Morgunblaðið - 13.02.1955, Síða 16

Morgunblaðið - 13.02.1955, Síða 16
 Reykjayfkrlsréi er á blaðsíSn 9. 36. tbl. — Sunnudagur 13. febrúar 1955. Verkfallið á farmskipunum: Samningar stronduðu á matreiðslu- mönnum sem báru fram nýjar kaup- hækkunarkröfur í lok samningsfundar Samningafundurinn sfóð i 35 klst. VerkMHS heldin Ibm «*• ÞÆR vonir manna um að verzlunarflotinn myndi geta leyst HOlð fSðOSlðrOÍIðf festar í gær, eftir rúmlega 20 daga verkfall matreiðslu- og tramreiðslumanna, brást, þar eð upp úr samningunum slitnaði er samningafundurinn með sáttasemjara ríkisins hafði staðið yfir í 35 kiukkustundir. — Þegar samningunum var hér komið, höfðu sðilar náð samkomulagi um svo að segja öll ágreiningsatriðin. — En þá fór allt í strand. Matreiðslumennirnir báru fram nýja kröfu. ÞEGAR SAMNINGAR STRÖNDUÐU Hafði náðzt samkomulag um kaup og dagvinnutíma mat- reiðslumanna, og búrmanna en samningar strönduðu þá á því að krafizt var að útgerðarfélög- in tryggðu þessum starfsmönn- nm sínum 30 klst. yfirvinnu- kaup á mánuði, án tillits til þess hvort þær væru unnar eða ekki. —★— Um þetta segir Þjóðviljinn, miðvikudaginn 9. þ. m.: „Miðaði allverulega í sam- komulagsátt á fundi þessum. Náðist þar m. a. samkomulag um kaup og virmutíma matsveina og flest ágreiningsatriði, sem þá varða, nema tvö“. SAMIÐ VIÐ ÞJÓNA Á sátta-iemjarafundinum, sem hófst kl. 5 á fimmtudaginn var og stóð til kl. tæpl. 4 á laugar- dagsmorgun náðist fullt sam- komulag á milli deiluaðila um kjör framreiðslumanna og er sá samningur tilbúinn til undir- skriftar, en verkfallið heldur áfram þar sem ekki hefur náðst samkomulag um kjör matreiðslu- manna og búrmanna. Enn hefur því fækkað þeim fáu sem stöðva kaupskipaflota íslendinga. Á ÞVÍ STRANDAÐI 0. Eins og áður var sagt hafði náðst samkomu’ag um kaup mat- xeiðslu- og búrmanna en samn- jngar strönduðu á því að útgerð- arfélögin neituðu að verða við kröfunni um að tryggja 30 klst. yfirvinnugreiðslu á mánuði án tillits til þess hvort svo lengi sc unnið eða ekki. Síðasta tilboð matreiðslu- manna var svo að fá grunn- kaupshækkanir, er næmu kr. 150,00—200,00 á mánuði eftir starfsflokkum, umfram það sem áður var búið að samþykkja og að starfstilhögun yrði þannig háttað að öruggt væri að yfir- vinnustundir yrðu ekki færri en 30 á mánuði. OG VERKFALLID HELDUR ÁFRAM Þessu var algerlega hafnað af útgerðarfélögunum og heldur verkfallið því áfram vegna þess að þeir sem höfðu það sem aðal- kröfu að fá 8 klst. vinnudag við- urkenndan og fengu það fram, heimta nú tryggingu fyrir 9 klst. kaupgreiðslu án tillits til þess hvort þeir vinna svo lengi eða ekki. ÓVANIR SAMNINGAMENN Samningafundir hafa ein- kennzt af því að fulltrúar mat- reiðslumanna og framreiðslu- manna eru gjörsamlega óreynd- ir í slíkum samningagerðum. Sýnt þykir að þeir hafa ekki farið að ráðum sér vanari og gætnari samningamanna svo sem forseta A S.Í., Hannibals Valdi- marssonar, sem tekið hefur þátt í samningunum. Einn starfsmað- ur A.S.Í., Snorri Jónsson, hefur einnig tekið þátt í samningunum. Mun framlag hans í þeim efnum frekar hafa orðið til tjóns en gagns. í gær var ekki vitað nær næsti samningafundur verður haldinn. HLUTAVELTAM STARFSFÓLK hlutaveltunnar er beðið að mæta stundvíslega kl. 1 í dag í Listamannaskálanum. Skautalandsmótið i Björn Baldursson Akur- eyri setti met á 3000 m. ISLANDSMÓTIÐ í skautahlaupi hófst á Reykjavíkurtjörn í gær- dag, og var keppt í tveimur fyrri greinunum 500 m og 3000 m skautahlaupi. Eftir fyrri daginn hefur Björn Baldursson Akureyri bezta stigatölu og hann setti nýtt ísl. met á 3000 m vegalengd 5:49,2 en gamla metið var 5:49,8 mín. ★ ÚRSLITIN Urslitin í 500 m. hlaupinu urðu: Björn Baldursson 50,2 sek., 2. Hjalti Þorsteinsson, Akureyri 52,0. 3. Jón R. Einarsson Þrótti og 4. Guðl. Baldursson Akureyri 53,7. í 3000 m. hlaupinu sigraði Björn sem fyrr segir. Annar varð Þorsteinn Steingrímsson Þrótti á 5:50,1 mín. -— 3. Jón R. Einars- son á 6:18,5 og 4. Ing. Ármanns- son Akureyri 6:19,7 mín. I Björn hefur því hagstæðasta stigatölu en næstur kemur Þor- steinn Steingrímsson. Hann var svo óheppinn að detta í 500 m. hlaupinu, annars er hann mjög góður skautamaður og keppni milli hans og Björns hefði orðið mjög spennandi — og getur ef til vill orðið það enn. Eftir fyrri daginn er Björn með 108,4 stig. Þorsteinn með 114,8 og Jón Ein- arsson með 116,7. — í dag verð- ur keppt í 1500 og 5000 m. hlaupi. RÉTT er að undirstrika, að dómur Hæstaréttar, sem mjög hefur verið rætt um í sam- bandi við Vestmannaeyjadeil- una, var byggður á sérstöku ákvæði í kjarasamningi í Vest- mannaeyjum árið 1951 og þeirri framkvæmd, sem þá var á bátagjaldeyrisfyrir- komulaginu, en sams konar ákvæði var ekki í kjarasamn- ingum annars staðar á land- inu, og í Vestmannaeyjum er þetta ákvæði ekki lengur í samningnum og var það ekki heldur s.l. ár. Dóm þennan hefur Þjóð- viljinn mjög misnotað í skrif- um sínum undanfarna daga. Það getur verið lærdómsríkt fyrir sjómenn að kynna sér vel málflutning þess blaðs og kommúnista yfirleitt. 15. veltu vinningar á hluta eímdallar í dag HEIMDALLUR, félag ungra Sjálfstæðismanna, efnir til hlutaveltu í Listamannaskálan- um í dag. Er þetta ?in : tærsta hlutavelta, sem haláin hefur ver- ið hér í bæ, þar sem vinningar eru 15 þús að tölu. | Að undanförnu hafa félags- menn unniö mikið undirbúnings- starf að hlutaveltu þcssari. Hef- ur tekizt að útvega óvenjulega mikinn fjölda vinninga, og það sem enn meira er um vert, að óhætt mun að íullyröa, að þar eru mikil verðmæti í boði. Auk þess sem þar er nargt gagn- legra muna, þá eru þar stórvinn- ingar, svo sem flugferð til New York, ferð með Gullfossi til Kaupmannahafnar og flugferð- ir innanlands. Hlutavelta þessi er haldin til fjáröflunar fyrir félagið. Er mikil þörf á slíku. Félagið hefur ekki mikil fjárráð, þótt það sé langfjölmennasta æskulýðsfélag landsins, þar sem félagsgjöldum er mjög stillt í hóf. Hins vegar heldur félagið uppi þróttmiklu og fjölbrevttu starfi, svo sem kunnugt er, og þarf til þess nokk ur fjárráð. Þess vegna er það mjög mikilsvert fyrir félagið, að hlutavelta þessi takist vel. Ætti því allt Sjálfstæðisfólk að styðja að velgengni félagsins með því að sækja hlutaveltuna í Lista- mannaskálanum, sem hefst kl. 2 Járniðreaðarmenn, vinnið að sigri B-listans Kosningu lýkur kl. 6 i dag STJÓRNARKOSNINGIN í Félagi járniðnaðarmanna heldur áfram í dag í skrifstofu félagsins í Kirkjustræti. Kosningin hefst kl. 10 árd. og lýkur kl. 6 síðd. Tveir listar eru í kjöri, B-listi sinni, sem ekki kýs, veitir komm- borinn fram og studdur af lýð- únistum óbeinan stuðning. Kom- ræðissinnum og A-listi kommún-' ið snemma á kjörstað og greiðið I ista. ! B-listanum atkvæði ykkar og j Járnsmiðir, vinnið ötullega að tryggið með því sigur hans. sigri B-listans. Hver sá lýðræðis- Munið x B-listinn. Operurnar í 20. og síðasta skipti í kvöld IKVÖLD sýnir Þjóðleikhúsið óperurnar „I Pagliacci" og „Cav- alleria rusticana" í 20. og síðasta sinn. Þær hafa hlotið feyki- mikla aðsókn og vinsældir, og hafa ekki færri en um 11 þús. manns sótt sýningar á þeim, síðan þær hófust um jólin. ÁNÆGJULEG STAÐREYND Síðan sænska óperusöngkonan, Stina Britta Melander hvarf héð- an, hefur Þuríður Pálsdóttir far- ið með hlutverk hennar, svo að allir óperusöngvararnir eru nú íslenzkir. Ánægjuleg staðreynd. „FÆDD I GÆR“ — MIKIÐ SÓTT Hinu nýja gamanleikriti, „Fædd í gær“, hefur verið afburða vel tekið, húsfyllir á öllum þremur sýningunum hingað til, en sú þriðja var í gærkvöldi. Er þegar sýnt, að leikritið muni ná óvenju- lega miklum vinsældum. Löggæzlu þarf á Tjarnarísmim MARGIR menn hafa vakið at- hygli Mbl. á nauðsyn þess að lög regluvarzla sé stöðug á Tjörn- inni, þar sem hundruð barna og unglinga leika lausum hala og hlysahætta virðist mikil. Er ekki aðeins skautafólk sem ekki sýn- ir næga varkárni, heldur eru unglingar þar á ferli á reiðhjól- um og skellinöðrum og ráða lítt við þau á hálkunni. Taka þessir unglingar ekki leiðbeiningum fólks og því full þörf og óverj- andi annað, en þar sem slíkur mannfjöldi er, að hafa þar ör- ugga lögæzlu. Benda má og á aðsúg þann sem gerður var að konunni á Tjörninni í fyrradag, gjörsamlega að tilefnislausu. Er þessum óskum borgaranna hér með komið á framfæri við lög- regluyfirvöldin. Þuríður Pálsdóttir í hlutverki „Neddu“ í „I Pagliacci“. SkipLrolsmanna- skýli sckkur í sand HELGI EIRÍKSSON Fossi á Síðu hefur farið í umsjónar- og eftir- litsferð fyrir Slysavarnafélag ís- lands í nokkur skýli austur á Söndum. M.a. fór hann að skýl- inu á Kálfafellsmelum, sem er eitt afskekktasta skipbrotsmanna skýlið hér á landi og byggt var af vitamálastjórninni á sínum tíma á sama stað og skýli, sem þýzki konsúllinn Detlan Thom- sen lét byggja rétt eftir aldamót- in. Segir hann að skýlið sé nú sokkið í sand, svo aðeins sér á þak þess og tómur vatnselgúr í kringum það. Árshálíð Orafora SÚ nýbreytni var tekin upp I fyrra að tilstuðlan þáverandi stjórnar Orators að halda sér- stakan hátíðisdag og varð 16. febr. fyrir valinu, — stofndagui* íslenzks hæstaréttar. Mikill áhugi ríkir með laga- nemum fyrir því, að áfram verði haldið á sömu braut og því mun verða efnt til sérstakra hátíða- halda næstkomandi miðvikudag. Kl. 10 að morgni munu laganem- ar fjölmenna upp í hæstarétt og hlýða á málflutning og síðarj flytur Þórður Eyjólfsson, hæsta- réttardómari, erindi um sögu hæstaréttar. Að kvöldi þessa dags verðutf efnt til fagnaðar í Nausti. Theo- dór B. Líndal, prófessor, flytuu ræðu og nýbökuðum lögfræði- kandötum verða afhent heiðurs- skjöl til minningar um dvöl þeirra í lagadeild. Margt er það, sem stjórnir Ora- tors hafa færzt í fang. Gefið hef- ur verið út blaðið Úlfljótur, mál- flutningar haldnir, slegin sér- stök merki fyrir laganema og skikkjur gerðar, bæði fyriil pórfessora og laganema till notkunar við próf og málflutn- ing. \ Núverandi formaður OratorJ er Örn Þór. AUSTURBÆR ] ABCDEFGH I 1 .W ^ Wm \m. ABCDEFGH YSSTUBBÆR ) AUSTURBÆR: Nei, við erum hvergi hræddir og leikum Rd7—b6.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.