- um verkeínum að sinna, víða urrs heim. Nú hefur íslenzka Biblíufálagicí ákveðið að hefja útgáfu Nýia testamenntisins þegar á þessu ári, og verður það prentað meS nökkru stærra letri en menn eiga að venjast á vasa útgáfu þeirri, sem nú tíðkast. — ★ — En til þess að hægt verði ac? selja Nýja testamennti þetta viö sem vægustu verði, þarf félagið að afla fjár til útgáfunnar og treystir því að landsmenn bregð- ist hér vel við, annað hvort með því að gerast félagar (ársgj. 10.00 kr.) eða með því að styrkja fé- lagið á annan hátt með fjár- framlögum. — ★ — Biblían er bók bókanna, hún flytur okkur Guðs orð, þá trúar- legu opinberun, sem er grund- völlur kristindómsins. Þar er uppspretta þeirrar trúar og sið- gæðishugmynda, sem mótað hafa vestræna menningu til þessa dags. Hver sá maður, sem kynn- ast vill fagnaðarerindi Jesú og dýpstu sannindum tilverunnar, hann les og rannsakar heilaga Ritningu. Með hina blessuðu bók í höndum getum við tekið undir orð hins forna sálmaskálds Hebrea: „Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum“. (Sálm. 119, 105). Ó. J. Þ. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.