Morgunblaðið - 19.02.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.02.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIB Laugardagur 19. febrúar 1955 Otg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarxn.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. 26 millj. kr. gjaldeyristnp vegna verkidilsins I. Vestmannaeyjnm Sjómannseðlið segir til sín FRÁ ÞVÍ hefur verið skýrt, að íslenzka utanríkisráðuneyt- inu hafi borizt skilaboð um það frá brezka utanríkisráðuneytinu, að félag yfirmanna á togurum í Grimsby hafi mótmælt árásum Rivetts skipstjóra á íslendinga í sambandi við það, er tveir brezk- ir togarar fórust hér við land. Hafi félag hinna brezku togara- manna lýst því yfir, að það telji skipin hafa farizt vegna óveðurs og eigi hin nýju fiskveiðitak- mörk íslendinga alls enga sök á þessu hörmulega sjóslysi. Jafn- framt hafi það farið viðurkenn- ingarorðum um hjálpsemi íslend- inga gagnvart brezkum sjómönn- um, sem lent hafi í sjávarháska við strendur íslands. í þessari yfirlýsingu togara- mannanna í Grimsby segir sjómannseðlið til sín. Þar kemur fram hreinskilni og drengskapur, sem sjómönnum allra þjóða er í brjóst laginn, ekki hvað sízt gagnvart sín- um eigin stétarbræðrum. — Brezkir sjómenn hafa þannig mótmælt því illmæli, sem ein rægitunga í þeirra hópi hefur haft í frammi um íslenzku þjóðina. Þeir hafa á drengileg- an hátt hreinsað sig af því að eiga þátt í hinum lúalegu ásökunum. íslendingar fagna þessari rödd frá brezkum sjómönnum um leið og þeir senda þeim góðar óskir um velfarnað í starfi þeirra. Því miður verður hinsvegar ekki komizt hjá því, að sá grunur vakni, að brezkir útgerðarmenn eða a. m. k. einhverjir þeirra standi á bak við þann óhróður, sem Rivett skipstjóri lét sér um munn fara í sambandi við hið sorglega sjóslys, sem íslendingar hörmuðu ekki síður en Bretar. Vegna hins stöðuga áróðurs og rangfærslna brezkra útgerðar- manna á málstað íslands í friðun- armálunum, hlýtur grunur að hvíla á þeim þegar slíkar fjar- stæðufregnir eru spunnar upp. Frá samtökum þeirra hefur held- ur engin yfirlýsing borizt um afstöðu þeirra til rógsfregnarinn- ar. Hinsvegar hafa eigendur skip- anna, sem fórust þakkað þá leit, sem að þeim var gerð. Um langan aldur hafa þjóðir íslands og Bretlands rækt með sér góða vináttu. Það er þess- vegna mjög illa farið þegar einstakar rægitungur verða <il þess að vekja illindi á milli þeirra. Hin fámenna íslenzka þjóð vill góða sambúð við all- ar þjóðir, ekki sízt nágranna sína og gamla vini. En þegar á hana eru bornar svívirði- legar sakir, sem ekki eiga við minnstu rök að styðjast rís hún einhuga gegn slíkum á- sökunum. En sjálfa afstöðu Breta til frið- unaraðgerða íslendinga við strendur lands síns er annars það að segja, að hún hlýtur að verða talin hinni voldugu og lýðræðis- sinnuðu brezku þjóð til mikillar vansæmdar. Það er að vísu svo, að það hefur fyrst og fremst ver- ið fámenn klíka brezkra útgerð- armanna, sem staðið hefur fyrir hermdarráðstöfunum gegn ís- lendingum vegna viðleitni þeirra til þess að koma í veg fyrir, að þeir verði lagðir í svelti. En lög- leg og ábyrg stjórn Bretlands hef ur látið þessari kliku haldast það uppi að fara sínu fram. Það hlýt- ur þegar til iengdar lætur að skapa þá skoðun, ekki aðeins meðal íslendinga, heldur og ann- ara þjóða, að brezka stjórnin láti sér framferði hennar í tiltölulega léttu rúmi liggja. Nú er það staðreynd, að ísiend- ingar og Bretar eru aðiljar að fjölþættum samtökum, sem hafa fyrst og fremst þann tilgang að vernda rétt smáþjóðanna og stuðla að því, að réttlætiskennd og sanngirni móti samstarf allra þjóða, smárra og stórra, voldugra og lítilsmegandi. Framkoma Breta gagnvart islenzku þjóð- inni, minnstu sjálfstæðu menn- ingarþjóð heimsins, i friðunar- málunum mótast því miður ekki af þessu. Þvert á móti hefur hún borið svip yfirgangs og áníðslu. íslendingar vilja í lengstu lög geta treyst því, að lögleg og lýðræðisleg stjórn Bret- lands láti ofbeldið ekki til lengdar ráða í viðskiptum við litla lýðræðisþjóð. En er ekki kominn tími til þess að hún geri ráðstafanir til þess að binda endi á það ástand, sem uppvaðsla og yfirgangur brezkra útgerðarmanna hefur skapað? Fröiísk sfjórn í íæðlngu. i ENN einu sinni er ný frönsk ríkisstjórn í fæðingu. Að þessu sinni er það einn af leiðtogum jafnaðarmanna, sem fyrir henni stendur. En franskir jafnaðar- menn hafa um skeið staðið utan við ríkisstjórnir, enda þótt þeir hafi tekið töluverðan þátt í af- greiðslu mála og mótun stjórnar- stefna, t. d. í utanríkismálum. j Fyrir þessari nýju stjórn er ekki spáð vel. Stjórnmálafrétta- ritarar heimsblaðanna telja ekki miklar líkur til þess að hún verði langlíf. Sumir hafa jafnvel talið ólíklegt, að hún fengi traust þings ins við fyrstu atkvæðagreiðslu eftir að stefna hennar hefur ver- ið lögð fyrir það. En talið var að hún myndi fara fram s.l. nótt eða í dag. j Stjórnmálalosið og öngþveitið í Frakklandi er eitt af mestu vandamálum Vestur-Evrópu í dag. Það hefur átt ríkan þátt í að trufla framkvæmd varnaráætl- ana hinna vestrænu þjóða. Jafn- j framt hefur það tafið efnahags- S lega viðreisn Frakklands eftir styrjöldina stórkostlega. Það er athyglisvert, að á örskömmum tíma hafa t. d. Vestur-Þjóðverjar unnið stórvirki á sviði atvinnu- mála sinna -undir öruggri stjórn dr. Konrad Adenauers. En hann hefur stuðst við öflugan flokk, j sem fær hefur verið um að móta einn stefnuna í hinum örlagarík- ustu málum. Þannig veldur flokkafjöld- inn og samstjóm margra ó- líkra flokka allsstaðar upp- ( lausn og erfiðleikum. Engar líkur benda til þess að aukin festa skapist í franska stjórn- j arhætti meðan slíkt ástand ríkir í þessu gamla móður- landi lýðræðisins. Franska þjóðm horfist stöðugt í augu við glundroða og jafnvægis- leysi. Stjórn Pineau er ekki líkleg til þess að valda neinum straumhvörfum. Hún mun þvert á móti reka meðstraumn um eius og svo margar aðrar franskar ríkisstjórnir hafa gert undanfarin ár. UM áramótin síðustu sagði Sjó- mannafélagið Jötunn í Vest- mannaeyjum upp kjarasamningi, svo að hann gekk úr gildi frá 1. jan. og jafnframt fiskverðssamn- ingi frá 1. febr. Vélstjórafélagið i Vestmannaeyjum sagði jafnhliða upp fiskverðssamningnum frá 1. febr. Útgerðarmenn vildu þegar í upphafi koma að verulegu leyti til móts við kröfur sjómanna um breytingar á kjarasamningnum til hækkunar, en höfnuðu því hinsvegar algjörlega að fiskverð- inu yrði breytt til hækkunar, um fram það, sem það var annars- staðar í landinu. STARFANDI SJÓMENN 6—700 í byrjun deilunnar buðu út- gerðarmenn hækkun á kjörum, sem hafnað var við atkvæða- greiðslu í sjómannafélaginu með 18 atkvæðum gegn 14. Starfandi sjómenn á vélbátaflotanum í Kommiinistar bera tjóni sjómanna Vestmannaeyjum munu vera 9 á hverjum bát og bátarnir um 70 talsins, eða samtals milli 600 og 700 menn. Rétt til atkvæðis í Sjómannafélaginu hafa einungis sjómenn, búsettir í Vestmanna- eyjum, en meginhluti áhafnanna er aðkomumenn. Hægt er að fullyrða, að út- gerðarmenn hefðu þegar í upp- hafi deilunnar í Vestmannaeyj- um verið fúsir til að semja um allar þær sömu breytingar á kjarasamningunum, sem á þeim urðu, en aðeins ekki viljað ganga inn á fiskverðshækkunina, sem samþykkt var eftir 7 vikna stöðvun. Verkfallið í Vestmanna- eyjum hefir því orðið mjög óhag- stætt sjómönnum, jafnframt því, ábyrgó á og verkafóiks \Jefuahandi óhripar: Séð og heyrt á götuhorni. KÆRI Velvakandi! Ég var á gangi vestur í bæ um daginn og staldraði við á götuhorni undrandi — og eyði- lögð yfir því, sem ég sá og heyrði. Þrjár litlar, laglegar smátelpur, stóðu þar saman, sú elzta þeirra sennilega um 4—5 ára tvinnaði saman blótsyrðin: helvíta djöf- ulsins andskota! Hún var enn ekki leiknari í listinni en þetta — og hinar smátelpurnar tvær hlustuðu á með undrun — og vanþóknun. „Guð vill ekki eiga þig, þegar þú talar svona ljótt“, sagði önnur þeirra, en sú eldri, sem var með mjólkurflösku í fanginu, gerði ekki annað en að herða sig við að blóta til að ganga ennþá betur fram af stallsystr- um sínum. Og svo sneri hún sér við og ætlaði að skilja við hinar — ef til vill beið mamma eftir mjólkurflöskunni heima — en þá vildi óhappið til: mjólkurflaskan féll úr höndum hennar á götuna og mölbrotnaði og mjólkin flóði út um allt. „Já, ég vissi það“, sagði hin litla stúlkan aftur, „guð vill ekki eiga þig“ og hví- líkur sannfæringarkraftur og var í röddinni og vissa um, að þarna hefði hefndin strax komið fram. Ég mun lengi muna eftir þessu atviki. — Kona“. Blótsemin — þjóðarlöstur. JÁ, ljótt er að heyra fullorðið 'fólk blóta en óskaplegt þegar blótsyrðin koma af munni sak- lausra ungra barna og óvita, sem apa ósóman éftir hinum full- orðnu. í bréfi, sem útvarpshlustandi einn, „A. Bj.“, skrifaði mér fyrir nokkrum dögum gerir hann ein- mitt blótsemina, sem hann svo kallar, að umtalsefni: „Vill ekki Ríkisútvarpið", segir hann, „gera sitt til að útrýma þessum ljóta þjóðarlesti íslendinga Ég hlýddi á síðari hluta leikritsins, sem flutt var í útvarpið s.l. sunnudag (bréfið er skrifað 8. febr.) og þótti mér ógeðslegt að heyra leikarana hreyta út úr sér hinum grófustu blótsyrðum. — Mér finnst útvarpið hafa sýnt menningarlega og siðferðislega vanrækslu í þessu efni. Sönn menning er ávöxtur þess bezta, sem vex og þroskast með hverri þjóð og okkur ber að uppræta illgresið þar sem við komum auga á það, ekki sízt, þegar það hefur náð að skjóta rótaröngum sínum meðal nýgræðingsins. Mætti ekki sleppa blótsyrðunum? UTVARPIÐ er heimilistæki, sem ekki á að flytja annað efni en það, sem öll fjölskyldan getur notið sér að skaðlausu — Einkum verður mér hugsað til barnanna. Þau eru sólgin í leik- ritin — og einnig í útvarpssög- una. Væri ekki þetta'útvarpsefni jafngott, þó að blótsyrðunum væri sleppt? Og það er ekki langt síðan að lesin var framhaldssaga í barnatímanum þar sem heyrð- ust svo mörg blótsyrði, að furðu sætti. Stundum eru gamanþættir næsta hæpnir og það er engu líkara en að ekki sé hægt að syngja gamanvísur, nema þær fjalli um lauslæti og drykkju- skap. Ég er ekki að skrifa þetta til þess að ónota útvarpið. Mér er hlýtt til þess fyrir það marga, sem flytur okkur gott og verð- mætt. En blótsyrði, tvíræðar vís- ur og drykkjusöngvar hafa ekk- ert jákvætt gildi — eða hvað finnst öðrum útvarpshlustend- um? — Vinsamlegast, A. Bj.“ Skemmti sér vel á Menntaskólaleiknum. KÆRI Velvakandi! Núna um daginn fór ég að sjá Menntaskólaleikinn í Iðnó og ég verð að segja, að ég hef sjald- an skemmt mér betur. Gleðin og kátínan ljómaði af hinum ungu leikendum, sem stóðu sig með prýði, margir hverjir jafnvel og sumir atvinnu- leikarar. Ég varð bara ungur í annað sinn, enda hló ég dátt og innilega. Konan segir, að ég sé ólíkt betri til skapsmunanna síð- an! Ég vil eindregið hvetja Mennta skólanemendur til að sýna þenn- an skemmtilega leik oftar, svo að fólk geti átt ánægjustund á sýn- ingum þeirra. — Þakkir fyrir mig. — K. R.“ sem það var skaði útgerðar- manna og þjóðarinnar í heild, því fiskverðshækkunin færir sjó mönnum aðeins 3ja aura hækkun pr. kg. eða í kr. 1,25 í stað 1.22 og samsvarar það 214 % kauphækk- un. Þessi hækkun nemur ca. 500 — 600 kr. fyrir hvern sjómann yfir alla vertíðina. TAP SJÓMANNA Meðalhásetahlutur á síðustu vetrarvertíð í Vestmannaeyjum nam um kr. 7.200,00 á mánuði og miðað við þau aflabrögð, sem mí hafa verið annarsstaðar og góðar gæftir, má ætla að tap hvers sjó- manns nema 5—11 þús. krónuh. Fyrir tveim dögum var mála- miðlunartillaga sáttasemjara í Vestmannaeyjadeilunni kölluð „smánarboð útgerðarmanna", sem sjómenn voru hvattir til að hafna. Munurinn á tillögu þessari og því, sem endanlega var samið um, nemur þó ekki nema um 150 kr. á hvern háseta yfir vetrarvertíð- ina. 20 MILLJÓN KRÓNA GJALÐEYRISTAP Vegna þcssarar deilu hefir þjóðarbúið orðið fyrir stórkost- legu tjóni. Lauslega áætlað minnkar útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Vestmannaeyj- um um rúmlega 20 milljónir kr. Hinar hóflausu kröfur komm- únistaforsprakkanna í Vestmanna eyjum um hækkun á fiskverðinu til skipta úr kr. 1,22 upp í kr. 1,38 eða um 13% hærra en ann- arsstaðar á landinu, hafa leitt til þessarar löngu og skaðsamlegu cleilu, sem svift hefir sjómenn í Vestmannaeyjum ca. briðiungi af tekiuvonum þeirra á vfirstand- andi vetrarvertíð um leið og deil- an hefir skaðað útgerðarmenn og verkafclk í Vestmannaeyjum um milljónir króna. Það cr því ekki að furða þótt „Þjóðviljinn" sjái ástæðu til að færa forsprökkum sínum. í Vestmannaeyjum sér- stakar þakkir fyrir frammistöð- una. Umræðum um leigu bifreiðir lokið í Nd. ÞRIÐJA umræða fór fram í Nd. Alþingis í gær um frumvarp r.am göngumálanefndar um takmörk- un á fjölda leigubifreiða. Fram- sögumaður nefndarinnar, Sig- urður Bjarnason mælti með til- lögu frá Einari Ingimundarsyni og Gunnari Jóhannssyni um að takmörkunin næði einnig til Siglufjarðar, en áður hefur verið samþykkt að hún næði auk Rvík- ur til Hafnarfjarðar og Akureyr- ar. Hinsvegar gat nefndin ekki mælt með breytingartillögum frá Einari Olgeirsssyni, en gekk þó nokkuð á móts við aðra þeirra með því að kveða svo á, að ó- heimilt væri að skerða atvinnu- réttindi þeirra manna, sem á )ög- legan hátt stunda leigubifreiða- akstur þegar lökin taka gildi. Hélt Einar Olgeirsson ræður, þar sem sagði að frumvarp sam- göngumálanefndar væri óákveðið og illa orðað. En samtímis veitti þingheimur því athygli, að þessi sami þingmaður gerði sjálfur breytingartillögur við báðar sínar eigin breytingartillögur, að því er vírtist vegna þess, að hans eigin tillögur voru illa orðaðar!! Þriðju umræðu var lokið, að þessu sinni, en atkvæðagreiðsla fer fram á mánudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.