Morgunblaðið - 05.03.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.03.1955, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐI& Laugardagur 5. marz 1955 ölflf Einarsdóttir frá Hraunum Kinar Þorsteinsson fyrrv. skipstjóri Minningarorð FYRIR nokkrum dögum frétti ég lát gömlu vinkonu minnar, Ólaf- ar Einarsdóttur frá Hraunum í Fljótum. Við þessa andlátsfregn svifu óvenju margar og hugljúfar end- urminningar fyrir hugskotssjón- um mínum, því Ólöf var óvenju- leg kona og mér ákaflega kær. — Ég man ekki fyrr eftir mér, en ég heyrði Ólafar getið, hún var nátengd bezta vini mínum, Ólafi Davíðssyni frá Hofi í Hörgárdal, gift bróður hans Guðmundi. Voru sögurnar hans Ólafs míns, sem hann sagði mér frá Hraunum yndi mitt og eftirlæti, og eins og gefur að skilja kom þar hús- freyjan mjög við sögu. En aðal kynnin hófust vor eitt er Ólöf reið í hlað með manni sínum á Akureyri. Hafði hún þá frétt lát systur manns síns, Jóns Norðmanns, kaupm. á Akureyri, er hafði farið utan með konu sinni til að leita sér lækninga. En slík urðu enda- lokin. og fegurð hvílir yfir þeim stöð- um að vorinu. En ekkert var of gott handa okkur. Dagarnir voru fljótir að líða og áður en við vissum var komið að kveðju- stund. Hestar voru söðlaðir og Ólöf og Guðmundur riðu með okkur krakkana yfir Siglufjarð- arskarð til Siglufjarðar, þar átti i strandferðaskipið að koma, sem Þegar Ólöf frétti hvernig skip- ] bar okkur aftur heim til Akur ast hefði, söðlaði hún hest sinn og reið í einum áfanga til Akur- eyrar til þess að vita hvernig systurbörnunum liði og- hvort ekki væri hægt með einhverjum ráðum, að sefa sárustu sorg þeirra, þá var enginn sími á Hraunum og erfitt með frétta- burð. Ég man, að við Katrín Norð- mann, vinkona mín, sátum í eyrar. Ekki sleppti Ólöf af okkur hendinni fyrr en hún var búin að skila okkur heilum í höfn. Þannig var hún, ekkert var hálfgert sem hún gerði og fórnarlund hennar og greiðvikni virtist takmarka- laus, þegar því var að skipta. Eftir þessa för stóðu Hraun og húsbændurnir þar í sérstökum ljóma í hugskoti mínu. Árin liðu og ég fékk aftur að koma að Hraunum. Þar var alltaf jafn gott hnipri uppi í legubekk og vorum ag vera, enda var þar oft gest- að gera okkur eitthvað til dund- ; kvænjj Allir voru þar eins og urs, en vorum þó annars hugar, hejma Hj á sér, því Ólöf og Guð- því mikill harmur hvíldi yfir ^ munc]ur gerðu sér far um að heimilinu. En við hrukkum upp hlynna svo að gestunum, að ekki við það, að riðið var í spretti var ^ betra kosið Veit ég að heim að húsinu og faijnandi þustu rnargur framandi hefur kvatt börnin til dyra, því Ólöf og Guo- jjraun með söknuði, eftir að mundur á Hraunum voru komin. Það kom hressandi blær með þeim hjónum, og eftir nokkra daga: dvöl fór Ólöf með elztu börnin vestur að Hraunum í þeirri von að það yrði þeim til hafa dvalið þar um hríð og kynnst húsbændunum og heimil- inu •— þar var göfugt fólk, sem gott var að sækja heim. Ólöf var fædd á Hraunum 12. apríl 1866, dóttir Einars B. Guð- hugarléttis um stund og ég fékk mundssonar, hreppstjóra og að fljóta með. Sú ferð varð mér Dannebrogsmanns og Kristínar ógleymanleg, því ég naut sömu pálsdóttur konu hans. Hún gift- ástúðar og umhyggju þó ég væri £rjg ]g92 Guðmundi Davíðs- henni óskyld. Við komum á litl- um bát inn í Hraunakrók fyrri- hluta nætur. Stafalogn var á, vor- sólin gyllti hlíðina fyrir ofan bæinn og Miklavatn var eins og spegill á að líta, en í varphólm- syni, prófasts frá Hofi í Hörgár- dal sem fyrr getur og bjuggu þau á Hofi i 4 ár. Fluttu þvínæst að Hraunum og þar var heimili þeirra í tugi ára. Þau eignuðust tvo syni, Einar Baldvin, sem tó*k unum iðaði allt af lífi og fjöri, ' við búi eftir föður sinn, og Davíð því varptiminn stóð þá sem hæst. ' Mér fannst ég komin í undraland og var snortin óumræðanlegum unaði, er ég leit þessa íslenzku Paradís. Ólöf leiddi barnahópinn heim túnið, hún hafði gætt alls er gæta þurfti á leiðinni og þegar heim kom vakti hún bónda sinn. Hann tók okkur opnum örmum og sagði okkur sögur meðan húsfreyjan bjó'okkur bezta beina og hjúfr- aði okkur niður í mjúkar hvílur, er hún hafði búið okkur. Allt virtist leika í höndum þeirrar góðu konu og hún var svo léttstíg að mér varð starsýnt á, hvþ fljót hún var að sendast um bæinn. Hraunaheimilið var þá frábært að rausn og myndarskap, um það voru hjónin innilega samhent og ég efast um að það hafi átt nokk- urn sinn líka. Fjölmenni var á heimilinu og glaðværð mikil, og sérstök menning einkenndi heim- ilið allt. Var hver dagurinn öðr- um ýndislegri er við dvöldum þarna. Létu húsbændurnir sér annt um að okkur iiði sem bezt og töldu ekki eftir sér að sinna okkué, þó vorannir stæðu yfir. Méstúr var þó fögnuðurinn þegar er dó í bernsku. Mörg börn og unglinga tóku þau í fóstur og önnuðust. sem sín eigin börn. Með Ólöfu er horfin merk | kona, sem öllum verður mjög hugstæð er þekktu. Hún var ó- venjuleg á marga lund, hef ég fáa þekkt, sem voru jafn óeigin- gjarnir og hún var. Hún ætlaðist aldrei til endurgjalds, þó hún veitti á báðar hendur. Og hún var óvenju slyng að safna og geyma sólskinsstundirnar. hvenær sem þær gáfust til að lýsa upp dimma ' daga, þegar þeir skullu á. Aldrei varð ég þess vör, að hún væri ósátt við nokkurn mann. Hún var fljót að fyrirgefa og hafði afsak- i anir á reiðum höndum, ef á ein- hvern var hallað. En þessir eigin- leikar hafa mér virzt mjög ríkj- andi það sem ég til þekki í Hraunaætt. í Mér er það ljóst, að þessi fáu orð eru ekki samboðin minningu Ólafar frá Hraunum. En ég gat ekki orða bundizt, þegar hún er ekki lengur meðal okkar. Ég gat engan vináttuvott sýnt henni, þegar hún fór síðasta spölin. En ég hugsaði til þessarar góðu konu full þakklætis fyrir það hversu góð og trygg hún var mér og Ólöf kom því til leiðar, að við mínum' Hún vann þann mikla ferigjúm að fara í varpið með Guðmundi eitt kvöldið. Það var æviritýraför, ekki sízt fyrir börn, sem áldrei höfðu komið í varp og skiídu ekki né vissu hvílík helgi sigur í lífi sinu, að bregðast aldrei neinum. — Þannig voru kynni mín af Ólöfu á Hraunum. Blönduósi. H. Á. S. Fæddur 15. ágúst 1875 Dáinn 27. febrúar 1955 í DAG verða jarðneskar leifar Einars Þorsteinssonar, fyrrver- andi skipstjóra, er lézt að heimili sínu hér í hæ 27. febrúar, bornar til hinnstu hvíldar. Einar heitinn var fæddur að Hrafnabjörgum í Ögurhreppi við ísafjarðardjúp 15. ágúst 1875, og hefði því orðið áttræður í sumar hefði hann lifað. Foreldr- ar hans vuru Þorsteinn Einars- son og Saru Björnsdóttir, en þau létust bæði er Einar var barn að aldri, og faðir hans með þeim hætti, að hann drukknaði við ísa- fjarðardjúp Eftir að Einar varð munaðarlans fór hann í fóstur til afa síns og ömmu, en þau voru Einar Magnússon, óðalsbóndi að Garðstöðurr og kona hans Karítas Ólafsdóttir, er var systir hinnar nafnkunnu húsfreyju að Ögri, Þuríðar Ólafsdóttur. Þessi merku hjón reyndust hinum munaðarlausa dreng sem beztu foreldrar, og minntist Einar þeirra ávallt af hlýjum huga og þakklæti, eftir að hann komst til fullorðinsára. Síðan var Einar í fóstri hjá föðurbróður sínum, Jóni Einarssyni og konu hans, Sigriði Jónsdóttur, en þau voru foreldrar Jóns heitins Auðuns, alþingismanns. Jón og Sigríður bjuggu einnig að Garðstöðum og hjá þeim dvaldi Einar þar til hann hafði nægan þroska til þess að byrja lífsbaráttu sína og sjá sjálfum sér farborða. Undir um- sjón Jóns og Sigríðar naut Einar ástar og mnhyggju, engu síður en hjá afa sínum og ömmu. Dvöl hans á þessu myndarheimili hef- ur eflaust átt drjúgan þátt í að móta skapgerð Einars, og hefur sá undirbúningur undir lífs- baráttuna er hann öðlaðist þar orðið honum dýrmætt veganesti er fram liðu stundir. Snemma snérist hugur Einars að sjónum. Ekki er hér rúm til þess að rekja sjómannsferil hans, ævisögur íslenzkra sjómanna eru það margþættar að þær verða ekki sagðar í stuttum blaðagrein- um, og er því aðeins stiklað á stóru. Aðeins ellefu ára gamall fór Einar í fyrsta róður sinn með fóstra sínum, og má segja að þá hafi sjómannsferill hans hafist. Skömmu eftir ferminguna var Einar orðinii formaður á róðrar- skipi, og er það sönnun þess hve bráðþroska hann var. Á upp- vaxtarárum Einars voru aðstæð- ur unglinga til þess að brjótast áfram í lífinu allt aðrar en nú á tímum, en þrátt fyrir það setti Einar markið eins hátt og ástæð- ur leyfðu, og er hann var um tvítugt hafði hann aflað sér þeirrar mcnntunar er nauðsyn- , leg var til þess að öðlast skip- j stjórnarréttíndi, og varð hann þá 1 brátt skipstjóri á þilskipum, er gerð voru út frá Vestfjörðum. Þótt Einar þætti kappsamur við sjósóknina þá gætti hann ávallt mestu varúðar, mat hann líf skipshafnar sinnar meira en allt annað, enda hlekktist honum aldrei á V> oft kæmíst hann í margskonar hættur í átökunum við Ægi. Árið 1897 kvæntist. Einar fyrri konu sinni, Sigrúnu Baldvins- dóttur, systur Jóns heitins Baldvinssonar Alþingisforseta. Reistu þau bú að Eyri og bjuggu þar í aldarfjórðung. Þeim varð tíu barna auðið, og gefur að skilja að mikið þurfti til þess að fæða og klæða allan þann hóp, svo að oft varð að virna myrkr- anna á miili, en um það voru þau hjónin samhent. Auk 10 barna sinna ólu þau upp fjóra íóstur- syni, og sýmr það að góðverk eru framkvæmanleg þó efni séu af skornum skammti, ef góður og einlægur vilji er fyrii hendi. Öll börn þeirra hjóna komust til fullorðinsára, en þrjú þeirra eru nú látin, hau Kristján, Margrét og Elín. Á lífi eru: Karitas, kona Sigurðar B. Sigurðssonar, ræðis- Minningarorð manns, Unnur, kona Páls Jó- hannessonar, verzlunarstjóra, Einar, verKstjóri, giftur Svövu Björnsdóttui, Þorsteinn, bakara- meistari á ísafirði, giftur Soffíu Löve, Baldvin, forstjóri, giftur Kristínu Pétursdóttur, Karl, sölustjóri, giftur Ólafíu Jóhanns- dóttur, og Jóakim, verzlunar- maður, ókvæntur. Árið 1929 fluttu þau Einar og i Sigrún til Hafnarfjarðar, ásamt j börnum . sínum Skömmu eftir ; komu sína þangað var Einar skipaður fiskimatsmaður og gegndi hann því starfi meðan hann dvaldi í Hafnarfirði. Þótti Einar kröfuharður við fiskmat, enda taldi hann með réttu að vöruvöndur. væri lífsspursmál fyrir þjóðarbúskap okkar íslend- inga. Strax eftir að Einar kom hingað suður í margmennið, fór hann að gefa sig að menningar- og félagsmálum sjómannastétt- arinnar, og sýndi hanr. þeim mál- um mikinn og lofsverðan áhuga allt til dauðadags. Var hann til dæmis einn af stofnendum skip- stjóra og stýrimannafélagsins „Kári“ í Hafnarfirði og átti sæti í stjórn þess félags um margra ára skeið. Einnig tók Einar virk- an þátt í stofnun „Sjómannadags- ráðs Reykjavíkur“ og var hann þar sem fulltrúi ,,Kára“ allt ti! hinnstu stundar, og var hann alltaf reiðubúinn að leggja fram krafta sína þeim félagsskap til eflingar. Fvrir fáeinum árum var Einar sæmdur heiðursmerki Sjó- mannadagsins í viðurkenningar- skyni fyrir vel og dyggilega unnið starf í þágu sameiginlegra málefna sjómannanna. Eftir nokkra ára dvöl í Hafnarfirði flutti Einar og fjölskylda hans búferlum tii Reykjavíkur og gerð I ist hann þá starfsmaður í Veið- arfæragerð íslands, svo það má með sanni segja að allt ævistarf þessa duglega atorkumanns hef- ur verið í sambandi við sjóinn, að meira eða minna leyti. Árið 1943 missti Einar konu sína eftir 46 ára farsælt hjóna- i band. Var Sigrún heitin öllum er hana þekntu hinn mesti harm- dauði. Fyrir fáeinum árum giftist Einar Guðrúnu Jónsdóttur frá Vatnsleysuströnd, og stundaði hún mann sinn af alúð og nær- gætni í banalegu hans. Þeir, sem þekktu Einar munu muna eftir honum, sem hægfara og hávaðalausum manni, skyldu- ræknum og samviskusömum, dag farsgóðum og prúðum. Og takist manni að skapa þannig mynd í hugum vma og vandamanna er maður hverfur á braut, er þá ekki náð háleitu takmarki? Og þó að Einar sé sofnaður hinum hinnsta svefni, mun minn- ingin um hann vaka í hugum þeirra er uttu því láni að fagna að fá að njóta vinátlu hans og umhyggju — minning um góðan íslenzkan (keng. H. 4. Sig. ® HANN var fæddur í Efstadal í Öfiursveit 15. ágúst 1875. og var því á 80. aldursári, er hann and- aðist að heimili sínu Vífilsgötu 24. í frumbernsku missti hann móður sína og fór þá í fóstur til afa sins og ömmu, Einars Magn- ússonar bónda og formanns að Garðsstöðum og konu hans Karí- tasar Ólafsdóttur, sem var sj'stir hinnar kunnu húsfreyju, Þuriðar í Ögri. Eins og títt var um bændasyni við Djúp ólst hann jöfnum hönd- um upp við lándbunað og sjó- sókn. Með fyrri konu sinni, Sig- rúnu Baldvinsdóttur, systur Jóns heitins Baldvinssonar, reisti hann bú að Eyri í Skötuíirði og rak þar landbúnað og útgerð, unz hann fluttist að vestan, til Hafnarfjarð ar fyrst og síðan til Reykjavíkur. Var þeirra hjónanna og heimilis- ins saknað, er þau fóru að vest- an, því að þar áttu þau vinsæld- um að fagna, en heirnilið var stórt, því að þeim varð 10 barna auðið, auk þess sem fósturbörn voru á heimili þeirra og vinnu- fólk eins og þurfti til lands og sjávar. Var Sigrún ágæt húsmóð- ir hjúum sínum, en Einar afla- sæll formaður og hvers manns hugljúfi, sem kynntist honum. Svo minnast hans vinir hans að vestan og vinir, sem hann eignaðist hér syðra. Hann var manna prúðastur í framkomu og dagfari, fríðleiksmaður ásýnd- um og einstakt snyrtimenni. Ég hygg, að vinir Einars hafi aldrei vitað hann ætla nokkrum manni annað en gott, enda var hann fágætlega grandvar maður sjálf- ur í samskiptum sinum við aðra menn og svo hjartahreinn, að allir fundu, sem hann þekktu, að honum mátti treysta. Hann var ágætur heimilisfaðir og slíkur faðir barna sinna, að á betra gátu þau ekki kosið. Sambýlið við mennina er áreið anlega eitt vandasamasta við- fangsefnið, sem okkur er í hend- ur fengið. Þar reynir á mann- kostina mest, þar koma skýrast í ljós kostir mannanna og gallar. En þetta sambýli tókst Einari Þorsteinssyni svo vel, að fágætt mun mega kalla. Lengi fram eftir ævinni stundaði hann sjósókn sem formaður. Með frábærri leikni stýrði hann jafnan skipi sínu heilu í höfn í gegn um brim og boða. Og svo tókst honum einnig sigling lífsins. Fram hjá skerjunum þar kunni hann einnig að stýra og vernda fleyið fyrir brimi og boðum. Hann stýrði skipi sínu heilu í höfn. Fyrir fáum árum kvæntist hann aftur, Guðrúnu Jónsdóttur, sem annaðist hann af mikilli prýði eftir að heiisa hans þraut. Vinirnir kveðja prúðan mann, grandvaran og góðan dreng og biðja honum fararheilla á sigl- ingunni, sem nú er framundan. MEÐ Einari Þorsteinssyni skip- stjóra frá Eyri, er lézt 27. febr. s.l., er horfinn af sjónarsviðinu einn af mætustu og þekktustu skipstjórum og útvegsbændum frá ísafjarðardjúpi. Einar heitinn Þorsteinsson var með afbrigðum prúður maður og sómi sinnar stéttar. Hanri var áhugasamur um margt. í sjó- mannasamtökunum lét hann mikið að sér kveða og var hann einn af stofnendum Skipstjóra- og stýrimannafélagsins ,,Kára“ í Hafnarfirði. Átti hann lengi sæti í stjórn þess félags og hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir það. Þegar fulltrúaráð Sjómanna- dagsins var stofnað fyrir rúmum 18 árum síðan, valdi félagið Ein- ar sem fulltrúa sinn í þeim sam- tökum. Málefni Sjómannadagsins voru honum mjög hjartfólgin og þeim vann hann allt það gagn er hann mátti. Bygging Dvalarheirr.ilis aldraðra sjómanna var hor.um mikið áhugamál. Vissi ég, að hon- Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.