Morgunblaðið - 18.02.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.02.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUTiBLAÐlB Föstudagur 18. febrúar 1955 yf. U | EFTiRLEIT EFTIR EGON HOSTOVSKY ^ ■ « -Itr Framh'aldssagcm. 24 Þegar hún talaði að lokum var ekkert hægt að heyra á henni, hvernig henni leið. „Hvers vegna ertu að segja mér þetta? Ég hef sagt þér hundrað sinnum, að ég hef engan áhuga á Kral núna, og við skulum ekki tala nm fortíðina. Hann gat ekki svik- ið mig, aðeins sá, sem lýgur, getur svikið. Ef þetta er satt um ástmey hans og sjálfsmorðið hlýtur það að hafa verið hræðilegt fyrir Paul. Hvað get ég sagt frekar? Hvað viltu annars heyra?“ Rödd hans var dálítið aumingja- lcg núna, eins og hann hefði skyndi lega orðið hræddur. „Hann lofaði þér þá aldrei neinu og samt sem áður------“. „Hún tók óþoiinmóðlega fram í fyrir honum. „Og samt sem áður þótti mér vænt um hann. Þú getur ekki skilið það, vegna þess, að það cr augljóst, að þér hefur aldrei þótt vænt um neinn. Erie, þú bið- nr mig um mikið —■ sjálfsafneit- nn, þolinmæði, niðurlægingu og guð má vita hvað. En ef þú býst við, að ég segi einn góðan veður- dag við þig, að mér hafi skjátlast, cg sjái það núna, að Paui sé eins- lcis virði og ég bölvi þeim degi, sem ég hafi hitt hann, — þá bíð- ur þú árangurslaust. Þú munt aldrei hevra það, vegna þess að það er ekki satt og vegna þess að cf ég mundi segja það, mundi ég niðurlægja sjálfan mig meira en Paul. En nú langar mig til að hvíla mig, þetta hefur verið þreyt- andi dagur. Sofðu vel, Eric“. ÁTTUNDI KAFI.I Þeir fáu, sem þekktu dr. Matejka í innanríkisráðuneytinu voru allir sammáia um það, að bezt var að ciga við hann á mánudegi, og Husner stjórnarráðsfulltrúi gat staðfest þennan orðróm, því að það var á mánudegi, sem Matejka kallaði hann til sín í annað sinn. „Sjáið til, félagi Husner, mér finnst ekki gaman að prédika fyr- ir fólki, en þjálfun okkar kæmi að jitlum notum, ef við aðeins notuð- um það sem hugfimi. Við erum "llir að njósna og það er njósnað u m okkur alla, þig eins og mig, og mig eins og Brunner. Ég veit, að það er ekki auðvelt og öllum getur skjátlast. Hvernig tók Brun- ner afsökun yðar?“ „Við tókumst í hendur og hann muldraði eitthvað, sem hefði mátt skílja sem vingjarnlega eða óvin- gjarnlega athugasemd. Það sem raunverulega er að, er það, að hon um hefur aldrei geðjast að mér og ég veit ekki hvers vegna, kannske vegna þess að ég ber virðingu fyr- ir honum, hann er menntaður, vinn vv mikið og gerir sér far um að vera góður félagi“. Dr. Matejka brosti. „Trúið mér eða ekki, honum geðjast ekki að yður, vegna þess, að þér hafið harta. En það getur verið önnur ástæða -— það getUr verið vegna þess, að hann hefur heyrt, að yður hafi aldrei vantað á nokkurn fiokksfund upp á síðkastið, og okk ar á milli sagt er Brunner ekki meiri kommúnisti en ég Búddatrú- armaður. Hann gekk í flokkinn, vegna þess að hann fyrirleit alla aðra flokka. 1 flokknum eru marg ir fleiri slíkir og flokkurinn mún komast i vandræði með þá einn góðan veðurdag“. Husner samþykkti og hikaði augnablik, en sagði síðan: „Vitið þér nokkuð um fortíð Brunners? „Ég veit ekki mikið um hana“, svaraði Matejka hæversklega. — „Afi hans var æðsti prestur Gyð- inga, faðir hans átti ullarverk- smiðju og Eric einkasonurinn fór í franskan skólann í Prag, stund- aði því næst nám í eitt ár í Eng- landi og eitt ár í Róm. Þegar hann kom aftur hingað, hélt hann áfram laganámi, en lauk aldrei prófi. — Hann seldi verksmiðjur föður síns og þar til nazistarnir komu, fékkst hann við alls konar dútl, svo sem að yrkja, skrifa um tón- list og leiklist, þýða bækur og því um líkt“. | „Þér vitið allt um hann“, sagði Husner undrandi. „Ég vissi ekki, að faðir hans hefði verið iðju- höldur og afi hans hefði verið æðstiprestur Gyðinga, en nú fer ég að skilja margt“. I „Rólegur, ekki svona æstur, fé- lagi. Afi eins mesta okkar manns var prestur og það sem meira var, hann kvæntist inn í aðalinn“. I „Ég veit —- Karl Marx. En — 1 Husner brosti feimnislega eins og hann veigraði sér við að segja fyndnina. „En hvað? Segðu það“. „Það var aðeins, að margt hef- ur breyzt, síðan hann var uppi og ég er ekki viss um, að Marx mundi standast prófið í stjórnmálaskól- anum okkar“. Þeir hlógu báðir hjartanlega. „Segið þetta ekki nokkrum manni — sumir eru dálítið ein- kennilegir nú á þessum timum. — En svo að við snúum okkur aftur að verkefninu. Hafið þér komið á í Enska-Ameríska klúbbinn?" „Já, sænski fulltrúinn Tore Hanson bauð mér þangað að borða í gærkveldi. Við höfum leikið tenn- is saman“. „Hvemig gátuð þér fengið hann til þess?“ Jóhann handfasti HNSK SAGA 109 Ég bar fram beiðni mína um vegabréfin og bað hann að gjöra svo vel og þiggja þennan gimsteinahring af hálfu „Hinriks kaupmanns“. Orðin hljómuðu annarlega í eyrum mér jafnvel á meðan ég var að tala þau. Greifinn tók hring- inn og horfði fast á hann. „Hvað segirðu að þessu ferðamaður heiti?“ — „Baldvin de Béthune og Hinrik kaupmaður. herra. Þeir eru pílagrímar og eru á heimleið frá Landinu helga.“ j Hann einblíndi á mig með sínum litlu, slægðarlegu aug- um. „Nei,“ sagði hann, „hann er ekki kallaður Hinrik kaup- maður, heldur Ríkarður konungur af Englandi.“ — Þegar hann sá að ég hrökk við, en reyndi að láta ekki á því bera, hló hann og sagði ennfremur: „Sjálfsagt ætti ég að taka hann höndum; samt ætla ég að leyfa honum að fara héðan hindrunarlaust, vegna bessarar dýrmætu gjafar.“ Að því búnu fékk hann mér hringinn aftur, og einnig vegabréf okkar. — Ég tafði ekki til að skiptast á kurteisiskveðjum, það getið þið reitt ykkur á, heldur steig ég á hest minn og reið út af lífinu til þess að gera konungi aðvart, því að mér leizt ekki á svip greifans, þó að hann talaði nógu fagurt. í Ég kom aftur um miðja nótt. Samstundis vakti ég konung og sagði honum frá málalokum. Jafnvel hann sá nú í hvað mikilli hættu við vorum staddir. Hann vakti félaga okkar og sagði þeim að við yrðum að fara samstundis. Við lögðum á hestana, gleyptum í okkur ofurlitla næringu og riðum svo út úr borginni með mikilli leynd. I Við höfðum ekki riðið nema nokkrar klukkustundir eftir hinum tunglskinsbjörtu strandhéruðum, þar sem allt var í svefni, þegar við heyrðum hófadyn á eftir okkur og þegar Tilhoð óskast í einn 1050 tonna og tvo 475 tonna tanka, sem standa við flugvallarhliðið hjá Keflavík. — Komið getur til greina að tankarnir megi standa nokkurn tíma. Bjóða má í hvern einstakan eða alla og verða tilboðin opnuð í skrifstofu vorri, Skólavörðustíg 12, kl. 1,30 mánu- daginn 21. þ. m. Sala setuliðseigna-ríkisins. Skrifstofumaður Ungan mann vantar nú þegar á skrifstofu til þess að annast bifreiðaverkstæði. Þekking á verkstæðisvinnu æskileg, svo og nokkur verzlunarkunnátta. Kaup eftir nánara samkomulagi. Tilboð merkt: Framtíðaratvinna —291, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 23. febrúar n.k. NÝ SENDING Jersey-kjólor GULLFOSS AÐALSTRÆTI CRYPTON HLEÐSLIJTÆKI 2 og 5 ampera fvrir 6 og 12 volta rafgeyma. Autobat rafgeymar 6 og 12 volta, hlaðanir og óhlaðnir. GARÐAR GÍSLASON H.F. bifreiðaver/lun. Mýlenduvöruverzlun er til sölu strax. — Tilboð leggist á afgreiðslu Mbl. fyrir mánudagskvöld, merkt: „Strax — 286“. VERITAS SAUMAVÉLAR handsnúnar og stignar í skáp. KÖHLER Zig—Zag heimiBissaumavélar stignar í skáp. GARÐAR GÍSLASON H.F. Sími 1506. MARKAÐURINN Hafnarstræti 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.