Morgunblaðið - 04.03.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.03.1955, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐI9 Föstudagur 4. marz 1955 Fréðiepr Grænlandsfyriries!-^'091"! dag: ur um Grænlandshrakninga Sigurjón Sigurðsson Raftholti í SUNN CJDAGINN var hélt J\ próf. Jón Jóhannesson afar skemmtilegan og fróðlegan há- skólafyrirlestur: í Grænlands- hrakningum 1406—1410. Var Próf. Jón Jóhannesson. þetta frásögn af því er síðasta skipið kom frá Grænlandi, svo að sögur fari af, og lauk þannig með öllu -amskiptum Grænlend- inga við umheiminn. ★ Fyrirlesturinn var fluttur í hátíðasal Háskóla íslands og var fjölmenni þar, enda er áhugi nokkur hér á landi fyrir örlögum frænda vorra á Grænlandi, þó fyrirlestur próf. Jóns hafi ekki fjallað um þau. SAGA HRAKNINGSMANNA Það var raga hrakningsmanna, sem hann sagði. — Voru það íslenzkir menn og tvær konur, sem hér eiga hlut að máli. Fóru íslendingarnir á skipi sínu frá Noregi og var ferðinni heitið til íslands. — En í hafi hreppti skip- ið storma og það hrekur allt til Grænlands Kunnugt er um, að á skipinu var Þorstemn ólafs- son síðar iögmaður og hirðstjóri, svo og kona hans Sigríður Björnsdótti’. Voru þau gefin saman er til Grænlands kom í Hvalsey, sem er rétt austan við Julianehaab þar standa enn rúst- ir steinkirkju og þykja hinar merkilegusiu. Þá sagði fyrirlesarinn nokkuð frá dvöl hrakningsmanna í Græn landi, þar .-em þeir voru tepptir í fjögur ár, i Eystribyggð. Meðan þeir dvöldust þar var einn Græn- lendingur, Kolgrímur að nafni, brenndur fyrir galdra. Hafði hann komizt yfir vilja giftrar konu með svartagaldri. Maður hennar var með í förinni. TAFIRNAR í GRÆNLANDI Prófessorjnn rakti einnig ástæður brer er hann taldi til þess liggja að hrakningsmenn hefðu tafizt svo í Grænlandi, en einkum taldí hann tvennt koma til greina’ Hrakningsmenn hafi verið að bíða eftir að fá sem verð mestan varuing úr veíðistöðvum Norður-Grænlands, sem þá voru í höndum Skrælingja, en það voru roslungstennur og svarð- reipi, er gerð voru úr rostungs- húðum og notuð í segÞeiða. Hina orsökina taldi fyrirlesarinn vera hafís. ' BÁGT ÁSTAND í LANDINU Þá lýsti fvrirlesarinn bágu ástandi í Mndinu. — Skrælingj- ar voru þá búnir að leggja undir sig Vestribyggð og sennilega komnir eitthvað inn í sjálfa Eystribyggð en hrakningsmenn voru þar. Siglingar voru að heita mátti úr sögunni til Græn- lands, en verzlunin þar var ein- okuð af Björgvinjarkaupmönn- um. — Biskupslaust hafði verið í landinu um 28 ára skeið er hrakningsrnenn komu þangað. Þegar nrakningsmenn loks sigldu frá Grænlandi fóru þeir til Björgviujar, til þess m. a. að greiða sekkjagjöld (einskonar vörutoll) af grænlenzkum vör- um, en eftir þeim var mjög ríkt gengið. Auk þess er sennilegt að í hrakningunum hafi þeir unnið það heit að fara í pílagrímsför suður til Rómar eða annarra helgra staða, ef þeir kæmust heilu og nöldnu úr greipum Ægis. HEIMKOMAN Árið 1418 sigldu þeir loks flest- ir eða allir. heim til íslands og brutu skip sitt á söndum Austur- Skaftafellssýslu. Þó er berum orðum aðeins getið um útkomu Snorra Torfasonar á Ökrum á Mýrum. Hún hefur einkum vakið athygli, af pví að kona hans hélt hann dáinn og hafði gifzt Gísla nokkrum Andréssyni bónda að Mörk undir Eyjafjöllum. Mun hjónaband þeirra hafa orðið ó- gilt er S’iorri kom nú á sjón- arsviðið bráðlifandi eftir svo langa og stranga útivist. SÍÐUSTU FRÉTTIR En þær fregnir sem með skipi hrakningsmanna bárust af hin- um fornu Grænlendingum, munu hafa verið þær siðustu og því til stuðnings las próf. Jón páfabréf frá 1492, þar sem sagt er að menn hyggi að ekkert skip hafi komið til Grænlands síðustu 80 árin, en páfabréfið hefur sjálf- sagt stuðzt við fréttir frá Norð- urlöndum. — Lauk Jón Jóhannes son hinum skemmtilega fyrir- lestri sínurr með þessum orð- um: Við brottför þeirra hrakn- ingsmanna, þaðan, er dregið tjald fyrir hinn mesta harmleik, sem gerzt hefur meðal norrænna þjóða, og varpað fram ráðgátu sem margir hafa glímt við að leysa en með vafasömum ár- angri: Hver urðu endalok frænda vorra á Grænlandi? Piltar Eldri Stúlkur Yngri SKÁTAR Skátaskemmtunin 1955 verður haldin í Skátaheimilinu við Snorrabraut, laugardaginn 5. marz kl. 8 e. h. fvrir eldri skáta og gesti þeirra og sunnudaginn kl. 3 e. h. fyrir Ljósálfa og Ylfinga og kl. 8 e. h. fyrir yngri skáta. i Aðgöngumiðar verða seldir föstudaginn 4. marz kl. 2—4 e. h. og laugardaginn 5. marz kl. 2—-4 e. h. Skátafélögin í Reykjavík — Morgunblaðið með morgunkaffinu — VIÐ, sem fædd erum á fyrstu áratugum þessarar aldar, ger- um okkur ef til vill ekki ætíð ljóst, hversu mikið við eigum þeim mönnum að þakka á ýmsan hátt, sem nokkru eru eldri að árum, eða þeim mönnum, er nefndir hafa verið aldamótamenn. Mönnunum, er að verulegu leyti lögðu grund- völlinn að þeim marg háttuðu framförum, er orðið hafa í þjóð- félaginu á þeim ríflega helmingi, er liðinn er af tuttugustu öldinni. Mönnunum, er áttu glæstar hug- sjónir á morgni nýrrar aldar og sóttu ótrauðir á brattann — og unnu stóra sigra. Að sjálfsögðu hafa allar kynslóðir átt sína vöku- drauma og hugs.iónir, en engin kynslóð hefur séð eins mikið af þeim rætast og aldamótakynslóð- in. Þess vegna er sú kynslóð ef til vill sú hamingjusamasta, er nokkru sinni hefur lifað og starf- að á Islandi. Einn glæsilegasti aldamótamað- urinn, Sigurjón Sigurðsson, bóndi að Raftholti í Holtum, er sextíu ára í dag. Sigurjón er fæddur að Bjálm- holti í Holtum 4. marz 1895, elzta barn þeirra hjóna Borghildar Þórðardóttur frá Sumarliðabæ og Sigurðar Sigurðssonar frá Bjálm- holti. Bjuggu þau í Bjálmholti allan sinn búskap, eða þar til Sig- urður lézt árið 1922. Síðan dvald- ist Borghildur í skjóli dóttur sinn- ar og tengdasonar til ævilokt, en hún lézt árið 1941. Sigurð í Bjálm- holti man ég mjög óljóst, en Borg- hildur er mér minnisstæð. Hún var glæsileg kona og traustur vin- ur vina sinna. Sigurjón ólst upp í foreldrahús- um og fékk í veganesti góðar gáf- ur og haga hönd. Á þeim árum tíðkaðist það lítt, að unglingar settust á skólabekk til langskóla- náms. Sigurjón vandist fljótt allri algengri vinnu bæði til sjós og lands, eins og þá var venja, að unglingar legðu hönd á plóginn strax og geta leyfði. Þó mun Sig- urjón hafa stundað nám í ung- lingaskólanum á Hvítárbakka um skeið. Upp úr aldamótunum fór mild- ur vorhlær um landið og ung- mennafélögin voru stofnuð. Ung- mennafélagið Ingólfur var stofnað hér í Holtum árið 1908, og varð Sigurjón þar fljótt öflugur liðs- maður og síðan formaður þess um langt árahil. Síðan hefur Sigur- jón verið traustur ungmennafé- lagi; meðal annars átti hann sæti í stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins í röska tvo áratugi. Bigurión hóf búskap að Kálf- holti í Ásahreppi og bjó þar nokk- ur ár. En árið 1928 fluttist hann að Raftholti í Holtahreppi og hef- ur búið þar síðan og eignazt þá jörð fyrir löngu. Að sjálfsögðu hefur Sigurjón, slíkur hæfileikamaður sem hann er, tekið mikinn þátt í opinberum málum og honum verið falin marg- háttuð trúnaðarstörf fyrir sveit sína og eins út á við. Sigurjón hefur verið í hreppsnefnd og skóla nefnd frá 1938 og formaður skóla- nefndar frá 1942 og sýslunefndar- maður frá sama tíma. Þá á hann sæti í skattanefnd o. fl Um langt árabil hefur hann átt sæti i stjórn Búnaðarsambands Suðurlands og kaupfélagsins Þórs á Hellu. Alla tíð síðan stéttarsamband bænda var stofnað hefur Sigurjón verið fulltrúi Rangæinga á fundum þess og átti sæti í stjórn þess frá upp- h.afi og til ái’sins 1953 og hefur emnig átt sæti í framleiðsluráði landbúnaðarins. Þá átti hann sæti á Búnaðarþingi frá 1946—1954. Sigurión hefur ætíð verið einn af aðalforustumönnum Sjálfstæð- isflokksins í Rangárvallasýslu og varaþingmaður flokksins frá 1942. Ég býst við að þessi upptalning nægi til að sýna það traust, sem sveitungar Sigurjóns og aðrir hafa sýnt honum með því að fela honum forustu hinna margvíslegustu mála. Sigurjón er fyrir löngu lands- kunnur vegna þátttöku sinnar í samtökum bændastéttarinnar. Ár- ið 1943 var hann fulltrúi bænda í hinni svokölluðu sexmannanefnd; en sú nefnd reiknaði út og lagði grundvöll að fastmótuðu verðlagi á framleiðsluvörum bænda. Allir, sem þekkja Sigurjón, vita, að hann er einn af öruggustu og traustustu málsvörum bændastétt- arinnar og tekur karlmannlega hennar málstað, er honum finnst með þurfa. Sigurjón er glæsilegur fundar- maður, málsnjall með -afbrigðum og lætur ógjarnan hlut sinn á mál- þingum og sér ævinalega hlutina með augum hugsjónamannsins, sem hefur reynt það, að hugsjón- irnar eru fyrsta stigið að fram- kvæmdunum. Mér mun ætíð verða minnis- stætt, þegar ég, ungur að árum, gekk í ungmennafélagið Ingólf og heyrði Sigurjón tala um hugsjóna- og framkvæmdamál æskunnar, hversu hann hreif okkur ungling- ana með snilli sinni og sýndi okk- ur inn í þá töfraheima, er alla langaði til að kynnast. Ég skildi þá fljótt, að Sigurjón myndi ætíð varðveita æskuhugsjónir sínar. Síðan hafa liðið áratugir, en þessu áliti mínu hef ég ekki þurft að breyta. Sigurjón er ennþá ungur í anda, þrátt fyrir sextiu ár að baki og gleðst gjarnan í góðra vina hópi. Þótt Sigurjón færi að miklu leyti á mis við mikinn skólalær- dóm í æsku, hefur hann vegna meðfæddrar greindar menntazt vel í skóla lífsins. Hann hefur eignazt laglegt safn góðra bóka. Hann kann góð skil á ýmsum hlutum og skynjar æðaslög lífsins í gegn um reynslu áranna. Sigurjón hefur aldrei verið neinn stórbóndi, en búið laglegu og gagnsömu búi. Ekki verður Sigurjóns svo minnzt á þessum tímamótum, að hans ágætu konu, Ágústu Ólafs- dóttur frá Austvaðsholti, sé að engu getið, en hún hefur staðið traust við hlið hans á fjórða tug ára. Ágústa er mikilhæf kona, gædd miklum dugnaði og myndar- skap. Hefur hún leyst öll sín störf þannig af hendi, að til fyrirmy-nd- ar er. Þau Raftholtshjón eiga fjögur börn, öll uppkomin. Eru þau myndar- og dugnaðarfólk og hafa nú á síðari árum séð um bústörf- in í æ vaxandi mæli með hinum mesta myndarbrag. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það, að maður með hæfileika Sigurjóns í Kaftholti myndi hafa getað átt margra kosta völ um lífsstarf. Er' ekki að efa, að hæfileikar hans hefðu víða notið sín. En hann kaus að helga feðrasveit sinni starfskrafta sína og hefur hvergi hopað af hólmi. Einstaka fi’amandi maður hefur stundum haft um orð, að útsýn væri yfiideitt, ekki fögur hér í Holtunum. Ef til vill má það til sanns vegar færa frá sjónarhóli þeirra, er meta gildi hlutanna við augnagaman eitt. En hitt er stað- reynd, að þar sem grasið grær og guðs himinn hvelfist yfir, þar er gagnlegt að búa, og þar hefur nyt- semi landsins fólgna í sér fegurð- ina. Þannig hefur umhverfi Sig- urjóns í Raftholti verið alla tíð, og þannig hefur hann mótazt við lífsins margbreytileik eins og gengur. Það hefur löngum vakið eftir- tekt og verið á orði haft, hversu umgengni öll í Raftholti er með miklum myndarbrag og hefur öll fjölskyldan hjálpazt að, að snyrta allt og þrýða, svo að til fyrir- myndar er. Sigurjón er góður smiður og hefur glöggt auga fyrir því, hvernig hlutirnir fara bezt. Þar hefur heldur aldrei verið breytt út af boðorðinu: — hver hlutur á sínum stað. — Síðustu árin hefur hann ráðizt í allmiklar byggingarframkvæmdir bæði end- urbætur eldri húsa og nýbygging- ar, og hafa þeir feðgar að öllu leyti framkvæmt það sjálfir. Einnig hafa þeir nú ráðizt í mikl- ar ræktunarframkvæmdir, svo að innan fárra ára verða stór flæmi ilmandi töðuvellir, þar sem áður var grár og þýfður mói. Oft hefur verið gestkvæmt í Raftholti og erindi gestsins kann- ske stundum ekki annað en að i:abba við húsbóndann um daginn go veginn, en Sigurjón kann á mörgu skil og getur rætt um dýpstu rök tilverunnar alveg eins og búskap og daglega viðburði. Þau Raftholtshjón eru miklir höfðingjar heim að sækja, og þar sem gestrisni og gott viðmót rík- ir, þar er gott að lcoma. Ég veit, að í dag verður margt um manninn í Raftholti. Frændur og vinir fjölskyldunnar munu gjarnan vilja taka í höndina á afmælisbarninu, þakka fyrir liðnu árin og óska til heilla með þau ó- komnu. Á slíkum stundum, er menn staldra augnablik við á tímamótum, er svo margt, er rifj- ast upp frá liðinni tíð. Þess vegna munu þakkir samferðamannanna streyma til Sigurjóns í dag. Ég vil svo, um leið og ég óska Sigurjóni og fjölskyldu hans allra heilla í framtíðinni, þakka honum löng og góð kynni og vona, að við Holtamenn • fáum um langa fram- tíð að njóta starfskrafta hans. En fyrsta og síðasta óskin er sú, að Sigurjón megi um alla framtíð varðveita æskuhugsjónir sínar, sem hafa gert hann að einum glæsilegasta fulltrúa þeirr- ar kynslóðar, er átti stóra drauma og hefur séð þá rætast. M. G. ® ------ í DAG or Sigurjón Sigurðsson bóndi í Raftholti í Holtahreppi 60 ára að aldri. Er hann sá af Rangæingum, sem einna nafn- kendastur er utan síns heima- héraðs, sakir þess trúnaðar :;em honum hefur verið sýndur í því að vinna að sérmálum íslenzkr- ar bændastcttar, bæði sem einn stjórnarmeðiimur um langt skeið í Stéttarsambandi bænda og fulltrúa þess í nefnd þeirri, er ákveður verðskráningu land- búnaðarvara. Þá hafa Rangæingar, eða sá hluti sem til sjálfstæðismanna heyrir, valið hann til að skipa annað sæli á lista Sjálfstæðis- flokksins í Rangárvallasýslu frá 1942 :i! þessa dags, og hefur hann samkvæmt því verið al- þingismaður Rangæinga um 13 ára skeið. Innan síns hrepps hef- ur honum eigi síður verið trún- aður sýndur, þar sem hann hef- ur lengi verið hreppsnefndar- maður í H dtahreppi, og setið um langt skeið í sýslunefnd Rang- árvallasýslu, og seinast kosinn til þessara starfa á næstliðnu vori. Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.