Morgunblaðið - 16.02.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.02.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 16. febrúar 1955 MORGVNBLAÐIÐ f ISanniýgSíig eftir dr. phil. Hakon Stangerup: Hinn nýskipaði forsœtisráðherra Dana: Géðviijaður, dyggur og snjall HINN nýskipaði ungi forsætis- ráðherra Danmerkur er Hans Christian II. í sögu Dan- merkur. Fæddur í fátæku, yfir- lætislausu skósmiðsheimili í dönsku sveitaþorpi, brauzt hann áfram upp á eigin spýtur til sætis við borð konungs. Eins og Hans Christian Andersen hefur Hans Christian Hansen sannað, að það sakar ekki að fæðast í andagarðinum — ef eggið, sem unginn skríður úr, er svanaegg. Og sú forspá fólst einnig í nafni Hansens. Hann heitir sem sé Hans Christian Svane Hansen. í>ess vegna hefur hann ekki orðið „að reyna eins skelfilega margt“ og Hans Christian Andersen, áður en hann hlaut sína viður- kenningu. Hann varð fjármála- ráðherra áður en hann náði fer- tugsaldri, nú er hann orðinn for- sætisráðherra og er enn ekki orðinn fimmtugur, * VANN SIG UPP ÚR FÁTÆKT Enginn skyldi samt ætla, að lífið hafi alltaf leikið við hann. Hann hefur orðið að vinna sig upp úr fátækt, berjast gegn at- vinnuleysi og þokast smám sam- an upp á við til metorða í röðum fjölmenns stjórnmálaflokks. Hið síðastnefnda krefst ekki sízt all- sérstæðrar skapgerðar og óvenju- legra hæfileika. Alþjóð stendur í þeirri trú, að stjórnmálastörf séu aðallega í því fólgin að berj- ast gegn andstæðingunum. Það er síður en svo, níu tíundu af þreki stiórnmálamannsins fer í að fást við flokksmenn sína. Og jafnvel þó að danski jafn- aðarmannaflokkurinn áð upp- runa og allri þróun beri greini- lega vott samheldni flokksmann- anna, er flokkurinn mjög fjöl- mennur, og mikinn meiri hluta flokksmanna hefur dreymt um að ná æðstu völdum. Það er ekki þar með sagt, þó að H. C. Hansen hafi hafizt skjótt til met- orða, að honum hafi verið fleytt yfir byrjunarörðugleikana. En þess varð furðulega skjótt vart, að menn viku til hliðar fyrir honum í viðurkenningarskyni við, að þessi ungi maður bar með sér aðalsmerki forustuhæfileik- ans. HVERT MANNSBARN VISSI, AÐ H. C. YRÐI FORSÆTISRÁÐHERRA Með dauða Hans Hedtofts var höggvið stórt skarð í raðir jafnaðarmannaflokksins. Dauði hans olli djúpri sorg með flokks- bræðum hans, og fráfall hans snart fleiri menn og skíldi eftir jmeiri persónulegan sérsauka en fráfall Staunings, sem alltaf var fjær fólkinu, næstum olvmpskur. En þrátt fyrir þá eftirsjá er flokknum var að Hedtoft, beið hann ekki stjórnmálalegt stór- tjón, þar sem eftirmaðurinn var reiðubúinn. Vafalaust víssi hver einasti jafnaðarmaður og verka- lýðsleiðtogi, jafnvel hvert manns barn í landinu, að nú yrði H. C. -— eins og hann er kallaður af börnum og fullorðnum og kon- unginum líka — forsætisráð- herra. Hann var kjörinn, áður en hin opinbera, einróma áskorun kom til hans frá þingmönnum jafnaðarmanna og miðstjórn flokksins. Hverskonar maður er sá, sem hefur nú tekizt á hendur að gegna æðsta embætti landsins eins og ekkert væri sjálfsagðara og án þess að þurfa að keppa um það við nokkurn? Hann er ungur anaður, grannur, ekki sérlega há- vaxinn. Andlitsdrættir hans eru reglulegir, stundum er hann dá- Llklegur til að bundna lítið afundinn, hann brosir ekki við hverjum sem er, en þegar hann brosir, er bros hans eins og sólargeisli, sem vermir, því að bros hans er einlægt. H. C. Han- sen er ekki eins mikill á velli og Hedtoft var, né heldur htfur hann þau persónueinkenni, sem fylgja því. Oft mátti sjá á Hed- toft, er honum óx ásmegin, en H. C. Hansen er alltaf keikur og nokkuð þóttafullur. Eins og er vani margra, sem ekki eru há- vaxnir, sveigir hann oft höfuðið dálítið aftur á bak. Um Hedtoft mátti segja hið sama og Johannes V. Jensen sagði um Björnson: Ilann einkennir sú hlýja, er finna má hjá stórvöxnum dýrum. H. C. Hansen er bezt lýst þannig: Hann er sinastæltur og liðugur og minnir á ákveðna tegund stórvaxinna dýra: Pardusdýrið. Ilann ratar fimlega um frum- skóga Ríkisdagsins, stígur létti- lega ti! jarðar, virðist alltaf hafa nægan tíma og getur oft sýnzt hirðuleysislega latur, en skyndi- lega tekur hann undir sig stökk — inn í atburðarásina, inn í bar- áttuna, inn í starfið. ★ LÚSIÐINN, ÞÓTT LÍTIÐ BERI Á ÞVÍ Hann er lúsiðinn, þó að hann beri það ekki með sér. Sem dreng ur í skóla var hann alltaf efstur í sínum bekk, sem prentnemi varð hann einn þeirra færustu, sem ungur meðlimur æskulýðs- félagssamtaka jafnaðarmanna- flokksins lagði hann sig allan fram við að læra, en reyndi jafn- framt að miðla sér yngri mönn- um af þekkingu sinni. Sem lærð- ur iðnsveinn lenti hann í atvinnu- leysinu, er þá ríkti í Danmörku. Hann gerðist starfsmaður flokks- ins, ferðaðist um og hélt fundi. Það voru reyndar ekki venjuleg- ir fundir, því að er ræðunni var lokið, tók hinn ungi ræðumaður að syngja fyrir fundarmenn, og það, sem hann söng, hafði hann oftast samið sjálfur, og hann spil- aði sjálfur undir á mandólín. Hann elskar ljóð, eins og Hed- toft, en í mótsetningu við Hed- toft, hefur hann ekki ljóðræna skapgerð. Þó að H. C. Hansen hafi ort ljóð og gefið þau út („Trú og þverúð“ heitir eitt af kvæðasöfnum hans) og þó að hann hafi fram á þennan dag, er hið nýja, mikla embætti tekur allan tíma hans, verið fús til að leggja sinn skerf til veizluhalda félaga sinna og meiri háttar skemmtisamkoma flokksins með söng sínum, þá er þessi ljóðræni hæfileiki aðeins einn þáttur í hans fjölþættu gáfum. ★ MAÐUR MARGS KONAR HLJÓÐFÆRA Þessi ljóðræni hæfileiki á engan veðrétt í huga hans. Hann, er eins og Holberg segir, maður, sem leikur á margs konar hljóð- J færi. Kvæðin og mandólínið eru meðal þessara hljóðfæra. En ekki er vert að láta sér villast sýn um þennan stjórnmálamann, er leikur á mandólín og yrkir kvæði. Það er enginn viðkvæm- ur blettur á stjórnmála herklæð- nm hans. Hann veit vel, hvað hann gerir, þegar hann hefst handa. Hann fleygir aldrei verð- mætum burt í augnablikshrifn- ingu. Sá líkamshluti, er mestu ræður hjá honum er ekki hjart- að heldur höfuðið, bjart, skýrt, snjallt, sívakurt höfuð, sem rúm- ar reikningsvél, er gerir honum kjósa djarfari og minna kreddu- stefnu fyrir ráðuneyti sitt H. C. Hansen forsætisráðherra Dana kleift að sjá næstum staðfast- lega, hversu langt hann muni ná í hvert sinn. Svo margar gáfur og eiginleik- ar, er eru í góðu jafnvægi — leiða til mikils dugnaðar. Frá unga aldri hefur H. C. Hansen unnið að því að mennta sjálfan sig og þjálfa meðfæddan dugnað sinn. Hann hefur lesið og lært. Þegar hann gat átt rólega daga, sem fyrrverandi ráðherra, er borgaraflokkarnir sátu að völd- um síðast, settist hann á skóla- bekk heima fyrir og einnig í Eng- landi til að fullmennta sig í ensku. Nú átti að ráða bót á þeim götum í menntun hans, sem hann hafði ekki haft tækifæri til að fylla í æsku. Þegar hann sem utanríkisráðherra var fulltrúi Danmerkur á fundi Atlantshafs- bandalagsins í Paris, vaTíti það athygli, hversu reiprennandi og lifandi hann talaði ensku. Það þykir oftast engin ástæða til að minnast á slíka hluti. en það er afrek að vilja og geta lært, þegar æskan er liðin, og menn eru önn- um kafnir við störf sin. ★ GOÐVILJAÐUR — DYGGUR Eru ekki líkindi til, að dugn- aðarmanninn H. C. Hansen, sem er fremur sinastæltur en þrif- legur, fremur magur en holdug- ur, fremur kænn en tilfinninga- næmur, fremur aðgætinn en fljótfær — einkenni kuldi. er svo mikið af ískristöllum hafa safn- azt á brynju hans? Slíkt er að- eins hægt að gera sér í hugar- und, ef H. C. Hansen er manni ókunnugur. Því að þrátt fyrir sína fullkomnun er H. C. ekki kuldalegur. Þó að tæplega megi kalla hann alúðlegan, er hann samt sem áður ráðvandur og það, sem meira er um vert, og er bæði sialdgæft og mjög mikilvægt: Hann er góðviljaður maður. — Hann hefur aldrei tamið sér þá nöpru framkomu, er oft gerir stjórnmálamenn hæfa til for- ustu. Afstaða hans er sú, að hann gerir ráð fyrir, að þeir menn er verða á vegi hans séu heiðar- legir — þangað til hið gagnstæða hefur sýnt sig. Það er ennfremur hans bjargfasta trú, að maður er maður og orð er orð, og það skipt- ir hann ekki máli hvort maður- inn er flokksbróðir hans eða and- stæðingur, né hvort orðin eru mælt i vil hinum síðastnefnda. Það lýsingarorð, sem oftast er notað í sambandi við persónu- leik Hansens er: Ðyggur. Beztu eiginleikar hans hafa komið fram gagnvart Hans Hed- toft um margra ára skeið. Það voru örlcg hans að fara í fótspor Hedtofts á leiðinni upp metorða- stigann innan flokksins, skref fyrir skref, en alltaf var Hedtoft á undan. Lítilfjörlegri maður hefði fundið til öfundar yfir því, en H. C. Hansen 'gerði það aldrei. Frá unga aldri var vinátta þeirra náin, samvinna þeirra einstök. Þegar Hedtoft stóð í ströngu, og jafnaðarmannaflokkurinn sigldi mótvind, var rætt bæði innan og utan flokksins nauðsyn þess að hafa vaktaskipti, nú væri tími til kominn, að H. C. Hansen settist við stjórnvölinn og breytti um stefnu. Ekki er til þess vitað, að Hansen hafi nokkurn tíma stutt slík áform. Hann var ánægður með sinn hlut, og einmitt þess vegna hefur stöðugt minnkað bil- ið milli þessara tveggja vina og flokksbræðra. Að siðustu var flokknum fylkt ekki þannig að Hedtoft væri í broddi fylkingar og H. C. Hansen næstur, heldur voru báðir í broddi fylkingar og stigu báðir á sama hemil, ★ HELDIIR ÖLLUM LEIDUM FÆRUM Það er ekki þar með sagt, að sú stjórnmálastefna er H. C. Hansen tekur upp verði alveg sú sama og fyrirrennara hans. Hann hefur að vísu sjálfur sagt svo, en slíkt segja menn m.a. til að þagga niður of miklar hugleið- ingar og leiðbeiningar í þessum efnum. Þetta hefur H. C. Hansen áskilið sér. Þess vegna hefur hann heldur ekki breytt skipun ráðuneytisins, enda þótt sannar- lega sé þörf á því. Hann heldur öllum leiðum færum, og gerir það með mikilli sannfæringu, þar sem hann veit mjög vel, að eng- inn nýr flokkur er í framgangi né nein ólga í því stjórnmála- ástandi, sem hann hefur tekið að sér að hafa yfirumsjón með. Hansen mun vafalaust halda áfram hinni andkommúnisku stefnu Hedtofts, er fellur saman við stefnu Atlantshafsbanda- lagsríkjanna, m.a. vegna þess að hann er sjálfur samþykkur þess- ari stefnu. Og hann mun eins einlæglega og fyrirrennari han« vinna að framgangi norrænnar samvinnu eftir föngum. F.n i efnahagsmálum og í samstarfinu við róttæka flokkinn er óvíst, að hann fylgi sömu stefnu og ráðu- neyti Hedtofts hefur gert undan- farið, en einkenni þeirrar stefnu hafa verið að láta vaða á súðum og vona, að brátt verði eitthvað til þess að bjarga öllu við. Hansen er það fyllilega ljóst, að ekkert kemur af sjálfu sér, og vafalaust hefur hann til að bera viljann til að skakka leikinn. — Hann vill áreiðanlega eins og Hedtoft ganga langt til að halda stjórnarsamvinnu við róttæka flokkinn, svo að stjórnin verði áfram meíri hluta stjórn. ★ EKKI RIDDARI FORM- FASTRAR STEFNU En vafalaust eru líka viss mörk, sem hann fer ekki yfir, og það væri ólíkt honum að þora ekki að taka til sinna ráða, ef líkindi eru til að það styrki að- stöðu hans. Það er heldur ekki ólíklegt, að hann kjósi djarfari og minna kreddubundna steínu, þó að það kostaði nokkuð af fylgi fjöldans, svo lengi sem stefnan hefði í för með sér aukið gildi. Hann hefur aldrei verið riddari formfastrar stefnu. — Að því leyti er hann órækt tákn alls þorra kjósenda jafnaðarmanna. Sú stefna, er H. C. Hansen tekur upp, mun vafalaust koma. af stað meiri ókyrrð og spennu, en við höfum átt að venjast um langt skeið. Sennilega hefur það i för með sér harðari andstöfiu borgaraflokkanna. En það skipt- ir ekki máli, þótt ekki verði eining um stefnu hans, menn munu aðeins taba ákveðna af- stöðu til persónu hans. — Því að Ilans Chr. Hansen mun íklæfiá forsætisráðherraembættið í Dan- mörku sinum ólastanleea ner- sónuleik, dusrnaði og dyggð. Sigri hann, verður sigurinn honum siálfum að þakka, bíði hann ó- sigur, er orsckin sú, að hömlur hvíla á athafnafrelsi hans. Okk- ar tímar eru ekki hagstæðir stefnu jafnaðarmannaflokksin^, bó að aldrei hafi henni verið framfylgt af jafn miklum dugn- aði og nú. Hakon Stangerup. Þingnefnd sammála um nauðsyn lendingarbóta OAMGÖNGUMÁLANEFND Neðri deildar Alþingis leggur ein- ‘ dregið til að frumvarp þeirra Jóns Sigurðssonar og Stein- gríms Steinþórssonar um lendingarbætur á Lónkotsmöl í Skaga- firði verði samþykkt. Greindi framsögumaður nefndarinnar, Emil Jónsson, frá þessu í gær. STUTT Á MIÐIN I Lónkotsmöl er í Fellshreppi við austanverðan Skagafjörð. Þar hefur verið útræði og tíðum afla- sælt frá gamalii tið og er svo enn. Er stutt að sækja þaðan á fiskimið og hefur það bjargað því að útgerð hefur aldrei lagzt þar niður með öllu, því að lendingar- skilyrði eru ekki góð og erfgar lendingarbætur verið gerðar þar. BER MALARKAMBUR Framsögumaður samgöngu- málanefndar lýsti því, að aðstæð- ur allar á Lónkotsmöl eru slæm- ar. Þar er aðeins ber malarkamb- ur, en engin bryggja né önnur mannvirki. Áætlun var gerð um bryggjusmíði þar fyrir 10 árum, en ekki varð úr, af því að staður- inn var ekki tekinn á hafnalög. FARIÐ ÚT í MÁLMEY Þá ber þess að geta að síðan vitavarðarhúsið í Málmey brann, hefur vitans. þar verið gætt úr landi. Hefur einmitt verið farið þangað frá Lónkotsmöl og væri þegar af þeirri ástæðu mikilvægt að gera lendingarbætur á þess- um stað. Jón Sigurðsson, þingmaður Skagfirðinga, tók stuttlega til máls og þakkaði hann hinar góðu undirtektir, sem frumvarpið hefði fengið hjá Samgöngumála- nefnd. Siðan var frumvarpið samþykkt til þriðju umræðu með 21 samhljóða atkvæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.