Morgunblaðið - 23.02.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.1955, Blaðsíða 16
Veðurúllif í dag; Vaxandi S-átt síðdegis. Allhvass og rigning með kvöldinu. 44. tbl. — Miðvikudagur 23. febrúar 1955 rotaby | 50 ára. Sjá grein á blaðsíðu 9. Verkföll hef jas! ekki 1. marz Rýmri tími veiflur fil samningaviðræðna VERKALÝÐSFÉLÖG þau hér í Reykjavík og Hafnarfirði, sem sagt hafa upp samningum sínum við atvinnurekendur, hafa nú ákveðið að boða ekki til verkfalls 1. marz n.k. Vegna þess, hversu Keint félögin hafa afhent atvinnurekendum kröfur sínar telja þau rétt að rýmri tími veitist til samningaviðræðna. Mbl. barst í gær eftirfarandi yfirlýsing um þessa ákvörðun frá 14 verkalýðsfélögum: TJNNIÐ EFTIR GOMLU SAMNINGUNUM „Verkalýðsfélög þau í Reykjá- vík og Hafnarfirði, er nú hafa sagt upp samningum sínum, hafa í dag tilkynnt samtökum atvinnu rekenda þá ákvörðun sína að láta ekki koma til vinnustöðvunar 1. marz heldur veita nokkuð rýmri tima til samningaviðræðna. — Ástæðan til þessa er m.a. sú, að samningaviðræður hafa enn ekki hafizt, er meðfram stafar af því að félögin hafa nú alveg nýverið afhent atvinnurekendum endan- legar kröfur sínar. Verkalýðsfélögin veita þennan frest í trausti þess að hann verði notaður til hins ýtrasta til að koma á nýjum samningum án þess að til vinnustöðvana þurfi að koma. Félögin ganga út frá að unnið verði eftir hinum uppsögðu samn ingum meðan ekki kemur til vinnustöðvunar eða nýir samn- iugar verið gerðir. MUNU TILKYNNA VINNUSTÖDVUN SAMTÍMIS Verkalýðsfélög þau, sem hér um ræðir héldu sameiginlegan fulltrúafund s.l. laugardag til að ræða viðhorfin og skipuleggja samstöðu sína. Þau munu öll til- kynna vinnustöðvun samtímis, ef til hennar þarf að koma. Fulltrúafundurinn kaus eftir- talda 6 menn í framkvæmda- nefnd fyrir samstarfi félaganna: Benedikt Davíðsson, Björn Bjarnason, Eðvarð Sigurðsson, Eggert G. Þorsteinsson, Hermann Guðmundsson og Snorra Jóns- son. Eftirtalin 14 félög standa að þessu samstarfi: Verkamannafélagið Dagsbrún, Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, ASB, fél. afgrst. í brauða- og mjólkurbúðum, Félag járniðnaðarmanna, Félag bifvélavirkja, Félag blikksmiða, Sveinafélag skipasmiða, Múrarafélag Reykjavíkur, Málarafélag Reykjavíkur, Trésmíðafélag Reykjavíkur, Flugvirkjafélag fslands, Mjólkurfræðingafélag íslands, Verkamannafélagið Hlíf, Hafn- arfirði, og Iðja, félag verk- smiðjufólks, Hafnarfirði. Takmörkun leigubifreiða samþykkt í Neðri deild FRUMVARPIÐ um takmörkun á fjölda leigubifreiða í Reykjavík og nokkrum tilgreindum kaupstöðum var afgreitt frá Neðri deild Alþingis í gær. Voru breytingartillögur samgöngumálanefnd- ar samþykktar, en breytingartillögur Einars Olgeirssonar felldar. Fer frumvarpið nú til Efri deildar. Skauiaferðir bama á Akranesi AKRANESI, 21. febrúar — Fyrir röskum 3 vikum lét Njáll Guð- mundsson skólastjóri barnaskól- ans hér sprauta vatni á flatirnar vestan við skólahúsið. Myndaðist þar gott skautasvell, sem börnin hafa notað óspart; einnig hefur stundum mátt sjá fullorðið fólk renna sér á skautum þar í hópi barnanna. í næstliðinni viku fóru allir fjórir bekkir gagnfræðaskólans á skauta upp á Eyðisvatn, :;em liggur norð-austan við Akrafjail Annar bekkur fór á miðvikudag, fyrsti bekkur á fimmtudag og þriðji og fjórði bekkur á laug- ardag. Áður en unglingarnir lögðu af stað í förina voru þeír rjóðir í kinnum og með blik í augum af eftirvæntingu, en dag- inn eftir heldur dasaðir að sjá. Á sunnudaginn fóru nokkur barnaskólabörn upp á Eyðisvatn. Kópavogur hljóti kaupstaóarréftindi Ályktun SfáVstæðiðmanna í Kópavogi ÁL félaganna í Kópavogi, til að ræða um stjórn hreppsmálanna og gerði fulltrúaráðið ályktun um, að Kópavogshreppur verði nú þegar gerður að kaupstað. LOGIN TRYGGJA EKKI í ályktun fulltrúaráðsfundar- ins segir m. a. á þessa leið um þetta mál: Fundur haldinn í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi sunnudaginn 20. febrúar 1955, telur að ekki ve'-ði lengur unað við núverandi tilhögun á stjórn sameiginlegra máia ibúa Kópa- vogshreons. Tehir fuodurinn að reynslan hafi sýnt það þráfald- Suðurlaudaför Orlofs FLUTT AD BEIÐNI BILSTJORA Frumvarp þetta var upp- haflega í þeirri mynd að sam- göngumálaráðuneytinu væri heimilað að fengnum tillögum hlutaðeigandi stéttarfélags, að takmarka fjölda leigubifreiða í Reykjavík, hvort heldur sem væri fólks- eða vörubifreiðar. Var þetta flutt af samgöngu málanefnd fyrir beiðni Bif- reiðastjórafélagsins Hreyfils, sem taldi aðstreymi í bifreiða- akstur svo mikið, að til vand- ræða horfði og gæti það leitt til atvinnuleysis hjá stéttinni. EINAR MÓÐGAÐIST Einar Olgeirsson gerði tvær breytingatillögur við frumvarp- ið. Síðan gerði hann tvær breyt- ingatillögur við breytingatillög- urnar. Við atkvæðagreiðslu í gær voru breytingatillögur hans við breytingatillögurnar samþykkt- ar, en síðan voru báðar breyt- Fyrsta daginn komu yfir 20 SUÐURLANDAFÖR Orlofs, sem skýrt var frá í blöðunum í gær, vakti miklu athygli manna og víst er að n'iargir, sem hafa haft utanför í huga, töldu þetta tæki- færi sérlega heppilegt fyrir sig. í gærkvöldi höfðu rúmlega 20 manns látið skrá sig og var mcðal þeirra rúmlega sjötugur maður. Orlof ger-r ráð fyrir að í hóp þeim sem suður fari verði milli 45—50 manns. ingatillögurnar svo breyttar felldar. Þessu tók Einar miög illa. Var hann svo móðgaður, að hann greiddi að lokum atkvæði gegn sjálfu frumvarpinu. Frumvarpið var samþykkt með 18 atkvæðum gegn 11. Góð þorraveðréfta í ísafjarðardjúpi ÞÚFUM, 22. febrúar — Þorra- veðráttan er jafnan stillt, en all- mikið frost Þó eru firðir og vík- ur að mestu íslaus. Djúpbátur- inn kemst f.ð Eyri í Mjóafirði í ferðum sínum. — Beitarjörð er ágæt fyrir sauðfé og eru hross sums staðar á útigangi ennþá. Heilbrigði búfjár er ágæt og fóðurbirgðir góðar. — P. P. Sinfóníufónleikar í gær HÚSFYLLIR var á sinfóniutón- leikum Ríkisútvarpsins í Þjóð- leikhúsinu í gærkvöldi. Var tón- listarmönnunum afburða vel tek- ið og eirileikara hljómsveitar- innar, Þorvaldi Steingrímssyni, fiðluleikara, og einsöngvara, hin- um ítalska Primo Montanari, fagnað af miklum innileik áheyr- enda og færðir fagrir blómvend- ir. Stjórnandi hljómsveitarinnar var Róbert A. Ottósson. Á efnisskrá voru verk eftir Edouard Lalo, J. Massanet, G. Bizet, F. von Flotow, R. Wagner og Paul Dukas. ÞETTA er ferðaáætlun Ferða- skrifstofunnar Orlofs í hinni fyrirhuguðu Suðurlandaför, með Glófaxa, sem hefst hinn 16. marz: Fyrsti áfanginn á þeirri leið er Parísarborg. Verður komið þang- að síðdegis brottfarardaginn og staðið þar við til 18. marz og tíminn eðlilega notaður til þess að skoða hið markverðasta í þess- ari fögru borg. Til Rómar verð- ur komið 18. marz og haldið það- an árdegis 22. marz. — Meðal þeirra staða sem ferðafólkið heimsækir verður Páfagarður og Katakomburnar. — Síðdegis 22. marz verður komið til Kairo. Meðan á dvölinni í Egyptalandi stendur verður m. a. farið að pýramídunum og gist verður í eyðimörkinni. Haldið verður frá Egyptalandi 26. marz og þá flogið til Túnis. Þar verður höfð við- dvöl þar til síðdegis 28. marz. I Túnis verður m. a. farið að rúst- um Karþagóborgar. Komið verð- ur til Alsír 28. marz og meðan ferðamannahópurinn dvelur þar mun hann m. a. heimsækja „borg hamingjunnar" Bour Aada, skoða höll soldánsins og vera við helgi- stund í múhameðstrúarmusteri. Flogið verður svo til Madrid 1. apríl og þar gefst hópnum kostur á að sjá nautaat. Farið verður til Toledo. Haldið verður til Lund- úna 4. apríl, en síðdegis næsta dag verður þaðan haldið flug- leiðis heim og er þá ferðinni lokið. íslandsvinafélag í Köln NÝLEGA var stofnað íslands- vinafélag í Köln í Þýzkalandi. Markmið íélagsins er að auka þekkingu á íslandi með fyrir- lestrum, kvikmyndum og á ann- an hátt og vinna þannig að nán- ari menningartengslum milli Þýzkalands og íslands. í stjórn félagsins eru m. a. yfirborgarstjórinn í Köln, Aden- 1 auer, sonur ríkiskanzlarans, en hann kom hingað til íslands í fyrra, háskólakennararnir próf. H. Hempel, Heinrichs dósent, frú Löffler dóttir íslandsvinarins } Erkers og nokkrir aðrir. For- maður íslandsvinafélagsins í Hamborg, Dróf. Dannmayer, kom á stofnfundinn og er náin sam- ■vinna milli beggja félaganna fyrirhuguð. lega að undanförnu að sveita- stjórnarlögín tryggi það ekki nægilega að meirihluti hrepps- nefndar geti ekki misbeitt valdi sínu gagavart hreppsbúum. ★ Með tilliti til þessa og íbúa- fjölda hreppsins, sem er í örum vexti, telur fundurinn að það sé nú aðkaliandi nauðsyn að Kópa- vogshreppur verði nú þegar gerð- ur að kaupstað og sérstöku lög- sagnarumdæmi og að sett verði sérstök lög um stjórn málefna hans. J SKORAD Á FINGMANN KJÖRDÆMISINS Fundurinn skorar því á þing mann Gullbringu- og Kjósar- sýslu að beita sér fyrir því að> félagsmálaráðuneytið flytji frumvarp til laga um þettai efni á yfirstandandi Alþingi, og skorar á Alþingi að af- greiffa slíkt frumvarp sem lög. Ef félagsmálaráðuneytið sér sér ekki fært að flytja slíkt frumvarp skorar fulltrúaráðið á þingmanninn að flytja það. ★ Jafnframt skorar fulltrúaráðið á fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í hreppsnefnd Kópavogshrepps að bera nú þegar fram tillögu um það í hreppsnefndinni að Kópa- vogshreppur verði gerður að kaupstað. Engin loðna VESTMANNAEYJUM, 22. febr. — Afli bátanna í dag var all- góður en talsvert misjafn, 4—12 lestir, en allflestir með 6—7 lest- ir, M.b. Fanney varð ekki var við neina loðnu í dag. Nokkrir bát- anna sem réru í gær beittii loðnu, er Fanney veiddi, en sjó- menn telja þó að ekk: hafi veiðst betur á hana en síldina sem bát- arnir beita almennt. —Bj. VESTMANNAEYJUM. 22. febr, — Hingað kom í morgun nýr bátur, Fjalar VE-333, eign Helga Benediktssonar. Er bátur þessi smíðaður •' Svíþjóð og er 53 smá- lestir að stærð, með 180 hestafla June-Munktel vél. Báturinn eri að sjálfsögðu búinn öllum nýj- ustu öryggistækjum og siglinga- tækjum og er öll smíði og hand- bragð við innréttingu bátsing með myndarbrag. aUHTUKBÆR ABCDEFGH I ABCDEFGH i 'viítmm»ÆR 12. leiknr Vesturbæinga: Rc3—dl. 12. leikur Austurbæjar: • Hf8—e8 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.