Morgunblaðið - 20.02.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.02.1955, Blaðsíða 16
Yeðurúfiii í dagr Austan kaldi. — Bjartviðri. 42. tbl. — Sunnudagur 20. febrúar 1955 $e¥ki*?í«isriF4f er á blaðsíSu 9, Færir „Brimlienda” Gonnar Gunn- arsson ; nær f „Berlinske Tidende" telur hana hliðstæða „Gamli maðurinn og hafið" eftir Hemingway FYRIR SKÖMMU birtist í bókmenntagagnrýni „Berlingska Tid- ende“ ítarleg grein um Gunnar Gunnarsson skáld og hina jiýju skáldsögu hans „Brimhendu", sem í danskri þýðingu heitir , Sonate ved Havet“. Er hún gefin út af Gyldendal-útgáfunni. — Fyrirsögn greinarinnar, sem skrifuð er af Emil Frederiksen, er „Gunnar Gunnarssons nye Mesterværk." Fer greinarhöfundur liinum lofsamlegustu orðum um bókina og höfund hennar. <V- □- --U GUNNAR GUNNARSSON OG NÓBELSVERÐLAUNIN í upphafi greinarinnar er gerð- ur nokkur samanburður á þeim Gunnari Gunnarssyni og Hall- dóri Laxness og möguleikum þeirra hvors fyrir sig, til að hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels. Er gefið í skyn að vart megi á milli sjá, hvor þeirra verðskuldi þau íremur. Síðan er vikið að ýmsum fyrri bókum Gunnars í sambandi •við hina nýjustu: ,,Brimhendu“: —- „Hvort heldur sem er í hin- um breiða eða þrönga formi hef- ir Gunnar Gunnarsson vald yfir £Ínum gamla sköpunarkrafti — til að skapa myndrænt samhengi Tnilli hinna fjölmörgu smáatriða, — sem er sjálfur grundvallareig- inleiki stílsnillinnar. Og það sem er hið allra snjallasta við hann er þetta, að fá hin einstöku atriði t.il að koma fram með mismun- andi og breytilegum styrkleika, sem myndi frjálsa hrynjandi inn- **rj hinnar sterkbyggðu heildar. MYNDRÆN EDA TÓNRÆN Heildaráhrifin af hinni nýju bók Gunnars Gunnarssonar eru þannig, að það mætti jafn rétti- ]ega kalla hana myndræna eða tónræna, allt eftir þvi hvort er næmara, auga eða eyra lesand- ans. Eftir nafni hennar að dæma, er það hið tónræna í henni, sem liefir sterkust ítök í sjálfum höf- undinum — enda heyrum við á hak við alla frásögnina hinn stöð uga gný frá hafinu. NÁTTÚRA ÍSLANDS OPINBERÚÐ Efni skáldsögunnar og persón- um er lýst í stórum dráttum, og í lok greinarinnar segir m. a.: „Hin snilldarlega frásögn er mörkuð djúpum og voldugum áhrifum frá náttúrunni. — Fjöll og flóar, engi og strönd og hafið rneð raust sjálfs guðdómsins, uppruna allra hluta birtist þar allt, ekki í máluðum línum, held- ur í hljómrænum litum, sem svífa fyrir auganu og eru í senn gædd- ir tónum, sem ná allt inn að merg pg beini. Náttúra íslands er hér ppinberuð í slíkum krafti og AU8TURBÆR B C D X F G B C D E F G VBSTUKBÆR H dýpt, sem ekki á sinn líka í nú- tíma skáldskap. IILIÐSTÆÐA VIÐ „GAMLI MAÐURINN OG HAFIГ Að ýmsu leyti — en of langt yrði að fara út í þann saman- burð hér — minnir þessi bók á Nóbel-verðlaunabók Heming- ways: „Gamli maðurinn og hafið“ — ef til vill mest vegna krafts síns og frumleika. Einnig með til- liti til bókmenntalegs gildis eru þessar tvær bækur hliðstæðar“. Eldsvoði eð 5!6ra- gerði í Hofshreppt HOFSÓSI, 19. febr.: — f dag kom upp eldur í stórri geymslu og bílskúr að Stóra- gerði i Hofshreppi og brann hvorttveggja til kaldra kola. í biiskúrnum var geymd vöru- bifreið og gjöreyðilagðist hún í eldinum. Einnig brann mikið af verkfærum og öðrum heim- ilistækjum og var engu hægt að bjarga. Eldsupptök eru tal- in vera benzíngos og urðu hús- in alelda á svipstundu. Hefur Þórður Eyjólfsson bóndi að Stóragerði með þessu orðið fyrir ákaflega miklu tióni. — Björn. Gunnar Gunnarsson -□ Mrsþing Féiags ísl inrekenda hófst í gær ARSÞING íslenzkra iðnrekenda hófst hér í Reykjavík í gærdag og voru mættir til þings um 70 fulltrúar Setningarræðuna flutti Kristján Jóh. Kristjánsson, form. Félags ísl. iðnrekenda. Fiskaflinn meiri í janúar en í sama mánuði í fyrra Hann var alls orbinn 20,8 þús. lestir I Er Kristján Jóhann hafði lokið máli sínu, gerði framkvæmda- stjóri F.Í.I. Páll S. Pálsson, grein 11. leikur Austurbæjar: Be7—b4. Kristján Jóh. Kristjánsson. fyrir störfunum á síðasta starfs- ári. STJÓRNARKJÖR Ársþing þetta, sem er hið 22. í röðinni, hóf störf sín með því að kjósa formann fyrir Fél. isl. iðnrekenda. í frambopi voru þeir Kristján Jóhann Kristjánsson og Magnús Víglundsson og var Kristján Jóhann kjörinn með miklum meirihluta atkvæða og er þetta í 11. skiptið, sem Kristján Jóhann er kjörinn. Tveir stjórnarmenn, Magnús Víglundsson og Gunnar Friðriks- son, gengu úr stjórn og voru í þeirra stað kosnir þeir: Pétur Sigurjónsson og Sigurjón Guð- mundsson. — Fyrir eru í stjórn- inni Axel Kristjánsson og Sveinn Valfells. — í varastjórn voru kjörnir Gunnar Friðriksson og Kristján Friðriksson. Þessu næst voru fastanefndir kjömar. Verkamannaijölskylðis greiöir kr. 2.695,00 í tolla, tekjnskatt og óbein gjöid til rikisins I Ð G E F N U tilefni hefur f jármálaráðuneytið beðið Hagstofu íslands að gera áætlun um hve mikið af launatekjum verkamanna færi í skatta og tolla til ríkissióðs. Væri þá miðað við hjón og tvö börn í heimili. Ennfremur hverju niðurgreiðslur ríkis- sjóðs næmu, svarandi til neyzlu þessarar fjölskyldu. Hagstofan hefur skilað áliti um þetta mál og miðar hún þá við verkamannskaup í Reykjavík, fulla dag- vinnu í 300 vinnudaga og þrjár eftirvinnustundir í viku að jafnaði. Verða þá tekjur heimilisins kr. 40.113.00 að meðtöldum fjölskyldubótum með einu barni. Niðurstaða Hagstofunnar er sú, að af þessum tekj- um séu greiddar kr. 2.195,00 í tolla og söluskatt og aðra óbeina skatta til ríkissjóðs, en 464,00 kr. í tekjuskatt eða samtals til ríkissjóðs kr. 2.659,00. Álagning Tóbaks- einkasölunnar og Áfengisverzlunar ríkisins er þá ekki talin til skatts í þessum útreikningi. Sé álagning einkasalanna á áfengi og tóbak hinsvegar talin til skatts, að því leyti, sem hún getur talizt vera um- fram venjulega verzlunarálagningu, hækkar þessi fjárhæð um kr. 1.100,00, og verða þá tollar og skattar þessa heimilis til ríkissjóðs kr. 3.759.00. Fjölskyldu- bætur nema kr. 636.00. Niðurgreiðslur ríkissjóðs á vöruverði svarandi til neyzlu þeirrar, sem gert er ráð fyrir hjá þessari fjöl- skyldu, nema samtals kr. 1.582,00. Hagstofan byggir útreikninga þcssa, að því er snert- ir skiptingu á neyzluflokka, á áætlun Kauplagsnefnd- ar um útgjaldaskiptingu verkamanna í Reykjavík, en innan flokkanna hefur vcrið fylgt útgjaldaskiptingu framfærsluvísitölunnar. (Frá Fjármálaráðuncytinu). JANÚARMANUÐI s. 1. var fiskaflinn á öllu landinu 20.829 smá- lestir, eða lítið eitt meiri en á sama tíma í fyrra, þótt ekki hafi verið róið frá Vestmannaeyjum, stærstu verstöð landsins, í mánuðinum. í janúar í fyrra var aflinn 20.664 lestir. Frá þessu er skýrt í aflaskýrslu Fiskifélags íslands. _______________________________ Aflinn skiptist þannig: SÍLD: smál. Til frystingar........ 3 ANNAR FISKUR: ísvarinn til útflutnings .. 445 Til frystingar ......... 10.696 — herzlu ............... 4.842 — niðursuðu............... 12 — söltunar ............ 4.228 — fiskimjölsvinnslu .... 525 Annað ..................... 78 Samtals 20.826 Um 80% af aflanum eða 16.735 smál. var þorskur (þorskur veidd ur í janúar 1954: 16.214 smál.). Næst mest veiddist af ýsu, eða 2.401 smál. (jan. 1954: 922 smál.) Aflamagnið er miðað við slægð an fisk með haus, nema fiskur til mjölvinnslu og síld, sem er vegið upp úr sjó. KauBgjðldsYísHalan hækkar um 2 slig KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að út visitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík hinn 1. febrúar s. 1. og reyndist hún vera 161 stig, eða óbreytt frá síðasta mánuði. Ennfremur hefur kauplags- nefnd reiknað út kaupgjaldsvísi- tölu fyrir febrúar, með tilliti til ákvæða 3. m.gr. 6. gr. laga nr. 111/1954, og reyndist hún vera 151 stig. Hefir hún hækkað um tvö stig. Ást yið aðra sýn í Keflavík H AFN ARFIRÐI — Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir gamanleik- inn Ást við aðra sýn í Ungmenna- félagshúsinu í Kelfavík í dag kl. 4 og í kvöld kl. 8. Er það í 18. skiptið, sem þessi vinsæli gaman- leikur er sýndur, en hann hefir hvarvetna hlotið góða dóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.