Morgunblaðið - 05.03.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. marz 1955 Út*.: H.1. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason Irá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanl&ndj. í lausasölu 1 krónu eintakið. í áil Danir búast við auknum neyzlusköffum H1 Hverjir vilja ræna burn? BLAÐ kommúnista lýsir yfir í gær, að það telji lækkun á gengi íslenzkrar krónu fela í sér „þjófnað frá sparifjáreigendum" og „hótun um að ræna börn“. Við þessa yfirlýsingu kommún- istablaðsins rís sú spurning, hvort kommúnistar treysti sér til þess að benda á leiðir til að hækka kaupgjald umfram það, sem fram leiðslan þolir án þess að það þýði gengisfellingu. ★ Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að enginn þjóðhollur fslendingur viil vit- andi vits stuðla að því að gengi íslenzkrar krónu verði fellt. Það er hinsvegar eitt af lög- málum efnahagslífsins, að ef framleiðslukostnaður bjarg- ræðisvega þjóðarinnar verður hærri en arður þeirra hlýtur afleiðing þess að verða verð- felling gjaldmiðils hennar. Framhjá þeirri staðreynd verð ur ekki gengið, hversu gjarnan sem við vildum. Stjórnmálaflokkur, sem viður- kennir og veit, að atvinnuvegir landsmanna bera ekki hærra kaupgjald hlýtur þessvegna að gera sér það ljóst, að hann verð- ur að benda á nýjar leiðir til þess að hindra verðfellingu krónunn- ar, ef hann krefst aukins tilkostn- aðar þeirra. Hafa kommúnistar bent á slík úrræði? Hafa þeir sýnt fram á það, hvernig haldið verði uppi nægri atvinnu fyrir almenning í landinu ef kaupgjald verður hækkað svo, að öll útflutnings- framleiðsla verður rekin með stórfelldu tapi? Nei, engar slíkar ábendingar hafa komið frá komm únistum. Þeir hafa þvert á móti viðurkennt, að útflutningsfram- leiðslan sé nú þegar rekin með tapi, bæði togarar og vélbátaút- ger. Blað þeirra hefur auk þess lýst yfir því, að afleiðingar kaup- hækkana feli í sér „þjófnað frá sparifjáreigendum" og „hótun um að ræna börn“. Nú er spurningin sú, hvort kommúnistar vilji „ræna börn“? Allt bendir til þess að þeir hafi það ákveðið í hvggju. Framtíð íslenzks atvinnulífs byggist á því, að tæki þeirra verði rekin á heil- brigðum grundvelli. Varanleg at- vinna fólksins er því fyrst og fremst háð, að framleiðslutækin séu í gangi sem lengstan tíma hvers árs. Ef þau eru rekin aðeins stuttan tíma hefur það í för með sér árstíðabundið atvinnuleysi, sem er versti óvinur verkalýðs- ins. ★ Kommúnistar hæla sér stöð- ugt af því að verkföllunum hafi verið slegið á frest um nokkurn tíma. En þeir hafa sjálfir viðurkennt, að megin- ástæða þess var sú, hversu seint kröfur verkalýðsfélag- anna komu fram. í raun og veru var óhugsandi að hægt væri að skella á verkfalli nokkrum dögum eftir að kröf- urnar komu fram. Aðalatriðið er með hvaða hug verkföllunum var frestað. Var þeim frestað til þess að rannsaka möguleika þess, að fullnægja þeim kröfum, sem fram voru settar? Eða var til- gangur kommúnista aðeins sá að afla sér bættrar vígstöðu til þess að hefja verkföll og stór- átök í þjóðfélaginu? Allt bendir til þess að síð- ara sjónarmiðið hafi vakað fyrir kommúnistum. ★ Sjónarmið alls almennings í þessum málum hlýtur hinsvegar að vera það, að tryggja þá niður- stöðu kaupdeilnanna, sem leiðir til áframhaldandi atvinnulífsupp- byggingar í þjóðfélaginu, varan- legrar og nægrar atvinnu. Ef ítar- j leg og yfirveguð rannsókn leiðir í Ijós, að framleiðslan beri hækk- að kaupgjald þá á að hækka kaupið. Ef niðurstaðan sýnir hið gagnstæða væri kauphækkun fjarstæða. Þá yrði afleiðing henn ar rýrnun sparifjár og „hótun um að ræna börn“ eins og kommún- istablaðið orðar það. Enginn hefur orðað slíkt rán, allra sízt Ólafur Thors forsætisráðherra, sem flutti viturleg aðvörunarorð um þessi mál í áramótaávarpi sinu. Það er á kommúnistum, sem hótað hafa „verkfalls-1 vopni“, sem það veltur. hvort hér kemur til „þjófnaðar frá Kaupmannahöfn í febr. 1955. INN nýi forsætisráðherra Dana. H. C. Hansen, hefur boðað formenn allra lýðræðis- flokkanna á fund 2. marz, til að ræða efnahagsmálin. Það er eins og fyrri daginn fyrst og fremst gjaldeyrismálin, sem valda vand- ræðum. Forsætisráðherrann tei- ur ráðstafanir af hálfu löggjafa- valdsins nauðsynlegar vegna greiðsluhallans. Nú vill hann tala við flokksformennina, að undantekr.um formanni komm- únistaflokksins, til að komast að raun um, hvort flokkarnir geti orðið ását*ir um nauðsynlegar úrbótaráðstafanir. Eins og kunnugt er, skall gjald- eyriskreppa á í Danmörku í :"yrra sumar. Gjaldeyrisskuld Þjóð- bankans jókst stórkostlega svo að segja dag frá degi. Með tak- mörkun á lánveitingum, niður- skurði á ýtnsum gjöldum ríkis- ins og hækkun á nokkrum óbein- um sköttum var reyr.t að bæta úr vandræðunum. En allir við- urkenna nú, að þessar ráðstaf- anir voru ónógar. GREIÐSLTJ JÖFNUÐURINN Greiðslujöfnuður Dana var í fyrra óhagstæður um því nær 500 milijónir kr. Margir halda, að afkoman verði ekki betri á þessu ári, ef ekki verði dregið úr gjaldeyriseyðslunni. Að vísu minnkaði gjaldeyrisskuld Þjóð- bankans um 100 milljónir niður í 150 milljónir á mánuðunum nóvember, desember og janúar. En fyrri belming febrúar jókst Óvinsælar ráðstafanir eru óhjákvæmi- legar, segir forsætisráðherra Dana hún aftur upp í 177 milljónir. Seinni hluta mánaðarins hefur gjaldeyrisskuldin vafalaust auk- ist að miklum mun sérstaklega vegna 62 milljóna kr. greiðslu til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Við þetta bætist,-að horfurnar eru alvarlegar. „Við megum bú- ast við vaxandi gjaldeyrisvand- ræðum, ef ekki verða gerðar nægilegar ráðstafanir til úrbóta“ skrifar stjórnarblaðið „Social- demokraten“. Menn sjá fram á, að innflutn- ingur verði meiri á þessu ári en í fyrra. Það getur líka farið svo, að útflutningur, sérstaklega á en í október í fyrra. Danir fengu þá 81 einingu innfluttra vara fyrir 100 einingar útfluttra vara, en fá nú ekki nema 73 einingar innfluttra vara fyrir sama út- flutt vörumagn. Af þessum ástæðum búast all- ir við vaxandi gjaldeyrisvand- ræðum í náinni framtíð. LANSFJARSKORTURINN STUDLI AÐ ATVINNULEYSI Við þetta bætist, að þrengslin á peningamarkaðnum, sem stafa af takmörkun á lánveitingum vegna gjaideyriserfiðleikanna, landbúnaðarafurðum, fari minnk valda vaxftnd| ÓþfSÍndnm- fíkis andi. Verðmæti uppskerunnar á s. 1. sumri var 400 milljónum kr. minni en árið áður. Bændur verða því að auka innflutning á erlendum fóðurefnum að miklum mun, þegar líður á veturinn, ef framleiðslan og um leið útflutn- ingurinn á ekki að rninnka. Við þetta bætist hækkandi verð á innfluttum vörum og lækkandi verð á sumum útflutn- ingsvörum. Vísitala innflutnings- verðsins hækkaði í janúar um 6 stig upp í 424, og vísitala út- flutningsverðsins lækkaði um 11 stig niður í 310. Vísitalan, sem sýnir hlutfallið milli útflutnings- verðsins og innflutningsverðsins, er nú 73 stig eða 8 stigum lægri Veiuah andi áhripar: sparifjáreigendum“ unni. á næst- Parísareamningar í gildi í marzloh! EFRI deild franska þingsins hef- ur nú ákveðið að taka samþykkt í Svar til „borgara“. TILEFNI af bréfi „borgara" sem birtist hér í dálkunum í gærdag, hefir fulltrúi lögreglu- stjóra gert nokkrar athugasemdir aðallega við ummæli „borgara“ um hreyfanleika lögreglunnar, sem hann kveður á nokkrum mis- skilningi eða þekkingarskorti byggð: „í Reykjavík eru stöðugt Parisarsamninganna á dagskrá' á ferðinni tveir lögreglubílar, 22. marz. Munu umræður standa yfir í fjóra daga, 22.—25. marz. Hefur forseti deildarinnar ákveð ið þetta í samráði við núverandi forsætisráðherra Edgar Faure. emn í Austurbænum og annar | í Vesturbænum og auk þess tveir ibílar til viðbótar á dagvaktinni, þegar umferðin er mest. Öllum þessum bílum er einmitt ætlað Er nú lögð áherzla á það að Par- j það hlutverk að hafa eftirlit með ísarsamningarnir verði fullgiltir í öllum þátttökuríkiunum fyrir lok þessa mánaðar og mun þá fljótlega verða hafizt handa um framkvæmd á þeim, þ. á m. her- væðing Þjóðverja. ★ Svo virðist sem endanlegt sam- þykki Efri deildar franska þings- ins sé nú tryggt. Kemur þar eink- um til þátttaka kaþólska flokks- ins í núverandi stjórn Edgar Faure. En sem kunnugt er hefur Robert Schuman annar aðalleið- togi kaþólska flokksins tekið sæti í stjórninni sem dómsmála- ráðherra. Það var hín persónulega mót- spyrna kaþólska flokksins við Mendés-France sem varð skeinu- | hættust samningunum í Neðri deildinni. Georges Bidault greiddi atkvæði gegn þessum samningum þrátt fyrir það að nokkrum mán- i uðum áður hafði hann verið helzti málsvari evrópskra varn- arsamtaka. Nú mun Bidault ekki geta beitt sér gegn þeirri ríkisstjórn sem flokkur hans á aðild að, svo að samningunum ætti að vera tryggt meirihlutafylgi. umferðinni og halda uppi aga og reglu eftir því sem föng eru á. í tveimur þessara bíla eru tal- stöðvar sem geta hvenær sem er sett sig í samband við lögreglu- stöðina og t.ekið við köllum frá talstöð hennar, ef þörf er á lög- reglubílnum á vettvang einhvers staðar í bænum. Koma þessar tal stöðvar oft að gagni til mikils hagræðis í lögreglustarfinu. Vakandi auga með akstri hvar sem er. FULLTRÚINN kvað það því ekki rétt vera, að ekkert eftir lit væri með umferðinni í út- hverfum bæjarins, enda bærust I ekki síður kærur um brot á um- ferðarreglum úr úthverfunum heldur en úr miðbænum einmitt I vegna þess, að reynt er að hafa tíma^s heimt.a hverju sinni. Það er ekki hvað sízt undir borgur- unum sjálfum komið, að það megi takast. Endurskoðun sú á um- ferðarlögunum sem nú stendur íyrir ayrum lofar og góðu.“ Góður barnatími. Tf/"ÆRI Velvakandi! „ Mig langar til að biðja þig að koma fyrir mig á framfæri nokkrum þakklætisorðum fyrir barnat’'ma útvarpsins hinn 20. febr. s.l., sem sveitir úr yngstu deild og vinadeild K.F.U.M. sáu um. Barnatími þessi var einn með þeim beztu, sem útvarpið hefir flutt og veitti ég því athygli, hve börnin hlustuðu og fylgdust með hverju atriði af sérstakri eftir- sem er í bænum. Þá væri og mik- , ið gert af því — og, í vaxandi mæli — að stöðva bifreiðar í um- ferðinni til að ganga úr skugga um, að bifreið og bifreiðarstjóri séu í réttu ásigkomulagi og til að bifreiðastjórar viti, að þeir geti átt von á slíkri stöðvun hvar og hvenær sem er. Um sama leyti mun efri deild þýzka þingsins einnig fjalla um málið. Þar virðist nokkur vafi leika á um hvort fylgi við samn- ingana hefur nægilegt meirihluta fylgi. Svo virðist sem frjálslyndi flokkurinn hafi þar oddaaðstöðu, en ekki Ijóst hvaða stefnu hann tekur í málinu þar. Undir borgurunum sjálfum komið. VÍST er, sagði fulltrúinn að lok- um, að margt mætti betur fara í þessum efnum og kapp- kostað verður að endurbæta og fullkomna lögreglugæzluna á þessu sviði eftir því sem kröfur tekt. Ávarp próf. Sigurbjörns Einarsspnar var indælt og væri vel, ef börnunum gæfist oftar kostur á að hlýða á- þessháttar málefni til að glæða það góða og fagra sem í barnssálinni býr, sem yrði þeim um leið styrkur til að varast hin illu öfl, sem oft vilja knýja dyra fyrr eða síðar á lífs- leiðinni. Að endingu við ég færa öllum þeim, sem að barnatíma þessum stóðu, hugheilar þakkir. Með þökk fyrir birtinguna. — Móðir“ <1* f»> Þvi áttu svo fátt, að þú nýtir ei smátt. stjórnin ó+tast, að lánsfjárskort- urinn muni draga úr framleiðslu og valda atvinnuleysi. Ekki hvað sízt kvarta bændur yfir skorti á lánsfé. Gerir þessi skortur m. a. að verkum, að kornkaupmenn heimta borgun út í hönd. þegar bændur vilja kaupa fóðurkorn. Marga bændur skortir fé til þess að fcorga strax og velja þeir því þá leið að minnka bústofninn. Fulltrúar írá félögum bænda fóru nýlega á fund forsætisráðherra, og bentu honum á, að lánsfjárskorturinn hljóti að hafa í för með sér, að bústofninn og þá um leið út- flutningsmöguleikar landbúnað- arins minnki. En ríkisstjórnin sér ekki möguleika fyrir verulegri 1 rýmkun á peningamarkaðnum, nema aðrar ráðstafanir verði gerðar vegna gjaldeyriserfiðleik- anna. ÓVINSÆLAR RÁÐSTAFANIR ÓHJÁKVÆMILEGAR Forsætisráðherrann sagði ný- lega í ræðu, að nauðsynlegt sé að auka tekjuafgang ríkisins með auknum álagningum, til þess að draga úr neyzlunni. Hann hvatti um leið stjórnmálaflokkana til samvinnu í gjaldeyrismálunum. Þegar þetta er ritað vita menn ekki, hvaða tillögur ríkisstjórn- in ætlar að bera fram. En al- mennt er bóist við tillögum um neyzluskatta og ef til vill aðrar álagningar, sem minnka kaup- getu borgaranna um allt að 500 milljónum kr. Óvinsæiar ráðstaf- anir eru óhjákvæmilegar, sagði forsætisráðherrann nýlega. Stjórnarandstaðan virðist geta fallist á nýja neyzluskatta, en þó með því skilyrði, að þeir verði ekki meðlaldir, þegar vísitala framfærslukostnaðar, sem dýr- tíðaruppbót launþega byggist á, er reiknuð út. Ekki aðeins íhaldsmenr. og vinstrimenn held- ur líka róttæki flokkurinn held- ur fast við þetta skilyrði. Verka- lýðsfélögin eru þessu andvíg. En getur ríkisstjórnin snúist þarna á móti verkamönnum? „Berl- ingske Tidende“ telur líklegt, að þetta verði aðalágreiningsatriðið, þegar ríkisstjórnin fer að semja við stjórnarandstöðuna um úr- bótaráðstafanir í gjaideyrismál- unum. SAMKOMULAGSHORFUR Um samkomulagshorfur er erfitt að spá. „Politiken“ lítur svo á, að samvinnuviljinn sé nú meiri en áður bæði hjá ríkís- stjórninni og stjórnarandstöð- unni. En margir eru þó blaðinu ósammála um þetta. Vinstriblað- ið „Vestkysten", sem talið er málgagn Eriks Eriksens fyrrv. forsætisráðherra, trúir ekki á samkomulag. Blaðið heldur meira að segja, að H. C. Hansen vilji í rauninni ekki samkomulag. Sumir halda, að hann telji heppi- iegast fyrir jafnaðarmannaflokk- inn, að hann komist sem fyrst í stjórnarandstöðu og að íhalds- menn og vinstrimenn verði látn- ir taka við völdum og glíma við gj aldeyrisvandræðin. Framh, á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.