Morgunblaðið - 23.02.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1955, Blaðsíða 2
MORGIJJSBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. febr. 1953 GæsSuvistarsfóður kosti byggingu og rekstúr hælis drykkjusfúklinga Frumrarp Gísla Jinssonar samþykkt meS breytingum U'FRI DEILD Alþingis hefur nú samþykkt þau ákvæði úr frum- varpi Gísla Jónssonar um meðferð ölvaðra manna og drykkju- sjúkra, að komið verði upp svo fljótt sem verða má sjúkrahúsum eða sjúkrahúsdeildum fyrir drykkjusjúklinga og greiðist kostnaður við byggingu og rekstur slíkra sjúkrahúsa og sjúkrahúsdeilda úr gæzluvistarsjóði. samþykktar yrðu tvær greinar frumvarpsins, sem ákveða að Onnur umræða nm hið athygl- isverða frumvarp Gísla Jónsson- ar vár í Efri deild í fyrradag. Lá þá fyrir nefndarálit frá heil- brigðis- og félagsmálanefnd. í frv. Gísla voru ákvæði um það að allir þeir sem teknir eru lipndum sakir ölvunar skuli flutt- ir í sjúkrahús og var ætlunin uieð þessu að bæta aðbúð ölvaðra inanna, sem handteknir eru, þ. e. a, s,- að flytja þá á sjúkrahús í stað þess að stinga þeim í kjall- arann. FURÐULEG AFSTAÐA LANDLÆKNIS Heilbrigðis og félagsmála- riefnd leitaði álits landlæknis mn þetta og er umsögn hans, sem birt er á þingskjali, furðu- leg. Því að í staðinn fyrir að landlæknir sjái hvílík réttar- bót það er fyrir menn að vera settir á sjúkrahús í stað þess að dúsa í kjallaranum, hefur allt snúizt við í kollinum á honum og hann fer að fjasa um það að það sé brot á per- sónufreisi manna að setja þá í sjúkrahús í stað dýflissu!! En þetta er að vísu ekki annað og meira en það sem annars tíðkast í skýrslum frá þessum opinbera embættismanni. En í samræmi við þetta mælti þingnefndin á móti því að þetta álcvæði frumvarpsins yrði sam- þykkt og einnig á móti því ákvæði að ef maður yrði ítrekað tekinn fastur fyrir ölvun, skyldi meðhöndla hann sem drykkju- sjúkling. GÆZLUVISTARSJÓÐUR KOSTI BYGGINGU HÆLA Hins vegar lagði nefndin til að gæzluvistarsjóður skuli kosta byggingu og rekstur sjúkrahúsa fyrir drykkjusjúklinga og einnig að veita megi styrk til gæzlu- vistarstöðva og dvalarheimila sem félög reisa, sem starfa að bindindis og líknarmálum. Flutningsmaður, Gísli Jónsson, kvaðst geta fallizt á það sam- komulag að fyrri greinar frum- varpsins yrðu felldar niður, vegna þess að ef seinni greinarn- ar næðu samþykki og slík sjúkra- hús kæmust á fót, mætti vænta þess, að framkvæmd þessara mála yrði að jafnaði slík að ölv- aðir menn yrðu sendir í þessa stofnun, þegar þeir væru hand- teknir. BYGGING LÖGREGLUSTÖÐVAR AÐ HEFJAST Hann minntist á það að heilbrigðis- og félagsmála- nefnd Efri deildar hefði feng- ið upplýsingar um að fyrir lægi að hefja byggingu á nýrri lögreglustöð og yrði smíði hennar byrjuð einmitt með því að skapa betri möguleika til að taka á málum ölvaðra fanga. í þessu sambandi minntist Gísli einnig á það, að ef hald- ið yrði áfram að framkvæma lögin frá 1949 yrði að gera lögreglustöðinni skylt að hafa lækni á stöðinni til að athuga samstundis ástand þeirra manna, sem þangað eru fluttir til þess að fyrirbyggja slys eins og þau, sem nýlega hafa orðið. Giiðfræðinemar veitfu innsýn í hugarheim railalda \'\3ÍZ Í\0f\Ác~\ " F Y R It A SUNNUÐAG EFNDI ! Stúdentaráð til kynningar á • heimildum úr íslenzkri kirkju- sögu. Hafði Magnús Már Lárus- son, próf., valið þættina, er þrír guðfræðinemar, þeir Ásgeir Ingi- bergsson, Hjalti Guðmundsson og Ólafur Skúlason, fluttu þættina. Efnið hafði verið valið þannig, ' að það gæfi nokkra hugmynd um heimsskoðun miðaldamannsins | og viðhorf hans til lífs og dauða, | enda mátti segja að efnið tæki yfir mannsæfina frá skírn til dauða. Voru lesnir kaflar úr Grágás, Jarteinabókum Þorláks, Jóns og . Guðmundar góða, Guðmundar- I sögu Arngríms ábóta, bréf Norð- lendinga til Hákonar háleggs Noregskonungs, áritun eða samn- ingur við :VIaríu mey, sem finnst á merku nótnablaði í Árnasafni, testamenti Þorvarðar Loftssonar á Möðruvöllum og tvö trúarljóð. Róbert A. Ottósson sagði nán- ar frá nótnablaði því, er áður gat. Á því eru brot úr ,,Agnus Dei‘ og „Credo in unum“, Níeku- játningunni, og hafa lögin verið sungin norður í Munkaþverár- klaustri, eftir að Bjarni ívarsson Hólms hafði gefið bókina, sem blaðið er úr, Maríu mey árið 1473. Sungu þeir Róbert A. Ottósson og Hjalti Guðmundsson lagbrot- in, en þau eru elztu tvísöngslög, sem út hafa verið gefin. Tókst söngur sá mjög vel, og var unun á að hlýða. Aðsókn var fremur lítil, sem var skaði, þareð þátt- urinn veicti þó nokkra innsýn í hugarheim miðalda. lingarfil h É Nm erfBaábúð Ræða ións Kjaríanssonar á Alþingi í gær | HAFNARFIRÐI — Allir línu- j bátarnir að tveimur eða þremur undanskildum hafa síðustu daga , róið vestur undir Jökul og aflað i vel þar. Hafa margir þeirra oft og tíðum verið með frá 25 og upp í 40 skippund í róðri. Eru bátarnir um hálfan annan sólar- hring í róðri. FRUMVARP um ættaróðöl og erfðaábúð var til annarrar umræðu í Efri deild Alþingis í gær. Jón Kjartans ion skýrði frá því að landbúnaðarnefnd væri sammála um að afgreiða bæri frumvarpið sem lög frá Alþingi. Jón Kjartansson, framsögu- maður nefndarinnar, hrósaði frumvarpinu og benti þingdeild- inni á það, að það fæli í sér aðal- lega tvær sjálfsagðar umbætur. BÖRN, SEM ERU Á BÚI FORELDRA Það er í fyrsta lagi, að það barn eða þau börn sitji fyrir að erfa ættarjarðir, sem hafa að staðaldri staðið fyrir búi foreldra sinna eða unnið að búinu að staðaldri og eru lík- legust til að stunda þar áfram haldandi búskap. Þetta kvað Jón vera til mikilla bóta frá því sem verið hefur, að elzta barn situr fyrir, en það er ein- mitt oft, sem eldri börnin eru horfin að heiman og búin að setja bú niður á öðrum stað, svo að sú reglan hefur oft orð- ið til að valda raski á högum manna. AÐ VIÐBÆTTU MATSVERÐI UMBÓTA Hin nýjungin er að söluverð ættarjarða skuli miða við fast- eignamatsverð á hverjum tíma, að viðbættu matsverði á þeim umbótum, sem gerðar hafa verið á jörðinni frá því aðalfasteigna- mat fór fram. Þetta ákvæði staf- ar af því að oft líður langur tíml milli þess að fasteignamat fer fram. Jónsmessa ákveðin bændadagnr í sveitum Frá búnaðarþingi í gær FUNDUR var í Búnaðarþingi kl. 10 í gærmorgun. Afgreiddar voru þrjár ályktanir. Sú fyrsta frá Jarðræktarnefnd, Erindi Búnaðarsambands Suðurlands um litmyndir af nytjajurtum. Er hún svohljóðandi: LITMYNDUN NYTJAJURTA í tilefni af erindi Búnaðar- sambands Suðurlands um lit- myndun nytjajurta, beinir Bún- aðarþing því til stjórnar Búnað- arfélags íslands, að hún beiti sér fyrir samstarfi forstjóra fræðslu- Afli Keflavíkurháta KEFLAVÍKURBÁTAR hafa afl- stð vel það sem af er vertíðinni og .fer hér á eftir aflaskýrsla bát- anna, frá róðrarbyrjun (7. janúar til 15. febrúar). Fimm hæstu bát- arnir eru þessir: Björgvin 245,384 kg., Hilmir 236,710 kg., Guðmund nr Þórðarson 233,634 kg., Bára 219,366 kg., Stígandi 200,650 kg. Róðrarfjöldi allra bátanna er 1074 og er heildaraflinn 5,620,491 kg. Á sama tíma í fyrra var afl- inn 2,757,620 kg. Eftir 394 róðra liefur því borizt rúmlega helm- ingi meira magn á land nú en á sama tíma í fyrra, enda er róðr- •arfjöldi bátanna miklu meiri nú. Var afli bátanna betri í fyrra en þá byrjuðu þeir sem kunnugt er «kki róðra fyrr en 19. febrúar vegna verkfallsins. róðrar kg- Smárr 31 151,746 Guririár Hámundars. 36 168,454 Björgvin 36 245,384 Sæhiímnir 34 199,580 Von II. 37 189,460 fíævaldur 29 153,502 Stígandi 33 200,650 Hilmir 37 236,710 Ilannes Hafstein 34 165,256 B-jarni Ólafsson 35 144,512 Bára . 39 219,366 Jón Guðmundsson 31 193,464 Sæborg 34 170,752 Guðm. Þórðarson 37 233,634 Svanur 35 163,598 Þorsteinn 35 182,512 Guðfinnur 35 184,812 * 26 125,110 32 176,452 T 0 . > 11 cT / .112 1 » ' fc Trausti 33 184,692 Hrafn 33 142,502 Einar Þveræingur 31 123,432 Auður 27 127,646 Gullfaxi 26 124,142 Gylfi 28 171,480 Garðar 31 138,675 Þráinn 21 74,044 Valþór 28 123,926 Kristján 30 166,264 Vísir 30 140,370 Svalan 19 100,246 Vilborg 28 134,898 Sæfari 24 86,270 Jón Finnsson 20 85,856 Heimir 16 97,518 Reykjaröst 16 89,696 — Ingvar. Eídheitir iöður- iandsvinir en ekki nazistar ★ PARÍS, 22. febr. — Aðalritari samtaka rúmenskra landflótta- manna, Barbu Niculescu, sagði á blaðamannafundi í París í dag, að menn þeir, er tóku með vopna- vaidi rúmenska sendiráðsbústað- ■ inn í Bern í s.l. viku, hefðu kom- izt yfir skjöl, sem sýndu, að sendiráðið var miðstöð rúss- neskra njósnara. Mennirnir tveir ! er komust undan hefðu haft mik- ilvægustu skjölin meðferðis. ★ Kvað hann skjöl þessi vera skipanir frá Moskvu til komm- únistaflokkanna í Austurríki, „Nói" fyrir húsi fullu Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ var, var sjónleikurinn Nói sem Leik- félag Reykjavíkur sýnir um þess- ar mundir sýndur fyrir fullu húsi áhorfenda. Næsta og síðasta sýning L. R. á Nóa verður n. k. sunnudagskvöld. í kvöld sýnir Leikfélagið gamanleikinn Frænku Charles í 71. sinn. Er nú trúlegt að sýning- um fari brátt að Ijúka á þessum vinsæla gamanleik, enda hefur Leikfélagið nú þegar hafið æfing ar á nýju norsku leikriti og munu sýningar hefjast á því í næsta mánnði. I i t Ítalíu og Svisslandi. Rúmenska sendiráðið hefði sent fyrirmæli frá rússneska kommúnistaflokkn um til kommúnistaflokkanna í löndnm þessum. ★ Niculescu vildi ekkert láta uppi um, hvort samtökum rúm- enskra landflóttamanna væri kunnugt um, hverjir mennirnir væru eða hvort þeir hefðu á nokkurn hátt verið á þeirra veg- um. „En það liggur í augum uppi, að þeir voru hvorki nazistar eða afbrotamenn, heldur eldheitir föðurlandsvinir“, sagði Niculescu. Yiðurkenning ráðuneytis á Skjalasafni Reykjavíkur UM síðustu áramót viðurkenndi Menntamálaráðuneytið Skjala- safn Reykjavíkurbæjar sem héraðsskjalasafn fyrir Reykjavík og hefur nú samkv. því hafist brottflutningur skjala úr Þjóð- skjalasafninu sem tilheyra Reykjavíkurbæ. Er hér um að ræða bækur og skjöl bæjarstjórn ar frá fyrstu tíð og til ársins 1916 en eftir þann tima hefur Reykjavíkurbær sjálíur annast vörzlu skjala sinna. Skjalasafn Reykjavíkur er nú orðið annað stærsta skjalasafn landsins, en skjalavörður er Lárus Sigur- björnsson. Skjalasafnið er sem stendur í allrúmgóðu húsnæði í kjallara hússins Ingólfsstræti 5, en fyrir- hugað er að það flytji í hina nýju byggingu bæjarins á horni Borg- artúns og Skúlatúns, en þangað eru nú þegar fluttar á efri hæð- irnar skrifstofur Hitaveitu og byggingafulltrúa. Fær Skjala- safnið þar stórt og rúmgott hús- næði, en þess verður fyllilega þörf eftir að safnið hefur tekið á móti skjölum þeim, er geymd hafa verið í Þjóðskjalasafninu. I starfsemi Búnaðarfélags íslands og framfærslumálastjóra urn út- gáfu bæklings með litmynduðum nytjajurtum, sem útbýtt yrði til bænda af hendi Búnaðarfélags íslands, en til nemenda í skólum af hendi fræðslumálastjóra og yrði þannig þáttur í búnaðar- fræðslu í skólum, Tillagan var samþykkt með 23 samhljóða atkvæðum. FÓÐURTILRAUNIR Þá var samþykkt tillaga frá bú- fjárræktarnefnd um rannsókn á sjúkdómum, er stafa af votheys- gjöf. Tillagan er svohljóðandi: Búnaðarþing felur stjórn Bún- aðarfélags íslands að hlutast til um, að framkvæmdar verði ár- legar fóðurtilraunir á búfé við Rannsóknarstöðina á Kcldum, svo úr því fáist skorið, eftir því, sem verða má, hvort hægt er að finna ráð til þess að forðasí sjúk- dóma, sem taldir eru stafa af vot- heysgjöfum eða skemmdu þurr- heysfóðri. Tillagan var samþykkt með 21 samhljóða atkv. til annarrar um- ræðu. BÆNDADAGUR Frá allsherjarnefnd var borin fram tillaga um erindi Jóns H. Þorbergssonar um löghelgan bændadag, svohljóðandi: Búnaðarþing ályktar að æski- legt sé, að einn dagur árlega verði ákveðinn sem sérstakur bændadagur. Yrðu þá haldnar samkomur heima í héruðum, semt helgaðar væru bændum og búa- liði. Vill þingið því beina því tíl stjórnar Búnaðarfél. Islands, að hún í samvinnu við Stéttarsam- band bænda hlutist til um þa'ð við ríkisútvarpið, að það helgi bændastéttinni dagskrá sína þann dag. Búnaðarþing bendir á Jóns- messudag 24. júní, sem bænda- dag. Jafnframt beimr Búnaðar- þing því til állra búnaðarsam- banda, að þau ræði þetta mál á næstu aðalfundum sínum og beiti sér fyrir hátíðahöldum þann dag hver á sínu svæði. Tillagan var samþykkt með 16 atkvæðum gegn 1. í dag hefst fundur að nýju í Búnaðarþingi kl. 10 árdegis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.