Morgunblaðið - 20.02.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. febrúar 1955 Stjjómarkjöri í Hár- araíélðgi Rvíkur í lýkur i kvö NÚ UM helgina fer fram stjórn- arkjör í Múrarafélagi Reykja- ■víkur. Kosið er í skrifstofu fé- lagsins í Kirkjuhvoli. í dag hefst lcosningin kl. 1 e. h. og stendur til kl. 10. í kvöld og er þá lokið. ’Í'veir listar eru í kjöri. A-listi lýðr.æðissinna og B-listi kommún- ista. IslandsmyiKlin „Viljans merki" sýnd víða KVIKMYNDIN „Viljans merki“ hefur nú verið sýnd á þrem stöð- um, í Reykjavik, Hafnarfirði og á Selfossi, og hafa tæplega 5.000 manns séð hana. Hafa kaupfélög- in tekið upp þann hátt, að bjóða almenningi að sjá myndina ókeypis hvert á sínu félagssvæði, og sáu til dæmis 2500 manns myndina í Hafnarfirði einum. í dag, sunnudag, verður mynd- in sýnd á Akranesi og býður Kaupfélag Suður-Borgfirðinga öllum bæjarbúum til sýninganna í Bíóhöllinni kl. 3,30, 5, 6, 7 og 8 og er sýningin klukkan 6 fyrir börn. Á frumsýningunni flytur Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, ávarp. Úrklippur úr sænskum blöðum, þar sem getið er um sænsku frum sýninguna á þessari mynd, hafa nú borizt hingað. Fara blöðin lof- samlegum orðum um mynd.ina og telja hana vera hina ágætustu kynningu fyrir Island. Runélfur Runólfsson éttræður IDAG er mætur maður og borg- ari Reykjavíkur áttræður að aldri, Runólfur Runólfsson, Bú- staðabletti 11. Hann er fæddur 20. febrúar 1875 í Kvíslhöfða í Álftaneshreppi í Mýrasýslu og var yngstur 10 barna þeirra Runólfs Guðmundssonar og Þorbjargar Jónsdóttur, er þar bjuggu. ólst , Runólfur yngri upp í Kvíslhaga j til 10 ára aldurs, en fór þaðan að j Stangarholti í Borgarhreppi. i Dvaldist hann þar til ársins 1898, : en þá fluttist hann til Reykjavík- ur. Árin 1903—1909 var hann j vinnumaður á Neðra-Hálsi í Kjós j hjá bændahöfðingjanum Þórði hreppstjóra Guðmundssyni. Að þeim tíma liðnum fluttist Runólf- 30 lyrir rétti -★ JÓHANNESBORG, 16. febr.: .— 30 blökkumenn mættu fyrir rétti hér í borg í.dag, ákærðir um að hafa reynt að stofna til óeirða í sambandi við brottflutning blökkumanna frá vesturhverfum boi-garinnar til nýrrar borgar Skammt frá. Voru þeir allir sýkn- aðir eða sektaðir lítilsháttar. 20 daga banni við opinberum fund- um var aflétt í dag, þar sem flutn ingar hafa gengið árekstralaust. Bréi: M.b. Skjaldbreið og verfefailið Hr. ritstjóri! ÚT AF bréfi héraðslæknisins á Hólmavík, er birtist í blaði yðar í dag, þar sem athugasemd er gerð við það, að Skjaldbreið var ekki: látin sigla frá Reykjavík áður en verkfall matreiðslu- og framreiðslumanna hófst hér hinn 20. f.m., viljum vér vinsamlega biðja Morgunblaðið að birta eft- irfarkndi skýringu: Skjaldbreið kom til Reykja- víkur úr Breiðafjarðarferð hinn 17. jpnúar og var skipið losað þann dag og fór í slipp vegna þess áð loki var inn í lest skipsins bak- borðsmegin og einnig þurfti að athuga og gera við skrúfu þess. Dá þurfti viðgerðar í sambandi við það, að lega þrýstiáss vélar hitaði sig, en nýlega hafði verið skipt um skrúfuöxul, og fleiri við gerðir þurfti að framkvæma á skipftiu þannig að það varð því miðRr ekki tilbúið til ferðar norð ur áður en áðurnefnt verkfall hófst á miðnætti 19. til 20. jan. Mun það rétt athugað, að Skjald- J breið hafi þannig orðið fyrsta skipið í áætlunarsiglingum, sem stöðvaðíst vegna nefnds verk- falls, en eitthvért skip hlaut að Vprðli fyrst í þessu sambandi. "Reykjavík, 19. febrúar 1955. F:h. Skipaútgerðar ríkisins t’ — ----Guðjón F. Teitsson. ur aftur til Reykjavíkur og hefur dvalizt þar síðan. Árið 1910 kvæntist hann Guðfinnu Frið- finnsdóttur frá Kvíarholti í Holta- sveit í Rangárvallasýslu. Hún andaðist 1929. Þeim hjónum varð fjögurra dætra auðið. Ein þeirra, Hrefna, dó í æsku, en hinar eru lífs og eiga heima hér í Reykja- vík, Eru það þær Gyða, gift Júlí- usi Magnúsyni frá Kolviðarnesi, Ásgerður, gift Georg Arnórssyni málax-ameistaia, og Lára, sem vinnur við bókband í ísafoldar- prentsmiðju. Runólfur hefur alla jafna unnið líkamlega vinnu um dagana, og hvergi hlíft sér, en þrátt fyrir það og hinn háa aldur sinn er hann næsta ern og heilsugóður, og virðist Elli kerling lítið á honum vinna. Hefur hann og alltaf verið stakur reglumaður og aldrei látið geðstox-ma bera sig langt af braut samx-æmis og jafnvægis, enda hef- ur líf hans liðið áfram sem lygn og tær straumur. Hann er manna þögulastur, — sóar ekki orku sinni í „ónytjumælgi", en er mað- ur fastlyndur og hreinn og beinn, þegar því er að skipta. Hefur hann ákveðnar skoðanir, þó að hann auglýsi þær lítt, og kemur það helzt fram í ótrauðu fylgi við þær hugsjónir, sem hann telur góðar og horfa til heilla. í Guð- spekifélaginu hefur hann starfað lengi á sinn hljóða og yfirlætis- lausa hátt, og í Góðtemplararegl- unni hefur hann vei’ið góður og öruggur starfskraftur í 30—40 ár. | — Alls staðar mun sama sagan um hann sögð: Hann er hávaða- laus heiðursrhaður, traustur og ör- uggur til sóknar og varnar á þeim oi-ustuvelli, þar sem hann hefur kosið sér vígstöðu, heill í hverju máli. Og enn þá er þessi fróð- leiksfúsi maður alltaf að læra. — j' Það, sem mér hefur fundizt at- ] hyglisverðast og skemmtilegast í fari Runólfs Runólfsonar á þeim j vegum, sem við höfum troðið sam- an, er kyrrlát alúð og rólegt jafn- gengi, sem löngum mun reynast drjúgt til áhrifa og árangurs. j Sú er ósk mín á þessum tíma,- mótum í ævi Runólfs, að ævikvöld- ig megi verða honum friðsælt og fagurt og að enn megi hann safna þeim auði, er hann mun alltaf hafa talið eftirsóknai’verðastan, — ' þekkingu og vizku. | , i Gretar Fells. ■ ■ Fulltrúar á Búr.aðarþinginu o. fl. skoða ar h.f. í gærdag. Deutz dieseldráttarvélarnar fyrir uian Vélsmiðjuna Ham> (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) SÚÐAVÍK, 19. febrúar. — Sið- astliðinn hálfan mánuð hefur ver- ið hér stilla og kyrrviðri, logn og sólskin í innsveitum með 5—8 stiga frosti. Snjólaust er að mestu leyti en svelllög nokkur og víða vatnslaust í íbúðarhúsum vegna frosta. Laugardaginn 12. þ. m. hélt kvenfélagið Iðja hið árlega Þorra blót sitt í samkomuhúsinu hér. Fór það hið bezta fram og var fjölsótt að vanda. Snætt var úr trogum með sjálfskeiðingum eða skeiðahnífum, hangikjöt, hákarl, harðfiskur og annar íslenzkur undirstöðumatur, svo sem tilheyr ir slíkum mannfagnaði. Frú Rósa Friðriksdóttir setti hófið með stuttu ávarpi. Er fólk hafði matazt var skemmt með fjöldasöng og einnig söng bland- aður kór undir stjórn Áka Egg- ertssonar. Benjamín Jónsson skó- smiður söng revíuvísur og sýnt var stutt leikrit við mikinn fijgn- uð áhorfenda. Að lokum var dansað fram eftir nóttu. STÚDENTARÁÐ Háskólans mun efna til kvöldíagnaðar í Sjálf- stæðishúsinu á sprengidagskvöld. Verður þar ýmislegt til skemmt- unar, og þegar ákveðið að Smára- kvartettinn syngi, og Norðan- stúdentar og sunnan keppi í vísna gerð. Þá verður þar kappát, en ekki er vitað nánar hvernig sú keppni skuli fram fara, né heldur hvort borið verði fyrir þátttak- endur baunir og saltkjöt, þó slikt þyki sjálfsagður sprengidagsmat- BUNAÐABÞINGSFULLTRÚAR LDRÁTTAR- Vélarnar eru loftkældar og hafa reynzt vel við íslenzka staðhætti IGÆRDAG bauð Vélsmiðjan Hamar h.f. fulltrúum á Búnaðar- þingi og ráðunautum að skoða tvær Deutz dieseldráttarvélar. Á eftir var gestunum boðið upp á kaffi og að horfa á kvikmynd frá Deutz-verksmiðjunum um framleiðslu og hæfni dráttarvélanna. Vélar þær, sem til sýnis voru, voru tvær loftkældar diesel- dráttarvélar, en Hamar h.f. hef- ur umboð Deutz-verksmiðjanna hér á landi. Hafa þegar verið fluttar til landsins um 50 vélar af þessum gerðum og eftirspurn orðin mikil eftir þeim og frá síð- ustu áramótum borizt pantanir á yfir 80 vélum. ELZTI MOTORVERKSMIÐJUR í HEIMI Deutz-verksmiðjurnar eru elztu mótorverksmiðjur í heimi. Eru vélar frá þeim dreifðar um öll lönd og þykja hinar vönduð- ustu í hvívetna. í síðustu heims- styrjöld hófu verksmiðjurnar framleiðslu á loftkældum diesel- vélum, sem þá var algjör nýjung, en er nú talin vera ein mesta I framför í smíði dieselvéla á síð- I ustu 20 árum. Loftkælingin hefur i í för með sér einfaldari bygg- I ingu vélanna, ennfremur hverfur I hið viðkvæma vatnskælikerfi, en samkv. opinberum skýrslum or- ' sakast fimmta hver vélartruflun af bilun í vatnskælikerfi. 11 OG 15 HESTAFLA Vélarnar sem sýndar voru í gær, vorxx sem fyrr segir af tveim ur gerðum, 11 ha. og 15 ha. Minni vélin er sérstaklega smíðuð fyrir Þessi mynd er úr einum barnaskólanum í Rvík. Börnin eru í óða- önn við að kaupa sér sparimerki og raða sér upp til þess að allt gangi sem greiðast og- skipulegast. Þessi sparimerkjasala gengur mjög vel og er smátt og smátt að verða fastur liður í skólastarf- inu. Þótt ekki séu háar upphæðir, sem inn eru lagðar hverju sinni, þá safnast þegar saman kemur, og því mun fjöldi barna nú hafa stórum aukið sparifé sitt þessa síðustu mánuði, sem vonandi verð- ur þeim að tilætluðu gagni. Allir ættu að styðja börnin í þessari viðleitni, að ekki sé sjálf- sagt að eyða hverjum eyrir um ieið og hans er aflaðT. Og gjarnan mega sælgætiskaup barna minnka. Það væri ekki síst hollt heilsu- íari þfiixtft, f, U--------------------------------- heyvinnslu, garðrækt og létta jarðvinnslu. Hefur hún 6 gíra á- fram og 3 afturábak og nýtist því afl vélarinnar mjög vel. — Sláttuvélin er staðsett framan við afturhjól, greiðan er 4% fet að lengd,. þéttíingruð eða gróf- fingruð eftir vild. Liðleg hand- ljTta er fyrir sláttuvélargreiðu. Múgavélar, plógar, kartöfluupp- tökuvélar, flutningsvagna o. m. fl. er hægt að fá með vélinni. Eldsneytiseyðsla er 1.25 lítrar dieselolía á klst. að meðaltali viS landbúnaðarstörf. Þyngd um 830 kg og mesta dráttarafl á krók urn 800 kg., en um 7 lestir á slétt- um vegi. LÁS Á MISMUNADRIFI Hin vélin, 15 ha., er heppilegri fyrir öll meðalbú til bæði hey- og jarðvinnslu og dráttaraflið um 1350 kg. á krók, en það er fyllilega nægilegt til jarðvinnslu- starfa. Á þessari vél er lás á mis- munadrifi, þannig að læsa má því, sé laust fyrir afturhjólum og með því fyrirbyggja að aftur- hjólin spóli á víxl. Framöxull er á fjöðrum og eykur það öku- hæfni dráttarvélarinnar á slæm- um vegum og vegleysum. ÖRUGG GANGSETNING f mörg ár hefur 15 ha. vélin verið mest seld af öllum dráttar- vélum í þessum stærðarflokki í Þýzkalandi og víðar í Evrcpu. — Reynsla íslenzkra bænda hefur og verið mjög góð og ljúka eig- endur vélanna á þær hinu mesta lofsorði. Korna þær mjög til greina kostir loftkælingarinnar og hin mikla sparneytni þeirra og að gangsetning þeirra er ætíð örugg. Spilak’íöld í Sjálí’ sa SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykjavík efna til spilakvölds í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld og hefst það kl. 8,30 stunövíslega. Að spilakeppninni lokir.ni flytur Kjartan Jóhannsson, alþingismaður, ræðu, en síðan verður kvikmyndasýning. Það er orðin venja félag- anna að halda spilakvöld á bolludaginn og hafa þau ætíð verið mjög fjölsótt, þar sem gestir hafa gætt sér á ljúf- fengu boliukaJffi, _____ J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.