Morgunblaðið - 15.02.1955, Side 1

Morgunblaðið - 15.02.1955, Side 1
16 síður 42. árgangur 37. tbl. — Þriðjudagur 15. febrúar 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins STRSÐ5HÆTTA VIÐ QUEMOY Súttatilraunir hulda áiram REYNT verður að leysa Formósuvandamálið eft- ir Venjuiegum diplomatiskum leiðum, sennilega án þess að haldin verði sérstök ráðstefna um málið- E£ ráðstefnan verð- ur haldin. þá verður hún ekki kölluð saman fyrr en málið hefir verið rækilega undir- búið. Fulltrúar Breta, Bandaríkj- anna og Nýja Sjálands höfðu áð- ur lýst yfir vonbrigðum sínum yfir því, að Pekingstjórnin hefði ekki þekkzt boðið um að senda fulltrúa á fundinn. Þetta varð ljóst í dag, er örygg- isráðið samþykkti að fresta um- ræðunni um frámkomnar tillög- ur í Formósumálinu um óákveð- inn tíma. Var þetta gert að beiðni brezka fulltrúans og stutt af full- trúa Bandaríkjamanna og full- trúa Nýja Sjálands. Brezki fulltrúinn sagði að frestunin myndi hafa í för með sér að ríkisstjórnir þær, sem létu sig varða þetta mál, gætu haldið áfram tilraunum sínum til þess að finna friðsamlega lausn á málinu. Sir Anthony Eden skýrði frá því í brezka þinginu í dag, að samtöl héldu áfram milli brezku stjórnarinnar og sovétstjórnar- innar um tillögu Molotovs um ráðstefnu um Formósamálið. En Eden kvaðst telja það höfuðskil- yrði fyrir því að hægt verði að halda slíka ráðstefnu, að kín- versku þjóðernissinnarnir eigi fulltrúa á ráðstefnunni. Nehru hinn indverski lét hafa eftir sér í London í dag ummæli sem gengu í þessa sömu átt. Eden lét í ljós þá skoðun í brezka þinginu að hann væri alls ekki viss um að rétt væri að halda ráðstefnu um Formósumál- ið og gaf þar með í skyn að hann teldi vænlegast að halda áfram viðræðum eftir venjulegum diplomatiskum leiðum. ÖRYGGISRÁÐIÐ Fulltrúi Rússa í öryggisráðinu gerði á fundinum í dag þá tillögu að tekin yrði upp umræða um annað málið á dagskrá fundar- ins, þ. e. ályktun Rússa um að Bandaríkin hafi gerzt sek um árásarstyrjöld á Formósa. Tillag- an var felld með 10 atkv. gegn jfeinu og að því búnu sleit forseti fundi, án þess að minnast á hve- nær fundur yrði boðaður að nýju. Mesta verkhaiHi í söp Svía STOKKHÓLMUR 14. febr. _ Sænska atvinnurekendasam- bandið ákv^að á fundi í dag, að fyrirskipa verkbann frá og með þriðjudeginum 22. febrúar, í fyrirtækjum, sem hafa um hálfa milljón starfsmanna í þjónustu sinni, ef ekki næst samkomulag fyrir þann tíma um kaup og kjör í pappírs- og trjákvoðuiðnaðin- um. Þetta getur orðið mesta vinnu- deila, sem átt hefir sér stað í sögu Svía. I stórverkfallinu árið 1909, tóku þátt um það bil 300 þúsund verkamenn. Vígorð leiðtoganna | HONG KONG 14. febrúar. Leið togar kínversku Pekinkstjórnar- innar hafa í tilefni af fimm ára afmæli rússnesk-kínverska vin- áttusáttmálans haldið herskáar ræður. Chou En Lai sagði í ræðu að Bandaríkin væru að undirbúa atómstyrjöld á Formósu og þau væru að reyna að króa inni sovét ríkin, Kínverja og Viet Minh. — Mao Tse Tung sagði að Banda- ríkjamen væru að egna til styrj- aldar við Kína, en að þeir myndu verða malaðir. Hann sagði, að reynslan sýndi, að árásarþjóðir biðu alltaf lægra hlut og þeir sem styddu árásarþjóðir yrðu fyrir miklu tjóni. Handan við sundið flutti Chi- ang Kai Shek ræðu og sagði, að Formósustjórnin myndi aldrei falalst á að kalla burtu herlið sitt frá eyjunum Matsu og Que- moy. Quemoy og Mafzu London, 12. febr. © QÚ von er látin í ljós hér, að Bandaríkin kunni að fall- ast á, að her þjóðernissinna verði fluttur burtu frá Quemoy og Matsu og að afleiðingin verði sú, að vopnahlé komist á í Formósu- sundi, þegjandi og hljóðalaust. Eitthundrað og tuttugu kílómetr- ar af söltum sjó munu þá aðskilja kommúnista og þjóðernissinna. © í þessu sambandi er það at- hyglisvert, að öldungadeild Bandaríkjaþings gerði sérstaka álvktun um leið og hún staðfesti samninginn um varnarbandalag milli Formósu og Bandaríkjanna, þar sem undirstrikað er að samn- ingurinn taki aðeins til Formósu og Pescadores-eyja og að nýtt samþykki deildarinnar þurfi til að koma, ef samkomulag tekst milli Formósastjórnar og Banda- ríkjastjórnar um að samningur- inn nái til annara landssvæða (eins og t.d. Quemoy og Matsu). © Augljóst er að ágreiningur er ríkjandi milli Bandaríkjastjórnar og Formósustjórnar, þar sem Bandaríkjastjórn legeur megin- áherzlu á „varnar“-eðli sáttmál- ans um Formósu, þótt hún geri það um leið deginum liósara, að árás af hálfu kommúnista á For- mósu-svæðinu mvndi óhjá- kvæmilega leiða til gagnárása á meginland Kína. — Hins vegar leggur Chiang Kai Shek enn megináherzlu á þá yfirlýstu fvr- irætlun sína að gera innrás á meginland Kína. f þessu efni hef- ur hann greinilega ekki stuðning Ba^d ar'kj astiórnar. Hér á eftir er rakin aðstaða Bandaríkjanna við Kínastrend- ur og þá einkum ræddar 1 VÆR spurningar: Hve mikilvæg er Formosa fyrir varnir Bandaríkjanna í átök ^ um þeim, sem nú eiga sér stað í 1 heiminum? • Er nauðsynlegt fyrir varnir Formósu, að þjóðernissinnar fái | að halda eyjunum Quemoy og Matsu? I © Hanson W. Baldwin svarar þessum spurningum í New York i Times, eitthvað á þessa leið. í hernaðarlegum skilningi er ! Formósa mikilvæg fyrir Banda- ríkin og stöðu þeirra í Vestur- Kyrrahafi og Austur-Asíu, en ekki nauðsynleg. Þjóðernissinnaher Chiang Kai Sheks er mikilvægur sem varn- arher, en sem árásarher hefur hann litla þýðingu, nema í sam- vinnu við Bandaríkjaher. Án hjálpar Bandaríkjanna myndi þessi her enga möguleika hafa á því að gera innrás á meginland Kína. Og er árin líða mun þjóð- ernissinnaherinn, en meðalaldur hermanna í honum er 27 ár, verða æ gagnsminni. En á meðan Formósa er í hönd- um þjóðernissinna verður Pek- ingstjórnin að „binda“ nokkuð af her sínum á hinni svokölluðu „innrásarströnd". © í höndum kommúnista myndi Formósa hafa yfirráðin Framh. á bls. 12 Bulganin heldur veizlu-ræðu MOSKVA, 14. febr. BULGANIN marskálkur, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, lýsti yfir því í veizlu hér í kvöld, að Sovétríkin myndu hjálpa kínverska (Peking) lýð- veldinu, hvenær sem þess gerðist þörf. Bulganin sagði þetta í ávarpi til kínversku gestanna á móttökuhátíð, sem haldin var í Metropol-hótelinu í tilefni af því, að í dag eru fimm ár liðin frá því vináttusáttmáli Rússa og Pekingsstjórnarinnar var undir- ritaður. Sjö hundruð gestir voru við- staddir á hátíðinni. Bulganin sagði: „Við í Sovétstjórninni er- um hingað komnir í kvöld til þess að óska yður gæfu og geng- is um alla framtíð. Kínverjar vita, að þeir geta treyst á Sovét- ríkin, ekki aðeins þegar um sam- úð er að ræða, heldur einnig þegar um hjálp er að ræða. — Hjálp þessi verður veitt, hvenær sem þess gerist þörf. Rúmenskur bílstjóri ú flótta í K.-höfn Birkeröd 14. febr. RÚMENSKUR bifreiðarstjóri við sendiráð Rúmena í Kaupmanna- höfn, maður að nafni .Jon Cimbu, | hefur snúið sér til dönsku lög- I reglustjórnarinnar og beðið um j landvistarleyfi í Danmörk, sem pólitískur flóttamaður. Cimbu segir, að hann og kona haiis hafi lengi verið búin að undirbúa flótta frá sendiráðinu. | En kona hans komst ekki undan. j Hún er nú fangi í sendiráðinu ! og er óttast að hún verði flutt af landi burt frá Danmörku með valdi. | Cimbu talaði í síma frá lög- 1 reglustöðinni við konu sína og mæltu þau sér mót á Kóngsins I Nýja-torgi. Þegar Cimbu kom á I stefnumótið sá hann bíl frá rúm- enska sendiráðinu á torginu og ' bílnum sat kona, sem virtist vera kona Cimhus. Var hún klædd fötum frú Cimbus og færði hún sig í bílnum til þess að rýma sæti er Jon Cimbu kom. Cimbu hikaði, þar sem honum leist ekki á blikuna, en í sama mund hlupu fram þrír rúmneskir menn úr launsátri og ætluðu, að því er virtist, að taka Cimbu með valdi. Honum tókst þó að flýja og var honum bjargað upp í danskan lögreglubíl. Danska lögreglan stendur vörð fyrir framan sendiráðsbústað Rúmena í Khöfn, til þess að koma í veg fyrir að kona Cimbus verði flutt af landi burt með valdi. Sendiráðið hefir borið fram mót- mæli við danska utanríkisráðu- neytið og sakar Cimbu um þjófn- að. Lögreglan skýrir frá því, að Cimbu hafi afhent henni peninga upphæð, sem hann að eigin sögn tók með sér frá sendiráðinu i ringulreiðinni í sambandi við flótann. CIIRISTIAN PINEAU, formað- ur franska jafnaðarmanna- flokksins, hefir fengið umboð frá Coty forseta til bess að reyna að mynda nýja stjórn í Frakklandi. j Hann er þriðji maðurinn, sem reynir að mynda stjórn, eftir að I Mendes France var steypt. Er myrkt tímabil stjórnleysis nú að heijast í Rússlandi JÆJA, þá eru ekki lengur mikil líkindi til að Winston Churchill eigi ráðstefnu með félaga Malen- kov, því að við skyndilega breyt- ingu hefur sá síðarnefndi horfið af sjónarsviðinu. Nokkrir segja, að ef Vesturveldin hefðu tekið Malenkov í sátt þá hefði hann aldrei fallið En er öll sagan þar með sögð? Ég efast um það. Enn getum við ekkert sagt um það hver ör’ög Malenkovs verða. Það vekur athygli að hann sagði af sér embætti á virðulegan hátt eftir því sem hægt var. Hann , hlýddi sjálfur á afsögn sína lesna upp í æðsta ráðinu. Slík aðferð er raunar ekki ný. Sama leik lék Molotov, en hann var, þótt I sumir hafi gleymt því, forsætis- | ráðherra Sovétríkjanna 1931— -1939, þegar Stalin lét fjarlægja Edward Crankshaw spáir Kruschev- stjórn- inni ekki langlífi. hann í kyrrð. Og enn heldur Molotov velli, eins og allir vita. En þá var um annað að ræða. Molotov hinn hlýðni og tryggi þjónn var skipaður í sæti for- sætisráðherra til að halda því heitu fyrir Stalin. En Malenkoy náði forsætisráðherratign með þrotlausu starfi og nokkru bak- tjaldamakki og átti hann í höggi við mjög sterka andstöðu. KRUSCHEV MIKILL A LOFTI Síðustu mánuði hefur andstað- an magnazt og komið æ betur ljós í athöfnum Nikita Kruschevs sem er 10 árum eldri en Malen- kov. Hann hefur verið foringi kommúnistaflokksins og hefur þar haldið uppi merki Stalins og stefnu. Hefur hann með aðgerð- um sínum rofið samstjórnarlof- orðin. Hann hefur hvað eftir annað látið hafa eftir sér um- mæli sem virðast vera í algerri andstöðu við hina yfirlýstu stjórnarstefnu, og hþfa þessi ummæli hans snert stórar at- vinnugreinar og efnahagsmál landsins í heild. í þessum um- mælum hefur virzt sem Krus- chev liti á Malenkov sem eins- Fr#.ih. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.