Morgunblaðið - 22.02.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.1955, Blaðsíða 14
MORGUNBLADiÐ Þriðjudagur 22. febr. 1955 ] Tilboð óskast í eina Oldsmobile fólksbifreið, smíðaár 1953 og nokkrar jeppabifreiðar, er verða til sýnis hjá Arastöðinni við Háteigsveg miðvikudaginn 23. þ. m. kl. 10—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri sama dag kl. 4. Sala setuliðseigna ríkisins. Svisslendingar eru frægir fyrir matargerð. Texton-súpur cru úrvals svissnesk framleiðsla Heildsölubirgðir O. Johnson & Kaaber Framh'aldssagan 27 útvarpinu — og eins og ég sagði var þar nafn Alois Kapoun frá Eudeiovice. Nafn, aldur, fæðing- ■arstaður átti við föður Joan, og það var ekki fyrr en þá, sem Kral reyndi að fá að ættleiða hana, en árangurslaust". „Hafið þér nokkra hugmynd um það hvers vegna hann talaði atltaf um hana sem kjördóttur „Það eru aðeins til nokkrar skýringar á því. Stúlkan, sem virtist vera taugaveikluð og eftir- lætisbarn, áleit alltaf Kral vera raunverulegan föður sinn og Kral vildi ekki ræna hana þeirri Wekkingu, og þar að auki segir Kral oft, að það séu staðreyndir, ef hann vill að svo sé. Ennfrem- ur....“ „Ennfremur er hægt að dvlja annað samband þeirra á milli á þennan hátt“. I fyrstunni skildi Eric ekkert, en því næst rétti hann úr sér og sagði fyrirlitlega: , Ég hef enga fístæðu til að álíta Kral nokkurn etigil, en þetta hefur aldrei komið í huga minn“. „Samt sem áður vitið þér, að þetta er sagt um hann“. Skyndilega hætti Eric að vera kærulaus, hann fann til óskiljan- legrar reiði. Ef einhver hefði sagt, að Kral væri eigingjarn, höfðingjasleikja og lygari, mundi hann hafa samþykkt það vegna sinna eigin tilfinninga, en þetta gekk of langt, og það sem meira var, þetta var svo blygðunar- laust og heimskulegt, að það angr aði hann meira en þótt.honum hefði verið sagt að hann væri ongill í mannsmynd. Hann varð bálreiður og hann sagði: „Ég er hissa, að þér — Matejka — skulið leggja evrun að slíkum slúðursögum. Ef þér aðeins vissuð, hvað sagt er um yður!“ Matejka var enn brosandi og það skein á hvítu tennurnar á honum en augun voru hálflokuð. Þegar hann talaði að lokum, komu orðin hægt og þunglama- lega: „Haldið áfram, ég er alltaf að grípa fram í fyrir yður í dag. Hvar vorum við?“ „Áður en Joan fór aftur til Ameríku varð Kral að lýsa því yfir, að hún væri kjördóttir hans, annars mundi hann hafa misst hana, og þarna er ég kominn að injög athyglisverðu atriði: Hinn raunverulegi faðir Joan er á lífi. Nafnið á listanum hafði annað hvort verið þar af tilviljun eða hrein mistök. Eins og þér vitið eru fjöldamörg slík atvik. En AIois Kapoun komst ekki með f.iölskyldu sinni til Noregs og var því tekinn til fanga af Þjóðverj- um og settur í fangabúðir, en var leystur úr þeim eftir stuttan tíma. Hann átti eihhverja þýzka forfeður og sótti nú um þýzkan borgararétt og fékk hann, en eft- ir stríðið kom hann með leynd til Tékkóslóvakíu. ...“ Hér þagnaði Erfa, .....leitaði Karl upp og hafði augsýnilega út úr honum peninga. Hann sá líka dóttur sína, sem nú leit ekki á hann sem föður sinn og geðjaðist alls ekki að honum, en það gerði hinn ágæta föður hennar alveg vit- iausan. En hvað gat Kral gert? Ég held, að ef Kapoun hefði skír- | skotað til foreldraréttarins hefði Joan orðið að fylgja honum til Þýzkalands, og það er aðalástæð- an fyrir því, að Kral lýsti því vfir, að hann hefðí ættleitt hana. En Alois Kapoun hefur sjálfsagt kostgð hann mikla peninga". Er Eric var að ljúka máli sínu, var Matejka að leita að einhverju í skrifborðsskúffu sinni, en virt- ist ekki finna það, sem hann vantaði. Hann sagði með von- brigðishreim í röddinni: í þessu tilliti hjálpar hin áhrifamikla saga yðar ekki mikið. Ég veit nú ’ meira um þennan skjólstæðing Krals en ekkert um hann sjálfan. Einkavandamál hans snerta mig ekki“. | „Ég sagði, að Kapoun hefði sjálfsagt kostað Kral mikla pen- inga. Hvaðan koma þeir?“ „En kæri vinur, það getur ver- ið, að við séum heimskir, en við erum ekki svo heimskir, að við verðum að rannsaka peninga- pyngjuna til þess að komast að tekjunum. Hann les yfir kvik- myndahandrit, er leiðbeinandi fyrir útgáfufyrirtæki og skrifar fyrir nokkur myndablöð, og ég fullvissa yður um, að ef þér hefðuð helming launa hans munduð þið hjónin lifa betur en þið gerið nú“. „Hvenær eigið þér að hitta ungfrú Pollinger?" „í kvöld. Hún bauð mér að borða — það verða nokkrir em- bættismenn þar“. „Jæja, Brunner, mér geðjast ekki að því. Ég var alveg viss um, að hún mundi bjóða yður á ensk-ameriska klúbbinn. En heim til hennar. Á hvaða tíma?“ „Klukkan átta“. „Já, þér skulið fara þangað. En segið henni strax, að þér hafið orðið að tilkynna það í ráðuneyt- inu, hvar þér borðuðuð og að það geti verið að hringt verði til yð- ar, og svo hringi ég sjálfur til ungfrú Pollinger klukkan hálf níu, og ef einhver gestanna heitir Gerard Morgan eigið þér að segja: „Rétt, ég kem strax“. Því næst eigið þér að afsaka yður og fara heim. En ef hann er þar ekki, eigið þér að segja: „Ég skal athuga það í kvöld“ og vera svo kyrrir þarna. Æ, saklausi vin- ur minn, ég vildi ekki skilja yður eftir í svo mikið sem fimmtán mínútur í viðurvist Morgans. — Maðurinn mundi geta komizt að hvernig þér væruð innanklæða, áður en að þér vissuð af. Komið og finnið mig aftur innan viku og reynið þá að vera í betra skapi, ef það er ekki til of mikils mælzt“. Þegar dyrnar höfðu lokast eftir Eric, nuddaði Matejka augun og renndi fingrunum nokkrum sinn- um gegnum hárið, tók síðan upp símann og sagði allt að því skip- andi: „Segið skrifstofustjóranum í Þýzkalandsdeildinni að koma til mín strax“. Því næst stóð hann upp, og gekk frá glugganum að skrifborðinu og til baka aftur, taldi skrefin og leit á klukkuna. „Kom inn“. „Verkamenn sameinist!" „Verkamenn sameinist! Setjist niður, félagi Klouda!“ Rödd Matejka var lág og alvar- leg, og þegar hann settist niður, var hann eins og hermaður á verði. Komumaður var hvíthærður, gamall maður, sem var hálfblind- ur, ef dæma átti eftir þykku gler- augunum og óöruggu göngulag- inu. Hann þreifaði vandlega á stólnum, áður en hann settist á hann og sneri sér síðan að Mat- ejka. „Ég held, Klouda, að nú hafi ég óvenjulegan feng fyrir yður. Ég var að leita að hænuungum en hremmdi í þess stað ref. Ég er með mál Pauls Kral, blaða- manns, sem þeir vilja senda til Ameríku sem fréttaritara. Það er ekki áríðandi eða sérlega skemmtilegt, en nú skulið þér taka vandlega eftir, ég held ég hafi frétt þetta: „Alois Kapoun er í Prag“. „Ef þér hafið á réttu að standa, verðum við að fara til ráðherr- :ans strax“. Rödd blinda mannsins var ekki í samræmi við áhugann, sem fólst í orðunum. Hún hljómaði svo dauð, áhugalaus, litiaus og mött. iríÉStí Jóhann handfasti , KNSK SAGA 112 Konungur tók í hönd hans og þakkaði honum fyrir holl- ustu hans. Þessi góði maður færði okkur tvo óþreytta hesta og ungan svein, Rúðólf að nafni, sem kunni þýzku. Svo rið- um við út ú.r borginni með sömu leynd og við komum inn í hana. Sveinninn reið á þófa fyrir aftan mig. Okkur reið lífið á að geta orðið á undan eltingamönnun- um okkar. Það var okkar eina von, því að við vissum að bróðir Mainards greifa mundi brátt komast að því, að við hefðum gengið honum úr greipum. Við þurftum að fara eftir Vest-rómverska keisaradæminu endilöngu áður en við kæmust til Flanders, þar sem við vorum óhultir. Við vorum í mikilli hættu og nú var að duga eða drepast. Þannig riðum við í samfleytt þrjá sólarhringa að við stönzuðum aðeins til að hafa hestaskifti, en þorðum aldrei að tylla okkur niður til að borða af ótta við að þekkjast og verða handteknir. Við áttum nokkrar brauðskorpur í hnakk- töskunum. Þær borðuðum við og drukkum vatn úr ám og lækjum. Þetta var allur okkar matur og drykkur. Samt var konungur alltaf jafn hugrakkur og kátur. Á þriðja degi vor- um við orðnir máttlausir af matarskorti og svefnleysi. Það kvöld sáum við spírur og turna Vínarborgar í fjarska. Konungur benti þangað og sagði: „Reiddi hnefi, í kvöld borðum við vel í þessari borg, jafnvel þó að hertoginn af Austurríki sé þar sjálfur." Svo einkennilega vildi til, að hertoginn var einmitt stadd-! ur í borginni þetta kvöld, en það vissum við ekki fyrr en seinna. 1 Bláu Gillette Biöðin Bezta leiðin til að kaupa beztu blöðin >n Cillette málmhylki 10 BLÁ GILLETTE BLÖÐ Kr. 13,25 Þér borgið aðeins fyrir blöðin. Málmhylkin kosfa ekkerf. Nýtt blað tilbúið til notkunar án fyxirhafnar. Bláu blöðin með heimsins beittustu egg eru al- gjörlega varin gegn skemmdum og ryði. Sérstakt hólf fyrir notuð blöð. Þér fáið fleiri rakstra og betri með því að nota __ EFTIRLEIT EFTIR ECON HOSTOVSKY JL IIIKJ ■ ■ ■ ■ UU r ■■■■■■■■«»■■■■■■■■■ ■ 1.1 ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.