Morgunblaðið - 18.02.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.1955, Blaðsíða 6
y MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. febrúar 1955 „Gullna hliðið" leihið í útvurp í Finnlundi Vakti mikla hrifningu og hlaut ágœta dáma SÍÐUSTU vikuna í janúar var nafn „Gullna hliðsins" og Davíðs Stefánssonar á margra vörum í Finnlandi. í tilefni af sextugsafmæli skáldsins var „Gullna hliðið“ flutt í finnska út- varpið á sænsku, sunnudaginn 23. janúar. Óhætt er að fullyrða að leikritinu var tekið með miklum fögnuði, svo miklum, að vart hefur nokkrum útvarpsflutningi verið betur tekið í sænska út- varpinu í Finnlandi. Bæði gagnrýnendum og al- menningi, er hefur um tíma verið lítið hrifið af útvarpinu, því kom „Gullna hliðið“ í góðar þarfir. Dómar í blöðum voru einróma hrós og skal ég leyfa mér að skýra frá ummælum, sem stærsta blaðið, er ritað er á finnska tungu, og stærsta síðdegisblaðið, „Nya Pressen", sagði um flutn- ing á leikritinu. „Nya Pressen“ skrifar undir fyrirsögninni: Áhrifamikið út- varpskvöld, m.a.: „Það var hrífandi leikrit, sem útvarpið flutti í gær, þróttmikið alþýðuleikrit með dramatískri reisn. Frásögn leikritsins fjallar um pílagrímsför til himna. Leik- rit Davíðs Stefánssonar, Gullna hliðið, léku íslenzkir leikarar hér í Helsingfors fyrir 6—7 árum síð- an. Kom það áður í ljós að það er mjög vel fallið til flutnings í útvarpi”. Blaðið gerir samanburð á þessu leikriti og öðrum, sem flutt hafa verið í útvarpi okkar og segir: „Það er engum vafa undirorpið að þetta leikrit er hið bezta, sem flutt hefur verið á sunnudagskvöldum. — Hvers vegna? Kom það til af því að til- svörin láta betur í munni en í hinum leikritunum, sem taka allt of mikið rúm á leikskránni? — Hittist svo á að hér fyrirfinnist afbragðs leikarár og afbragðs leikstjórar fyrir þessa tegund leikrita? Því notfæra menn sér það ekki oftar, ef útkoman gæti orðið eins glæsileg og sú á sunnu- dagskvöldið?" „Huvudstadsbladet" segir: „Undanfarið hefur útvarpið flutt hlustendum sínum vægast sagt mjög lélegt leikrit, en á sunnudagskvöldið varð breyting á og hér eftir geta menn gert sér nokkra von um bjartari framtíð, hvað útvarpsleikritin snertir. — Gullna hliðið eftir Davíð Stef- ánsson er í flokki þeirra leikrita er fjalla um himnaríki og er eitt af því bezta sinnar tegundar, sem til er. Sérstaklega eru skemmti- legt hin stuttu en gagnyrtu til- svör, sem hitta naglann á höfuð- ið. Þetta gildir ekki aðeins þegar tilsvörin eiga að vekja hlátur Þegar Jón leggur fram synda- registur sitt fyrir Sankti Pétri, verða orðaskipti hans við dóm- ara sinn miklu harðari ádeila á mannlegan öfuguggahátt en margar fyrirferðameiri áminn- ingaræður.... Þarna tókst þeim vel upp sem sjá eiga um útvarpsleikritin. Ef til vijl valt það ekki svo mikið á leikendunum, er féllu svo vel í hlutverkin, en slíkt á sér oft stað við þjóðlega gamanleiki, en hið gjeðilega var, að tónninn í þessu leikriti var svo ósvikinn, að leikpersónurnar urðu svo ekta og lifandi eins og þær væru í lífs- stríðinu miðju“. Öll blöðin hæla leiknum, írammistöðu leikendanna, eink- um tala þau um Axel Slangus. í hlutvérki Jóns, og Gundel Hen- rikssén í hlutverki kerlingarinn- ar. R'auni Luome lék Vilborgu, Paul Budskov lék Pétur, Göran Cedehberg lék „Óvininn“, Eric GustaVson Mikael og Else Ny- ström og Börge Lantenius og Martá Laurent léku foreldra kerlingar og Helgu. Mikið hól fengu aðrar leikpersónur í „Nya Pressen". Allir nema Rauni Lu- ome eru starfsmenn finnska al- þýðuleikhússins, eru velþekktir leikarar frá sænska leikhúsinu í Helsingfors og sennilega eru þeir kunningjar íslenzku leikaranna síðan þeir heimsóttu Helsingfors árið 1948. Stytting leikritsins, sem fór vel úr hendi, gerði Svíinn Herbert Grevenius. Hann fór einnig hönd um um þýðinguna í þessum bún- ingi. Hefur Gullna hliðið einnig verið leikið í sænska útvarpinu, haustið 1949. Mér fellur vel við þennan búning leikritsins eftir að ég hef séð það leikið á ís- lenzku, sænsku, finnsku og norsku og er á sama máli og finnsku blöðin, er nú hafa hælt leikritinu eftir flutninginn í finnsk-sænska útvarpinu. Eg held líka að höfundurinn sjálfur megi vera ánægður með þennan flutn- ing, sem að mínu áliti hæfir vel tilgang hans með þessu leikriti. Sérstaklega vil ég taka fram að leikendurnir fluttu hlutverk sín með mikilli nákvæmni og innlif- un. Það var auðheyrt að í þessu formi geta finnskir útvarpshlust- endur sent hamingjuóskir til Davíðs Stefánssonar með þakk- læti fyrir þá góðu kvöldstund, er hann veitti þeim. MAI LIS HOLMBERG „Silfurfunglið í Helsingfors ÁFORMAÐ er að Silfur- tungl Halldórs Laxness komi á svið hér í Helsingfors eftir páska á „studiosviði" finnska Þjóðleik- hússins. Kunnasti fylgismaður Laxness í Finnlandi, Toini Havu, magister, gagnrýnandi við stærsta dagblaðið í Helsinki, Sanomat, hefur þýtt leikritið. Fremsti leikstjóri landsins, Ed- vin Laine, setur það á svið Búist er við Laxness sjálfum til Hels- ingfors við þetta tækifæri. Senni- lega heldur hann almennan fyrir- lestur á meðan hann dvelur hér. Hann hefur oft farið hér um, en Silfurtunglið mun vera hið þriðja leikrit eftir íslenzkan höf- und, sem sýnt er hér á landi. — Fyrir nokkrum árum var Gullna hliðið leikið í þremur finnskum leikhúsum og fyrir nokkrum ára- tugum síðan var hér sýnt leik- ritið Fjala-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson. — Það er okkur ónægja að íslenzk leiklist vekur eftirtekt með þjóð vorri, en hvernig er það annars með finnska leiklist á íslandi, að minnsta kosti „Feigðargaldur- inn‘ (Finna buxurnar) eftir Runar Schildt og „Stóra hlutverkið" er til í ágætri ís- lenzkri þýðingu. Vafalaust eru önnur leikrit er geta verið við hæfi íslendinga, ef þau aðeins væru þýdd og geta vakið áhuga íslenzkra leiksviðsvfirvalda. Mai Lis Holmberg. Aðalfimdur Slarfs- mannafélags Reykjavíkurbæjar AÐALFUNDUR Starfsmannafé- lags Reykjavíkurbæjar var hald- inn í Tjarnarkaffi sunnudaginn 13. febr. s.l. í byrjun fundarins minntist formaður félagsins, Þórður Ág. Þórðarson, tveggja félaga, er lát- ist höfðu á starfsárinu, vottuðu fundarmenn þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. Dagskráin hófst með því að for maður flutti skýrslu stjórnarinn- ar. Gjaldkeri, Georg Þorsteins- son, las reikninga félagsins. Karl Á Torfason, gjaldkeri, las reikninga styrktarsjóðsins. Fyrir fundinn höfðu reikningarnir ver- ið prentaðir og sendir félags- i mönnum, svo sem venja hefur verið undanfarin ár. Fjárhagur félagsins er góður Félagsmenn eru nú 680. Stjórnarkosning hófst með því að formaður, Þórður Ág. Þórðar- son, varð sjálfkjörinn. Úr stjórn áttu að ganga, auk formanns, Georg Þorsteinsson, Kr. Haukur Pétursson og Sigurður Halldórs- son. Georg var endurkjörinn en í stað Hauks, er hætti sem fastur starfsmaður hjá Reykjavíkurbæ, og Sigurðar, er baðst undan end- urkosningu, voru kjörnir Jó- hannes Magnússon og Sig. Gunn- ar Sigurðsson. Fyrir í stjórn voru Júlíus Björnsson, Kristín Þorláks dóttir og Haukur Eyjólfsson. í varastjórn voru kosnir Gunnar Gíslason, Jóhann Hannesson og Bergsveinn Jónsson. Endurskoðendur félagsreikn- inga voru kjörnir Sigurður Á. Björnsson og Kristján Kristjáns- son. Til vara: Sigurður Þorsteins- son. . Karl Á. Torfason var einróma endurkjörinn í stjórn styrktar- sjóðsins. Félagsstjórnin hefur skipt með sér verkum þannig: j Varaformaður Júlíus Björnsson, ritari Kristín Þorláksdóttir, gjald keri Georg Þorsteinsson, bréfrit- j ari Haukur Eyjólfsson, fjármála- ritari Sig. Gunnar Sigurðsson og spjaldskrárritari Jóhannes Magnússon. ! | Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt í einu hljóði: | j „Aðalfundur Starfsmannafé- • lags Reykjavíkurbæjar, haldinn 13. febr. 1955, felur stjórn og full i trúaráði að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess, og hefja und- irbúning að þvi að 30 ára afmælis félagsins, 17. janúar 1956, verði minnst á viðeigandi og virðulegan hátt“. í Fundurinn var fjölsóttur og fór vel fram. ! Fundarstjórar voru Sigurður Á. Björnsson og Júlíus Björnsson. Bjarni Gubm.und.sson frá Efra Seli - minning í GÆR fór fram útför Bjarna Guðmundssonar. Hann lézt að heimili sínu, Óðinsgötu 19, í Reykjavík, 4. þ. m. Bjarni var fæddur á Efra-Seli 17. nóv. 1875, sonur Guðmundar Jónssonar, bónda þar, og konu hans, Valgerðar Bjarnadóttur, frá Bolafæti, í sömu sveit, Jóns- íregur afíi a STOKKSEYRI, 16. febr.: — Ágætt sjóveður hefur verið alla daga það sem af er þessum mán- uði að undanteknum einum sem bátarnir voru í landi. Afli hefur þó verið heldur tregur, að meðal- tali 4—5 lestir. Einstöku bátar hafa þó verið með upp að 7 lest- um nokkrum sinnum. í dag eru allir bátarnir á sjó. — Magnús. Árbók Háskólans 21 út KOMIN er út Árbók Háskóla íslands, fyrir árið 1953—54. — Hefst árbokin á ræðu þeirri, er Alexander Jóhannesson þáver- andi rektor flutti viff Háskóla- hátíðina. Þá er greint frá gerð- um háskóls' áðs. sagt frá kennara liði Háskólans, skrá yfir stúd- enta í öllum deildum, sagt er írá tilhögun kennslu í deildunum. Þá er sagc frá embættisprófum 1954 o. fl. Skýrt er frá því, að í bókasafni Háskólans séu nú lið- lega 72,000 bindi og á árinu 1953 —54, hafði aukning safnsins numið 2570 bindum. Þá oru birtir ýmis reikningar, reikningur Há- skólans og fjölmargra styrktar- sjóða, sem eru í vörzlu hans og skýrsla um starfserni happdrætt- isins. Að lokum er sagt frá ýms- um þáttum súdentalíísins. Árbókinni fylgir kennsluskrá fyrir háskólaárið 1954—55, vor- misserið. sonar, frá Mástungu, Einarsson- ar. Frá foreldrum Valgerðar, Bjarna Jónssyni og konu hans, Helgu Halldórsdóttur, eru fjöl- margir niðjar komnir, og eru margir þeirra þegar þjóðkunnir menn. Bjarni Guðmundsson ólst upp hjá foreldrum sínum, og nokkru áður en þau dóu, tók hann við búi á Efra-Seli, með systur sinni, Kristínu, sem ein er á lífi af 14 systkinum. Árið 1916 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Bryndísi Guðjónsdóttur, ættaðri úr Barðastrandasýslu. Þau eign- uðust tvær dætur; önnur dó árs- gömul, en hin lifir: Valgerður Bjarnadóttir, sem gift er Hilm- ari Sigurðssyni, skrifstofumanni hjá Flugfélagi íslands. Bjarni og Bryndís bjuggu á Efra-Seli til 1927. Þá að Galta- felli í sömu sveit í þrjú ár. En árið 1930 hættu þau búskap og fluttu til Reykjavíkur, og hafa átt þar heima síðan. I Efra-Sels-heimilið var rómað fyrir rausn og höfðingsskap, við hvern, er að garði bar. Heimilið var svo hjúasælt, að orð fór af; sömu hjúin ár eftir ár, og friðsælt og ástúð húsbænda og hjúa gagn- kvæm. Stórhöfðingjabragur var á öllu utan húss og innan, og mannmargt heimilið, ekki sizt af börnum, er þar höfðu skemmri eða lengri dvöl, og sum þáðu fóstur til fullorðins ára; verða þau ekki talin hér. o—□□—o Fundum okkar Bjarna Guð- mundssonar bar saman með ein- kennilegum hætti. Eitt hundrað ára árshátíð Jóns forseta Sig- urðssonar, hinn 17. júní 1911, var hátíðleg haldin um land allt. Þá var líkneski hans á Austurvelli afhjúpað, og þá var Háskóli ís- lands stofnaður. Viku síðar var Bjarni á Efri- Seli hér á ferð með fjóra til reiðar. Erindi hans var að greiða götu listamannsins góða, Einars Jónssonar, og náfrænda síns, — þeir voru systkinabörn, — aust- ur í átthagana. Undirritaður varð fyrir þeim óverðskuldaða heiðri að verða þátttakandi í þeirri austurför. Þótt nær því hálfur fimmti tugur ára sé liðinn frá atburði þessum, stendur hann mér enn fyrir hugskotssjónum. Við stóð- um á eystri brún Hellisheiðar á hádegi, hinn 24. júní 1911, í ágætu skyggni, og horfðum yfir hið víð- lenda Suðurlandsundirlendi. Út- sýni, sem var sannarlega nýstár- leg og heillandi óvönu auga. — Þarna var Eyjafjallajökull í austri, Vestmannaeyjar í suðri, Ingólfsfjall fram undan til vinstri og Reykir (nú Hvera- gerði) þar rétt hjá, — allt gló- andi í dýrð miðsumarssólarinnar. Þetta var sannkölluð jónsmessu- hátíð. Skildi ég þá, hvernig „yl- urinn að innan“ hefur yljað ís- lendingum, allt frá íslandsbyggð til okkar daga. — Undir þessum kringumstæðum sáumst við Bjarni í fyrsta sinn. o—□□—o ■ Persónuleiki Bjarna varð l minnisstæður þeim, er þekktu I hann bezt. Skemmtilegur og kím- inn gat hann verið í vinahópi, þótt allt væri græzkulaust. Um af var hann hlédrægur; vildi helzt ekkert um verk sín ræða, þótt af- rek væru. Ör í lund og viðkvæm- ur. En um það vissu fáir. Sár sín lét hann blæða inn; var oft reif- astur, þegar hann átti í vök að verjast. Bjarni var framar öllu hugum- stór og hjartahlýr. Hefur það einkenni reynzt öðru fremur arf- gengt í niðjum Bjarna Jónssonar og Helgu Halldórsdóttur. Vin- fastur var hann, vinavandur og ástríkur, einkum við börn, og eitt hið mesta tryggðatröll, sem ég hef komizt í kynni við um ævina. Sást þá oft lítt fyrir. Engin fórn var bágstöddum vini of stór. — Mér er kunnugt um, að ábyrgðir féllu á hann, er hann möglunar- laust greiddi fyrir vini sínum. Hann kunni glögg skil á sann- indum Hávamála: „mildir, frækn ir menn bezt lifa, sjaldan sút ala“. En hinu eigi síður: „Vini sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin, en óvinar síns skyli engi maður vinar vinur vera“, — þótt enga stund leggði hann á hið síðartalda. Bjarni Guðmundsson gekk aldrei í neinn menntaskóla; þó var hann langskólagenginn. Líf hans allt, frá vöggu til grafar, var nám, sjálfsnám í skóla reynslunnar og lífsins sjálfs. Fáa þekki ég ástundunarsamari, af- kastameiri og líklegri til hárrar einkunnar en hann. Hann lagði gerva hönd að flestu með snilld- arbrag. Meðan Bjarni var bóndi í sveit sinni, var hans oft vitjað. Ekki einungis til sjúkra manna heldur og mállevsjngja. Auk þess að vera dverghagur á tré og járn, hef ég engan séð hlaða traðar- veggi, áveitugarða, húsveggi úr snyddu eða byggða úr torfi og grjóti sem hann. Þótt slík verk séu nú lögð á hilluna, voru þau á þeim tíma stærsta og þarfasta „uppbygging" sveitanna. Ef skil- vindan var í ólagi, húsklukkan gölluð, eldavélin reykti eða kýrin vildi ekki skila fullri nyt, var „Bjarni á Seli“ jafnan sóttur. Að ég ekki tali um blessuð hrossin, sem Bjarni járnaði fyrir ná- granna sína. Það var ekki nóg að smíða járnin, heldur varð hann, ef vel átti að vera, að járna hest- ana líka. Og aldrei sá ég hann hressari og gamansamari en eftir að hann var búinn að eyða dags- verkum í þetta. Um morgun var ekki rætt, nema ef telja ætti ást- sæld og aðdáun manna. En sá gjaldmiðill myndi nú, á okkar auðlegðaröld, vera falinn léttur í vasa. Svo langt erum við enn frá meistaranum í Nazaret, að við teljum enn, þá auðlegð eftirsókn- arverðasta, sem bæði mölur og ryð fá grandað. o—□□—o Þegar nú ævisól Bjarna Guð- mundssonar frá Efra-Seli er til viðar gengin, verður hinum mörgu vinum hans það fyrir, að hugsa til hans. Þeir þakka hon- um fyrir allt, sem hann var þeim; öll góðverkin og góðvild- ina, sem frá honum lagði, og síð- ast, en ekki sízt fyrir lífsfyrir- myndina, er hann reit í lífsbók Framh. á bls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.