Morgunblaðið - 15.02.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLADIB Þriðjudagur 15. febrúar 1955 Svisslendingar eru frægir fyrir matargerð. Texton-súpur eru úrvals svissnesk framleiðsla. EFTIRLEIT EFTIR ECON HOSTOVSKY Framhaldssagan 21 fjörugu samræður tóku langan tíma og tvær flöskur af Melnik. Því næst fór kommúnistinn að skjalla Borek og það var aug- Ijóst að Borek þótti skjallið gott. Kommúnistinn sagði, að menn- ingargreinar Boreks væru svo góðar, og skynsamlegar, að það væri hreinasta sóun, að láta þær koma í tékknesku blöðin og það væri þess vegna sem utanríkis- ráðuneytið og sérstaklega hann sjálfur vildi láta prenta þær á frönsku og ensku í tímaritum, sem þeir gæfu út í París og Bondon. (Jæja, svo að það er þess vegna, hugsaði Anthony, sem við greiðum svona óguðlega skatta til þess að kosta þessa bölvaða bjána erlendis). Síðan barst talið að þóknuninni, en þóknunin fyrir allar greinar, sem voru gefnar út fyrir stjórnina á erlendri tungu, var mjög góð — um það bil þrisvar sinnum meiri heldur en dagblöðin í Prag greiddu. Anthony spýtti af fyrir- litningu, en vinur hans Borek var mjög hrifinn, ef dæma átti eftir hinum tíðu upphrópunum hans, svo sem: ,,1ívað!“ og „Þér segið ekki satt!“ Borek krafðist þess, að ekki væri breytt einum staf eða neinni setningu í greinum bans. Því næst pöntuðu þeir enn ívær flöskur af víni. Þegar þessi pöntun var gerð, sýndi kommún- istinn á sér mótmæli, en Anthony var það Ijóst, að þessi tregða hans var ekki vegna nízku, held- u r vegna þess, að tungan var nú farin að drafa í honum. En krafa p.oreks var vegna hins óstöðv- andi þorsta og einnig vegna þess að ekkert var of dýrt, sem keypt var fyrir peninga annarra. Þegar þeir höfðu pantað vín í þriðja sinn, spurði Borek áhyggju íullur, hvernig þeir ættu að eyða kvöldinu, þar sem enn ekki var orðið framorðið og kommúnist- inn, sem nú var orðinn vel kenndur, bauð honum greiðslu íyrir greinarnar inn á reikning. Það flaug í gegnum huga Ant- honys, að þetta gæti verið aðeins skítugar mútur, en hann eyddi allri tortryggni strax. Það var ómögulegt að spilla Borek. eins og það var ómögulegt að gera Lann fullan. Þjónninn varð að fara inn í ölstofuna, svo að hann var ekki viss um, hvort Borek hefði tekið boðinu um tvö þús- und króna greiðslu fyrir fram frá kommú nistanum. Því næst snerust umræðurnar um stjórnmál. Borek skildi ekk- ert í því, hvers vegna svona gáf- aður maður eins og Brunner skyldi engin hafa einkennis- rnerki kommúnistaflokksins í frakkanum. Kommúnistinn fliss- aði vandræðalega, en Borek hélt sér við efnið: hann hafði ekkert heyrt um hann nema gott eitt; honum hafði verið sagt, að Brunner hefði ekki einu sinni sómasamlegt húsnæði eingöngu vegna óeigingirni og hæversku; og hvers vegna í fjandanum gerði flokkurinn ekkert fyrir liann, ef hann hefði gengið í flokkinn af sannfæringu? Ef hann, Oldrich Borek, hefði nokk- urn tíma ákveðið að selja sig einhver'jum stjórnmálaflokki, myndi hann sannarlega ékki hafa selt sig ódýrt. Kommúnist- inn mótmælti og það var áhrifa- mikið að sjá tvo karlmenn skjalla hvorn annan: það vissu allir, að ekki var hægt að kaupa Oldrich Borek, en hann hafði inarga fyrir rangri sök, ef hann héldi, að hollusta við flokkinn væri sama og mútuþægni. Því næst fóru þeir að þræta um ein- hver einkennileg orð, sem Ant- hony hafði aldrei áður heyrt. Og guði sé lof, þeir ákváðu að drekka þrætunni í enn meira víni og Anthony fór að velta því fyrir sér, hvort Borek ætlaði að bera kommúnistann heim í fanginu eða fara með hann í leigubifreið. En þótt einkennilegt megi virð- ast, hætti vínið að hafa áhrif, og nú varð samtalið ekki þess virði að fylgjast með því. Þeir fóru nú að tala um einhvern Kral, sem hafði ekki svo mikið sem rekið nefið inn í Sharpshooters Arms, en sem mennirnir tveir höfðu mikinn áhuga á. Þeir ákváðu að halda samræðunum áfram ein- hvers staðar annars staðar, þar sem komið var að lokunartíma. Borek stakk upp á Political Corpse, heldur ósæmilegri krá, en hinn vildi heldur fara á virðu- legri stað, svo að lokum ákváðu þeir að fara á Milan-klúbbinn. Því næst kom fyrir smákrafta- verk, sem gerði það að verkum, að stjórnmálaskoðanir Anthonys voru næstum hrundar til grunna. Því að kommúnistinn gaf þjón- inum til viðbótar þjónustugjald- inu, fimmtíu króna seðil í þjórfé. Þegar Anthony var búinn að jafna sig, fór hann að hugsa um að ef það væru til nokrir flekk- lausir dýrðlingar í heiminum, hví gætu þá ekki einnig verið til góð- ir kommúnistar? Hann var enn að hugsa um þetta vandamál, þegar hann var háttaður. Hann gat ekki munað eftir neinum dýrðling, svo að ekki sé talað um flekklausan, en í dag hafði hann rekist á góðan kommúnista — það var enginn vafi á því. Skömmu eftir klukkan eitt eftir miðnætti fóru þeir að kalla hvor annan fornafni, og Borek fannst þeir vera orðnir aldavin- ir. Það drafaði í Eric tungan, limirnir voru orðnir stirðir og stífir og hann varð að loka aug- unum stöku sinnum til þess að sjá ekki allt tvöfalt. En vínand- inn hafði ekki lamað heila hans. Hann vissi vel, hvers vegna hann var hérna með Borek, og hvað hann vildi fá hjá honum, og þó að orðin virtust hnjóta hvort um annað, var mál hans vel íhugað. Borek, sem átti erfitt með að tortryggja nokkurn, hafði nú æ meiri samúð með þessum nýja vini sínum. Honum virtist sam- ræðurnar hafa snúizt af hreinni tilviljun að Paul Kral og þessi ókunnugi maður virtist hafa þörf fyrir að opna hjarta sitt fyrir einhverjum. Nú var Eric að leita eftir rétt- um orðum og andvarpaði af getu- leysi: ,,Ég veit ekki, Oldrich — þú þekkir Kral sjálfsagt betur en ég og ég hef ekki hitt hann, síðan hann kom heim frá Ame- ríku — en ég get ekki varist því að halda að eitthvað hatur og sori leynist í innstu fylgsnum sálar hans, þótt hann tali sífelt um ástina á mannkyninu. — Hvernig á ég að koma orðum að þessu?“ | „Ég skal hjálpa þér. Þú heldur . að honum geðjist ekki að þér vegna þess, að þú ert Gyðingur? j Þar skjátlast þér hræðilega. — Kral geðjast að sumum og ekki að öðrum, og það er betra að vera vinur hans en óvinur og ég er sammála þér, að hann er öfga- fullur í ást sinni eins og hatri. í En þú skalt ekki segja mér, að ^ Kral sé á móti Gyðingum! Ég er j nokkurs konar sérfræðingur í . hugarástandi Gyðinga. Þú hefur ' ef til vill heyrt um það, að ég var vanur að leyna Gyðingum í , íbúðinni minni, meðan á hernám- ' inu stóð, og ég get sagt þér, að þar var einstakt tækifæri til að i rannsaka sálarástand Gvðinga. j Eitt er víst, að ykkur Gyðingum ^ skjátlast yfirleitt, hvað við kem- ur vinum ykkar. En svo að við snúum okkur aftur að Kral — þá ert þú afbrýðissamur út í Jóhann handfasti *NSK SAGA 105 Þá skall á okkur ofsarok. Vindurinn hvein og ýlfraði í reiðanum og stórsjóirnir æddu yfir þilfarið. Himin og haf virtust mætast úti við sjóndeildarhringinn í samfelldu, gráu,' hvítfyssandi holskefluróti. Við tókum niður rárnar og létum reka á reiðanum undan veðurofsanum. ! Nót-tin skall yfir okkur, kolsvört nótt svo að hvergi sást til himins. Hún hefði vel getað orðið okkar síðasta nótt 1 þessu lífi. En svo var ftíkarður konungur óviðjafnanlega hugrakkur og glaðlyndur, að við gátum dulið ótta okkar hver fyrir öðrum í návist hans og meira að segja hent gaman að dauðans hættunni, sem við vorum staddir í. Skip- stjóri og hásetar voru auðvirðilega huglausir. Þeir hrópuðu og kveinuðu hástöfum og báðu Guð og alla dýrðlinga um að vernda sig og frelsa úr þessum skelfilega háska. Þeir reyndu ekki framar að hafa neina stjórn á skipinu, svo að það hrakti stjórnlaust fyrir öldum og vindi. Þannig leið þessi voða nótt. Ég vona að ég eigi aldrei eftir að lifa aðra eins. i Þegar birta tók af degi sáum við að okkur bar upp að einhverri strönd. „Búizt nú til sunds“ hrópaði konungur. og gyrti að sér fötin. Þeir okkar, sem voru í brynju, fóru úr henni, til þess að eiga auðveldara með að berjast við öídurnar. Svo kom voðalegur kippur og það hrikti og brak- ’ aði í öllu skipinu. Það hallaðist svo mjög, að við hrundum hver um annan þveran eftir þiljunum. Við brutumst á fæt- ur aftur og sáum þá, að skipið hafði kastast upp á sker. Brotsjóarnir æddu yfir þilfarið eins og soltnir vargar. Viðt sáum að ekki var eftir neinu að bíða, því að á næstu mín- FORD Fólksbifreiðin R 5980, Suoer De Luxe : 1947, til sölu. : 7 ■ ■ ■ iEinkabifreið, í fyrsta flokks ásigkomulagi, til- ■ * tölulega lítið ekið. — Til sýnis við Hafnarhvol. ■! ■ Uppl. í síma 82780 og 1653. 1 KEFLAVÍK Húseign í Keflavík til sölu. Uppl. gefurRagnar Jónsson hrl. Laugavegi 8. m»m*■■■••••■■■■••■■■■■»■■■•■■•■•■».■■■■■■■•■■■■■■••***•■■•«■■■■■■■■■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.