Morgunblaðið - 15.02.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.1955, Blaðsíða 2
2 MORGIJJS BLAÐIÐ Þriðjudagur 15. febrúar 1955 Framh. af bls. 1 konar pabbadreng og að öðru léyti hefur virzt sem Krusvhev liti á sjálfan sig sem útvaldan «ftirmann Kenins. Meðan þessu liefur fram farið hafa allir aðr- ir, þeirra á meðal Malenkov haft liljótt um sig. GAMLI STALIN-SÖNGURINN Flf 11 ummæli Kruschevs hafa verið J beinni mótsögn við hina almennu stefnu, sem Malenkov sptti fram i stefnuskrá á fyrstu dögum stjórnarinnar. Kruschev kefur verið harður í horn að táka, herskár og ósáttfús. Hann liefur gert lítið úr 511 u vonar- hjali um sjónvarp og nælon- sokka, — hvað þá loforðum um Siterka leðt’.rskó eða ósviknar ullarvörur. ■— í stað þess tók hann upp gamla Staiin-sönginn um að rússneska þjóðin verði að strita og stríða og þá muni hún fá margfak endurgjald, einhvern tíma síðar Þessi sárkennilega framkoma Kruschevs var mjög áberandi, C'n það var lengi ekki Ijóst, hvort væri að Malenkov leyfði honum um sinn að komast upp með þetta, þar til ágreiningurinn væri orðinn svo mikill að hægt væri að hengja Kruschev, eða hvort Krusehev var orðinn svo öruggur um að hafa náð tangar- lialdi á Malenkov að hann væri dðeins að búa rússnesku þjóðina undir fall forsætisráðherrans. EULGANIN HINN STERKI MADUR Nú hafa línurnar skýrzt og virðist mér einnig að greina megi nokkuð örugglega hvernig sam- Særið gegn Malenkov var skipu- lágt. í Við skulum fyrst athuga, þann hlekk í keðjunni, sem miklu máli Skiptir. Það er Bulganin mar- skálkur, sem nú kemur í stað Malenkovs sem forsætisráðherra. TSg verð að viðurkenna að ég á nú eiginlega nokkuð í þeim báð- Úm, Malenkov og Bulganin. Því árið 1946 varð ég fyrstur til að benda á Malenkov sem líklegan eftirmann Stalins. Það var því vissulega að sumu leyti ánægju- legt fyrir mig að sjá þá spá ræt- ást 1953. En jafnvel þá, meðan Stalin lá á líkbörunum benti ég á það að til væri annar maður, sem væri mjög hættulegur Malenkov og væri það Bulganin. Ástæðan til þess að ég benti á þetta var að ég hafði veitt því athygli að Rulganin var á marg- an hátt tengdur og í samstarfi fneð harðdrægustu og metnaðar- gjörnustu mönr.um í stjórnmála- klíku Áauða hersins. MALENKOV með FRJÁLSLYNDUM Það hefur verið Ijóst nú um skeið að Malenkov leitaði stuðn- ings hjá frjálslyndari öflum í Sovétrikjunum, meðan Kruschev yirtist binda sína bagga með harð drægum stjórnmálamönnum. . Þannig leitaði Malenkov sam- starfs við þá hershöfðingja sem vilja halda hernum aðskildum frá stjórnmálum, en eru vinsæl- ir meðal almennings, eins og t. d. Zhukov. En Kruschev sneri sér að pólitísku hershöfðingjunum, t. d. þeirra sem sagðir voru fórn- arlömb læknamorðstilraunanna. FANTfR HÆKKAR í TIGN í þmrri baráttu virðist nýr maður skuggalegur mjög hafa komið fram á sjónarsviðið. Hann heitir Serov. Hann er harðger, fáfróður og yfirlætisfullur mað- ur. Eftir Hflát Berias var hann geiður forinaður öryggisnefndar rikisins og var hann ábyrgur að- eins gagnvart Malenkov. Nefnd þessi kom í rauninni í stað gamla öryggisrná: aráðuneytisins. Daginn áður en Malenkov sagði af sér var Serov veitt ráð- herranafnbót. Þannig virðist það nú ljóst að hann hafi ekki vefið settur í þessa ábyrgðafrniklu stöðu af Malenkov-fylkingunni, heldur hafi Kruschev-Bulganin klíkan sett hann þar og e. t. v. til höfuðs Malenkov, Þegar Rússar heyra um hækk- un Serovs í tign rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þeirra. Hann tilheyrir ofstopafyllstu öflunum sem hyggja á algert lögregluríki og hefur haft orð á sér fyrir ískalda fyrirlitningu á Vesturlöndum. Það er og vitað að Kruschev vill ekki taka silkihönskum á málunuin og Bulganin er þekkt- ur sem framkvæmdasamur stjórnandi og málaflækjumaður. VÆGBARXÆYSI STALINS Á NÝ Til hvers bendir þetta allt? H vaða áhrif hefur það á við- skipti Rússa við aðrar þjóðir? Á yfirborðinu virðist sem nú sé verið að hverfa frá þeirri stefnu sem tekin var upp vorið 1953 eftir dauða Stalins. Getur verið að nú eigi aftur að hverfa yfir til harðleikinna aðferða Stalins í stað þess að leyfa rússnesku þjóðlífi að þrosk ast og þróast í frjálslyndu and- rúmslofti9 Og getur verið að taka eigi upp sömu ofstækis- stefnuna í utanríkismálum í stað þeirrar hugmyndar um friðsam- lega sambúð, sem gert hefur vart við sig að undanförnu? Enn er of snemmt að segja íyrir um það. Það er öllu líklegra að fall Malenkovs sé afleiðing persónulegrar valdastreytu milli manna sem langar til að verða einræðisherrar, heldur en að hér sé um að ræða beinan árekstur hugsjóna eða stefnumiða. Það er enginn vafi á því að nýja stjórn- in er harðsnúnari en áður. Samt er það með öllu óvíst að eftirmenn Malenkovs geti sýnt aðra eins einbeittni og algert tillitsleysi eins og Stalin. Ég held að þeir geti það ekki. Stalin var mjög sérkcnnilegur maður og slíkir menr. ekki á hverju strái. Og þó Kruschev og stuðnings- mönnum hans hafi tekizt að bola Malenkov frá völdum þegjandi og hljóðalaust, eins og allt hafi gerzt í sátt og samlyndi, efast ég stórlega um að þeim takist að halda þeirri grímu lengi yfir sér. UPPHAF ILLDEILNA Það er ekkert sem gefur ástæðu til að aetla að núver- andi stjórn geti staðið lengtir en stjórn Malenkovs. Grund- völlur þessarar stjórnar er veikari vegna þess að hún felur í siálfri sér mikinn frjó- anga illdeilna og ósamlyndis. Hun er studd og stofnuð af marglitum öflum metnaðar- girni og felur í sér neista flókinnar valdastreytu. Enn eru margir reikningar óuppgerðir í Rússlandi. Enn hefur t, d. enginn verið sak- aður fyrir „læknamorðsásak- anirnar“, en sá atburður er enn mikið ræddur í Sovét- ríkjunum. Það getur verið að það mál sé geymt en ekki gleymt og má vera að ekki líði á lörigu þar til Malenkov verður dreginn fyrir dómstól vegna þeirra. Og hvað svo? Ég skrifaði í sambandi við fall Berias að það þýddi ekki cndilega sigur Malenkovs. Og eins segi ég nú, að fall Malenkovs þýðir ekki endanlegan sigur Krus- chevs. Rússland hcfur orðið að ganga í gegnum mörg óróasöm og myrk tímabil. Það getur verið að nú sé eitt slíkt stjórnleysistímabil að hefjast í sögu þess. Því að t. d. er ólíklegt að Bulganin marskálk ur sætti sig við að Kruschev leiki áfram lausum hala. (Observer ■— Öll réttindi áskilin). AXEL SCHIOTH bakarameistari á Akureyri átti 85 ára afmæli í gær. Fluttist hann kornungur til Akureyrar með dönskum foreldr- um sínum, en faðir hans kom til Akureyrar sem bakarameist- ari í brauðgerðarhús Höpfners- verzlunar og festu þau hjón og börn þeirra þar yndi enda var fjölskylda þessi til menningar- auka fyrir Akureyrarbæ á ýms- an hútt. Hendrik Schiöth gerðist banka gjaldkeri við útibú íslandsbanka síðar á ævinni. en er frú Anna Schiöth kona hans var komin á efri ár stofnsetti hún listigarð Ak ureyrar í norðaustanverðu Evrar landstúninu, fyrir oían bæinn, en það verk hennar ber enn í dag fagurt vitni um smekkvísi henn- ar og staka umhirðu. Tengdadótt- ir hennar, kona Axels bakara- meistara, sem er af józku bænda fólki komin, hefur fetað dyggi- lega í fótspor tengdamóður sinn- ar enda hafa Akureyringar gert frú Margréti Schiöth núverandi umsjónarmann listigarðsins, konu Axels Schiöth heiðursborg- ara Akureyrar fyrir staka alúð og umhyggju við þennan fagra gróðurreit sern len.gi hefur verið prýði Akureyrar. Axel Sciöth sem nú er 35 ára að aldri, var á yngri árum sínum hrókur alls fagr.aðar. Var lífið og sálin í gleðskap cg samkvæmis- lífi staðarins en jafnframt var hann mikill atorkumaður um ræktunarstörf. Hann er einn af stofnendum Iðnaðarmannafél. | Akureyrar og var lengi framar- . lega í flokki verzlunarmannafé- . lagsins þar. Á síðari árum hefur Axel þjáðzt af svkursýki, en þrátt fyrir hin þrálátu veikindi sín hefur hann haldið andlegum þrótti sínum óskertum sem kem- ur greinilega í Jjós í hvsrt skipti sem landsmál eða bæjarmál ber á góma. Hann er stakur heiðurs- I maður í hvívetna sem ótal dæmi sanna í lífi hans og athöfnum. V. Sí. FniBuiiiiið léreft er á eii tiSléitíBega hátt toilað : Breyfa þarf fallskrá fil að hlúa að bí'auiryðjendasfarfs í íslenzkmn iðnaði JÓNAS RAFNAR og Emil Jónsson bera fram frumvarp um það að innflutningsgjöld verði ekki innheimt af vefnaðargarni úr baðmull og gerviefnum, ef viðtakandi vörunnar rekur dúka- verksmiðju. DÚKAVERKSMIÐJAN ®----------------------- Á AKUREYRI Gerði fyrri flutningsmaður, Jónas Rafnar, nokkra grein fyrir frumvarpinu á þingfundi í gær. Hann skýrði frá því að hér á landi væri starfandi vefnaðar- iðja, sem framleiddi að mestu úr baðmullargarni. Hefur þetta fyr- irtæki, sem er Dúkaverksmiðjan á Akureyri, átt við margvíslega örðugleika að stríða, ekki sízt vegna þess að lágir tollar eru á innfluttum baðmullardúkum, en hinsvegar eru tollar á hráefnum verksmiðjunnar tiltölulega háir. MIKILL GJALÐEYRIS- SPARNABUR Framleiðsla Dúkaverksmiðj- unnar er algert brautreyðjenda- starf og til mikils að vinna fyrir þjóðina að geta flutt baðmullar- dúkaframleiðsluna sem mest inn í landið. Má m. a. benda á það að á árinu 1952 voru fluttir inn baðmullardúkar fyrir 17,4 millj. j kr. fob., en gjaldeyrissparnaður • við framleiðslu þeirra hér heima nemur um helming. I Meðal framleiðsluvarnings Dúkaverksmiðjunnar má nefna: j vinnuvettlingaefni, fóðurefni til klæðagerðar, sængurdúkar, hús- I gagnafóður, lakaléreft og vinnu- skyrtuefni. Framleiðslan á síð- asta ári nam nokkuð á annað hundrað þúsund metra. Heimdaliar DREGIÐ var í happdrætti hluta- veltu Heimdallar og komu vinn- ingar upp á eftirtalin númer: — Ferð til Kaupmannahafnar með .Gullfossi nr. 33,687. Flugferð til New York nr. 17098. Flugferð til Akureyrar nr. 13936. Flugferð til Isafjarðar nr. 5731. Ryksuga nr. 2639. Kvendragt nr. 29043. Stutt- jakki nr. 724. Tllpa nr. 3442. Raf- geymir nr. 40629. Bókaflokkur nr. 34454. Værðarvoð nr. 19786. Bak- poki nr. 37,056. Kvenkjóll nr. 34703. — Handhafar þessara miða ' eru beðnir að vitja vininganna í jskrifstofu Heimdallar í dag kl. . 4—6. — (Birt án ábyrgðar). . Hinir „ábyrgyu ensku klaðamemi enn að verki Athugasemd frá íslenzka sendiráðinu falin og vanvirt. ÁÐUR hefur verið frá því skýrt að brezka tímaritið Fishing News [ birti frásögti togaraskipstjórans j Bob Rivett, þar sem hann rægði íslendinga mjög áberandi. Nú j birtir þetta sama tímarit nthuga- semd frá íslenzka sendiráðinu í London, þar sem mótmælt er ummælum Bobs Rivetts. En að þessu sinni er grein íslenzka sendiráðsins falin í blaðinu og blaðið sýnir íslendingum m. a. þá vanvirðingu að bréf sendi- ráðsins er prentað með smærra letri heldur en sérstakur inn- gangur frá blaðinu. í bréfinu bendir íslenzka sendi ráðið á það að það eru staðlausir stafir að brezkum togurum sé meinað að leita landvars. Ekki er hægt að nefna eitt einasta dæmi þess að brezkum togurum hafi verið neitað um landvar. Hins- vegar eru þess fjölda mörg dæm-i að islenzkar björgunarsveitir hafa lagt líf sitt í hættu til að bjarga brezkum togarasjómönn- um við strendur landsins. Þá er einnig minnzt á það hví- lík fjarstæða það sé að enginn tími sé til að búlka veiðarfæri undir fárviðri. Því að ef hættu- legt veður skellur á, þá er ein- mitt nauðsynlegt að búlka veið- arfærin til að hindra að varpan fari í skrúfuna eða að flekarnir valdi skemmdum á skipinu. Við þetta gerir blaðið þá sér- stöku athugasemd að íslenzka sendiráðið geri engan greinarmun á að búlka veiðarfæri og láta þau liggja á þilfari. Virðist eiga ‘»að halda blekkingunum áfram. FÉLAG Djúpmanna í Reykjavík hélt árshátíð sína s. 1. laugardags- kvöld að Hlégarði. Friðfinnur Ólafsson form. félagsins, setti skemmtunina. Baldvin Halldórs- son leikari las upp. Hjörtur frá Rauðamýri flutti frumorkt kvæði og Sigurður Bjarnason alþingis- maður, mælti fyrir minni hér- aðsins. Að lokum var dansað. Urrs 300 manns sóttu árshátíðina, sem fór hið bezta fram. StykkishóltM 30 ára STYKKISHÓLMI. 14. febr. — Verkalýðsfélag Stykkishólms minntist síðastl. laugardag 30 ára afmælis síns með veglegu hófi í samkomuhúsi kaupstaðarins. Fór hófið í alla staði hið bezta íram, og voru margar ræður fluttar. Einnig barst félaginu fjöldi skeyta og árnaðaróska. Fyrsti formaður félagsins var Oddur Valentínusson fyrrverandi hafn- sögumaður. Núverandi formaður þess er Kristinn Gíslason odd- viti. — Árni. félagsins STÚDENTAFÉLAG Reykjavík- ur hefir nú í vetur sem ndranær haldið uppi öflugu fé- lagslífi til menningar- og yndis- auka fyrir stúdenta. Sú nýbreytni mun nú tekin upp, að félagið efnir nú til virðu- legs hófs í Sjálfstæðishúsinu n. k. laugardag, sem hefjast mun kl. 19 til þess að blóta Þorra. Mun gestum þar búin hin bezta gleði með alíslenzkum mat, eins og sæmir á slíkum hátíðum, svo sem hangikjöti, kæstum hákarli, súrsuðum hrútspungum, svo að eitthvað af góðgætinu sé nefnt. Auk þess verða skemmtiatriði, auk almenr.s söngs, sem stjórnað verðu raf Magnúsi Ágústssvni, lækni í Flveragerði. Séra Sig- urður Einarsson í Holti flytur ræðu, Þorsteinn Hannesson, óperusöngvari, syngur o. fl. Er vonandi, að sem flestir eldri félagar í Stúdentafélaginu láti sjá sig á blótinu, og í því skyni verða áskriftarlistar liggj- andi frammi hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar til fimmtudags. Þá er í ráði að umræðufund- ur um efnahagsmál verði hald- inn í byrjun marz, en um þanni fund verður síðar getið í blöð- unum. eífir velku BORG, Miklaholtshreppi, 14, febr. — Síðastl. sunnudag sóttl Björn Pálsson á sjúkraflugvél sinni, tveggja ára barn að Haust- húsum í Eyjahreppi, sem var veikt af botnlangabólgu. Vegna slæmra lendingarskilyrða á tún- inu á Hausthúsum, varð Björn að lenda flugvélinni á Garða- melum í Kolbeinsstaðahreppi. — Tókst lendingin vel. Þetta er í annað sinn, sem Björn Pálsson sækir þetta barn í veikindatil- fellum. — Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.