Morgunblaðið - 20.02.1955, Side 14

Morgunblaðið - 20.02.1955, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. febrúar 1955 __ tmm “TUí : EFTIRLEIT EFT3R EGON HOSTOVSKY Framh'aldssagcm 26 einstaklingsfrelsi og óflekkaðri samvizku, þess vegna ætla ég að koma með uppástungu. Segið mér staðreyndirnar um Kral, nefnið ekki, hvar þér hafið náð í þær. Ef þetta er ekki sann- gjarnt, þá veit ég ekki, hvað það er“. „Já, þetta auðveldar málið fyrir mig. Ef ég skil yður rétt þá er það allt og sumt sem þér viljið fá að fullvissa yður um, að þér getið látið Kral fá leyfið án ó- þægilegra afleiðinga fyrir vður. Ég var og er enn reiðubúinn til að gera þetta — en einnig án nokkurra óþægilegra afleiðinga fyrir mig“. „Hvað í ósköpunum eruð þér að fara?“ „Husner“. „Hver er hann?“ „Maður gæti haldið, að þér vissuð ekki hver hann er“. „Ég get ekki munað það í svip- inn. Ef til vill vegna þess að ég er of hissa á hverflyndi yðar“. „Eruð þér hissa vegna þess, að ég tala við yður eins og jafn- ingja? í fyrsta lagi segir flokk- urinn okkur að tala þannig, félagi við félaga, og í öðru lagi, finnst mér það leitt, að ég hef verið of hræddur síðast. Þér verðið að kenna þýzka hernáminu um það og viðskiptun.um við lögregluna". f nokkrar sekúndur var Mat- ejka alveg orðlaus. Hann setti hnefann í borðið en enginn háva,ði heyrðist. En þetta gat ekki hrætt Eric og hann rauf siálfur þöghina að lokum. „Þér voruð hérna ekki og höfð- uð engin skipti við Gestapo. Það hefur skilið eftir sitt mark á okkur hérna. En hugsið ekki um það núna. Ilvers vegna urðuð þér að leggja lykkju á leið vðar til þess að koma Husner í vand- ræði?“ Nú lamdi Matejka hnefanum í horðið enn einu sinni, og í þetta sinn mátti sjá á svip hans, að hánn skildi. „Þér eruð að tala um náung- ann, sem var inni, þegar þér töl- uðuð við þennan hóteleiganda Johnson. Hvað hef ég gert? Ég skipaði aðeins flokknum að banna félögum að skipta sér af verkefnum annarra starfsmanna 1 stjórnarráðinu, vegna þess að það gæti leitt til árekstra. Og ég skýrði frá því, hvað ég ætti við með því. Hvað sögðuð þér að liann héti — Husner? Ég vona, að hann hafi ekki orðið móðgað- í ur?“ „Ekki raunverulega. Má ég segja núna frá því, hverju ég hef komizt að um Kral?“ „Gerið það. Hvar eigum við að byrja?“ ! „Á sjálfum mér“. „Auðvitað“. „Vegna þess gð síðast enduðuð þér á Kral og konunni minni. Ég ætla að byrja á þeim í dag. Kral kom nokkrum sinnum til Olgu meðan skjólstæðingur hans var hérna og bað hana um ráð, hvað liann ætti að gera fyrir hana. Að minnsta kosti segir Olga það. Og þó að svo væri, að Kral hefði komið til Olgu annarra hluta vegna mundi það ekkert hafa með pólitík að gera“. | „Þér getið ekki verið viss um það. En við skulum trúa konunni yðar“. „Við eigum ekki annars úrkost- ar, en þetta er þýðingarmeira, að Joan er ekki kjördóttir Krals“. Matejka settist upp og klapp- aði saman höndunum og sagði ánægjulega: „Þetta var vel af sér vikið, gamli vinur, þetta kalla ég frétt- ir. Nú get ég séð hvílíkur asni ég hef verið að byrja á öfugum enda. Bíðið augnablik". I Hann tók upp símann. „Halló, er það vegabréfadeildin? Náið fyrir mig strax í vegabréf Joan Krals, fædd Kapoun, fór frá Prag , rétt fyrir jól. Það er mögulegt, að 1 vegabréfið sé ritað Kapoun — ég veit ekki nema hún hafi líka verið kölluð Kral. Það er rétt skjólstæðingur Krals, blaða- manns. Fór til Ameriku. Nei, með flugvél, ég er viss um það Þakka yður fyrir“. Ef Husner hefði verið í Erics stað, mundi hann hafa munað eftir öðru einkenni Matejka: hvenær sem Matejka virtist vera himinnfallinn af nýjum fréttum, var hægt að vera viss um, að það voru ekki fréttir fyrir hann, og þegar hann virtist ekki taka eftir því sem sagt var við hann, er það áreiðanlegt, að honum hafði ver- ið færðar raunverulegar fréttir. En Eric hafði ekki svona mikinn áhuga. Hann leit út eins og sjúk- lingur, sem horfir á tannlækninn vera að undirbúa spóluna, og hann sagði hnugginn við sjálfan sig: Þú verður að þola þetta, hve miklum sársauka, sem það veld- ur, ef það tekur fljótt af. „Fáið yður sigarettur, Brunn- er“. „Nei, þakka yður fyrir. Engar sígarettur og ekkert koníak". „Hvað er að yður í dag? Þér eruð mjög leiðinlegur". „Hvaða vitlevsa, að minnsta kosti ætla ég ekki að vera leiðin- legur. En ef til vill get ég haldið áfram með söguna mína. Ég hef talað við marga um Kral. Borek sagði mér ekkert, sem máli skipt- ir. Hann er mjög hrifinn af Kral og þykir allt gott sem hann gerir eða segir. Ég talaði einnig við ungfrú PolIinger“. „Hvernig gaztu komið Kral að?“ „Ég man það ekki, en allir vin- ir Krals fara að tala við mig um hann, vegna þess að hann hefur sagt þeim frá mér og líka um Olgu. Ungfrú Pollinger þekkti I mig af lýsingu hans, en ég sé , einn tálma — vinir hans vilja | allir, að ég hitti hann. Það getur verið, að hann vilji það líka, en j mig langar ekki til þess, ég veit j ekki hvort þér getið gert vður j það í hugarlund. En einnig get , ég ekki ábyrgzt, að vinir hans segi honum ekki frá mér og spurningum minum, og það getur verið, að þessi skyndilegi áhugi minn vekji grunsemdir hjá hon- um“. I „f fyrsta lagi vil ég ekki. að þér hittið Kral, og í öðru lagi, Kral getur ekki lagt annan skiln- ing í áhugann en að það sé vegna konunnar yðar“. Samræður þeirra voru rofnar og starfsmaður kom inn, hneigði sig og rétti einhver skjöl fyrir framan Matejka. Því næst fór hann burtu og tiplaði aðeins á , tánum. Matejka horfði á skjölin með áhuga, las það hálfhátt, fyrst ó- j skiljanlega, en síðan hátt og , greinilega: „Joan Kapoun fór frá Prag með flugvél 20. desember 1947. Hún hafði Nansen-vega- bréf fyrir flóttafólk og í því .... Já, þetta er merkilegt — amer- ísk vegabréfaáletrun er í gildi í heilt ár. Ilvað íinnst yður um þetta, Brunner?" „Ég hef sagt yður það, ég hef talað um Kral við marga, en hann hefur aðeins trúað fáum vinum sínum fyrir því, að amer- ísk yfirvöld hafi neitað honum um að ættleiða Joan. Þegar ráð- izt var á Noreg, sendi einhver sænsk-amerísk góðgerðarstofnun hana til Ameríku og Kral fylgd- ist með henni eins og nokkurs konar fylgdarmaður. En árið 1942 kom listi yfir myrta tékk- neksa gisla og þessi listi komst út úr landinu og var birtur í flóttamannablöðum og útvarpi á tékknesku í ameríska cg brezka I BSHHi * ill Jéhann handffasti XNSK SAGA 111 konunginn í alvarlegu samtali við einhvern ókunnugan ’ mann. Þessi maður sagði: „Herra, dyljið mig ekki sann- j leikans, ég veit hver þér eruð. Getið þér neitað því að þér i séuð konungur Englands?“ Ég greip til sverðs míns, en konungur stöðvaði mig. „Þessi maður er Roger frá Argenton. Hann er frá Normandíi og segist vera vinur minn.“ „Já, ég er það, það sver ég við sáluhjálp mína,“ hrópaði maðurinn í miklum geðshræringum og sagði svo: „Ef þér aðeins vilduð segja mér sannleikann, þá gæti ég orðið yður að liði.“ — „Jæja þá,“ sagði konungur, „ég er Ríkarður frá Englandi. Hvað um það?“ — Maðurinn kraup niður og kyssti' hönd konungs. Síðan sagði hann okkur að höfðingi þessa staðar hefði skipað sér að leita vandlega í öllum gististöðum borgarinnar þangað til hann fyndi konunginn. Mjög undr-j andi spurði konungur hvernig höfðingi staðarins vissi um komu sína. „Mainard greifi, bróðir hans, gerði honum boð með leynd,“ var svarið. — Konungur leit á mig og skellihló. „Jæja, Reiddi hnefi, þó að við séum nú búnir að ríða bæði hart og langt, þá lítur út fyrir að við séum ekki búnir að ríða nógu langt til að losna við bölvaða fjölskylduna þá arna.“ Nú tók Roger frá Argenton til máls: „Herra, nú bið ég yður að hafa ráð mín og flýja frá þessari borg áður en þér verðið tekinn höndum. Ég hef fylgt höfðingja mínum dyggi- lega að málum í tuttugu ár og er giftur frænku hans, en þegar ég sá yður, vissi ég að þér sem hertogi af Normandíi, voruð minn sanni lénsherra, og trúnaður við yður verður að ganga fyrir öllu öðru.“ VERNDAB SOKKANAi ý verndaT hörundlði. m VERITAS SAUMAVÉLAR handsnimar og stignar í skáp. KÖHLER Zig—Zag heimilissaumavélar stignar í skáp. GARÐAR GÍSLASON H.F. Sími 1506 RAFGEYMAR 3 120 og 140 amp. Z 6 volt Bifreiðavöruverzlun Friðriks Berielsen Hafnarhvoli — Sími 1228 ie4 ■■n Kertaperur Kúiuperur FLUORESENTPERUR SKIPA OG BÁTAPERUR Venjulegar perur 25-40-60-150-200. VELA- OG RAFTÆKJAVERZLUNIN Bankastræti 10, sími 2852. Tryggvagötu 23, sími 81279. Bútar í f jölbreyttu úrvali hentugir Kjóla ■ ■1 I Pils Blússur Drengjabuxur Barnaútigalla o, m. fl. VIÐ SELJUM ÓDÝRT — TE M PLARAS UNDl — 3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.