Morgunblaðið - 22.02.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.02.1955, Blaðsíða 1
16 sáður 42. árgangur 43. tbl. — Þriðjudagur 22. febrúar 1955 Prentsmiðja MorgunblaðsÍM Eden með nýpr tillöpr uii Formósu Stórpólitísk vika London, 21. febr. GROMYKOV, varautanríkisráð- herra Sovétríkjanna, og Malik, sendiherra Rússa í London, eru væntanlegir til London í vikunni til þess að sitja afvopnunarráð- stefnu, sem þar á að hefjast á föstudaginn. Frá Bandarikjunum kemur Henry Cabot Lodge. , Ekki er búist við miklum ár- angri af þessari ráðstefnu. Tvær aðrar heimspólitískir at- burðir eru á dagskrá í þessari viku. Á fimmtudaginn hefst í þýzka þinginu lokaumræðan um París- arsamningana. Talið er öruggt, að samningarnir — allir nema Saar-samningurinn — verði sam- þykktir með yfirgnæfandi meiri- hluta. Saar-samningurinn verður sennilega einnig samþykktur, en ' með naumum meirihluta. I í gær hófst umræða í efri deild ítalska þingsins um Parísarsamn- ingana. — Atkvæðagreiðsla fer i fram þar um miðjan marz. ! Hinn heimspólitíski atburð- ( urinn er ráðstefna Manilla- ríkjanna í Bangkok í Thai- landi (Síam). Káðstefnu þessa sitja utanríkisráðherrar sjö landa, þ. á .m. Eden frá Bret- landi, Dulles frá Bandaríkjun- um, Casey frá Ástralíu og ennfremur utanríkisráðherrar Nýja Sjálands, Filippseyja, Thailands og Fakistan. Á þessari ráðstefnu verður sett á laggirnar stofnun, Suðaustur- Asíuráð, sem á að hafa með höndum yfirstjórn varnarmála í Suðaustur-Asíu og á vestanverðu Kyrrahafi, á sama hátt og Atlants hafsráðið hefur yfirstjórn varn- armála vestrænna þjóða í Evr- ópu. Á meðan Eden dvelur í Bankok mun hann hitta Dulles að máli og ræða við hann Formósu-mál- in. — Er búist við all-mikilvæg- um samningum á bak við tjöldin og jafnvel talið að Eden hafi með ferðis frá London nýjar tillögur um lausn Formósu-málsins. 4 þús. smál. sænskt skip springur í lof t upp í Genua LONDON 21. febr. — í veð- urofsanum sem geisaði á suðurströnd Frakklands og í Norður-ítalíu á laugardag- inn, hvolfdi sænska 4 þús. smál. skipinu „Nordanland" í höfninni í Genúa. Skipið hefur marað á hálfu kafi siðan, en í kvöld sprakk það i loft upp. Skipið var hlaðið karbid- farmi og höfðu menn óttazt að sjór kæmist í farminn og myndi orsaka gasmyndun. — Allir skipsmenn voru farnir ;í i skipinu. Enginn særðist við spreng- inguna. En rúður brotnuðu á um tveggja ferkm. svæði í borginni. Á laugardaginn brutu hin- ar fjallháu öldur stórt skarð í hafnargarðinn í Genua og skip sem lágu í höfninni hafa í dag slegizt upp að vöru- skemmum og flotakvíum. Veðurofsinn á laugardag- inn var meiri en menn vita dæmi til þar um slóðir. Er talið að það muni taka a.m.k. heilt ár að gera við tjónið, sem varð i höfninni. Nokkrir ráðherrar komu til Genúa i dag, til þess að afla upplýs- inga um tjónið. • Ofsaveður gekk að nýju yfir Norður-ítalíu í kvöld. En norðar, í Þýzkalandi, ligg- ur snjór yfir jörðu, norðan frá Eystrasalti og suður fyrir Alpa. í Vestur-Berlín geisaði stórhríð í kvöld. 75 snjóplóg- ar og 2 þús. verkamenn voru settir til þess að ryðja snjó af götum. í Skotlandi er ástandið jafnvel verra en fyrir mán- uði og flugvélar og þyril- vængjur eru nú, eins og þá, notaðar til þess að flytja vistir og fóður til afskekktra staða. Miklir kuldar ganga einnig vestan hafs. I New York hafa 17 manns farizt í hríðar- veðri, sem þar hefur gengið undanfarið. Bergmaisis þvkir köld Stokkhólmur. LEIKKONON Ingrid Bergman Rosselini er nú komin til Stokk- hólms með gestaleik sinn, anna d'Arc á bálinu". „Je- D' s <s^ Hringekjan í Frakkiandj París, 21. febr. ENN hafa horfur versnað í Frakklandi. Aðfararnótt laugar- dags kallaði Coty forseti leið- toga allra stjórnmálaflokkanna, — jafnvel Duclos kommúnistinn alræmdi var meðal þeirra — og las þeim fyrir pistilinn. Krafðist hann þess að þeir kæmu sér saman um stjórnarstefnu, og leystu stjórnarkreppuna. Edgar Faure, úr sosial-radi- kalaflokknum hefur verið að þreifa fyrir sér um möguleika til stjórnarmyndunar. Hann sagði í gær að mikið ylti í því efni á afstöðu jafnaðarmanna. f kvöld tilkynntu jafnaðarmenn að þeir myndu ekki styðja Faure. Reiði jafnaðarmanna er'svo mikil yfir því að Pineau, formanni þeirra var vísað á bug í þinginu, að tal- ið er óliklegt að þeir muni styðja nokkra stjórn, sem mynduð verður að þessu sinni. Faure á jafnvel ekki öruggan Framh. á bls. 2 Furðuleg andstaða Framsóknar %em því að bæjar- og sveitarf élög ráði jálf stjórn eigin tryggingarfélags Frumvarpiu um Brunabótafélag Islands vekur geysi athygli ^ HIÐ MERKILEGA frumvarp um Brunabótafélag íslands var til 2. umræðu í Neðri deild Alþingis í gær. Skv. frum- varpi þessu má vænta þess þegar það verður að lögum að bæjar og sveitarfélög fái betri tryggingarkjör en nokkru sinni áður. enda verður sú breyting gerð á stjórnarfyrir- komulagi félagsins, að fulltrúaráð bæjar og sveitarfélaganna ákveður sjálft sameiginleg tryggingarkjör. ¦jír Þannig yrði tryggt að þetta gagnkvæma tryggingar- félag sveitarfélaganna væri þeirra sameiginleg eign og undir þeirra stjórn. Hefur þetta frumvarp vakið geysilega athygli, enda ber að fagna því, að í því er farið inn á nýjar brautir. Lögin um brunatryggingar frá síðasta ári munu eftir sem áður verða í gildi, þar sem brunatryggingar eru gefnar frjáls- ar, en þess er að vænta að flest, ef ekki öll sveitarfélög á landinu tryggi hjá því tryggingarfélagi, þar sem þau sjálf geta ráðið öllum tryggingarkjörum. ANDSTAÐA EINS STJÓRNMÁLAFLOKKS Það sætir þvi mikilli furðu, að þingmenn eins stjórnmálaflokks sem er Framsóknarflokkurinn, hafa tekið upp heita og harða baráttu gegn þessu merkilega framfarafrumvarpi, sem er öllum sveitarfélögum til mikilla hags- bóta. VILJA EKKI AÐ SVEITARFÉLÖGIN RÁBI Þegar önnur umræða «m frumvarpið hófst í gær í Neðri deild Alþingis, höfðu tveir þingmenn Framsóknarflokks- ins, þeir Jörundur Brynjólfs- son og Ásgeir Bjarnason borið fram breytingartillögu við frumvarpið. Var hún i stuttu máli á þá leið, að fella niður öll þau ákvæði, sem miða í þá átt að sveitarfélögin ráði sjálf sínu eigin tryggingarfé- lagi. Þeir vildu láta fella nið- ur fulltrúaráð sveitarfélag- anna og einnig voru þeir á móti því að sveitarfélögin kysu framkvæmdastjórn Brunabótafélagsins, en þótti vænlegra að framkvæmda- stjórnin væri kosin af Al- þingi!! Þannig virtist þessum tveimur Framsóknarþing- mönnum að hags sveitarfélag- anna væri bezt gætt!! Eða voru þeir að gæta hags einhvers annars aðilja en bæj- ar- og sveitarfélaganna? NÝIR OG BÆTTDR STJÓRNARHÆTTni Björn Ólafsson framsögumað- ur meirihluta allsherjarnefndar, gerði ýtarlega grein fyrir frum- varpinu og þeirri nýju skipan á stjórnarháttum Brunabótafélags- ins, að komið yrði á fót fulltrúa- ráði bæjar- og sveitarfélaganna, sem kysi framkværndarstjórn og réði stefnu Brunabótafélagsins í öllum höfuðatriðum, svo sem tryggingarkjörum og eftir hvaða reglum bæjar og sveitarfélögum yrði veitt fjárhagsleg aðstoð úr varasjóðum félagsins, en þeir munu nú nema um 20 milljón krónum. Þá benti hann á það, að það væri sérstaklega hagkvæmt fyrir húseigendur að gert væri ráð fyr- ir að sveitarfélögin í heild væru aðilar að sameiginlegum bruna- tryggingum, því að eftir því sem Framh. á bls. 2 Hermann Field „A leiksvið- inu er hún trjá maður og rödd hennar e r* blæbrigða- laus", se g ir Dagens Nyhet- er u m 1 e i k hennar. Sænsku kon- ungshjónin voru viðstödd frumsýninguna og áhorfendur tóku leikkonunni með miklum fögnuði, — En gagnrýnendurnir reyndust vera á annarri skoðun en áhorfendurnir. Kurt Attenberg segir í „Stock- holms-Tidningen, að Bergman sé full karlmannleg og tilfinninga- laus fyrir leiksviðið. — Heimur hennar er kvikmyndin. Tékknesk sfúlka forðar sér VÍNARBORG, 21. febr. — Tékk- neski listhlauparinn á skautum, stúlkan Miroslava Nachodska, hvarf á laugardaginn úr gisti- húsi því, sem hún hefur dvalið á hér í borg. Nú hefur frétzt að hún hafi leitað hælis sem flótta- maður í vesturhluta borgarinnar. Ungfrú Nachodska er 29 ára gömul. Hún hefur undanfama daga tekið þátt í heimsmeistara- keppninni í listhlaupi á skautum. gjöld LIMA, Perú. — Amerísk fiski- skip, sem tekin voru innan 200 mílna landhelgi Perú á laugar- daginn, verða látin laus, án þess að sektir verði greiddar. Banda- ríkjamenn verða að greiða út- flutningstoll af íiskinum, sem þau höfðu innanborðs. Hann fékk 50 þúsund doliara — en grœtur enn London. HERMAN FIELD, ameríski arkitektinn, sem sat 5 ár í fang- elsi í Póllandi, en var látinn laus siðastliðið haust, er nú kom- inn vestur fyrir járntjaldið, til London. Hann hefur verið á hress ingarhæli í Sviss frá því hann fór frá Póllandi og þar til nú. Field ræddi við blaðamenn á heimili tengdaforeldra sinna í London og tvisvar gat hann ekki varist gráti — fyrst þegar hann skýrði frá því er hann hitti ameríska sendiherrann í Varsjá og aftur er hann minntist endur- fundanna við konu sína og tvö kornung börn sín. Hann virðist mjög óstyrkur á taugum. Hann segir að Pólverjarnir hafi orðið sér mjög góðir, eftir að pólska stjórnin ákvað að láta hann lausan, og stjórnin hefði fallist á að greiða honum 50 þús. dollara í skaðabætur og einnig að kosta hressingardvöl hans í Sviss. Þetta er í fyrsta skipti, sem Pólverjar hafa greitt samskonar skaðabætur. Raunar hefur þess aldrei heyrzt getið fyrr, að járn- tjaldslönd hafi greitt skaðabætur í svipuðum tilfellum. — SkacSa- bæturnar jafngilda því að Field hafi fengið um 25 dollara á dag þá 1940 daga, sem hann sat í fangelsi. Sagan byrjar er Field kvaddi konu sína og börn í Cleveland, Ohio, og lagði af stað til þess að sitja húsameistararáðstefnu 1 Rómaborg. „Ég hafði viðdvöl í Genf, Sviss og hitti þar Herthu, konu Noels bróður míns. Þá f.yrst frétti ég, að hún hefði ekkert samband haft við Noel frá því að hann fór til Prag í maí sama ár. Hún bað mig að fara til Prag og athuga hvort ég yrði Noels var. Ég fór fyrst til Varsjá. Er ég hafði lokið við tollskoðunina á flugvellinum var ég beðinn að ganga inn í annað herbergi, en þar voru tveir menn óeinkennis- Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.