Morgunblaðið - 23.02.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.02.1955, Qupperneq 1
16 síður 42. árgangur 44. tbl. — Miðvikudagur 23. febrúar 1955 Prentsmiðjtt Morgunblaðsin* Kapphlaup S Þ. við 3. heimsslyrjöldina Ennþá er hann einn meter á undan- Faure leitar trausts • PARÍS, 22. febr. — Edgar Faure, leiðtogi Róttækra, mun á morgun leita traustsyfirlýsingar þingsins varðandi tilraunir hans tií stjórnarmyndunar. Ekki þykir horfa vænlega fyrir Faure sem forsætisráðheraefni. • Um tíma leit svo út, sem| hans eigin flokkur mundi eklci vilja styðja hann, en í dag lýstu Róttækir yfir því, að þeir vildu taka þátt i stjórnarmyndun hans.1 Kaþólski flokkurinn, þjóðveldis-1 menn og hægri flokkarnir hafa enn ekki lýst yfir eindregnu fylgi sínu við fyrirhugað ráðuneyti hans, en hafa sagzt myndu veita honum traust sitt í þinginu, sem forsætisráðherraefni. Jafnaðar- menn vilja hvorki taka þátt í stjórnarmyndun hans nc heita honum neinum stuðningi i þessu efni. Kommúnistar hafa einnig snúizt gegn Faure. • Upphaflega mun Faure hafa ætlað að mynda „vinstri“ stjórn, en þar sem kommúnistar og jafnaðarmenn hafa neitað öllu samstarfi verður stjórn hans mun meira til hægri. Almennt var álitið, að Faure myndi gegna embætti utanrikisráðherra í stjórn sinni eins og Mendes- Framh. á bls. 9 Hörmulegt bílslys d Ásvullugötu um hddegisbil í gær 2 smddrengir dóu Vetrorríki herjar sífellt í Evrópu LONDON, 22. febrúar — Mikið vetrarríki spennti járngreipar sinar um mestan hluta Evrópu í dag. í Mið Evrópu hefir hlýnað ögn, en iafnframt hefir hlaðið niður miklum snjó. í Svissnesku Ölpunum hefir hættan á snjóskriðum aukizt mjög einkum þar sem nokkuð hefir hlýnað. í Þýzkalandi, Pól- landi og Austurríki hefir snjó- koman valdið miklum samgöngu truflunum, einkum þar sem stormurinn hefir valdið því, að snjóinn hefir skafið mjög í skafla. Skagerak og Kattegat eru nú ísilögð að nokkru leyti, og óttast er, að það valdi nokkr- um töfum á skipaleiðum. 40 manns hafa farizt af völdum kuldans á meginlandi Evrópu. Mikill kuldi og snjókoma hef- ir verið á Bretlandseyjum í dag, einkum i Norður-Skotlandi. Hafa flugvélar og þyrilvængjur unnið að því að varpa niður matarbögglum og öðrum nauð- synjavörum til bændabýla og þorpa, sem einangrast hafa vegna snjókomu. Er þetta harðasti vet- ur, sem yfir Bretland hfeir kom- ur, sem yfir Bretland hefir kom- ið um margra ára skeið. — Reuter-NTB. I GÆRKVOLDI VAR EKKI VITAÐ HVER ÓK BÍLiMUIVi Upplý sa verður aðdragandu slyssins HÉR i Reykjavík varð um hádegisbilið í gær eitt hið hörmulegasta umferðarslys, sem orðið hefur á götum bæjarins. Tveir litlir leikbræður, þriggja og fimm ára, biðu bana undir bil við gatnamót Ásvallagötu og Blómvallagötu. í gærkvöldi klukkan átta, er rannsóknarlögreglan skýrði blöðunum frá þessum hörmulega atburði, hafði ekki tekizt að upplýsa með hverjum hætti slysið varð. — Er rannsókn- arlögreglunni aðeins kunnugt um eitt vitni í málinu. — En það er von allra hugsandi manna, að allir þeir, sem ein- hverjar upplýsingar gætu gefið í sambandi við rannsókn hins sviplega slyss, gefi sig þegar i stað fram við rannsókn- arlögregluna. Drengirnir litlu, sem létu lífið í slysi þessu, hétu Magnús Már Héðinsson, fóstursonur Oddgeirs Karlssonar, loftskeytamanns, og Lilý Magnúsdóttur, Hringbraut 56. Var Magnús fimm ár. Hinn drengurinn, Stefán Sigurður Hólm, Ásvallagötu 27, var þriggja ára, sonur Guðjóns Hólm Sig- valdasonar, héraðsdómslögmanns og konu hans Guðrúnar Stefáns- dóttur. taldi sig hafa orðið þess vart, að slys hefði orðið þarna, en mjög greinilega sést úr búðinni staður sá á götunni, sem börnin höfðu orðið fyrir bílnum. Ekki hafði Gísli Ástþórsson séð slysið, en barn, sem gekk í veg fyrir hann, er hann kom að gatnamótunum, hafði sagt honum af slysinu. EINA VITNIÐ Stuðningur Brunabótafélajisins við á.' C brunavarnir hefur lækkað iðsiöldin Á „MAGASLEDA“ Drengirnir litlu voru með lít- inn „magasleða“ rétt vestan við gatnamót Ásvallagötu og Blóm- vallagötu. En á þessu horni er ný- lenduvöruverzlun Péturs Krist- jánssonar. Var margt fólk inni í búðinni. Sýnt írom á það með sterkum röknm á Alþingi oð larsælost er fyrir sveitarfélögin að tryggja hjá sínu eigin félagi Á SAMA TÍMA og bifreiðatryggingar hafa verið að hækka, hafa brunatryggingar stöðugt farið lækkandi. Ástæð- an til þess er sú að brunavarnir í kaupstöðum og kauptún- um hafa stöðugt aukizt og eflzt. Þessar auknu varnir stafa fyrst og fremst af því að Brunabótafélag íslands hefur lagt áherzlu á að stuðla að þeim. Eru núna í útlánum hjá félag- inu á annan milljónatug kr. Það er lán til að byggja vatns- veitur, kaupa slökkvitæki og leggja brunasíma. Það er vegna þessara framkvæmda, sem tryggingariðgjöld lækka. 'tr Þannig fórust Emil Jónssyni orð í gær við umræður um brunatryggingamálin. 'tr En frumvarpið um breytta skipan á stjórnarháttum Brunabótafélagsins var samþykkt til þriðju umræðu með 20. atkv. gegn 8. Greiddu aðeins Framsókn atkvæði á móti frumvarpinu. Höfðu breytingartillögur tveggja Framsóknar- manna um að hamla gegn því að sveitarfélögin sjálf réðu stjórn Brunabótafélagsins, fyrst verið felldar með miklum meirihluta atkvæða. HÆGT AÐ NÁ BETRI KJÖRUM MEÐ STÓRUM SAMNINGUM Á sama þingfundi voru um- ræður um frumvarp Framsókn- armanna um brunatryggingar I sveitum.'Er þar í rauninni um sama málið að ræða og fléttuð- ust umræður í báðum málunum saman. Skúli Guðmundsson tók ty rnáls og virtist hann ekki koma auga á að hægt væri fyrir tryggj- endur að ná hagkvæmari samn- ingum þegar þeir standa sam- einaðir, heldur en ef þeir tryggðu hver í sínu lagi. Björn Ólafsson framsögu- maður meirihluta allsherjar- nefndar svaraði þessu. Hann dró upp einfalda og skýra mynd af því, hve húseigendur | standa miklu betur að vígi þegar sveitarstjórn gerir tryggingarsamning fyrir þá alla í einu, heldur en ef hver einstakiingur ætti að semja Framh. á bls. 9 1 VEGFARANDI KOM AÐ Laust fyrir klukkan 12 í gær- dag kom Gísli Ástþórsson þangað inn og bað um að hringt yrði þegar í stað í lögregluna, því að ægilegt slys hefði orðið fyrir ut- an búðina. Varð fólkið, sem þrumulostið, því að ekkert þeirra Önnur kjarnorkusprengjutilraunin í Nevada Sprengjublossinn sást í Los Angeles—Hús skulfu í Las Vegas Las Vegas, 22. febr. — Reuter-NTB. IDAG var önnur kjarnorkusprengjan á þessu ári sprengd í til- raunaskyni á eyðimörk Nevada-ríkis í Bandaríkjunum. Sprengj- unni var komið fyrir á 100 metra háum turni. Kjarnorkusprengjan var af meðalstærð, en talsvert kröftugri en sú, er sprengd var á svipuðum slóðum í s.l. viku. Eldblossinn frá sprengingunni sást í Los Angeles og San Franc- isco, sem eru 440 km fyrir suð- vestan tilraunasvæðið, og hús skulfu í Las Vegas, 130 km suð- vestur frá sprengjustaðnum, en ekki er kunnugt um að tjón hafi orðið á mannvirkjum. if BLOSSINN GULRAUÐUR Mikill gulrauður blossi gaus upp við sprenginguna, en við fyrri tilraunir hefur blossinn ver- ið skjannahvítur. 200 manns fylgdust með gangi sprengingarinnar, vel varðir í djúpum skurðum í fjögurra km, fjarlægð, og 40 flugvélar fylgd- ust með sprengingunni úr lofti. Upphaflega höfðu fulltrúar bandarísku kjarnorkumálanefnd- arinnar ætlað að koma mun kröftugri sprengju fyrir á 170 m háum turni, en vegna óhagstæðra veðurskilyrða var óttazt, að geislavirkt ryk kynni að valda tjóni í nágrenni tilraunasvæðis- ins. Eftir tveggja klukkustunda leit rannsóknarlögreglumanna að vitnum að atburði þessum, tókst að hafa uppi á níu ára telpu, sem kvaðst hafa séð er slysið varð. f \ FRÁSÖGN TELPUNNAR Hafði hún staðið á gatnamót- unum. Séð litlu drengina, sem setið höfðu á sleðanum við jaðar götunnar og hefðu þeir ekki hreyft sig úr stað á honum. Bíll hafi komið niður Blóm- vallagöliina (aí Sóivalagötu), beygt inn á Ásvallagötuna, og hafi hann ekið yfir drengina. Bílnum var ekið áfram vestur Ásvallagötuna. Rannsóknarlög reglan telur enga ástæðu til að véfengja frásögn telpunn- ar. Hún gaf ýmsar aðrar upp- lýsingar um bílinn og útlit hans, en rannsóknarlögreglan taldi ekki tímabært í gær að skýra frá því, meðfram af þeim sökum, að hún beinir þeim óskum til allra bílstjóra, sem leið áttu um þessi gatna- mót, að koma til viðtals hið fyrsta. Vitað er, að drengirnir biðu báðir bana samstundis. ORÐIÐ ÞESS VAR? Rannsóknarlögreglumenn áttu í gær tal við allmarga bílstjóra, en í gærkvöldi hafði ekki tekizt að upplýsa hvaða bíll það var, er olli slysinu. Rannsónkarlögreglan telur, miðað við þær upplýsingar, sem kunnar eru og hún ekki vefeng- ir, sé mjög ólíklegt, að bílstjór- inn hafi ekki orðið slyssins var. Hugsast geti að við taugaáfallið, sem bílstjórinn hafi orðið fyrir, hafi hann gripið til þess að aka í burtu, en muni gefa sig fram, er hann hefur áttað sig á atburð- inum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.