Morgunblaðið - 27.02.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.1955, Blaðsíða 1
16 síður og. Lesbók 42. árgangur 48. tbl. — Sunnudagur 27. febrúar 1955. PrentsmiSJM Morgunblaðshu Fjallaferð um helgina er gulls ígildi Vlargt um manninn í Hveradölum HUNDRUÐ SKÍÐAFÓLKS STREYMA ÚT ÚR BÆNUM UM HVERJA HELGI. GISTIRÚM í FJALLASKÁLUM HREKKUR EKKI TIL ÞAÐ eru töluvert mörg ár, síðan eins vel hefir viðrað fyrir ís- lenzkt skíðafólk og nú í vetur. Það er ekki aðeins, að snjór hafi fest á jörðu, sem auðvitað er frumskilyrði skíðaferðanna, held ur hefir veðrið verið óvenju fagurt undanfarnar vikur með kyrrum stjörnubjörtum kvöldum og himni bragandi af norðurljós- um — eins og íslenzkt vetrar- kvöld getur verið dýrlegast. REYKVÍKINGAR NOTA SÉR KOLANN Og Reykvíkingar hafa svo sannarlega notað sér kolann. Á hverri heigi hafa hópar skíða- fólks strevmt út úr bænum upp til fjalla. — Aðsókn að skíðaferðum nú eftir hátíðarnar hefir verið óvenjulega mikii og stöðug ¦— sagði formaður Skíðafél. Reykja'* víkur, Stefán G. Björnsson í sam- tali við Mbl í gær. ¦— Skíðafæri hefir yfivleitt verið ágætt, að vísu nokkuð hart nú upp á síð- kastið en nú hefir snjóað aftur og í dag er unnið að því af krafti að ryðja Hellisheiði. Flest af skíðafólkinu fer upp í Hveradali og Jósefsdal. Brekkur eru þar góðar og fjarlægðin hæfileg. SKÍÐASKÁLINN YFIRFULLUR — Og margir eru næturlangt þarna uppfrá? — Já, og hafa oft færri komizt að en vildu, enda mjög takmark- að svefnrúm í þeim skíðaskálan- um sem fyrir hendi er. Skíða- skálinn í Hveradölum tekur um 50—60 manns í rúmum en und- anfarnar helgar hafa stundum sofið þar allt að 80 manns, sum- ir í svefnpokum og á dýnum á gólfinu — ailt yfirfullt. Frá 200 og upp í 400 manns hafa að jafn- aði farið á skíði um helgar að undanförnu á vegum ckíðafélag- anna hér í Reykjavík. FLEST UNGLINGAR — OG ÞÓ! — Og flest af því ungt fólk? — Já, laiigsamlegur meirihlut- inn er unglingar, og svo við þess- ir gömlu innan um, sem höldum enn tryggð við fjöllin og ukíðin, og piltarnir, sem eru að æfa sig undir eina eða aðra keppni, á næstu gröium. — Þessa dagana stendur líka yfir skíðanámskeið með kennslu Guðmundar Hall- grímssonai frá Önundarfirði, sem Framh. á bls. 8 Ólýsanlegar hörmungar ganga yfir Ástralíubúa EN G IN N getur með orðum lýst þeim hörmungum, sem nú ganga yfir íbúa í mið- og norðurhluta Nýja Suður-Wales í Ástralíu. Vatnsflóð gífurleg hafa lagt þúsundir heimila í rúst, orðið tugum fólks að bana og eyðilagt hús, vegi, járnbrautarlínur og önnur -mann- virki að verðmæti hundruð þúsunda punda. Þar við bætist að akrar og ræktuð lönd eru • Þúsundir heimilislausar 30 hata látið lítið Eignatjón gíturlegt stórskemmd eða með öllu ónýt. Þýzkalcnd: 30 kl.st. umrœður BONN, 26. febrúar — Umræð- ur um Parísarsáttmálann hafa nú staðið yfir í þýzka þing- inu í 30 klukkustundir (dreyft á 3 daga) og var ekki klukk- an 9 í kvöld lokið. Margir voru þá á mælendaskrá, en dagskrárnefnd þingsins hafn- aði ákveðið að umræðum skyldi ljuka og atkvæða- greiðsla eftir þessa 2. umræðu skyldi fara fram í nótt. A morgun kemur þingið sam- an til að ræða sáttmálann ennþá og verður þá endanleg a.' / væðagreiðsla um hann. Er það í frrsta sinn sem þýzka þingið situr fund á sunnudegi. —Reuter. D- -D Síjmsæri á Kýpur PAPHOS, Kýpur, 22. febr. — Sex Grikkir og sjö Kýpur-búar voru í dag ákærðir um tilraunir til að stofna til borgarastyrjald- ar á eynni Kýpur. — Þessir 13 menn, er mættu í dag fyrir rétti í borginni Paphos, voru einnig ákærðir um samsæri til að koll- varpa stjórnarskrá og stjórn eyj- arinnar. Ákærðir kváðust ekki vera sekir. O Menn þessir voru hand- teknir í s.l. mánuði, eftir að brezkur tundurspillir við Kýpur hafði náð tangarhaldi á 100 lesta vélbát, er gert hafði tilraun til að smygla vopnum og sprengi- efnum í land. -?, Déntur Hæstaréttar í Fiskivatnadeiiunni amenn eiga saman afrétt og veiðirétt í Fiskivötnnm Sameigirilegur upprekst- ur og veiði frá ómunafíð Íf HÆSTIRÉTTUR hefur nú kveðið upp dóm í hinu víðtæka máli um veiðiréttindi í Fiskivötnum. Efni þess máls var að Landmannahreppur krafðist staðfestingar á því að bændur í honum hefðu einkarétt til veiði í Fiskivötnum, en Holtamannahreppur og tvö býli í Rangárvallahreppi vé- fengdu það og þóttust einnig eiga tilkall til veiðinnar. -^f Dómur Hæstaréttar er á þá leið að íbúar Holtahrepps og ábúendur Næfurholts og Hóla í Rangárvallahreppi eigi sameiginlega með íbúum Landmannahrepps upprekstrarrétt á Landmannaafrétt og þá um leið sameiginlega veiðirétt í vötnum á afrétti þessurn. LANDMENN HALDA FRAM EIGNARRÉTTI Fiskivötn eru sem kunnugt or upp af Rangárvallasýslu í tungu þeirri, sem myndast milli Þjórs- ár og Tungnaár, vestur af Vatna- jökli. Eru þau fjölmörg talsins, sum þeirra stór og með mikilli silungsveiði. Þangað hafa Land- menn og Holtamenn sótt til fanga, en á síðustu árum hafa Landmenn mjög haldið fram kröfu um eignarrétt, eða einka- rétt til veiði í Fiskivötnum. Þetta vildu Holtamenn og ábúendur tveggja jarða í Rangárvalla- hreppi ekki sætta sig við, þar sem þaðan hefði veiði verið sótt í Fiskivötn um langt skeið. SAMETGINLEGUR UPPREKSTUR FRÁ ÓMUNATÍÐ í dómi Hæstaréttar er mál þetta rætt mjög ýtarlega og ýmis skjöl, sum þeirra mjög gömul, tek in til athugunar. Skal nú skýrt í mjög stuttu máli frá helztu for- sendum Hæstaréttardómsins. Agreiningslaust er með aðilj- um, að svo lengi, sem um er vitað, hafi íbúar HOltahrepps neytt upprekstrarréttar á Landmannaafrétt ásamt íbú- um Landmannahrepps. Sama er að segja um ábúendur jarð- anna Næfurholts og Hóla í Ragnárvallahreppi. Hins veg- ar greinir aðilja á um það, hvernig réttindum þeirra til notkunar afréttarins sé háttað. ENDURRIT AF DÓMI FRÁ 1476 í skjölum, sem rituð eru í byrj- un 19. aldar og teljast vera end- urrit af dómi er gengið hafi að Skarði á Landi 1476, er afréttur- inn dæmdur „þeirra eign og af- rétt, sem haft og haldið hafa í Holtum og á Landi". Hæstiréttur segir, að gögn þessi styðjist hvorki við frumbréf né staðfest endurrit dóms, svo að þau verði ekki lögð til grundvallar dómi. ALLT BER AÐ SAMA BRUNNI Árið 1805 létu hreppstjórar í Landmanna- og Holtahreppum, þinglýsa lögfestu fyrir sameig- inlegum afrétti hreppanna á þess um afrétti. Árið 1829 létu hreppstjórar í sömu hreppum sameiginlega þing lýsa banni við óheimilli notkun á afréttinum. í sóknarlýsingum Holtaþings 1840 og Stóru-Valla 1841 er því lýst að afrétturinn sé sameigin- legur fyrir báða hreppana. Á árunum 1857—1858 var þing- lesin lögfesta af hálfu Land- Kramh. á bls. 9 W Allt sem hægt er, er gert til þess að koma fólkinu, sem sumt er í bráðri lífshættu, til hjálpar. Allir bátar og allir bílar hafa verið teknir leigu- námi og flytja nú matvæli og læknislyf til hins nauðstadda. fólks. Ástandið er ægilegt — um 50 þorp og borgir eru að miklu eða öllu leyti undir vatni, símalínur slitnar og samgönguleiðir brostnar og þúsundir bíða í örvæntingu eftir hjálp, sem enn er aÉ skornum skammti, þót allt sé reynt sem hægt er. W í Hunterdalnum hefur ástandið verið kvað verst. Þar. er tala Iátinna þegar komin upp í að minnsta kosti 21, en margra er saknað og má telja líklegt að tala látinna hækki mikið ennþá. Sums staðar eru flóðin svo mikil að hvergi er þurr hóll þar sem t.d. helikoptervél gæti lent. Á húsaþaki eða þök um í næsta nágrenni biður fólkið, svangt og kalt, eftir hjálp, en illmögulegt reynist að ná til þess. f þessum hér- uðum búa sumir af stærstu fjárbændum Ástralíu. Víst er að skepnurnar hafa látið lífið hundruðum og þúsundum saman og bændurnir sumir misst allt sitt. Forsætisráðherra landsins hefur tilkynnt að 100 þúsund sterlingspur.d verði nú í skyndi varið til aðstoðar fólki, sem á við erfiðleika að etja. Það hre'''"nr þó mjög skammt og neyð fó'ksins er óskapleg. Svo mikill er straumþung- inn víða að stórhýsi hafa flot-< ið upp. Eitt slíkt hús flaut upp í dag. Á þaki þess var fjöl- skyldan er í því bjó. Húsið rakst á brú eina og brotnaði í mél, en fólkið drukknaði allt. Kjarnorku¥opn reynd í Ásfralfu LONDON og CANBERRA, 25. febrúar — Tilkynnt var í London og Camberra í dag, að kjarnorku- vopn verði reynd á áströlsku landi' á ofanverðu þessu ári. — Birgðamálaráðherra Breta kvað hér ekki vera um að ræða kjarn- orkuspreng.i utilraunir. Geislavirík áhrif af tilraunum þessum verða takmörkuð við næsta umhverfi tilraunasvæðisins, skammt fyrir norðan járnbrautarteinana, er liggja eftir endilöngu meginlandi Ástralíu. — Öryggisráðstafanir verða gerðar til að koma í veg fyrir nokkurt tjón af völdum geislavirkutiar. Kjarnorkuvopn hafa verið reynd tvisvar áður í Ástralíu, árið 1952 og 1953. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.