Morgunblaðið - 20.02.1955, Page 8

Morgunblaðið - 20.02.1955, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. febrúar 1955 orpmMa Ctg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábjrrgSarm.) Stjórnmálaritstjóri: SigurSur Bjarnason frá V'gur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Bætt húsnæði — þýðingaimihil hlið kjarabaiúttunnar ABARÁTTU hverrar þjóðar fyrir bættum lífskjörum eru margar hliðar. Ein þeirra er þörf- in fyrir sómasamlegt og heilsu- samlegt húsnæði. Lélegar og heilsuspillandi íbúðir hafa löng- um verið gleggsta tákn fátæktar og erfiðleika. Það er hinsvegar almennt við- urkennt, að fátt hefur jafn rík áhrif á allt líf manna og húsnæði þeirra. Það er hið daglega um- hverfi fólksins. Það er umgerðin um heimili þess og fjö'lskyldulíf. Sjálfstæðismenn hafa frá uphafi gert sér þetta ljóst. Þessvegna hafa þeir haft for- ystu um margvíslega viðleitni til þess að styðja í senn fé- lagsframtak og einstaklings- framtak til umbóta í húsnæðis málum. En á því sviði hafa mikil verkefni blasað við. fs- iendingar hafa fram á þessa öld búið svo að segja eingöngu í torfbæjum. Ein eða tvær kyn slóðir hafa því orðið að byggja ný og varanleg húsakynni fyrir alla þjóðina, við sjó og í sveitum. Forganga höfuðborgarinnar Undir forystu Sjálfstæðis- manna í Reykjavík var lagt fram fé til bygginga verkamannabú- staða. Hefur höfuðborgin gengið á undan í þessu efni. Allt frá því að lögin um verkamannabústaði voru sett hefur bæjarstjórn Reykjavíkur lagt mikið kapp á að þau yrði framkvæmd til hagsbóta fyrir verkafólk í bænum. Jafnframt hefur bæjarfélagið sjálft ráðist í miklar íbúðabygg- ingar. Loks hefur á marga vegu verið reynt að greiða fyrir ein- staklingsframtakinu og örfa það til byggingarframkvæmda. Á Alþingi höfðu Sjálfstæðis- menn forgöngu um það árið 1947, að aukavinna efnalítilla einstakl- inga við byggingu eigin íbúða var gerð skattfrjáls. Fyrir forystu Sjálfstæðis- manna hafa tvær siðustu ríkis- stjórnir einnig varið allmiklu fé til lánastarfsemi í þágu efnalítilla einstaklinga, sem ráðist hafa í að byggja yfir sig. Lánadeild smáíbúða var stofn- uð og hefur orðið fjölda fólks um allt land að miklu liði. Enn er þess að geta, að núver- andi ríkisstjórn hefur ákveðið að freista þess að leysa lánsfjárþörf vegna íbúðabygginga að nýjum leiðum. Verður sennilega lagt fram frumvarp um þau efni ein- hverntíma á r.æstu vikum. Bvgg- ir fjöldi fólks, sem ráðgert hefur íbúðabyggingar eða hefur þegar ráðist í þær, miklar vonir á heit- um ríkisstjórnarinnar á þessu sviði. Því miður er byggingarkostn- aður mjög hár hér á landi. Efna- lítið fólk verður því að leggja mjög hart að sér við að eignast þak yfir höfuðið. Nýr skuggi Nýr skuggi hefur riú éinnig færst yfir baráttu þjóðarinnar á þessu sviði. Með hinum miklu kauphækkunarkröfum, sem nokkur stærstu verkalýðsfélögin jhafa sett fram fyrir áeggjan kommúnista skapast líkur fyrir stórauknum byggingarkostnaði. Ef þessar kröfur næðu fram að ganga hlyti afleiðing þeirra að verða verðfelling íslenzkrar krónu. Allt byggingarefni hlyti þá að stórhækka í verði. Mjög hækkuð vinnulaun myndu einnig draga úr mögu- leika mikils fjölda fólks til þess að ráðast í íbúðabygging- ar, þar sem kaupmáttur laun- anna myndi síður en svo auk- ast með ótryggari grundvelli gjaldmiðilsins. Þar að auki hlytu möguleikar ríkisins til þess að auka lánastarf- semi í þágu húsnæðisumbóta að þverra að mun er afkomu at- vinnuveganna væri stefnt í voða. Allt þetta gera kommúnistar sér ljóst er þeir undirbúa stór- felldar iaunahækkunarkröfur. Umbæturnar í húsnæðismálunum undir forystu Sjálfstæðismanna hafa verið þeim þyrnir í augum. Þeir vilja umfram allt stöðva þær. Á króssg'ötum Við íslendingar stöndum nú á krossgötum. Viljum við halda áfram umbótum í húsnæðismál- um og alhliða framförum í land- inu? Eða viljum við hverfa að því ráði, að eyðiíeggja grundvöll íslenzkrar krónu, lama bjargræð- isisvegi okkar og leiða yfir al- menning fullkomið öryggisleysi? Um þetta tvennt er að velja. , Meginhluti þjóðarinnar vill áreiðanlega velja fyrri kost- inn. En kommúnistar voru ekki í neinum vafa um að velja hinn síðari. Nú eins og fyrr vita þeir að eymd og j vandræði eru þeirra beztu ' vopn. Bak við þrjá marskálka ENDA þótt margt sé á huldu um síðustu breytingar á stjórn Sovét- ríkjanna greinir menn þó ekki á um það, að þær þýði fyrst og fremst stóraukin völd rússneska hersins. Sést það m. a. á því, að í þremur æðstu stöðum stjórnar- innar sitja nú þrír marskálkar skrýddir stjörnum og heiðurs- merkjum.Eru það þeirVoroshilov marskálkur, sem er forseti Sovét- ríkjanna, Bulganin, sem er for- sætisráðherra og Zhukov, sem er landvarnarráðherra. En bak við þessa þrjá „alþýðu- leiðtoga“ situr svo herra Krush- chev, aðalritari kommúnista- flokksins og hefur alla þræðina í sinni hendi. Eitt af því, sem mesta athygli hefur vakið síðan forsætisráð- herraskiptin urðu í Rússlandi er ræða Molotovs utanríkisráðherra um vetnissprengjuna. Lýsti hann því skýrt og skorinort yfir, að Rússar gætu nú búið til öflugri vetnissprengjur en Bandaríkja- menn. Er þarna trúlega að finna skýringu þess, að kommúnistar minnast nú sjaldnar en áður á nauðsyn þess að banna kjarn- orkuvopn. Framh. af bls. 1 Bretar og Bandaríkjamenn eru hinsvegar sammála um, að ráð- stefna um Formósu-málin án þátt töku þjóðernissinna, eins og Ráð- stjórnarrikin hafa stungið upp á, komi ekki til greina. Ráðstjórnar- ríkin vildu bjóða 10 þjóðum þátt- töku en ekki þjóðernissinnum. Síðan hefir Peking-stjórnin neit- að að sitja nokkra ráðstefnu, er Formósu-stjórnin fær aðild að. t Eden mun ræða við Gamel Abdel Nasser, forsætisráðherra Egyptalands á morgun í Kairó, og er búizt við, að hann reyni að telja Egypta á að segja sig ekki úr Arábabandalaginu, þó að Tyrkland og írak geri með sér gagnkvæman varnarsamning. Einnig er búizt við, að þeir ræði bætta sambúð ísrael og Araba- ríkjanna. Brezka stjórnin álítur hinn gagnkvæma varnarsamning Tyrklands og íraks treysta mjög varnir Mið-Asíu og er búizt við, að Eden muni tjá "Nuri el Said, utanríkisráðherra íraks, það, en Eden mun ræða við hann á heim- leiðinni. Þróttur heldur skemmtun ★ KARACHI, 19. febr.: — For- seti Tyrklands, Celal Bayar, sem er í opinberri heimsókn í Paki- stan, sat í dag boð landstjórans í Pakistan, Gulah Mohammeds. í ræðu sagði forsetinn, að stefna Tyrklands og Pakistan væri byggð á grundvelli gagnkvæms öryggis. Sagði hann, að vináttu- og varnarsamningur þjóðanna, tveggja, sem nú er í bígerð, væri aðeins upphaf nánari samskipta Á þriðjudagskvöld efnir Knattspyrnufélagið Þróttur til fjölbreyttr- ar skemmtunar í Austurbæjarbíói. Hyggst félagið senda tvo knatt- spyrnuflokka utan næsta sumar, en einnig vinnur félagið að því að efla félagsheimilissjóð sinn og ágóðinn af þessari kvöldskemmt- un á að renna í félagsheimilissjóðinn. Á kvöldskemmtuninni koma margir góðir skemmtikraftar fram, sem orðið hafa vinsælir í bænum með söng í útvarp eða á skemmt- unum. Þau Guðrún Á. Símonar og Magnús Jónsson syngja dúetta úr óperum og óperettum, með aðstoð Weisshappels. Þá syngur Smárakvartettinu með undirleik Billich. Gamanvísnasöngvarinn Hjálmar Gíslason c-kemmtir með bráðsmellnum gamanvísum og síðan syngja hinar vinsælu Öskubuskur. Þá skemmtir Hallbjörg Bjarnadóttir og með henni er hraðteiknari. Lokaðir fundir heppiiegri til viðræðna um afvopnunarmál FORMÆLANDI brezka utanríkisráðuneytisins skýrði frá því í London í dag, að fulltrúi Bretlands á ráðstefnunni um alþjóða afvopnun, yrði Nutting, aðstoðarutanríkisráðherra og aðalfulltrúi Breta hjá SÞ. Ráðstefnan hefst n. k. föstudag. Kvað hann brezku stjórnina fagna því, að Ráðstjórnarrikin hefðu ákveðið að senda Gromyko sem fulltrúa Rússa á ráðstefnuna. \Jeivahancll áLri^ar: Góa gengur í garð. VÆNTANLEGA þarf ekki^að minna ykkur á það, húsfreyj- ur góðar, að í dag er fyrsti Góu- dagur, sem ykkur ber að fagna að góðum og gömlum sið á svip- aðan hátt og bænéur-r-eiga að fagna Þorra. Það skyldi þó aldrei 1 vera, að hann hafi verið svona óvenjulega kaldlyndur við okkur í ár, vegna þess, að bændur hafi ekki tekið á móti honum sem skyldi? Þá ættuð þið ekki kon- urnar að láta verða það sama með ykkur gagnvart Góu gömlu. Hún getur verið æði mislynd, sú gamla, svo að hollara er að fara vel að henni. — „Góa á til grimmd og blíðu, gengur í élja- pilsi síðu“ — segir einhvers stað- ar. f gömlum sið áttu húsfreyjur að fagna Góu með því að rísa árla úr rekkju, ganga þrisvar í kring- um bæinn á nærklæðunum ein- um með þessum orðum: — Vel- komin sérlu, GóS mín og gakktu inn í bæinn. Vertu ekki úti i vindinum, vorlangan daginn. En svo«ó líka bóndinn að gera koíua srrmi eitthVað vel til þenn- an dag —á Jronudaginn. Vonandi gleymist þaí-heldur ekki. íf’f' Meira um jafnrétti á.dansleikjum. HÉR er Wti frá tveimur í upp- reisnarhug: „Kæri Velvakándi! Við lásum hér í blaðinu h. 17. þ.m. um jafnrétti karla og kvenna á dansleikjdín. Við erum alger- lega sammála bjéfritara og ger- um ráð fyrir, að svo sé um allt eða að minnsta kosti flest kven- fólk. Við lifum á tímum jafn- réttis karla og kvenna á flestum sviðum, þó ekki á öllum, þar á meðal þessu að gefa karlmönnum forgangsrétt til að bjóða upp á dansleikjum. Þetta er þvílíkt ó- réttlæti, að það ætti ekki að eiga sér stað og hefði átt að vera breytt fyrir löngu. Þetta er reynd ar ekki eini förgangsrétturinn, sem karlmenn hafa umfram okk- ur, en við látum aðra um að telja þá upp. Hjartans áhugamál. SVO langar okkur til að minn- ast á sóðaskapinn, sem tíðk- ast í matvöruverzlunum og brauð gerðarhúsum. Því í ósköpunum notar ekki afgreiðslufólk tangir eða eða þvíumlíkt þegar um er að ræða óinnpakkaðar neyzluvör- ur, sem kaupandinn lætur beint úr búðinni í munninn — kökur, sælgæti alls konar o. s. frv.? Af- greiðslufólkið tekur við gömlum og óhreinum peningum frá hin- um og þessum. Er hægt að ímynda sér liíklegri sýkla- og smitbera? Fólk virðist yfirleitt ekkert hugsa út í þessa hættu. Og svo er það eitt enn. Okkur finnst, að kvenlæknunum mætti fjölga, sérstaklega sérfræðingum i kvensjúkdómum. Við vonum, kæri Velvakandi, að þú birtir þetta, því að þetta eru allt okkar hjartans áhuga- mál. — Virðingarfyllst, — „Tvær í uppreisnarhug." Hvað dvelur merki Landgræðslusjóðsins? OG svo segir einn óþolinmóður: „Hvað dvelur sígaretturnar með græna miðanum — Land- græðslusjóðsins? Sums staðar hafa þær fengizt þegar fyrir all löngu, en í flestum tóbaksverzl- unum bólar ekkert á þeim enn. Ég er orðinn óþolinmóður. því að þetta: að láta 20 aura afganginn af 10 krónunum renna til land- græðslu, er mesta þarfa hugmynd og ætti að komast sem allra fyrst í framkvæmd. — Auðvitað er ég reykingamaður, annars væri ég sennilega ekki að rekast í þessu. — Óþolinmóður.“ Brezka stjórnin hefir lýst yfir því, að hún sé ekki mótfallin tillögu Rússa um alþjóða ráð- stefnu varðandi afvopnun. Hins- vegar hafi fram að þessu lítill árangur náðst um afvopnun a fjölmennum ráðstefnum, og meiru hefði verið komið til leið- ar í þessum málum á lokuðum ráðstefnum eins og þeirri, er hæfist í næstu viku fyrir for- göngu Breta. O RÚSSÁR HAFA EINKUM ÞRENNT í HUGA Stjórnmálafréttaritari brezka útvarpsins segir, að með tillögu sinni um alþjóða ráðstefnu hafi Ráðstjórnarríkin einkum þrennt í huga, auk þess að slík tillaga mælist vel fyrir: 1. Sú uppástunga, að allar þjóð- ir eyðileggi kjarnorkuvopna- birgðir sínar, myndi þurrka út þá yfirburði, er vestrænar þjóðir hafa fram yfir komm- únisku ríkin á þessu sviði. 2. Engin þjóð skyldi auka víg- búnað sinn fram yfir það, er þær höfðu á að skipa 1. jan. 1955. Myndi það hafa í för með sér, að Ráðstjórnarríkin hefðu eftir sem áður á að skipa mestum herafla og har- gögnum af venjulegri gerð (kjarnorkuvopn undanksilin). 3. Komið yrði í veg fyrir endur- hervæðingu V.-Þýzkalands, en Ráðstjórnarríkin hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess síðan Parísarsamningarnir komu til sögunnar. Brimbrjóturinn í Bolungavík skemm- isf enn einu sinni BOLUNGAVÍK, 10. febr. — í ofviðri því, er geysaði hér þeg- ar Egill rauði strandaði, gekk sjór látlaust í nokkra daga yfir brimbrjótinn hér. Eftir ofviðrið kom í ljós að fremsti kassinn hafði snarast til og eitt horn hans lækkað um 58 cm. Er að þessu mikið tjón fyrir Bolvíkinga og til mikilla óþæginda fyrir bát- ana að athafna sig þar. Annars hafa verið góðar gæft- ir undanfarna daga og bátar héð- an aflað sæmileg vel. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.