Morgunblaðið - 27.02.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1955, Blaðsíða 2
MORGVNBLAÐIÐ ¦¦'¦¦ ¦"*"* V _-¦"•* Sunnudagur 27. febr. 1955 _^ __________________ ______„.__ Utgerðaraeiiii geta ekki haldið áfrani ¦ átgerð með auknu tapi f rá því sem m er "j" TILEFNI af kauphækkunar- JL kröfum þeim, sem stærstu jverkalýðsfélögin í landinu hafa Siú borið fram, vill Landssam- band ísl. útvegsmanna gera grein ífyrir afkomu bátaútvegsins og itogaraútgerðarinnar á undanförn W árum og viðhorfi útvegs- i»anna til þessara krafna. Kauphækkunarkröfur þessar, miðað við dagvinnukaup verka- manna nema frá 37,2% og allt að '59,78% hækkun frá núgildandi samningum og miðað við 3ja jstunda eftirvinnu frá 55,89% og allt að 78.0% hækkun. Vélbátaútvegurínn og togara- jútgerðin hafa verið rekin með jstórkostlegu tapi á undanförnum járum og hafa útgerðarmenn bæði ívélbáta og togara orðið að leita [aðstoðar hjá ríkisstjórn og Al- fþingi til þess að forðast rekstrar- etóðvun vegna tapreksturs. I Aðstoðin til vélbátaútvegsins liefur verið veitt í því formi, að vélbátaútveginum hefur verið leyft að selja hluta af gjaldeyri íþeim, er fæst fyrir bátaafurðir, aðrar en síldarafurðir og lýsi, með verulegu álagi, og tekjurn- ar af þessari sölu verið notaðar til þess að halda uppi fiskverð- inu og greiða niður hluta af út- gerðarkostnaði. Þessi aðstoð hef- "ur verið veitt vélbátaútveginum síðan í ársbyrjun 1951. Fyrir- greiðsla sú, sem bátaútveginum hefur verið látin í té með rétt- inum til álags á hluta af gjald- eyrinum, hefur komið í veg fyrir stöðvun vélbátaútvegsins, en ekki nægt til þess að koma í veg fyrir taprekstur hans. SKÝRSLUR UM AFKOMU BÁTANNA Reikningaskrifstofa sjávarút- vegsins, sem er opinber stofnun, hefur gert skýrslu um afkomu fjölda vélbáta á árunum 1947 til \ 1953 að báðum árunum meðtöld- um. Skýrslur þessar ná til vél- báta úr öllum fjórðungum lands- ins. Árið 1947 eru skýrslur yfir 139 báta og reyndist tap þeirra kr. 6.731.820.00, en það er meðal- tekjuhalli 11,36% af tekjuupp- hæðinni. Árið 1948 eru skýrslur um 165 báta og reyndist tap þeirra samtals kr. 17.017.538.00, en það er til jafnaðar 32,12% af tekjuupphæðinni. Árið 1949 eru skýrslur yfir 175 báta og reynd- ist tap þeirra samtals kr. 16.582.387.00, en það er til jafn- aðar 29,23% af upphæð tekn- anna. Árið 1950 eru skýrslur yfir 160 báta og reyndist tap þeirra kr. 17.220.093.00, en það er til jafnaðar 26.57% af tekmupphæð- ,inni. Árið 1951 eru reikningar 'yfír 115 báta og reyndist tap þeirra kr. 6.723.997.00, en það er til jafnaðar 9.88% af upphæð teknanna. Árið 1952 eru reikn- ingar yfir 117 báta og reyndist tap þeirra kr. 16.051.551.00 og er það til jafnaðar 25.33% af upp- ;liæð teknanna. Árið 1953 eru iskýrslur yfir 135 báta og nem- ur tap þeirra samtals kr. ' 13.095.085.00, eða til jafnaðar I 14% tap af tekjuupphæðinni. Af jþessum skýrslum sést ljóslega, ! að mikill taprekstur hefur verið hjá vélbátaflotanum, þau ár, sem skýrslurnar ná til, og svipaður íaprekstur hefur verið á s.l. ári t>g var árið 1953, því að þótt vetrarvertíðin væri hagstæðari Á954 en árið á undan, þá varð &íidarvertíðin sú næstlélegasta, í.jm komið hefur. MEÐALTAPIÖ 48 ÞÚS. KR. Á BÁT Reikningaskrifstofa sjávarút- vegsins hefur þau ár, sem hér að framan er getið, fengið reikn- inga frá um 40% af vélbátaflot- ; anum, og á þessum árum 1947— 1953 hefur meðaltapið á bát á ári , liverju numið frá 43 þús. kr. árið 194??, þá hefur minnst tap orðið á jjekstrinum en mest 1952 eða ,um 130 þús. kr. á bát. Árið 1953 nam tápið um 97 þús. kr. á bát. Greinargerð írá Landssambandi ísí. útvegsmanna Heildartap hjá þeim 135 vél- bátum, sem skýrslurnar ná til árið 1953, nemur samtals kr. 13.095.085.00. Hjá öllum vélbáta- flotanum, sem var 311 bátar talsins, nemur því tapið 32 til 33 milljónum króna á þessu eina ári, ef reiknað er með sama tapi hjá þeim bátum, sem Reikninga- skrifstofan hefur ekki reikninga frá og hinum sem hún hefur reikninga fyrir, sem vera mun mjög nálægt lagi. Eins og áður segir, er svipaður taprekstur hjá vélbátaflotanum árið 1954. AKOMA TOGARAÚTGERÐARINNAR Samkvæmt þingsályktun 13. apríl 1954, voru eftirtaldir menn kosnir í nefnd til þess að athuga hag togaraútgerðarinnar: Björn Ólafsson, alþm., formaður, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, Emil Jónsson, alþm., Hermann Jónas- son, alþm., Jóhannes Elíasson, héraðsdómslögm., Lúðvík Jós- efsson, alþm., og Ólafur Björns- son, prófessor. í áliti nefndar þessarar segir m. a.: „Nefndin er þess vegna sam- mála um að álykta, að ekki sé um minna rekstrartap að ræða en kr. 400.000.00 á hvern togara að meðaltali. Er sú upphæð ákveðin m. a. með tilliti til þess, að rekstrarreikningar útgerðar- félaganna sjálfra fyrir 1953 sýndu um 400 þús. kr. meðal- rekstrarhalla. Þótt fyrningarafskriftir séu töluleg útgjöld, verður útgerðin ekki rekin á heilbrigðan hátt, nema útgerðin geti lagt fé í fyrn- ingasjóð á venjulegan hátt. Þess vegna verður að gera ráð fyrir, til viðbótar ofangreindu tapi, fyrningarafskrift af hverju skipi er nemur að jafnaði kr. 250.000.00." Framangreind skýrsla er miðuð við árið 1953, en síðan hafa kaup- gjaldsgreiðslur til áhafna togar- anna verið hækkaðar sem nemur ca. 450 þúsund krónum á skip yfir árið. Þar við bætist afla- brestur á vetrarvertíð 1954. 2 ÞÚS. KR. STYRKUR Á REKSTRARDAG Hins vegar var ákveðið með bráðabirgðalögum í ágústmánuði 1954, að veita hverjum togara 2000 króna útgerðarstyrk á hvern úthaldsdag frá þeim tíma og var teknanna aflað með aukaálagi á bii'reiðainnflutningi. Þrátt fyrir þessa aðstoð er stór- kostlegur taprekstur á togaraút- ferðinni, svo reynzt hefur mjög erfitt að halda henni áfram við núverandi aðstæður. Útgerð vélbátaflotans og togar- anna stendur svo höllum fæti, að við stöðvun hefur legið um ára- bil, þrátt fyrir það að afurða- salan hefur gengið óvenju vel og greiðlega og þann mikla stuðn- ing, sem látinn hefur verið í té af hálfu ríkisins. Orsakirnar til þessara erfið- leika útvegsins, eru hinn hái framleiðslukostnaður, sem stafar af háu kaupgjaldi og verðbólgu í landinu. Vér íslendingar getum ekki ráðið verðlagi afurða vorra á erlendum mörkuðum, heldur verðum að selja þær við mark- aðsverði í samkeppni við fram- leiðslu annarra þjóða, þar sem kaupgjald allt og framleiðslu- kostnaður er miklu lægri en hér á landi. Verður því oft að selja íslenzkar útflutningsvörur langt undir kostnaðarverði þeirra. GETUR EKKI MÆTT AUKNU TAPI Vélbáta- og togaraútgerðin hefur átt við svo mikla örðu&- leika að etja á undanförnum árum, af þeim ástæðum, er :\S framan getur, að útilokað er, að henni verði haldið áfram, ef kaupgjald og framleiðslu- kostnaður hækkar, nema út- gjaldaaukningin verði borin uppi með framlagi úr ríkis- sjóði, leiðréttingu á gengis- skráningunni eða á annan hátt. Verði samið um kauphækk- anir, án þess að bæta útgerð- inni jafnhliða útgjaldaaukn- inguna, sem af þeim stafar, er bæði vélbáta- og togaraútgerfi inni íþyngt svo, að ekki er kleift að halda útgerðinni áfram. Samþykkir fulltrúaráðsfund- ur L. í. Ú. því, að tilkynna deiluaðilum og ennfremur AI- þingi og ríkisstjórn, að útgerð- armenn geti ekki haldið áf ram útgerð vélbáta og togara með auknu tapi frá því, sem nú er. _____^.-_^:^ :.: .¦ . \ : .. ____. ::.::_ . . Skáli Fjallamanna í Tindfjöllum UhMMM HAFA A FÓLKS FYRIR JÖ Félagið á nú fvo fjallaskáía í örælum iandsíns SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld minntust Fjallamenn 15 ára af- rnælis félagsins, með hófi að Tjarnarkaffi. Var hófið vel sótt, og fór hið ánægjulegasta fram. Formaður Fjallamanna, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, setti samkomuna með stuttri ræðu og bauð gesti velkomna. Stjornarkjör í Fél ísl. rafvirkja í GÆR hófst allsherjaratkvæða- greiðsla um kjör stjórnar og ann- arra trúnaðarmanna Félags is- lenzkra rafvirkja. Kosning fer fram í skrifstofu félagsins, Eddu- húsinu við Lindargötu, og stend- ur yfir frá kl. 2—10 e. h. í dag og lýkur þá. í kjöri eru tveir listar: Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs, sem er A-listi, og B-listi borinn fram af Vigfúsi Einarssyni, Eiríki Þorleifssyni og Bolla Sigurhans- syni. Lista stjórnar og trúnaðar- mannaráðs, sem er A-listi, skipa þessir menn: Stjórn: Formaður: Óskar Hallgrímsson Varaform.: Páll J. Pálsson Ritari: Sveinn V. Lýðsson Gjaldk.: Magnús Geirsson Aðst.gjaldk.: Jónas Guðlaugss. Varastjórn: Kristján Benedikts son og Sigurður Sigurjónsson. Trúnaðarmannaráð: Svavar Björnsson, Sigurður Kjartansson, Einar Einarss. og Grétar Strange. Varamenn: Tómas Tómasson, Auðunn Bergsveinsson, Ragnar L. Jónsson og Haraldur Her- mannsson. Stjórn Styrktarsjóðs: Ritari: Aðalsteinn Tryggvason. Gjaldk: Gunnar Guðmundsson. Varamenn: Marteinn P. Krist- insson og Guðmundur Andrésson. Afmæ.isfagnaSur Hvalar á þriSji.d. NÆSTKOMANDI þriðjudags- kvöld, mianist Sjálfstæðiskvenna félagið Hvöt, afmælis síns með samkomu í Sjálfstæðishúsinu. Samkoman hefst kl. 7,30, með sameiginlegu borðhaldi. Verður margt til skemmtunar, svo sem venjulega á Hvatar-samkomum. Undir borðum verður skemmt með ræðum og söng. Þá mun Haraldur Á. Sigurðsson skemmta af sinni alkunnu snilld, og þarf ekki að taka neitt nánar fram um vinsældir hans. Félagskonur ættu að sækja sem allra fyrst aðgöngumiða handa sér og gestum sínum, en þeir eru afgreiddir á eftirtöld- um stöðum: Verzlun Egils Jacob- sen, hjá Ástu Guðmundsdóttur, Suðurgötu 35 og Maríu Maack, Þingholtsstræti 25. Konur ættu að hafa það hug- fast, að með því að fjölmenna stuðla þær að glæsileika fagn-4 aðarins. MARGT TIL SKEMMTUNAR Var ýmislegt til skemmtunar. eins og títt er hjá Fjallamönnum. Skúli Halldórsson tónskáld, lék á píanó og var leik hans mjög vel tekið. Því næst flutti Pétur Sum- arliðason ávarp til félagsins. A milli skemmtiatriða var dansað. Eitt af því sem mesta kátínu vakti, var þegar fjallagarpur í öllum „herklæðum" snaraðist inn á salargólfið og kvaðst vera einn af burðarkörlum Hillary. Eftir að komumaður hafði ávarpað samkomugesti nokkrum orðum vatt hann sér að píanóinu og söng fjallamannaljóð orkt í til- efni dagsins af Lofti Guðmunds- syni rithöfundi. Kom þá í ljós að maðurinn var enginn annar en Sigfús Halldórsson tónskáld, og hafði tónskáldið gert lag við braginn. VERDLAUN Þar var einnig viðhaft máls- háttahappdrætti og voru þrenn verðlaun veitt. Voru þau: fjalla- manna-alklæðnaður handa dömu, gefin af Skjólfatagerðinni, mjög vandaður keramikvasi gefinn af Guðmundi Einarssyni frá Miðdal og kampavínsflaska. Fór samkoman hið bezta fram í alla staði og til óblandinnar ánægju öllum er þar voru stadd- ir. FJALLAMENN Eins og kunnugt er, eru Fjalla- menn félagsdeild í Ferðafélagi íslands. Það mun hafa verið á árinu 1939 að nokkrum áhuga- mönnum datt í hug að stofna félag þetta. Hefur Guðmundur Einarsson frá Miðdal verið for- maður Fjallamanna frá stofnun félagsins. Er markmið þessa fé- lagsskapar að kenna fólki að ferðast sjálfstætt um jökla og öræfi landsins. TVEIR SKÁLAR Fjallamenn hafa verið athafna- samir á þessum 15 árum sem fé- lagið hefur starfað. Eiga þeir nú tvo fjallaskála, annan á Fimm- vörðuhálsi en hinn í Tindafiöll- um. Þá hafa þeir einnig haldið allmörg námskeið í fiallaíþrótt- um. Bæði klifur í fjöllum og hvernig skuli gera snjóhús, og búa um sig í þeim, einnig hvern- ig hægt er að bíða af sér stór- hr59as rieð því að grafa sig í f ' V ; hir.uin svokölluðu snjó- MEIRA UM FJALLAFERBIR EN ÁÐUR VAR Fjallaferðir eru nú farnar að tíðkast meira en áður var. Er það ef til vill mest vegna þesn, að fólk er nú smám saman farið að læra að búa sig út í slík ferða- lög, en á það mun mikið hafa skort allt fram að þessu. Má án efa þakka þetta Fjallamönnum, sem telja verður brautryðjendur á þessu sviði. Fjölfefli í Hafnarf HAFNARFIRÐI — í dag teflir Friðrik Ólafsson skákmeistari fjöltefli í Alþýðuhúsinu og hefst það kl. 2 e. h. Mun hann tefla á 25—30 r.orðum og er félögum Taflfélagsins og öðrum heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir. — Ekki þarf að eggja hafníirzka skákmenn til að fjölmenna í keppnina því að þeir vita ósköp vel að á betri þjálfun verður ekki kosið, þar sem um nlíkan skáksnilling og Friðrik er að ræða. Eins og fyrr verða menn að hafa töfl með sér. Skákmót Hafnarfjarðar hefst svo á þriðjudaginn. Verður íeflt í Alþýðuhúsinu á þriðjudogum og fimmtudögum kl. 8 síðdegis. Heimdallui : Félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík : heldur aðalfund sinn í Sjálfstæðishúsinu, sunnudaginn 6. | marz kl. 2 e. h. ¦ Dagskrá samkvæmt félagslögum. : Tillögur uppstillinganefndar til stjórnarkjörs liggja • frammi í skrifstofu félagsins alla virka daga frá kl. • 4—6 e. h. — Tillögum um menn í fulltrúaráð, ber að ; skila á sama stað og tíma. : STJÓRNIN ÚMIIÍMIIIIÍMIIIÚWUI.....¦¦¦¦¦.....¦(•¦•lU»U(MÚUJLI|J_U_U)-uil .-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.