Morgunblaðið - 18.02.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.1955, Blaðsíða 16
Yeðurúllil í dag: A og NA kaldi. Léttskýjað Þrengslaieiðin Umræður í Alþingi. Sjá bls. 2 40. tbl. — Föstudagur 18. febrúar 1955 \ Eyjum: Tapa 11,000 krónum Vinna 5—600 krónur H IÐ hálfs annars mánaðar langa verkfall í Vestmannaeyjum hefur orðið sjómönnum þar dýrt. í fyrra var meðal hásetahlutur á bát þar kr. 7200,00 á mánuði á vetrarvertíð. Miðað við að svipaður afli hefði orðið þar þann tíma, sem verk- fallið hefur staðið á yfirstandandi vertíð hefur tjón sjómanna í Eyjum því orðið nær 11 þús. kr. af því. Q En hvað hefur þá áunnizt með þessari löngu róðrarstöðvun? Miðað við svipaðan afla og á síðustu vertíð, hækkar hásetahlutur sennilega um 5— 600 krónur yfir vertíðina vegna þeirrar hækkunar fiskverðsins, sem samkomuiag náðist um. £ „Hvað varðar okkur um þjóðarhag“, sagði einn af forsprökkum kommúnista á Siglufirði hér um árið. Leiðtogar kommúnista í Vestmannaeyjum hafa áreiðanlega fylgt sama boðorði. „Hvað varðar þá um hag og afkomu sjómanna í Vestmannaeyjum.“ Komið verði í veg fyrir að gcitfé í laíidiim deyi vit FULLTRÚAR á búnaðarþingi fóru í gærdag austur að Laugar- dælum og síðan að Gunnarsholti til þess að skoða holdanautin þar. í fyrradag gerði þingið fyrstu ályktun sína varðandi geitfjár- stofninn, en ályktunin er svo- hljóðandi: Búnaðarþing skorar á stjórn Búnaðarfélags íslands að leita samvinnu við þau búnaðarsam- bönd í landinu, þar sem geitfé er enn ræktað, um ráð til þess að koma í veg fyrir að geitfjárstofn- inn verði aldauða í landinu. Lögð hafa verið fram á þing- inu mörg mál, m. a. reikningar Búnaðarfélags fslands fyrir árið 1954. Næsti fundur er á morgun kl. 1,30. Drengur undirbíl í GÆRDAG varð 4—5 ára dreng- ur undir bíl suður á Bústaðavegi. Fór bíllinn, sem er lítill, með annað framhjól sitt yfir maga barnsins. Var drengurinn fluttur í sjúkrahús. Við athugun kom í Ijós, þótt einkennilegt megi virð- ast, að drengurinn hafði sloppið ómeiddur að heita má. Var farið rneð hann úr sjúkrahúsinu heim til sín að lokinni læknisrannsókn. Drengurinn heitir Svavar Helga- son til heimilis að Hólmgarði 56. Geymslubraggi kemmist STÓR geymslubraggi í Laugar- neshverfi skemmdist mikið af eldi í gærdag. Var mikið af alls- konar drasli geymt í skálanum og ekálinn alelda er slökkviliðið kom á vettvang. Það var seinlegt fyr- ir slökkviliðið að kæfa eldinn. Goðafoss fljótur - Með nm 50 bíla í GÆRDAG kom Goðafoss vest- an frá New York eftir skjóta ferð austur yfir hafið. Var skipið með mikið af fóðurvörum, en einnig flutti Goðafoss um 50 nýja bíla, fólksbíla og vörubíla. NÆRRI 1200 ÍDÚÐIR f SMÍÐUM HÉR í REYKJAVÍK Lóðum útblutað á s.l. ári undir 1300 íbúðir en auk þess tilbúuar lóðir fyrir 300 íbúðir í f jölbýlishúsum IUPPHAFI bæjarstjórnarfundar í gærkveldi gerði borgarstjóri að umtaisefni úthlutun lóða á s. 1. ári og íbúðabyggingar í bæn- um. nú — Fórust honum m. a. orð á þessa leið: Ahöfnin á hinum nýja Vestmannaeyjabáti Ófeigi III, sem tók við bátnum og sigldi honum heim. — Þorsteinn Sigurðsson er lengst til vinstri, en fyrir miðju er Ólafur Sigurðsson skipstjóri. Ofeifií III ðyrsti sSál- íiskilálurmn i eigu íslendingu Vestmannasyinpr sep bátin marka tímamot VESTMANNAEYJUM, 17. febr. BLAÐ VAR brotið í sögu íslenzkrar útgerðar í dag hér í Vest- mannaeyjum, er fyrsti fiskibáturinn, sem byggður er úr stáli, tók hér land. — Var þeta Ófeigur III. héðan úr Vestmannaeyjum, sem kom beint úr skipasmíðastöð í Hollandi eftir skjóta og góða ferð yfir hafið. Hefur koma bátsins vakið mikla athygli hér og Vestmannaeyingar telja það augljóst mál, að horfið verði frá því að byggja fiskibáta úr tré, svo mikill sé munurinn á þessum fyrsta stálfiskibáti og trébátunum. Brezkir skip- stjórar móímæla árásunum á Islendinga B R E Z K I sendiherrann í Reykjavík hefur tilkynnt ut- anrikisráðuneytinu, að hann hafi fengið símskeyti frá brezka utanríkisráðuneytinu meðal annars þess efnis, að félag yfirmanna á togurum í Grimsby hafi mótmælt árás- um Rivetts skipstjóra á ís- lendinga í sambandi við það, er togararnir Lorella og Roderigo fórust með allri á- höfn. Telur félagið, að togar- arnir hafi farizt vegna óveð- urs og eigi hin nýju fiskveiði- takmörk íslendinga alls enga sök á þessu sjóslysi. Ennfrem- ur fari það viðurkenningar- orðum um hjálpsemi íslend- inga gagnvart brezkum sjó- mönnum, er lent hafa í sjáv- arháska við ísland. í ÁRSBYRJUN 1954 var skýrt frá því, að á því ári mundu veiða tilbúnar til úthlutunar lóðir, þar sem byggja mætti 1500 íbúðir. Á bæjarstjórnarfundi í septembermánuði s.l. var líka skýrt frá því, að frá 1. okt. 1953 til þess tíma hefði verið úthlutað lóðum, þar sem byggja mætti ca. 1220 íbúðir. Þegar gert er yfirlit um lóða úthlutun á árinu 1954 kemur í ljós að úthlutað var Ióðum fyrir rúmar 1300 íbúðir, en fyrir áramót var óráðstafað lóðum fyrir fjölbýlishús, þar sem koma mætti fyrir a. m. k. 300 íbúðum, en umsóknir um þessi hús höfðu þá ekki borizt. Gert var ráð fyrir, að lóðir fyrir allar þessar íbúðir, rúmlega 1600 að tölu, yrðu byggingarhæf- ar á eðlilegum byggingartíma á árinu. EFTIRSPURN EFTIR LÓÐUM MIKIL Þótt þannig hafi verið staðið við þau fyrirheit, sem gefin voru um úthlutun lóða, urðu ýmis at- vik til þess að ekki var unnt að hefja byggingar á þeim öllum á árinu. Er þar fyrst og fremst að geta um verkfræðingana, sem olli því að nær engir verkfræðingar voru í þjónustu bæjarins frá sl. vori fram á haust. Af þessum or- sökum hefur það dregizt að byrj- að væri á byggingum í Laugar- neshverfi, en þar er gert ráð fyr- ir að byggja megi um 600 íbúðir. Var því svæði að verulegu leyti ráðstafað s.l. vor. Má nú vænta þess, að næstu vikurnar verði allar þær lóðir, sem úthlutað hefur verið, bygg- ingarhæfar, þ. e. tilbúnar tækni- lega af bæjarins hálfu svo unnt sé að byggja á þeim. Eftirspurn eftir lóðum hefur að undanförnu verið óeðlilega mikil og ber þar margt til íbúum Reykjavíkur fjölgar árlega um tæplega 2000 manns. Auk þess býr fjöldi manna í óviðunandi íbúðum. Þá má einnig nefna eina ástæðu, en hún er hve íbúðir eru lengi í smíðum. Stafar það bæði af lánsfjárskorti og eigin vinnu eigenda, sem lítinn tíma hafa af- lögu til slíkra starfa. MIKIÐ ÁTAK í BYGGINGAR- MÁLUNUM Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu byggingafulltrúa voru á tímabilinu 1. janúar 1954 til 31. des. 1954 teknar í notkun 4357 íbúðir í Reykjavík eða nærri 436 að meðaltali á ári. Það er ekki vafamál að árleg íbúðaaukning er ekki nægileg. Á sínum tíma gerði hag- fræðingur bæjarins athugun á því hve margar íbúðir þyrfti að byggja á ári í Reykjavík og taldi hann þær vera 600. Ástæðan til þess að meðaltalið hefur verið lægra er, eins og menn vita, gjald eyrisskortur og þar af leiðandi hömlur á fjárfestingu. Nú hefur orðið gjörbreyting í þessum efn- um og eru nú í smíðum 1186 íbúð ir, að því er byggingarfulltrúi telur. Er þetta mesta átak, sem bæjarbúar hafa gert á einu ári til að auka húsnæðið í bænum. NÝJAR TILLÖGUR UM LÓÐAÚTHLUTUN Borgarstjóri gat þess að mjög bráðlega yrðu ítarlegar tillögur um úthlutun lóða á þessu ári og hinum næstu lagðar fyrir bæjar- stjórn. 6 Vi SÓLARHRING !á leiðinni Eins og kunnugt er af fréttum hér í blaðinu að undanförnu, þá hafa þeir Þorsteinn Sigurðsson og Ólafur Sigurðsson útgerðarmenn í Vestmannaeyjum átt í smíðum í Hollandi fiskibát byggðan úr stáli. Er hér farið inn á algerlega nýjar brautir í bvggingu fiski- báta fyrir íslendinga, þar sem þeir hafa algerlega haldið sig við vélbáta byggða úr tré. Báturinn hefur fengið nafnið Ófeigur III, VE. 325. Kom hann hingað snemma í morgun og hafði þá verið 6 ¥> sólarhring á leiðinni yfir hafið frá Hollandi. Báturinn er 66 smálestir að stærð og búinn öllum venjulegum ör- yggis- og siglingatækjum og þar að auki Asdic-fisksjá. VEL BÚINN ALLUR Báturinn er með Grenovél og var ganghraðinn 9'? míla. Bátur- inn er allur rafhitaður og ljós við hverja hvílu. Innréttingu og öllu innanskips er mjög vel fyrir kom- ið og allt smíðað úr harðviði. í hásetaklefa eru mjög rúmgóðar hvílur fyrir 8 menn, í kortaklefa hvíla fyrir 1 og í káetu fvrir 2. í bátnum eru 2 vindur, þilfars- vinda sem getur lyft 5 tonna þunga, og einnig venjuleg línu- vinda. Báðar eru vindurnar vökvaknúnar. Skipstjórir.n, ÓlaRn- Sif?urðs- son, sagði mér er ég átti tal.við hann í dag, að hann teldi þótt ekki hefði neitt ve-ulega reynt á, að báturinn væri mjög gott sjóskip. GÓÐIR SAMNINGAR VID HOLLENDINGA Þorsteinn Sigurðsson og Ólafur Sigurðsson, sem verið hafa í Hollandi að undanförnu til eftir- lits með smtði bátsins og komu báðir með honum, láta mjög vel af viðskiptum sínum við hina hollenzku skipasmíðastöð. Þeir fengu að ráða öllu um fyrirkomu lag og innréttingu skipsins, sem er öll með mjög miklum myndar- brag. Virtust Hollendingarnir gera sér far um það að verða þeim mjög að skapi í sambandi við allan útbúnað skipsins. Bát- urinn er byggður í Hardingsveld í Hollandi. í hásetaklefanum er mjög mikil fyrirhyggja höfð í sam- bandi við allan aðbúnað áhafnar- innar. Þar eru t. d klæðaskápar fyrir hvern og einn. Þá hefur það ekki síður þótt athyglisvert hve rúmgott er á þilfarinu og ber- sýnilega gott að vinna á því. í dag hafa mjcg margir komið að skoða bátinn og Ijúka allir upp einum munni um það, fiski- menn sem aðrir, að skipið líti mjög glæsilega út. Eru flestir á einu máli um, að þetta sé fram- tíðin í fiskiskipasmíðum íslend- inga. Lyfjabúð í ausfasía hlufa Á FUNDI bæjarráðs 9. þ. m. var samþykkt að gefa Mogens Mog- ensen kost á lóð fyrir lyfjabúð á horni Sogsvegar-Réttarholtveg- ar, eftir nánari útvísun, í sam- ráði við skipulagsmenn. AU8TURBÆR 1 ABCDEFGH ’ ABCDEFGH VXfniKBÆR ! 10. leikur Austurbæjar: a5—a4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.