Morgunblaðið - 27.02.1955, Síða 9

Morgunblaðið - 27.02.1955, Síða 9
Sunnudagur 27. febr. 1955 MORGVIVBLAÐIÐ 9 Reykjavíktsrbréf 2 Laugardagur 26. febrúar AEmenmngur teidi viðtæk verkföii Eiina mestu égæfu — SKekkingar kommúnista um kaupmátt launa — Brunavarnir á Alþingi — Hagsmunir tryggfenda skipta Framsókn engu máli — Þrír ólukkufuglar og púkinn á fjósbatanum — V©fa gamaEEa Eiugsjóna Verkföllum slegið á frest VERKALÝÐSFÉLÖG þau, sem sagt hafa upp samningum ákváðu snemma í þessari viku að boða ekki verkfall frá 1. marz. Var það sjálfsögð og eðlileg ráðstöf- un. Ef hún hefði ekki verið gerð hefði alls ekkert ráðrúm gefizt til samningaumleitana milli vinnuveitenda og verkalýðssam- takanna. Allar kröfur félaganna voru ekki einu sinni komnar fram fyrr en um miðja þessa viku. Samningaviðræður eru nú rétt hafnar. Hafa fyrst verið ræddar sérkröfur einstakra félaga um breytingar á gildandi samningum. Óhætt er að fullyrða, að all- ur almenningur í landinu teldi það hina mestu ógæfu ef bráð- lega kæmi til víðtækra verk- falla og langvarandi vinnu- stöðvana. Atvinna er um þess- ar mundir mikil um megin- hluta landsins og sérstaklega í þeim landshluta, sem samn- ingsuppsagnir verkalýðsfélag- anna ná til, þ. e. a. s. byggðar- laganna við Faxaflóa. Ekkert verkalýðsfélag á Vestfjörðum hefur sagt upp samningum og á Austfjörðum aðeins Verka- lýðsfélag Geithellnahrepps í Suður-Múlasýslu. Á Norðurlandi hafa aðeins þrjú félög á Akureyri og eitt á Siglu- firði sagt samningum sínum upp. Kaupmáttur launanna Stjórnarandstaðan, og þá sér- staklega kommúnistar, hafa hamrað mjög á því og talið það aðalforsendu krafna um 30% grunnkaupshækkanir, að kaup- máttur launanna hefði rýrnað stórkostlega síðan síðustu samn- ingar voru gerðir haustið 1952. Ríkisstjórnin hefur látið rann- saka þeta atriði. Niðurstaða þeirrar rannsóknar hefur orðið sú, að komið hefur í ljós að kaup- máttur launa hjá verkamanna- fjölskyldu í Reykjavík með tvö börn hefur, miðað við janúar 1955, aukizt um 1,1% þegar reiknað er með lækkun skatts og útsvars. Ef skattur og útsvar er hins- vegar ekki reiknað með hefur kaupmáttur launanna rýrnað um 2,9%. Miðaff viff kaup eftir kaup- gjaldsvísitölu svarandi til framfærsluvísitölu janúar- mánaffar 1955, sem nú er vit- aff aff verffur gildandi kaup- gjald frá 1. marz n. k., sam- kvæmt núgildandi kjarasamn- ingum, hefur kaupmáttur launa hækkaff um 2,4% frá desembersamningunum 1952, ef skattur og útsvar er reikn- aff meff, en rýrnaff um 1,6% ef þeim er sleppt. Útreikningar hagstofustjóra og prófessorsins sýna þannig greini- lega, að lækkun skatta og út- svars hjá verkamannafjölskyldu með tvö börn hafa aukið kaup- mátt launa hennar það mikið, að aukningin gerir nokkuð meira en að vega upp á móti rýrnun- inni af völdum verðhækkana. Af fyrrgreindum tölum verffur þaff ennfremur auff- sætt, aff þrátt fyrir nokkrar verffhækkanir s. 1. tvö ár má þó heita aff verfflag hafi veriff nokkurn veginn stöðugt í land- inu á þessu timabili. Það er einnig vitað, að atvinna hefur á þessu sama tímabili verið mjög mikil og varanleg, enda þótt aflabrestur og rányrkja fiskimiðanna hafi valdið einstök- um byggðarlögum þungum bú- sifjum. Ut í óvissuna Á ÞESSU stigi málsins skal engu um það spáð, hver verða úrslit þeirra launadeilna, sem nú standa yfir. En enginn þarf að fara í grafgötur um það, að ef verulegar launahækkanir yrðu hlyti það að hafa í för með sér nýtt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags. Verðlag á landbún- aðarafurðum myndi hækka og þar með vísitalan. Mylluhjól verð bólgunnar færi í fullan gang. Hið stöðuga verðlag væri úr sögunni. Það er athyglisvert, að tveir stj órnarandstöðuflokkar, Al þýðu- flokkurinn og Þjóðvarnarflokk- urinn, hafa lýst því yfir, að þeir telji grunnkaupshækkanir hermd argjöf til verkalýðsins. Komm- únistar einir hamra á nauðsyn þeirra. Þarf þá varla frekar vitn- anna við um gagnsemi þeirra. Sannleikurinn er auffvitaff sá, aff meff því aff leggja nú grundvöll aff nýju kapp- hlaupi milli kaupgjalds og verðlags er stefnt út í hreint öngþveiti, atvinnuerfiðleika og verfffellingu peninganna. Það gera kommúnistaleiðtogarnir sér áreiffanlega einnig Ijóst. Þaff er þeirra aðaltakmark og óskadraumur. Brunavarnir á Alþingi Á Alþingi hefur verið fremur rólegt þessa viku. Eina málið, sem veruleg átök hafa verið um eru tvö frumvörp um bruna- tryggingar. Hið fyrra þcirra var frumvarp Jónasar Rafnars og nokkurra fleiri þingmar.na um endurskipulagningu Prunabóta- félags íslands. Hið síðara er frumvarp Framsóknarmanna um aðstoð við Samvinnutryggingar. Aliir flokkar þingsins, aðrir en Framsóknarmenn, hafa stutt end- urskipulagningu Brunabótafélags ins til hagsbóta fyrir tryggjendur og brunavarnir í landinu. Fram- sókn hefur staðið einangruð gegn því. Var frumvarp hennar fellt í gær og er því úr sögunni að sinni. Það hefur komið einkar vel í Ijós í sambandi við þessi mál á þingi, að fyrir Framsóknar- mönnum vakir ekkert annað með fjandskap þeirra við Brunabóta- félag íslands en þjónusta við eitt af dótturfyrirtækjum SÍS. Hags- munir tryggjenda í sveitum lands ins er þeim algert aukaatriði ef þeir aðeins geta styrkt aðstöðu Samvinnutrygginga. Merkilegt brant- ryðjendastarf ÆTLA mætti aff Brunabóta- félag íslands væri eitt af höf- uffvígjum „íhaldsins", sem for- maður Framsóknarflokksins Ólukkufuglar Alþýffuflokksins segir aff mvnda þurfi um sam- starf „umbótaaflanna" til þess aff leggja aff velli. En svo er sannarlega ekki. Bruna- bótafélag fslands er gersam- lega óháff tryggingarfélag, sem unniff hefur merkilegt braut- ryffjandastarf í brunatrygging armálum þjóffarinnar, og þá fyrst og fremst sveitanna. Meff al forstjóra þess hafa veriff Sveinn Björnsson forseti, Hall- dór Stefánsson alþingismaffur og Stefán Jóhann Stefánsscn fyrrverandi forsætisráffherra. Nú vill Framsóknarflokkurinn beita „úrræðum samvinnunnar“ til þess að hrifsa brunatrygging- ar í sveitum landsins úr höndum þessa fyrirtækis og undir fyrir- tæki, sem hann telur sér vanda- bundnara. Engin rök hafa verið færð fyrir því, að það væri al- menningi hagkvæmara, nema síð- ur sé. Þrír ólukkufuglar Alþýðuflokksins EFTIR að formannaskipti urðu í Alþýðuflokk'num á s.l. hausti stofnuðu tveir þingmenn flokks- ins og annar bæjarfulltrúi hans í Reykjavík svokallað Málfunda- félag jafnaðarmanna. Voru það þeir Gylfi Þ. Gíslason, Hannibal Valdemarsson og Alfred Gíslason. Kommúnistar tóku þessari fé- lagsstofnun með miklum fögn- uði. Töldu þeir nýjan klofning í Alþýðuflokknum nú blasa við á næsta leiti. Þótt undarlegt megi virffast hefur einnig veriff mjög dátt með fyrrgreindum þremenn- ingum og formanni Framsókn arflokksins. Mætti þó ætla af skrifum hans, að hann teldi flokki sinum þaff frekar óhent- ugt, aff jafnaðarmenn yrffu fyr ir nýjum áföllum. Nú er svo komið, að Alþýðu- flokkurinn hefur talið sig knúð- an til þess að vikja Alfred Gísla- syni úr flokknum, ef hann héldi uppteknum hætti um samvinnu við kommúnista. Samþykkti Al- þýðuflokksfélag Reykjavíkur fyr ir skömmu að gera hann flokks- rækan ef hann fullnægði ekki ákveðnum skilyrðum fyrir 2. marz n.k. Eru þau á þá lund, að hann mæti ekki á bæjarstjórnar- fundum i eitt ár og segi sig jafn- framt úr Málfundafélagi jafnað- armanna og láti af ritstjórn blaðs þess. Auðsætt þykir að Alfreð Gísla- , son muni ekki fullnægja þessum skilyrðum. Nokkru áður en til þessara tíð- inda dró, hafði Gylfi Þ. Gíslason sagt sig úr Málfundafélagi jafn- aðarmanna. Fögnuður kommúnista ÞESSIR þrír menn hafa revnzt Alþýðuflokknum hinir mestu ó- lukkufuglar. Alfred hefur fellt fulltrúa hans éir bæjarráði Hanni bal fengið kommúnistum á ný völdin í Alþýðusambandi íslands og prófessorinn tekið þátt i alls- konar ráðabruggi og baktjalda- makki, sem orðið hefur Albýðu- flokknum til hinnar mestu óþurft ar. Blað þessara ólukkufugla lýsti því yfir s.l. miðvikudag, að ,,A1- þýðuflokkurinn væri nú búinn að vera“. Allt þetta heíur glatt komm únista ákaflega. Gera þeir sér nú bjartar vonir um svipaffan liffstyrk frá jafnaffarmönnum og Héffinn heitinn Valdemars- son færffi þeim er hann klauf flokk sinn árið 1938. Útlitið er vissulega ekki bjart hjá Alþýðuflokknum um þessar mundir. Innan hans loga harð- vítugar deilur en púkinn á fjós- bitanum, hinn fjarstýrði flokkur, fitnar á þeim. Rekur allt þetta ólán rætur sínar til fyrrverandi formanns Alþýðuflokksins, sem nú er forseti Alþýðusambands Is- lands af náð kommúnista. Virð- ist hann vera þess alráðinn að eyðileggja flokk sinn í höfuðborg inni á sama hátt og honum tókst á fáum árum að leggja hann í rústir í heimabyggðum sínum á Vestfjörðum. Þjóðvörn svarar Fram- sóknarformanninum SVAR Þjóðvarnar við stjórnar- samvinnutilboði Hermanns Jón- assonar hefur vakið mikla at- hygli. Þegar formaður Fram- sóknarflokksins hefur lýst vfir því, að Gils og Bergur séu ,.um- bótaöfl", sem endilega verði að mynda með honum ríkisstjórn,. svara þeir því einu til, að hann sé „vofa gamalla hugsjóna", sem „aki helreiðinni um höíuðstöðvar íslenzkrar samvinnu".!! Þetta þættu ekki fögur ummæli ef málgögn Sjálfstæðisflokksins hefðu látið sér þau um munn fara. En eftir að Hermann Jónas- son hefur kallað á Þjóðvarnar- menn sér til aðstoðar við stjórn- armyndun og valið þeim sæmd- arheitið „umbótaöfl“ er erfitt fvrir hann að klekkja á beim fvrir þau. En „hálfur Sósíalista- flokkurinn“ er líka „umbótaafl“, að áliti hans. Virðist allt benda til þess að bændur og annað fólk í þessu landi fái á næstunni að kynnast „umbótastarfsemi" beggja helminga flokksins í ís- lenzku efnahags- og atvinnulífi!! Hœstaréttardómur Framh. af bls. 1 mannahrepps og Holtamanna- hrepps og þar sagt „að notkun afréttarins sé óheimil öllum öðr- um en þeim á Rangárvöllum, sem að fornum samningi hafa haft með oss upprekstur á afrétt okk- ar“. 1858 kærðu hreppstjórar Land- mannahrepps og Holtahrepps ] sameiginlega þrjá Hvolhreppinga fyrir heimildarlausa veiði í Fiski vötnum. í greinargerð þeirra segir: „Það hefur frá ómunatíð og allt fram á þenna dag eigi þótt neinum vafa bundið, að Holta- og Landsveitir hafa átt út af fyrir sig og einar til fullra umráða af- nota og brúkunar afrétt þennan, að fráteknu að 4 bæir í Rangár- vallahreppi hafa að fornu og nýju átt þar fjárupprekstur. Meff þessum hætti eru rakin fjölda mörg gögn sem bera öll að sama brunni að íbúar í Landmannahreppi, Holta- hreppi, svo og fjóruin býlum í Rangárvallahreppi hafi ver- I ið í unprekstrarfélagi og átt; sameiginlegan upprekstur á Landmannaafrétt. Þegar Ása- hreppur skildist út úr Holta- hreppi, var tekiff fram aff Ása hreppur hefði ekki afrétt á Landmannaafrétti. Frá því fyrir siðastliðin alda- mót hafa sveitarstjórnarmenn Landmannahrepps haldið því fram að fyrirsvarsmenn Holta- hrepps hafi viðurkennt í orði og framkvæmd, að Landmannaaf- réttur sé eign Landmannahrepps, en að Holtahreppur hafi ekki ann an rétt til afréttarins en þann, sem Landmannahreppur leyfir á hverjum tima. Hafa Landmerin stundum skírskotað til samnings sem gerður hafi verið milli hrepp anna um þetta. Hæstiréttur komst að því að enginn slíkur samningur sé firin anlegur og hvergi hægt að sjá áð Holtamenn hafi nokkru sinni við- urkennt betri rétt Landmanna. Segir síðan í dóminum, að þó Landmenn hafi meira stundáð veiði í vötnunum en Holtamenn og stundum selt utansveitarmönn um þar veiðileyfi, þá beri það út af fyrir sig ekki vott um, að Holtamenn hafi ekki talið sig eiga rétt til veiðifara þangað. Telur Hæstiréttur ranga þá skoðun Landmannahrepps að rétt ur Holtamanna til upprekstrar hafi verið byggður á uppsegjan- legum samningi. Þannig verður niðurstaða Hæstaréttar að Landmenn, Holta menn og ábúendur Næfurholts og Hóla í Rangárvallahreppi eigi sameiginlegan afrétt á Land- mannaafrétti. Hins vegar sé ekki um neinn beinan eignarrétt á Landmannaafrétti að ræða. ÞEIR SEM EIGA AFRÉTT EIGA OG VEIÐIRÉTT í lögum nr. 112 frá 1941 um rétt til veiffi í vqtnum á af- réttum, segir aff noti héruff af- rétt meff löglegri heimild, sé héraffsmönnum þar öllmu veiffi jafnheimil. Leiffir þar af aff Landmannahreppur, Holta- hreppur og tilgreindir bæir í Rangárvallahreppi eiga veiffi- rétt í Fiskivötnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.