Morgunblaðið - 22.02.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.1955, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. febr. 1955 Þriðjudagur Þriðjudagur F. /. H. Dansleikur í Þörscafé í kvöld kl. 9. Hljómsveit Andrésar S. Ingólfssonar. leikur frá klukkan 9—11.30. K. K. sextettinn leikur frá kl. 11,30—1. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7 og eítir kl. 8 § i <*■ Þriðjudagur Þriðjudagur Húnvetningafélagið i ■ m m 'M (■ (■ heldur þriðja spilakvöld sitt í Tjarnarcafé (uppi) fimmtu- daginn 25. þ. m. kl. 8,30. Auk félagsvistar verður kvikmynd og fleiri skemmti- atriði. Mætið vel. Skemmtinefndin. Innanhússmótið \ knattspyrnu heldur áfram í kvöld kl. 20 að Hálogalandi. Þá keppa: IV. flokkur: Þróttur—Fram A IV. flokkur: Fram B—KR A II. flokkur: KR C—Þróttur A II. flokkur: Fram—KR B M. flokkur: KR C—KR B M. flokkur: KR A—Fiam A Komið og sjáið hverjir komíist í úrslit. Aðgangur kr. 10 fyrir fullorðna, kr. 5 fyrir börn. MÓTANEFNDIN Til sölu 6 manna Pontiac '40 með nýrri vél, útvarpi og miðstöð og að öllu leyit í I. fl. standi. Til sýnis að Skipholti 27, sími 7142. MÚRHÚÐUNARNET H. Benediktsson & Co. h.f. Hafnarhvoll — Sími 1228 (B : Saumanámskeið ! b Næsta saumanámskeið Mæðrafélagsins byrjar 1. marz. ; % Kennari Brynhildur Ingvarsdóttir. Uppl. í símum 5938 i t og 5573 til 24. þ. m. ; Bifreiðar til sölu ■ • Nash ’48 — Plymouth ’42 — Austin 10, 4ra manna og j M. B. W., þýzk bifreið. — Höfum kaupendur að 6 og 4ra j manna bifreiðum. ; ■ Bifreiðasala Hreiðars Jónssonar : Miðstræti 3A — Sími 5187 Magnús Víglundsson ræðismaður: Félagslegt samstarf margfaklar ™áttinn „Mál atvinnuvegar, sem fyrst ejr fremst gerir kröfur til sjálfs sín, verður ekki til langframa flutt án árangurs*' BRÉF TIL ÁRSÞINGS FÉLAGS ÍSL. IÐNREKENDA 1955 Ég vil fyrst af öllu þakka yður, góðir félagsmenn, traust það, er þið hafið sýnt mér með því að ljá mér kjörfylgi til setu í stjórn Félags íslenzkra Iðnrkenda síð- ustu 4 árin. Kann ég vel að meta til sannvirðis svo dýrmætt og kærkomið tækifæri til þess að berjast í íremstu víglínu fyrir hagsmunum iðnaðarins og byggja upp varnir fyrir málstað hans. Hygg ég og að fleiri og fjölþætt- ari vandamál hafi komið til úr- lausnar hjá félagi okkar þessi árin en nokkru sinni áður á jafn löngu tímabili í sögu þess. Og ennþá einu sinni eru hinar árlegu kosningar til trúnaðar- starfa hjá okkur um garð gengn- ar. En slíkar kosningar eru hverj um félagsskap, smáum sem stór- um, hollar og nauðsynlegar, enda kosningarétturinn talinn meðal þeirra, er frelsis njóta til þeirra gersema, sem verðmætust eru. Er því ekki um að sakast þótt í kosningum megi þeir, sem í baráttunni standa og eru sæmi- lega veðurglöggir, finni gust úr þeirri átt, sem andstöðunnar er von. Storrnur í fangið stælir kraftana og styrkir viðnáms- þróttinn. A.nnars mun þessi ný- afstaðna kosningabarátta, er frá líður, hljóta í annálum hugar ykkar grafskrift í samræmi við eðli sitt og höfuðeinkenni. Og nú vil ég nota tækifærið og festa á pappírinn stuttar hug- leiðingar um framtíð íélags okk- ar, og ræða jafnframt í því sam- bandi um nokkur áhugamál, gömul og ný. SAGAN ER SAGNA BEZT Þau sannindi, að mikið vinn- ist með sameiginlegy átaki, eru ekki nýfundin. Þetta verður mönnum jafnaðarlega ljósast, þegar þýðingarmikil verkefni ber að höndum og þarfnast framkvæmda. Fyrir hálfri öld var ísiendingum þegar íullljóst, að í landi þeirra var flest ógert, sem gera þurfti, ef vei átti að fara. Verkefnin, sem við blöstu, voru xjölþætt og umfangsmikil. Þeir, er íorystuna höfðu, íundu gjörla þöriina fyrir félagsiegt samstarf. Yfir vöggu 20. aidar- innar var því sungið: „Nú bindumst í félög það marg- faidar máttinn, svo magnast einn strengur við seinasta þáttinn að tækt verður þúsund þáttanna tak . . . ‘‘ Sá, er þessi vögguljóð söng, skildi til hlítar, að leið þjóðar- innar áfram yrði því aðeins greið, að hún yrði rudd með sameigin- legu átaki allra landsmanna. Og þjóðin vaknaði. Starfið hófst. Vögguljóð varð að voldugum sóknarsöng, Landsfólkið skipaði sér í félög í samræmi við iífs- störf sín. Mátturinn margfald- aðist, árangurinn varð þar eftir: senn varð afl fyrstu rafknúnu vélarinnar áþreifanlegt, þýðing raforkunnar fyrir atvinnulífið varð lýðum ljós, grundvöllurinn að innlendam iðnaði hafði verið lagður. — Sláttuvélin, að vísu of lengi sjaldgæft þing, kom á engið þar sem orfinu hafði verið veifað frá upphafi landsbyggðar. Og bráðum vaið sjávarfangs leitað á yztu mið frá borði traustra vél- skipa, en árabátum lagt í naust. Svo mikill varð árangur sam- starfsins. Strengurinn, sem þæti Mól atvinnuvegor sem fyrst og fremst gerir kröiur til siálfs síns verður ekki fiutt án var þráðunum mörgu, þoldi hin stóru itök. Hin heillavænlega þróun í at- vinnulifi íslendinga hefur haldið áfram. — Gæfuspor hennar eru hvarvetna rekjanleg. í landbún- aði, sjávarútvegi, iðnaði, sem nú er þess umkominn að færa björg á borð fleiri landsins barna en hvor hinna aðalatvinnuveg- anna um sig. Þýðing iðnaðarins, einnig fyrir landbúnað og sjávar- útveg, verður með hverju ári Ijósari. Verkefnin, sem bíða lausnar fyrir framtak iðnaðarins esu svo mörg, að ekki er auðið að telja þau tölum. VIÐIIORFIÐ í DAG Og enn er nauðsjm félagslegs samstarfs fyrir hendi, einnig hjá okkur, sem að Félagi íslenzkra Iðnrelsenda stöndum. Þetta r.am- starf okkar má ekki vera til að eins í orði, sem eitthvað þoku- kennt hugtak, til noktunar á mannfundum við .hátíðleg tæki- færi. Nei, „-amstarfið þarf að vera raunverulegt, við þurí'um öll að taka þátt í því. Og það þarf að snúast um framkvæmd lífsnauð- synlegra mála fyrir iðnaðinn, og eðli slíkra mála þarf að liggja ljóst fyrir. Verkefnin framund- an eru vissulega mörg og mikil- væg. Þau kalla skýrt á sam heldni okkar til lausnar vandan- um. Því kalli ber að hlýða, fyrir þeirri nauðsyn er skylt að ágrein ingur um dægurmál víki. Sú saga hefur verið sögð um Nelson flotaforingja, að eitthvert sinn, er floti hans háði tvísýna orustu, hafi hann komið þar að, er tveir af foringjum hans áttu í orðasennu. Hinn reyndi bar- dagamaður mun hafa litið svo á, að liðsmenn hans hefðu þá stundina öðrum brýnni verkefn- um að sinna, en deilum sín í milli. Nelson gekk því til hinna ósáttu samherja, höf hönd á loft, benti á óvinaflotann úti við sjón- deildarhrir.g, og sagði: „óvinur- inn er þarna". Einnig við munum jafnan eygja margvíslegar hættur úti við sjóndeildarhring okkar. Innbyrð is skoðanamismunur má aldrei ná að koma í veg fyrir fulla sam stöðu okkar í vörn gegn hættum fyrir stafni. Sundurþykkja sjálfra okkar mun aldrei ljá áhugamálum okkar ljúfan byr í segl. Mín skoðun er sú, að fulla nauðsyn beri til þess, að allir félagsmenn í Félagi íslenzkra Iðnrekenda fylgist jafnan sem bezt með þeim málum, sem á lil longlrama árangurs dagskrá eru hjá samtökunum hverju siru.i, og að skyldar iðn- greinar hafi samstöðu um mál, er snerta þeirra hag sérstaklega. Lög félags okkar gera og ráð fyrir þesskonar samstarfi, þar sem í 3. grein þeirra segir m. a. svo, að hlutverk félagsins sé „að koma á samræmi með þeim iðnrekendum, er starfa á svip- uðum grundvelli". Tel ég ein- sætt, að forráðamenn Félags ísl. Iðnrekenda hafi vakandi auga á þeim möguleikum, sem aukið samstarf, spunnið af þessum toga, kynni að skapa. Félagslegt samstarf margfaldar víssulega mátt okkar. En full- sterk er ekki sú taug, sem af slíku samstarfi er slungin, fyrr en hún er þætt þáttum frá öllum félags- mönnum okkar, já, frá hverjum einasta okkar. Þá fyrst höfum við í höndum þá líftaug, sem ekki brestur þótt til hins ýtrasta sé á hana reynt. Ég vil þá fara nokkrum orðum um þau mál, er að minni hyggju hljóta að verða meðal þeirra verkefna, sem Félag íslenzkra iðnrekenda þarf á nálægum tíma að setja á dagskrá sína. Lánamál iðnaðarins: Flest iðn- fyrirtæki munu jafnan hafa til úrlausnar margháttuð vandamál, er leiðir af skorti á fjármagni, bæði stofnfé og rektursfé, Hefur skortur á aðgangi að nauðsynlegu stofnfé orðið því valdandi, að iðnrekendur hafa átt örðugt með að endurnýja vélkost sinn og afla nýrra véla til að framkvæma tæknilegar umbætur á fram- leiðslu sinni. Er og ekki þess von, að vel fari í þessum efnum, þeg- ar sjóður sá, Iðnlánasjóður, er einkum hefur það hlutverk að sjá iðnaðinum í'yrir stofnfé, er ennþá svo léttur, að úr honum verða ekki veitt stofnlán til iðnaðarins svo nokkru nemi, og teljandi gagn sé að. Má vera ærið áhyggjuefni hvað stofnun þessi hefur vaxið hægt úr grasi undanfarinn ára- tug, einkum þegar haft er í huga, að lánasjóðir þeir, er hafa því hlutverki að gegna að sjá land- búnaði og sjávarútvegi fyrir stofnlánum, hafa á sama tíma eflst og margfaldast, til ómetan- legra hagsbóta fyrir þessa at- vinnuvegi. Er þó langt frá því, að ég telji of vel gert við landbúnað og sjávarútveg í þessum efnum. Ég geri ekki ráð fyrir að neinn á- byrgur iðnrekandi telji aðstöðu þessarra atvinnuvega of hæga, þrátt fyrir þau stofnlán, er þeim hafa verið veitt. Okkur ber að samgleðjast bóndanum, sem get- ur sléttað túnið sitt og byggt upp bæinn, og við horfum með fögn- uði og björtum vonum á eftir hverju prúðu og vel búnu skipi, sem í flotann bætist, og heldur á íslandsmið. En við teljum þá þróun óheilla- vænlega, sem hefur gert iðnaðinn svo afskiptan um stofnlán, sem raun sannar. Efling Iðnlánasjóðs er því brýnt verkefni og beint bcint framundan. Viðskiptin við Seðlabankann: Að því er við kemur rektsarlán- um til iðnaðarins, skal það sagt, að lánastofnanir landsins hafa þar eftir föngum reynt að bæta úr brýnustu þörfum, þar á meðal hinn nýstofnaði Iðnaðarbanki ís- lands. Við þá stofnun bindur iðn- Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.