Morgunblaðið - 04.03.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.03.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐI& Föstudagur 4. marz 1955 útg .: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason fré Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 & mánuði innanland*. í lausasölu 1 krónu eintakið. Forsætisráðherrann og krónan ^AÐ ER aðeins eitt dæmi um, sjálfum Ijóst, hvaða atburðir voru Nngmenn sammála m menninpriiSds frumvarpsins um almenninpbókasöfn Mr hve ráðvandlegur málflutn- ingur stjórnarandstöðunnar er á íslandi í dag, að allt frá ára- mótum hafa málgögn kommún- ista og Alþýðuflokksins hamrað á því, að Ólafur Thors forsætis- í uppsiglingu. Kommúnistar og fylgifé þeirra vill hinsvegar dylja þjóðina sann- leikans um ástand og horfur í efnahagsmálum hennar. Hinn fjarstýrði flokkur er ákafur í að ráðherra hafi í áramótaávarpi nota þá aðstöðu, sem hann illu sínu á gamlárskvöld „hótað þjóð- heilli hefur nú fengið innan inni gengisfellingu íslenzkrar verkalýðssamtakanna til þess að krónu.“ stöðva þróun og uppbyggingu í Kommúnistablaðið hóf þenn- hinu íslenzka þjóðfélagi. Tak- an söng en vesalings Alþýðu- mark kommúnista er fyrst og blaðið, sem ekkert tækifæri vill fremst það, að eyðileggja allt láta ónotað til þess að firra sig traust fólksins á gjaldmiðli sín- trausti almennings og öll láni tók um. Þeim er ljóst, að ef þeim síðan undir hann. tekst það er allur sparnaður og Sannleikurinn í þessi máli, sem fjármagnsmyndun búin að vera. er öllum þeim kunnur, sem En af því leiðir aftur að allri hlýddu á áramótaávarp forsætis- umbótaviðleitni og uppbyggingu að héraðsbókasöfn fái ókeypis eitt *. á v\ „ #\v* r, v \ 'X ...in 'X n A n 'X í M t.. . J 1 v. «. r: ^ X. ____ — rii X1_.t H UMRÆÐUR stóðu yfir í tvær klst. í Efri deild Alþingis í gær um frumvarp mennta- málaráðherra um almennings- bókasöfn. Tóku margir þing- menn til máls og virtust þeir allir á sömu skoðun að mál þetta. væri merkilegt fram- faraspor í menningarmálum landsins og þökkuðu Bjarna Benediktssyni menntamála- ráðherra fyrir að hafa komið fram með það. Einstök smá- atriði voru þó gagnrýnd í frumvarpinu og m. a. gerir menntamálanefnd örlitlar breytingatillögur. DRAGA ÚR BÓKBANDS- SKYLDU Bernharð Stefánsson framsögu maður nefndarinnar gerði nokkra grein fyrir afstöðu nefndarinnar. Er hún sammála að hér sé um merkilegt menningarmál að ræða. Helzta breytingatillaga nefndarinnar er að draga nokkuð úr bókbandsskyldu bókasafn- anna. í frumvarpinu er gert ráð fyrir ráðherrans er auðvitað sá, að í er bundinn fjötur um fót. fbúða- orðum hans fólst fyrst og fremst byggingar stöðvast, rafvæðingar- hvatning til þjóðarinnar um að áætluninni er stefnt í geigvæn- slá skjaldborg um grundvóll lega hættu og verklegar fram- gjaldmiðils síns og alvöruþrung- kvæmdir í landinu dragast stór- in aðvörun gagnvart þeirri hættu, kostlega saman. sem væri nú á vegi hennar í efnahagsmálum. Það er ómaksins vert, að rifja upp fáeinar setn- ingar úr ræðu forsætisráðherr- ans um þessi efni. Þegar ráðherrann vék að að- stöðu atvinnuveganna og því kapphlaupi, sem nú væri í upp- siglingu milli kaupgjalds og verð- lags, komst hann m. a. að orði á þessa leið: „Þetta kapphlaup er því hreint feigðarflan að óbreytt- um hag framleiðslunnar. Öll- um ber rík skylda til þess að láta sig þetta skipta, einfald- lega vegna þess, að íslending- um er voðinn vís varist þeir ekki þá hættu, sem nú er á sveimi í hlaðvarpanum. Falli krónan nú er ekkert senni- legra en að nýtt gengisfall láti ekki bíða sín, og sízt ofmælt, að óvíst er með öllu, hvar eða hvort þjóðin fær þá stöðvað sig. Glundroðinn, sem þá mun skapast í fjárhags- og atvinnu- lífi þjóðarinnar leiðir íslend- inga, líka þig, hlustandi góð- ur, með betlistaf í hendi út á óheillabraut, sem enginn veit hvar endar.“ Engum heilvita manni getur komið til hugar, að með þessum orðum hafi Ólafur Thors verið að ráðast á íslenzka krónu eða grundvöll hennar. Hann var þvert á móti að eggja þjóðina lög- eggjan til þess að vernda hana, gera sér ljóst hvaða hættur steðj- uðu að verðgildi hennar og þar með að efnahagslegu öryggi og afkomu alls almennings í land- inu. I Þessi aðvörunarorð voru ekki sett fram af svartsýnis- manni, sem leggur það í vana sinn að mála fjandann á vegg- inn fyrir þjóðinni. Ólafur Thors er bekktur fyrir allt annað fremur en að þylja úr- tölur og svartsýnisraus þegar um er að ræða möguleika þjóðar hans til að bæta hag sinn og sækja fram á sviði umbóta og framfara. Hann hefur miklu frekar verið sak- aður um að vera of bjartsýnn og stórhuga. Kjarni málsins er auðvitað sá, sem greint og hugsandi fólk ger- ir sér áreiðanlega Ijóst, að þessi aðvörunarorð forsætisráðherrans um síðustu áramót voru ekki að- eins tímabær heldur lífsnauðsyn- leg. Honum bar að benda þjóð- inni á þá hættu, sem steðjaði að afkomugrundvelli hennar og ís- lenzkri krónu. Þetta var skylda hans vegna þess, að honum var Þegar svo er komið koma skemmdaröflin og skella allri skuldinni á ríkisstjórnina. Þennan svívirðilega leik hafa kommúnistar lengi verið að undirbúa gagnvart hinu ís- lenzka þjóðfélagi. En á þeim að takast að koma skemmdar- verkum sínum í framkvæmd? Eru íslenzkir menn svo heill- um horfnir að þeir láti þenn- an rótlausa skemmdarverka- lýð hafa sig til verka, sem hlytu að hafa í för með sér stórkostlegar kjaraskerðingar og öryggisleysi um afkomu þeirra? Vonandi tekst ekki svo hrapalega til. Moskva - New York SAMKVÆMT athugunum, sem verkamálaráðuneyti Bandaríkj anna hefur látið gera á nýút- komnum opinberum skýrslum Ráðstjórnarinnar, sést að kaup- máttur rússneskra verkamanna er ekki aðeins langtum minni en amerískra verkamanna, heldur verða þeir að vinna 43% lengur en þeir gerðu árið 1928 til þess að sjá fyrir fjölskvldum sínum. . Snemma á árinu 1953 lét ráðu neytið gera svipaða athugun, sem leiddi í ljós, að kaupmáttur rúss- neskra verkamanna hafði þá lækkað um 45% frá árinu 1928. Þetta gefur til kynna, að hin aukna framleiðsla á neyzlu- vörum, sem svo mjög var látið af í Moskvu árin 1953 og 1954. Við athugun á öðrum opinber- eintak af alþingistíðindum, stjórnartíðindum, skýrslum hag- stofunnar, lagasafni, Hæstarétt- ardómum, skólaskýrslum, Lög- birtingablaðinu, prentuðum álit- um milliþinganefnda o. fl. En síð- an er bókasöfnunum gert að skyldu að láta binda öll þessi rit inn. Telur nefndin að slíkt myndi En deilt um ýmis minni atriði eins og bókbondsskyldn snino oil. verða all kostnaðarsamt fyrir hin minni bókasöfn og leggur hún til að rit þessi verði bundin „eftir því sem við verður komið". ALÞINGIS- OG STJORNAR- TÍÐINDI í HVERJU HÉRAÐI Bjarni Benediktsson kvaðst sammála um að bókbands- skyldan væri of fortakslaus. Hinsvegar bað hann nefndina að athuga hvort ekki væri réít að greina nokkuð á milli nefndra rita. Engin ástæða væri til að binda inn skóla- skýrslur eða álit milliþinga- nefnda. Hinsvegar virtist hon- um að bókbandsskyldan yrði að vera fortakslaus t. d. á al- þingistíðindum og stjórnartið- indum. „Það má varla minna vera“, sagði liann, „en að þess- ar frumheimildir stjórnarfars- ins séu til í hverju héraði“. Ef NU ER AF SEM AÐUR VAR Bernharð Stefánsson svaraði aftur og tók undir að það ætti minnsta kosti að vera skylda að binda Alþingistíðindi. f hans ung dæmi hefðu þau verið mikið les- in af almenningi og svo þyrfti að verða aftur, til þess að almenn ingur fengi beina vitneskju um það sem fram færi á þingi, í stað þess að lesa fréttir blaðanna um það, sem oft væru rangar og fals aðar. BOKAFULLTRUI SJÁLFSTÆÐUR Þá kvað nefndin sék ekki vera ljóst hvaða stöðu bókafulltrúi, sem starfaði á skrifstofu fræðslu- málastjóra ætti að hafa. Menntamálaráðherra svaraði því að meiningin væri að hann hefði álíka aðstöðu eins og íþróttafulltrúi hefur. Þ. e. a. s. menn telja alþingistíðindi ekki, hann er sjálfstæður og óháður svo mikils virði, þá er hæpið að það hafi nokkra þýðingu að vera að prenta þau og gefa út. Hann kom einnig með þá tillögu, hvort ekki væri hægt að senda bókasöfnunum til- búna kápu til bands eins og tíðkast sumsstaðar erlendis. r\Á!í[-a!’{ínJi ábriýar: B Rödd borgara um umferðamálin. ORGARI hefur skrifað mér eftirfarandi bréf: „Kæri Velvakandi! „Reykvíkingum stendur ógn af hinum tíðu árekstrum og slysum í umferð bæjarins og er sízt að furða. Aðvaranir og brýningar til vegfarenda og bifreiðastjóra virðast ekki bera þann árangur, sem skyldi og menn spyrja: hvers vegna þurfa öll þessi um- J ferðaslys að verða hér í Reykja- vík, hvað á til bragðs að taka til varnar? Ég hygg það rétt vera, sem kom fram í dálkum þínum, Vel- vakandi, nú á dögunum, að refs- ingar fyrir ökusyndir eru hér of vægar og að viðlagður missir ökuskírteinis myndi líklegur til, að bifreiðastjórar ækju varlegar eftir en áður. um rússneskum skýrslum komst verkamálaráðuneytið að raun um að það tekur töluvert lengri tíma í Moskvu að vinna fyrir karlmanns- og kvenfatnaði, sem þar er á boðstólum, heldur en í New York. Moskvubúinn er 22 sinnum lengur að vinna sér fyrir skyrtu en New York-búinn, 10 sinnum lengur að vinna sér fyrir sokkum, 12 sinnum lengur að vinna sér fyrir skóm, 9 sinnum lengur að vinna sér fyrir lérefts- kjól og 14 sinnum lengur að vinna sér fyrir kápu. næstu grösum til að hafa gát aðförum hans. 0‘ Lögreglugæzla við leikvellina. G svo er það annað. Væri ekki sjálfsagður hlutur að hafa einhverja lögreglugæzlu við barnaleikvellina í bænum, segj- um einn lögregluþjón við hvern völl, sem hefði gát á börnum, sem alltaf geta slæðzt öðru hvoru gæzlulaus út af vellinum, út í hættur umferðarinnar. Við vit- um af reynslunni, að þetta kem- ur margsinnis fyrir og hefur stundum valdið stórslysum. Mér virðist þörfin á þessu vera aug- ljós. Með þökk fyrir birtinguna. Borgari". Þáttur lögreglunnar. G það er líka annað, sem mér finnst athugavert í þessu sambandi“, heldur borgari áfram. „Er umferðarlögreglan hér í höfuðborginni í því horfi, sem vera ber. Yfirleitt sjást engir lögregluþjónar í úthverfum bæj- arins til að hafa eftirlit með um- ferðinni þar. Þeir eru allir í Mið- bænum. Að vísu er hættan mest þar, en raunin er nú samt sú, að langfæst bifreiðaslysin verða í Miðbænum, heldur fjær miðj- unni. Þar geta bifreiðastjórar ganað áfram öldungis óhræddir um að lögregluþjónn sé á næsta leyti, sem sér til hans. Auðvitað væri ekki framkvæm anlegt að lögregluþjónn væri á I hverju horni í Reykjávík, hún er Rússneskur verkamaður ^ það stór orðin, en lögreglan á að þarf að vinna þrisvar sinnum) vera hreyfanlegri en hún er nú. lengur en sá ameríski til þess Lögreglubíllinn á að vera stöð- að geta keypt sér handsápu og | ugt á ferðinni um allan bæinn helmingi lengur til að kaupa — úthverfunum ekki sízt, til að sígarettupakka. | hafa auga með því, sem er að Þannig lýtur þá samanburð- i gerast. Með því móti gæti eng- urinn út milli „verkalýðsríkis- inn bifreiðastjóri nokkurn tíma ins“ rússneska og hins ame- verið fullkomlega öruggur um, ríska „auðvaidsríkis". að enginn laganna þjónn sé á í Missti af góðri mynd. BRÉFI frá kvikmyndavini segir: „Fyrir skömmu var sýnd myndin „Glæpur og refsing" í Nýja bíói. Hugði ég gott til glóð- arinnar að fá að sjá þetta snilld- arverk á kvikmynd. En viti menn, eftir 3 eða 4 daga er hætt að sýna myndina, svo að ég, og að sjálfsögðu ótal margir fleiri, misstum af afbragðs mynd. Nú skora ég á Nýja bíó að sýna myndina aftur. Um leið vil ég vekja athygli þess og annarra, sem hlut eiga að máli á því, að of sjaldan er tekið fram, hvenær mynd er sýnd í síðasta sinn. — Fyrir bragðið missa ýmsir af myndum, er þeir hafa ætlað sér að sjá. Og oft eru það beztu myndirnar, því að það einkenni- lega á sér stað, að venjulega eru það þær, sem ganga skemmst. Virðingarfyllst, Kvikmyndavinur“. Af gnægð hjartans mælir munnurinn. starfsmaður, sem fer með mál bókasafnanna, en starfar á skrif- stofu fræðslumálastjóra. Kvað ráðherra þessa leið hafa verið farna til þess að spara skrifstofu- kostnað. Ella hefði þurft að stofna sérstaka skrifstofu bókafulltrúa með þar til heyrandi skrifstofu- fólki, því að þessi bókafulltrúi má ekki vera bundinn eins og skrif- stofumaður. Hann þarf að geta ferðast um landið, skoðað söfn, talað við forstöðumenn þeirra og gefið ráðleggingar. Nokkrar kvartanir komu fram hjá þingmönnum yfir því að mál- ið hefði ekki verið sent sveitar- stjórnum til athugunar og voru jafnvel uppi raddir um að fresta málinu og láta sveitarstjórnir segja álit sitt á því, einkum þar sem í frumvarpinu væru ákvæði um álögur á sveitarsjóði. EKKIVANZALAUST Mersntamálaráðherra benti þá á það, að álögur þessar væru ekki mikið auknar frá því sem verið hefði. T.d. legðu sveitasjóðir Norður Þingevjar- sýslu og Skagafjarðar nú fram meira fé til bókasafna, en gert væri ráð fyrir í frumvarpinu. Taldi ráðherra ekki eftir ýms- um vel stæðum sveitarfélög- um að leggja nokkuð fé fram til bókasafna gegn þeim hlunn indum sem þau fá skv. frum- varpinu. Enda er ekki vanza- laust að ekki sé til bókasafn í hverju héraði. Ýmis önnur atriði komu til athugunar, sem of langt mál er að segja frá. .Meyjarckemman' sýnd að nýju á Akureyri AKUREYRI, 3. marz: — Meyjar- skemman verður sýnd á Akur- eyri á ný n.k. sunnudag, en sýn- ingar hafa legið niðri síðan í janúar vegna veikindaforfalla og fjarveru eins leikarans úr bæn- um um mánaðar tíma. Þegar sýningum var hætt í janúar, hafði söngleikurinn verið sýndur 17 sinnum við ágæta að- sókn. Leikfélagið vill nú gefa þeim, sem ekki hafa séð leikinn, kost á því að sjá hann, þar sem félagið hefir ekki annað leikrit tilbúið til sýningar enn sem kom- ið er. — Vignir. - _ ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.