Morgunblaðið - 05.03.1955, Side 9

Morgunblaðið - 05.03.1955, Side 9
Laugardagur 5. marz 1955 MORGVISBLAÐ19 ÞjóðBeikhúsið: Ætlar konan að deyja? Gasr.anleíkisr í einunt þœtti eftir Ckristophe? fry Leikstjóri Bsldviii iiaiBdórssoEi> ÁNTIGÓNA Sjónleikur í einum þœffi sftir Jean Anouilh FRUMSÝNING Þjóðleikhússins í fyrrakvöld á ofangreindum tveimur leikjum var athyglis- verður leikviðbúrður fyrir margra hluta sakir. — Leikritin bæði eru ágætar bókmenntir, hvort á sína vísu, enda höfund- arnir í fremstu röð leikritaskálda þeirra, sem nú eru uppi. Hér við bætist, að Baldvin Halldórsson þreytti þarna frumraun sína sem leikstjóri á sviði Þjóðleikhússins of ennfremur lék þarna sitt fyrsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu hin unga og efnilega leikkona, Helga Valtýsdóttir. — Og síðast en ekki sízt, — hér var um að ræða há- tíðarsýningu í tilefni þess að einn af okkar mikilhæfustu og vin- sælustu leikurum, Haraldur Björnsson, á um þessar mundir fjörutíu ára leikafmæli. „ÆTLAR KONAN AÐ DEYJA?“ Höfundur þessa gamanleiks, enska skáldið og rithöfundurinn Christopher Fry, er enn tiltölu- lega ungur maður, innan við fimmtugt, fæddur 1907 í Bristol. Hugur hans hneigðist snemma að leiklist og leikritun og hefur hann verið leikari og leikstjóri jafnframt því sem hann hefur samið mörg leikrit. Endaþótt Fry væri frábær snillingur málsins, andríkur og gáfaður, og hann yrði til þess öðrum fremur að hefja enska ljóðleikinn til vegs að nýju, þá var það ekki fyrr en 1949, með leiknum „The Lady’s not for Burning", að hann hlaut almenna viðurkenningu sem mik- ið leikritaskáld. Af öðrum leikrit- um Fry’s má nefna „Venus observed“ (1950), „A Sleep of Prisoners“, kirkjuleikur, „The Dark is Light Enough“ og „A Phoenix too Frequent“ eða „Ætl- ar konan að deyja?“ eins og það heitir í íslenzku þýðingunni. — Efnið í þennan gamanleik er sótt í skáldsögu rómverska höfundar- ins Petróniusar um ekkjuna frá Efesus, sem hefur ákveðið að svelta sig í hel í grafhýsi bónda síns. Hefur hún tekið með sér þernu sína Dótó og hafast þær þar einar við er leikurinn hefst. Haraidur Björnsson ákafí hyliíur Þorvaldsdóttir leikur, Dótó, þerna hennar, sem Helga Valtýsdóttir leikur og Tegeus, hermaðurinn, en Jón Sigurbjörnsson fer með það hlutverk. Dýnamene er mikið og vanda- ) imt hlutverk er gerir hinar itrustu kröfur til leiltandans. Leysir frú Herdís það ágætlega af hendi, bæði um leik og fram- sögn, en einmitt í því efni er vandinn mikill, — að ljóðform skáldsins fái notið sín án þess þó að þess gæti um of. Einnig finnst mér Herdísi takast vel að sýna hina innri baráttu og þær sterku tilfinningar er vakna og vaxa í brjósti hennar eftir því sem á leikinn líður. Dótó er einnig allvandasamt hiutverk, en frú Helga gerir því hin ágætustu skil. Frúin vakti athygli með prýðilegum leik í Jitlu hlutverki í leiknum „Erf- inginn“, er Leikfélag Reykjavík- ur sýndi í haust og í þessu hlut- verki nú staðfestir hún það, að hún er gáfuð og örugg leikkona, sem mikils má af vænta. Hún leikur mjög yfirvegað, af næm- um skilningi á hlutverkinu og gætir þess af mikilli smekkvísi þegar Dótó er orðin ör af víni, að halda látbragði öllu innan réttra takmarka. Leikur Jóns Sigurbjörnssonar í hlutverki hermannsins er sterk- ur og með góðum tilþrifum á köflum og persónan er aðsóps- mikil, en þó finnst mér Jón ekki sú rétta „týpa“ í hlutverki þessu. ANTIGÓNA Franski rithöfundurinn Jean Anouilh, höfundur harmleiksins „Antigona“, er enn á bezta aldri, fæddur 1910, þó er hann löngu heimsfrægur fyrir leikrit sín, sem farið hafa sigurför um flest 1 menningarlönd. Hér hefur áður verið sýnt eitt leikrit eftir hann, 1 „Stefnumótið í Senlis", er Þjóð- I leikhúsið hóf sýningar á veturinn Haraldur Björnsson sem Kreon konungur og Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir sem Antigóna. Ætlar konan að skemmta sér: — Hermaðurinn (Jón Sigurbjörns- son), Dynamene (Herdís Þorvaldsdóttir) og Dótó (Helga Valtýsd.) En áður en langt um líður kemur til þeirra ungur og karlmann- legur hermaður, er heillar þegar hina ungu, syrgjandi frú. Hefst nú hin mikla barátta með frúnni milli holdsins og andans, milli ástarinnar til bóndans og hins freistandi aðkomumanns, er lýk- ur með fullum sigri hins lifandi yfir hinum dauða. Háðið og kímnin í leik þessum er hnitmiðað og vægðarlaust og andrxkið og snillin í orðaskiptum persónanna eru eins og glóandi flugeldar. Leikendur eru aðeins þrír, frúin Dýnamene, sem Herdís 1953. í flestum verkum sínum, en þó sérstaklega í harmleikjun- um, túlkar Anouilh viðhorf æsk- unnar til lífsins, leit hennar að sannleikanum og trú hennar á hið frjálsa val, sem er uppistaðan í kenningum „Existentialismans“. — Þetta er og meginefnið i leik- ritinu „Antigona", — Hin unga | konungsdóttir „Antigona" ki-efst réttar síns. til þess að ráða örlög- um sínum og neitar að lúta yilja ' og fyrirskipunum harðstjórans, jafnvel þó að það kosti har.a lífið. j — Leikritið er byggt á hinu sí- gilda verki Sofóklesar með sama nafni, en það er samið árið 1942, er Þjóðverjar hersáta Frakkland og eru þeir örlaga- timar hinn eiginlegi bakgrunnur leiksins. Höfundurinn talar xxnd- ir rós, því að málfrelsi var af skornum skammti í Frakklandi undir harðstjórn Þjóðverja. En Frakkar skyldu ádeilu höfundar- ins og því tóku þeir leiknum með geisiföfnuði. Aðalpersónur leiksins eru Antigona og Kreon konungur í Þebu, móðurbróðir hennar. Milli þessara tveggja persóna standa átökin. Antigóna er ung og djörf og neitar að víkja hársbreidd frá því sem hún telur satt og rétt. Því gengur hún ótrauð í berhögg við bann konungsins gegn því að bróðir hennar látinn fái leg í gröf sinni, og fer út að næturþeli til þess að ausa líkama hans moldu endaþótt hún viti að líf hennar liggi við því. Kreon er gamall maður, fullur veraldar- hyggju og hefur fyrir löngu kom- izt að þeirri niðurstöðu að hug- sjónir og sannleikur séu óraun- hæf hugtök. — Því reynir hann að telja um fyrir Antigónu og fá hana til að hverfa frá ásetningi sínum um að grafa bróður sinn. En það ber engan árangur og lýk- ur svo leiknum með því, að Antigóna er dæmd til að líða hungurdauðann í helli einum ut- an við borgina. Guðbjörg Þorbjarnardóttir leik ur Antigónu. Hún er að vísu ekki eins ung og leikritið seg- ir til, en leikur hennar er öruggur og áhrifamikill. Hún skilur hlutverkið til hlítar og inn- lifun hennar er sterk og sannfær- andi. Hefur Guðbjörg unnið þarna athyglisverðan leiksigur því að hlutverkið er viðamikið og erfitt. Kreon konung leikur Haraldur Björnsson af miklum þrótti og myndugleika. Gerfi hans er ágætt og reisn hans eins og kon- ’ungi sæmir. — Honum tókst vel að sýna harðneskju valdhafans en .einnig örvæntingu hins hrjáða manns, sem glatað hefur trúnni á þau verðmæti er gefa lífinu gildi. Hið eina sem mætti finna að leik Haralds er, að hann ber full ótt á, svo að erfitt var stund- um að greina hinar meitluðu setningar skáldsins. I.árus Pálsson lék Chorus, er skýrir persónurnar og stöðu þeirra í leiknum. Hlutverkið gerir ekki kröfu til leík- átaka, en Lárus talar skýrt með þægilegri rödd sinni. Jón. Aðils var hinn skemmtilegasti í hlutverki varðmannsins og frú Regina Þórðardóttir lék einkar vel hina elskulegu, gömlu fóstru Antigónu og hinnar björtu og fögi'u systur hennar Ismenu, sem Bryndís Pétursdóttir lék. — Þá fór Róbert Arnfinnsson vel með hlutverk Hemons unnusta Anti- gónu. — Önnur hlutverk eru smá og gefa ekki tilefni til sérstakr- ar umsagnar. Baldvin Haildórsson hefur sett báða leikina á svið og annast leik- stjórnina. Hefur honum tekizt hvorttveggja prýðisvel. Er sér- staklega athyglisvert hversu allt er þarna vel unnið og hvert atriði- að því er virðist þaulhugsað. Er öll sýningin Baldvini til mikils sóma og sýnir glögglega að hann býr yíir góðum leikstjórahæfi- leikum. Magnús Pálsson hefur gert leiktjöldin og teiknað búningana. Magnús er dugandi listamaður í sinni grein enda eru leiktjöid hans á báðxxm leikjunum prýðis- góð, stílhrein og mjög við hæfi leikjanna, og bxxningarnir hinir smekklegustu. Ásgeir Hjartarson hefur þýtt leikinn „Ætlar konan að deyja?“ og leyst það vandasama verk af hendi með miklum ágætum. Halldór Þorsteinsson hefur gert þýðinguna á „Antigónu”. Er þýð- ing hans ekki hnökralaus, en þó fremur liðleg. læikhúsgestir tókxi leikjunum ágætlega og hylltu leikstjóra og leikendur að leikslokum. Eink- um var þó afmælisbarnið, Har- aldur Björnsson, ákaft hylltur með feiknum öllum af blómum og ræðum. — Hefur verið sagt frá því hér í blaðinu. Hér er vissulega um merkar leiksýningar að ræða og ættu borgarbúar að sýna það með mikilli aðsókn að þeim, að þeir kunni að meta góða list og gagn- merkar bókmenntir. Sigurður Grimsson. Almenningur hvaffur fil að nota sér skíðakennslu Fer fram við Skíðaskálann í Hveradölum UNDANFARNA 10 daga hefur dvalizt í Skiðaskálanum í Hvera- dölum Guðmundur Halldórsson skíðakennari frá Isafirði. — Kennir hann í Hveradölum á vegum Skíðafélags Reykjavíkur. Mun hann starfa þar 2—4 vikur ennþá, eftir því hver aðsókn verð- ur að námskeiðum hans, sem standa ýmis 2 eða 5 daga í senn og er almenningur hvattur til þess að nota sér kennsluna. * SLÆMT VEÐUR | Blaðið hitti Guðmund að máli í gær. Kvað hann veðrátt- una hafa verið mjög slæma til skiðakennslu. Hafði hann fengið hóp nemenda og veðrið verið gott tvo daga, en þá brá til hins verra og nú undanfarna daga hefur ómögulegt verið að halda uppi kennslu. * NÁMSKEIÐIN Námskeið Guðmundar eru ýmist 5 daga eða þá um helgar — laugardag og sunnudag. Kennt er 4 tíma á dag, 10—12 og 2—4. Miðast kennslan við svig ein- göngu. Guðmundur sagði að góða und- irstöðukennslu mætti veita á 5 dögum. Kvað hann marga ó- hrædda við brekkur, en þeir myndu hafa margfalda ánægju af skíðaferðum ef þeir hefðu hlot- ið tilsögn þó ekki væri nema 2 eða 5 daga. ★ Guðmundur er þaulreyndur kennari. Síðan 1938 hefur hann veitt forstöðu skíðaskólanum á ísafirði og margir af beztu skíða- mönnum landsins hafa á ungl- ingsárum hlotið undirstöðukunn- áttu sína hjá honum. Þátttöku- gjaldi í námskeiðunum við Skiðaskálann í Hveradölum er mjög stillt í hóf eða 20 kr. á dag. Firmakeppni í svigi UM helgina fer fram í Hvera- dölum firmakeppni í svigi. Er það skíðaráð Reykjavíkur, sem fyrir keppninni stendur og munu um 30 svigxnenn taka þátt í henni og keppa fyrir jafnmörg firmu. Flestir beztu svigmenn hér syðra munu taka þátt í keppninni og verður hún því án efa tvisýn og skemmtileg. Það eykur og spenninginn að þetta er forgjafa- keppni, svo að öll firmun hafa jafn mikla möguleika til sigurs. Nánar verður sag frá keppninni í blaðinu á morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.