Morgunblaðið - 27.02.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Sunnudagur 27. febr. 1955 1 EFTIRLEIT EFTIR EGON HOSTOVSKY fSag.Jzi.ag...jr. "" sm.ic..,' -3ic.1 "~.iac. '1 jií- -»«- -««- j Framhaldssagan 32 ismanninn og hve meðaumkvun- arverð stúlkan var“. Margaret varð undrandi. Hún liafði ekki búizt við, að Morgan færi að setja út á Kral og hún vissi ekki, hvað hún átti að segja. „Ég mundi ekki kalla þetta að svíkja“, sagði Eric. „Það eru ein- iennileg svik, sem verða tii þess að maður er fimm dollurum fá- tækari, en annars er þessi atburð- ur mjög auðkennandi fyrir Kral, Hann vill helzt alltaf koma fram og látast gera góðverk.“ „Hamingjan góða!“ hrópaði Margaret. „Þið skiljið hvorugur, hver er mergurinn málsins. Þið spyrjið ekki sjálfa ykkur, hvers vegna Kral hafi gert þetta, hver hafi hagnast á því, hver hafi liðið vegna þessa og við hvaða aðstæð- ur þetta hafi verið gert.“ „Hverníg getur þú ætlast til, að þjóðir séu sammála því, þegar við þrjú, sem sitjum hérna við borðið með flösku af góðu wisky hjá okkur, getum alls ekki verið sammála. Kral kemur stundum til mín, það er ekkert athugavert við það, vegna þess, að sendiherr- ann okkar hefur sagt honum að hermáladeildin geti eitthvað flýtt fyrir þessari vegabréfaálatrun hans. Hann talar við mig um allt milli himins og jarðar, hann sýn- ir mér bréfin frá Joan, segir mér sögur aí lifandi fólki og liðnu, og stundum biður hann mig um að- stoð, en aldrei hefur hann nefnt nafn, sem sannarlega gæti hjálp- að honum mikið — ekki í her- máladeildinni, því að þar hefur slíkt ekkert að segja, — en í Washington. Hann hefur aldrei sagt, að tékkneski utanríkisráð- herrann Jan Masaryk, mæli með umsókn hans. Og okkar á milli, hefur Jan Masaryk talað við okk- ur um hann. Það mundi vera mat- ur fyrir Matejka, er það ekki, Brunner?“ „Hvers vegna hefurðu ekki sagt mér frá Masaryk?“ spurði Margaret reiðilega. „Vegna þess að ég vildi iáta rúsínuna í pylsuendann Hvað skyldi þjónninn vilja núna?“ Svipur þjónsins var örvænt- ingarfullúr, er hann hvíslaði í eýra Erics. „Hingað eru komnir nýjir gestir, sem eru mjög hávaða • samir. Hvers vegna viljið þér tekki lofa mér að vísa þeim út? Get ég gert nokkuð fyrir ykkur?“ TÍUNDI KAFLI j Við kvöldverðinn voru Borek hjónin óvenjulega þögul. Og vegna þess að Oldrich var of nið- ursokkinn í sínar eigin hugsanir, tók hann ekki eftir því að konan Jhans hafði grátið. Og Irene heyrði ækki hvað Oldrich sagði, fyrr en jhann sagði í þriðja sinn: „Eitt- 'hvað er í aðsigi og ,það getur sprungið þá og þegar.“ Börnin voru komin í rúmið og ömmurnar voru frammi í eld- 'húsi að þvo upp. Borek hafði tek- jið upp bók og hafði setið með hana í tuttugu mínútur án þess jað sjá nokkurt orð í henni er ■Irene settist fvrir framan hann og snökkti: „Oldrich, ég sagði honum, að hann yrði að fara strax.“ Hann leit á hana án þess að skilja og honum brá, er hann sá örvæntingarsvininn á hcnni. > „Hverjum sagðir þú? Hva5 Itom fyrir?“ I Irene varð heldur rólegri, er 3iún sá samúðina hjá eiginmann- inum. „Seinni partinn í dag1 kom Kapoun hingað. Hugsaðu þér — beint inn í eldhúsið! Oldrich, ég get ekki sagt þér — rödd hennar kafnaði í gráti — hve ruddalegur hann var. Hann æpti á mig, stapp aði niður fótunum, og ógnaði okk ur báðum — það var hræðilegt. Hann sagði, að þú mundir hafa sagt einhverjum, að hann væri í felum hjá þér, svo að nú hefði lögreglan komist að því og þá mundir þú losna við hann. En þar mundi okkur skjátlast, því að áður en við vissum, mundi hann ekki sofa á háaloftinu leng- ur, heldur mundi hann vera í stássstofunni okkar undir lög- regluvernd. Ég gat ekki þolað þetta, og ég kallaði hann óþokka og endaði með því að kalla hann skítugan þjóf, því næst tók ég sópinn og opnaði hurðina og ýtti honum út. Hann var fljótur að fara, en er hann kom niður í stigann hrópaði hann, að hann mundi koma aftur í kvöld til að hitta þig. Ég er hrædd um, að ég hafi gert eitthvað hræðilegt, en ég vildi ekki segja þér þetta fyrr til þess að eyðileggja ekki fyrir þér kvöldmatinn." „Elsku Irene mín, hafðu ekki neinar áhyggjur út af þessu. Þú gerðir alveg rétt, nema hvað þú hefðir átt að dangla í hann með skörungnum. En láttu mig sjá um þetta, ef rottan kemur aftur, skal ég segja nokkur vel valin orð við hann, en það er betra að þú verð- ir ekki viðstödd." „Auðvitað, þú veizt, að ég skipti mér aldrei af þínum mál- um.“ „Eiginmaðurinn samþykkti það og stóð upp og gekk þvert yfir herbergið. „Hamingjan góða, Oldrich, hvað ertu að gera?“ Enski skurðlæknirinn dr. Arnold S. Aldis talar á almennri samkornu í húsi K.F.U.M. og K. við Amtmannsstíg kl. 8,30 í kvöld. Séra Jóhann Hannesson túlkar. Öllum heimill aðgangur. Kristilegt stúdentafélag. * Dansk kvindektub í Isiand i ■ ■ ■ ■ ■ n holder möde tirsdag 1. martz kl. 8,30 i Tjarnarcafé, förste ! sal. — Underholdning: Oplæsning ved lekto-r Sönderholm • og optræden af fru Hallbjörg Bjarnadóttir. ■ ■ Kaffebord. Alle danske og færöiske kvinder velkomne. : ■ Ingen entré. Bestyrelsen. ‘ M«*«*0a*aaaaaaa«ii««aaaa*««n«a«aaaaaaaaiiiiaaaaaaaaBaaaaa«fla»aas»MaaBiaa«« ■ H Nýr vörubíðð l r m Hefi verið beðinn að útvega nýjan eða nýlegan vörubil ; módel ’54 eða ’55. — Uppl. í síma 7134 í dag. I Þýzk Kastljós Ljós þessi eru nýjung hérlendis, en hafa reynst mjög vel erlendis. Bifreiðsvöruverzlun Friðriks Berielsen HAFNARHVOLI ----- SÍMI 2872. : ! SVISSNESK HÓTELMENNING ER HEIMSÞEKKT j'j Tex-Ton súpur eru framreiddar á flestum sviss- neskum hótelum. Tex-Ton súpur fást í loftþéttum smásöluumbúðum, og einnig í sérstökum umbúð- um fyrir hótel. Heildsölubirgðir o. mm§m & kaaber Hún vissi, án þess að snúa sér við, að hann hafði ekkert séð af sýningunni. Það var hið blæfagra hár hennar .... svo hreint og eðlilegt .... með mjúkum björtum liðum, sem tók athygli hans .... allt af þvegið úr Bandpox. bandbox úmvpm Fljótandi fyrir venjule^t hár en Cream fyrir þurrt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.