Morgunblaðið - 19.02.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.02.1955, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. febrúar 1955 10 Þesrar flusfveður er bezt C O í norðanátt er oft ekki bægt að lenda i Eyjiim Jóhaim Þ. Jésefsson sýnir fram á þörfina fyrir stœkkun flugvallarins í Vestm.eyjum JÓHANN Þ. JÓSEFSSON flutti í gær í Sameinuðu þingi fram- söguræðu fyrir þingsályktunartillögu sinni um stækkun Vest- mannaeyjaílugvallar. Hann benti á það að síðan flugvöllur var gerður í Vestmannaeyjum hafi mestur hluti farþegaflutninga til og frá Eyja verið með flugvélum. Kemur það sér þá mjög illa að flugvöllurinn er svo ófullkominn, að ekki er hægt að lenda á honum nema í vissri vindátt. „Bæjarstíórnaríhal(lið“ á ekki alja sökina! Játning frá t>féð- EKKI HÆGT AÐ LENDA í NORÐANÁTT í Vestmannaeyjum er aðeins ein flugbraut, sem þar að auki er stutt. Hún liggur frá austri til vesturs. En þetta þýðir að flugferðir til Vestmannaeyja liggja niðri í norðan og austan- átt. En í norðanátt er flugveður oft bezt. Þá geta flugvélarnar ekki lent þar né hafið sig til flugs. RÖDD ALMENNINGS OG SÉRFRÆÐINGA Jóhann benti á það að með frumvarpinu hefur hann látið fylgja ályktun bæjarráðs Vest- mannaeyjakaupstaðar og álits- gerðir Flugfélags íslands og flug- manna þess. í því fyrnefnda kem- ur fram rödd fólksins, en í hinu álit sérfræðinga. Bæjarráð leggur til að byggð verði ný flugbraut (þverbraut á hina), en Flugfélag- ið gerir þá tillögu að núverandi flugbraut verði lengd og breikk- uð til endanna. Verði það gert geta flugvélarnar lent þótt nokk- ur hliðarvindur sé. STÆRRA ÁTAK ÞARF Kvaðst flutningsmaður ekki gera upp á milli þessara tveggja tillagna. Slíkt væri bezt að flug- ráð fjailaði um. En það væri aug- ljóst að eitthvað þyrfti að gera í málinu. Stærra átak þurfti hið bráðasta. Kynnasí tæknimjnngiim og nýjum starfsaðferðnm ÞANN 13. febrúar .s. 1. lögðu 18 íslenzkir starfsmenn, verkstjórar og starfsmenn í járniðnaði og rafmagnsfræði af stað héðan frá íslandi til náms og kynningarferðar í Bandaríkjunum. Munu þeir heimsækja þar ýmsar verksmiðjur til að kynna sér framleiðslu- hætti þarna. ERU LAGÐIR AF STAÐ Þeir sem fara í kynningarferð- ina eru járniðnaðarmennirnir Sigurður Guðbrandsson, Oddur Guðmundsson, Jón Sveinbjörns- son og Þórður Sveinbjörnsson. — Rafmagnsfræðingarnir Eyjólfur Andrésson og Hans Berndsen og vélamennirnir Ingóifur Árnason, Magnús Einarsson, Guðjón Guð- mundsson, Tryggvi Jónsson, Ólaf- ur Lárusson, Ragnar Sigfússon, Gísli Bjarnason, Jón Guðjónsson, Guðjón Jónsson, Sverrir Karls- son, Guðmundur Runólfsson og Páll Sigurðsson. AÐRIR NÝKOMNIR HEIM Nýlega er lokið annarra kynn- ingarför ýmissa starfsmanna, sem kynntu sér tæknilegar .nýjungar Skiðanámskeið í Hveradölum SKÍÐANÁMSKEIÐ Skíðaféla.gs- ins hefjast n. k. mánudag. Guð- mundur Hallgrímsson skíðakenn- ari kom að vestan í gær og tekur strax til starfa. Dvelur hann í Skíðaskálanum þar sem nám- skeiðin verða haldin. Hvert námskeið mun byrja á mánudögum og standa í fimm daga, en laugardaga og sunnu- daga verður eins eða tveggja daga kennsla. Námskeiðsgjald er 20 kr. á dag fyrir fimm daga námskeiðin en 25 kr. fyrir ein- staka daga. Fólk, sem áhuga hef- ur fyrir skíðaíþróttinni ætti að nota sér þetta góða tækifæri og æfa sig undir leiðsögn reynds skíðakennara. Skal tekið fram að námskeið þessi eru jafnt fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Askriftarlistar og námskeiðskort eru afgreidd í verzlun L. H. Miiller. og starfshætti í ýmsum atvinnu- greinum í Bandaríkjunum. Þeir voru þessir: Erlendur Ólafsson, Björgvin Ólafsson, Guðmundur Sigurðsson, Daníel Einarsson, •Jón Halldórsson, Þorkell Jónsson, Bergur Haraldsson, Pétur Árna- son, Guðjón Stefánsson og Jón Þorkelsson. Kynningarferðir þessar, sem farnar eru. á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins hafa verið mjög vinsælar, enda til mikils gagns. Hafa þær veitt íslending- um tækifæri til að kynnast fjölda tæknilegra nýjunga, sem geta komið að góðu haldi við fram- leiðslustörf og aðra atvinnu. '0g STYKKISHOLMI, 10. febr. — Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Sigurðar Ágústssonar, Stykkis- hólmi hefur nú verið mjög end- urbætt. Settur hefur verið í hana nýr þurrkari og var hann reynd- ur s.l. laugardag 5. febr. og reyndist vel. Með þessum aðgerð- um er talið að allt hráefni nýtist betur að mun eða allt að því um 20%. Þá hefur mjölhúsinu verið breytt og allt með það fyrir aug- um að fá sem mest út úr rekstrin- um. Áætluð afköst verksmiðj- unnar eru nú 10 tonn af mjöli á sólarhring. Við verkið unnu menn frá vélsmiðjunum í Stykkishólmi, en Kristján Þorkelsson, verk- smiðjustjóri fiskimjölsverksmiðj- unnar, hafði yfirumsjón með verkinu. Þurrkarinn var smíðað- ur í Landssmiðjunni, en ýmis minni háttar tæki af vélsmiðjun- um hér í bænum. Talsvert hráefni hefur þegar safnazt í þrær verksmiðjunnar og er nú unnið af krafti að mala það. — Á. H. A BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gæf kom fram tillaga frá Bárði Daníelssyni og Alfreð Gíslasyni lækni, um það hvort ekki væri tiltækilegt að bæi inn kæmi sér upp stað til að mala og harpa efni í malbik. Bárður Daníelsson kvað mikla nauðsyn að koma slíkri stöð á fót. Sagði hann að venjan væri sú að kenna „bæjarstjórnaríhald- inu“ um allt, sem á skorti í tækni legum efnum en þetta væri ekki með öllu réttmætt því vitaskuld ættu verkfræðingar bæjarins að hafa forgöngu í þessum málum enda ekki aðrir til þess færir. Kvað B. D. verkfræðinga bæjar- ins of framtakslitla í þessu og fór hörðum orðum um starfsemi bæjarverkfræðings og deildar hans. B. D. kvaðst hafa átt tal við starfsmenn bæjarverkfræðings um málið og þeir tekið því vel en ekki talið sig hafa tíma til að sinna því. líorgarstjóri tók til máls og kvað það efni, sem tillagan fæli í sér heyra undir gatnagerð og því óþarfi að stofna til sérstaki'ar rannsóknar á málinu. Bar hann síðan fram eftirfar- andi dagskrártillögu: Á fundi bæjarstjórnar 16. sept. sl. kaus bæjarstjórn sérstaka gatnanefnd, og er verkefni henn- ar m. a. að gera tillögur um eftir- talin atriði: „Að auka á rannsóknir á og eftirlit með framleiðslu bæj- arins á sandi; möl, ofaníburði, malbiki, steypu o. s. frv., annað- hvort með samvinnu við atvinnu- deild Háskólans eða með stofn- un sérstakrar rannsóknarstöðv- ar. Á hvern hátt unnt sé að fram- kvæma gatnagerð á ódýrari og einfaldari hátt, svo sem með lagn ingu bráðabirgðamalbiks, þar sem það þykir við eiga. Endurbættar vinnuaðferðir í gatna- og holræsagerð, svo sem með því að tryggja, að bæjar- sjóður hafi jafnan yfir að ráða þeim beztu tækjum, sem völ er á á hverjum tíma, og að gera að öðru leyti tillögur um hvers- konar endurbætur og nýungar, er hún telur æskilegt að teknar verði upp í þessu sambandi. Nefndinni er heimilt að ráða til sín erlendan sérfræðing, ef hún telur þess þörf“. Þar sem bæjarstjórnin hefur þegar samþykkt að láta fram fara þær rannsóknir sem tillaga Bárðar Daníelssonar og Alfreðs Gíslasonar fjallar um, telur bæj- arstjórnin ekki ástæðu til að samþykkja tillöguna og vísar henni til gatnanefndar." Tillaga borgarstjóra var sam- þykkt með 8 atkv. gegn 5' Á myndinni sjást talið frá vinstri. — Fremri röð: Formaður Gideonfélagsins, Þorkell Sigurbjörnsson, við fyrstu afhendingu Nýjatestamentisins í skólum, Gísli Jónasson, skólastjóri, Frímann Ólafsson, varaformaður Gideonfélagsins. — Afíari röð: Hermann Þorsteinsson, ritari félagsins og kennari bekkjarins. Nýjatestamentum út- hlutað # barnaskólun SNEMMA á þessum vetri hóf Gideonfélagið úthlutun Nýja testamenta í 12 ára aldursflokk- um í öllum barnaskólum lands- ins. Úthlutunin er nú vel á veg komin. Fulltrúi félagsins hefur jafnframt haft eina kristindóms- fræðslustund í hverjum 12 ára bekk um sig, í stærstu skólunum, og afhent bækurnar að henni lok- inni. Myndin er tekin í einum bekk Langholtsskólans í Reykja- vík. Alls munu vera um 3000 börn 12 ára á öllu landinu. Er ráðgert að haldið verði áfram úthlutun Nýja testamentis á hverju skóla- ári hér eftir. Hefur þessi nýja starfsgrein Gideonsfélagsins mælst mjög Ólafur Bjömsson formaður dansk- íslenzka félagsins AÐALFUNDUR Dansk-íslenzka félagsins hér í Reykjavík var haldinn s.l. þriðjudag. Var þar kjörin ný stjórn í félagið Krist- inn Ármannsson yfirkennari, baðst undan endurkosningu sem formaður. En hann hefur lengi verið formaður félagsins. Formaður var kjörinn Ólafur Björnsson prófessor. Meðstjórn- endur voru kjörnir þeir Friðrik Einarsson læknir, Guðmundur Þorláksson magister, Þorvarður Júlíusson skrifstofustjóri og Har- aldur Ágústsson kennari. Fyrir voru í stjórninni þeir Ludvig Storr ræðismaður og Hallgrimur Jónasson kennari. Klemenz Tryggvason hag- stofustjóri og Jóhannes Áskels- son jarðfræðingur báðust undan endurkosningu sem meðstjórn- endur. vel fyrir, en hún er kostuð alger- lega af frjálsum framlögum fé- lagsmanna og annarra velunnara málefnisins. Fulltrúi félagsins hefur beðið Morgunblaðið að færa skólastjór- um, kennurum og nemendum kær ar þakkir fyrir hlýjar viðtökur. Fulltrúar Helsingfors- borgar vœntanlegir í boði bœjarstjórnar Rvíkur á sumri komanda í JÚLÍ s. 1. sumar bauð borgar- stjórn Helsingfors fulltrúum frá Reykjavíkurbæ í heimsókn til borgarinnar og tóku fimm bæjar- fulltrúar, auk borgarritara, þátt í þeirri för. Þarna var um eins konar kynningarhei:nboð að ræða enda voru ýmsar stofnanir og starfsemi höfuðborgar Finna kynnt fyrir Reykvísku fulltrúun- um. í Helsingfors lýsti dr. Sigurður! Sigurðsson því yfir af hálfu bæj- arstjórnar Reykjavíkur, að hún óskaði eftir, að fulltrúar frá Helsingforsborgar kæmu í heim- sókn ‘til Reykjavikur á sumri komanda. Var þetta boð síðar ítrekað með bréfi og hefur nú borizt svar frá borgarstjóra Helsingfors um, að fulltrúar hennar komi hingað til heimsókn ar siðari hluta júnímánaðar n.k. Órkíippur úr inn- lendum og erlend- um FYRIRTÆKIÐ „Blaðaumsagnir“ tók til starfa 1. febrúar 1952, og hefur því starfað í þrjú ár. Til- gangur og starf þess er að safna úrklippum um ýmiss efni úr dag blöðum bæjarins. Þessu er þannig fyrirkomið, að menn gerast áskrif endur að "inhverju vissu efni og íá það allt sent, sem um það efni er ritað í blöðin. Fyrirtæki, félög og einstakl- ingar safna úrklippum úr dag- blöðu.m. Einkafyrirtæki og opin- berar stofianir safna öllu dag- blaðaefni, sem fjallar um við- komandi stofnanir, störf þeirra og rekstur. Einstaklingar safna öllu dagblaðaefni um hugðarefni sín. „Blaðaumsagnir" vinna úr um þrjátíu blöðum, sem gefin eru út viðs vegar um landið. Á hverja grein er límdur blaðhaus, sem ber með sér, úr hvaða blaði greinin er og hvenær hún birtist. Fram til þessa hefur aðeins verið hægt að útvega úrklippur úr íslenzkum blöðum, en nú get- ur fyrirtækið einnig boðið úr- klippur úr erlendum blöðum. Nú þegar er hægt að útvega úrklipp- ur úr dönskum, enskum, norskum og sænskum blöðum, og innan skamms mun einnig verða hægt að útvega úrklippur úr flestum öðrum Evrópu-blöðum svo og bandarískum. V/ASHINGTON í febr. — Banda- ríkjastjórn og einstök iðnaðar- fyrirtæki ætla að hafa samvinnu um stóra deild á vörusýningunni í París, sem haldin verður um miðjan maí, en deildin á að heita: „Aðalgata — USA“. — („Main Street — USA“). Sýningin verður í fjórum deild um: Heimili, skóli, sveitabær og verksmiðja. Sýnd verða í „heim- ilis“-deildinni, eldhús, borðstofa og setustofa með öllum nýjustu vinnusparnaðar tækjum. Á „sveitabænum“ verður unn- ið að amerískum hætti og á sama hátt verður sýnt í verksmiðj- unni amerísk vinnuvísindi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.