Morgunblaðið - 05.03.1955, Side 14

Morgunblaðið - 05.03.1955, Side 14
14 MORGUHBLABIB Laugardagur 5. marz 1955 Franihaldasagan 37 í>að er góður atvinnuvegur að rcka hótel og við eigum ekki mörg börn.... “ „Bíðið augnablik, herra John- son“, greip Morgan fram í fyrir litla manninum. „Við skulum nú snúa okkur að nöfnunum. Kral — það er Paul Kral, sem þér eigið við? Brunner — það mun vera Eric Brunner í utanríkis- ráðuneytinu? Proshaska — það er sá, sem þeir hafa gefið út hand tökuheimild fyrir? Og Matejk — aðeins til að vera viss um að gera enga skyssu — það mun vera dr. Matejka í innanríkisráðuneyt- inu?“ „Þetta er allt rétt, herra Morg- an. En nú langar mig til að spyrja yður persónulegrar spurningar. Hvar er salernið hérna?“ Morgan, sem ekki hafði náð sér eftir áfallið, laut niður að eyra litla mannsins og sagði honum það, sem hann var að spyrja um, en bað hann að koma strax aftur. Um leið og hann var orðinn einn, tók hann upp heyrnartólið. „Ert þetta þú, Harry? Hvernig iíður þér? Veiztu nokkuð um herra Johnson frá Omaha, Ne- braska? Hvers vegna ertu að hlæja?“ „Vegna þess að þetta er í fimmta sinn, sem spurt er um hann í þessari viku. Johnson er meinlaus bjáni. Hann er að leita að ferðatösku og setur allt á ann- an endann út af henni“. „Svo að fólk heldur að hann sé bjáni? Hvers konar ferðatösku er hann að leita að?“ „Það má hamingjan vita. Ef Johnson er inni hjá þér, geturðu bara kastað honum út, honum er alveg sama“. „En þessi saklausi bjáni hefur verið í sambandi við Matejka frá innanríkisráðuneytinu! Ég hef ekki þrautspurt hann enn, hvað þeim hefur farið á milli. En hann talar um Prochazka og hann þekkir Paul Kral, hann þekkir Brunner í utanríkisráðuneytinu. Hvað meinar þú með meinlaus ojáni?“ Röddin í símanum varð alvar- legri. „Hefur Johnson hitt Mate- jka? Ertu ekki að gabba? Það auðvitað.... Á ég að koma?“ „Nei, ekki núna. Þegar ég veit meira um hann, skal ég hringja". Herra Johnson kom nú aftur og brosti hjartanlega. „Jæja, hérna er ég kominn aftur. Hvað álítið þér um þetta allt og hvað ráðleggið þér mér að gera, herra Morgan?" „Ég mun ráðleggja yður að vera rólegur. Ferðataskan kem- ur í leitirnar". „Ég er svo sem nógu rólegur og trúið þér mér, að ég mundi liætta að hugsa um ferðatöskuna, bara ef ég væri kominn aftur til Omaha“. ■ „Herra Johnson, ég er dálítið undrandi á þessum nöfnum: Prochazka, Kral, Brunner. Mate- jka — ég skil ekki, hvernig þér íunduð þessa menn“. „Ég fann þá ekki. Ef ég hefði hitt þennan náunga Prochazka, mundi ég aldrei hafa komið ná- lægt utanríkisráðuneytinu eða innanríkisráðuneytinu, eða eytt tíma mínum á þennan hálfgeggj- aða Matejka, en hann hlýtur að vera veíkur, því að hann svitnar svo mikið“. „Það er satt. En Brunner og Kral.... “ „Ég get ekki séð neitt undar- legt við það. Kral sendi mig til .Brunners og nokkurra annarra tnanna“. „Var Matejka þar á meðal?“ „Nú, ég var einmitt að segja yður, hve Kral varð hræddur, þegar hann heyrði, að Matejka hefði beðið mig að koma til sín. Mér er það ráðgáta, hvernig Matejka vissi um ferðatöskuna mína, og ég get ekki skilið, að hann skuli hafa áhuga á mínum málum, þar sem hann er ekki í deildinni, sem hefur með óskila- muni að gera“. „Það getur verið, að Matejka hafi frétt það hjá Brunner?" „Ég hef aldrei hugsað út í það“. „Það getur verið mögulegt. En herra Johnson, þar sem þér þekk ið svo marga velþekkta menn, hafið þér nokkurn tíma heyrt talað um mann, sem heitir Jak- es?“ „Nei“. „En Karel Skala?“ „Ég þekki mann, sem heitir Skala — mann af yðar stærð og vaxtarlagi — en hann heitir ekki Karel“. „En Kapoun? Alois Kapoun. Ég get séð, að þér hafið heyrt það nafn“. Litli maðurinn deplaði augun- um í ákafa. Hann tók ofan litlu gleraugun, þurrkaði þau vand- lega á vasaklút og sagði alvar- lega: fmmrni „Herra Mórgánj þetta híýtur að vera misskilningur. Ég kom hingað til að biðja yður um ráð- leggingar, og þér voruð mjög kurteis, því er ekki haSgt að neita, en svo talið þér við mig eins og það sé ég sem geti gefið yður ráð“. Morgan sá nú, að það var kom- ið upp um hann, og hann ákvað að reyna aðferð, sem hann var annars ekkert hrifirtn af. Hann spratt upp úr sæti sínu, gretti sig allan og barði í borðið með krepptum hnefanum og hrópaði rauður eins og karfi: „Hvar hafið þér hitt Alois Kapoun? Talið og hættið öllum fíflalátum". Hinn litli herra Johnson tók af sér gleraugun, leit flóttalega kringum sig, fyrst án þeirra og síðan gegnum þau„ og nú brosti hann ekki lengur glaðlega heldur meðaumkunarlega og sagði síðan biturlega: „Það er ekki smávegis misskilningur milli okkar, held- ur mikill. Þér eruð að ráðleggja mér að vera rólegur, herra Morg- i an, en svo hrópið þér eins og einhver væri að drepa vður. — Hvað á þetta að þýða? Mér finnst ekki eins og ég sé á amerískri skrifstofu". ' Morgan fannst cins og það ætlaði að líða yfir hann, og nú varð uppgerðar reiði hans að sárri gremju. En hann hló, er hann sagði: „Þér skulið ekki halda, að þér komizt upp með þennan sakleysisleik yðar! Nú er alvara á ferðum hérna og ef þér segið mér ekki, hvernig þér kom- ust í kynni við háttsetta stjórn- í málamenn í Prag, skal ég sjá til þess að þér verðið tekinn til yfir- heyrslu jafnskjótt og þér komið til Ameríku. Og ég læt yður um það, við hvern þér viljið heldur tala, mig, eða lögregluna eða her- inn heima í Ameríku, og það fyr- ir rétti“. j l Herra Johnson krosslagði fæt- urna og snýtti sér á bréfklútnum og sagði síðan rólega: „Hvar haf- ið þér ruslakörfuna, svo að ég hendi þessu ekki á gólfið? Nú, þarna hjá ofninum. Þar hefði ég síðast leitað“. . 1 Morgan sortnaði fyrir augum af reiði og blóðið komst á hreyf- , ingu, en Johnson var jafn róleg- 1 ur og virðulegur, er hann hélt áfram: „Það eru nokkur atriði í því, j sem þér sögðuð, sem mig langaði ; til að athuga nánar, en ef þér ! viljið, skal ég leggja til peninga, , því að ég er enginn maurapúki, ; og svo skulum við fara saman til ! prófessors Jiraneks, sem er vel j þekktur geðveikralæknir í Prag ! og við skulum láta hann skera úr því, hvor okkar sé vitlausari hvor okkar sé ráðvandari og hvor okkar sé saklausari. Og hvað Kveðju-sundmóf Ármanns og Ægis verður haldið í Sundhöllinni í kvöld kl. 8. Keppt verður í 8 spennandi sundgreinum Allir beztu sundmenn landsins keppa auk þess hinir snjöllu sundmenn Svía. Hverjir sigra i kvöld ? Aðgöngumiðar fást í Sundhöllinni frá kl. 1 í dag og kosta 5,00 kr. fyrir börn, 10,00 kr. stæði og 15,00 kr. sæti Jóhann handfastí ENSK SAGA 119 úr kastalanum. Lang oftast var ég hjá konunginum. Við tefldum skák saman og hann skemmti sér og mér með því að segja mér sögur af ævintýrum sínum og ærslum fyrr á tímum, eða þá hann orkti ljóð og samdi lög við þau, þegar þungar hugsanir sóttú á hann og hann var ekki í skapi til að gera að gamni sínu. Svo söng hann ljóð sín og lög fyrir mig með djúpri, hljómfagurri rödd, því eins og ég hef áður sagt, var Ríkarður konungur mikið skáld, jafnframt því að vera frábær hermaður. En konungur vildi alls ekki að ég væri inni hjá sér allan daginn í litla herberginu sínu. „Farðu nú út, góði Reiddi hnefi,“ sagði hann oft, „og teygðu úr löngu löppunum“. Þegar ég var ekki hjá honum, notaði ég hið takmarkaða frelsi til þess að rannsaka legu kastalans, ásigkomulag hans og víg- girðingar og varnarmátt. Ég man hvað Runólfur gamli ridd- ari, sem hafði það vanbakkláta starf að kenna strákunum á heimili hr. de Columbióres, var vanur að segja: „Þegar þið komið að kastala, sem þið hafið ekki séð áður, þá komizt að þrennu: hvernig unnt sé að vinna hann, hvernig hann verði varinn og hvernig verði flúið úr honum.“ Ég þarf varla að taka það fram, að það var flóttinn, sem ég var stöð- ugt að brjóta heilann um. Samt mátti ég varla hugsa til þess að skilja konunginn einan eftir í þessum þungbæru kröggum, en þegar hver vikan leið af annarri í sama dauðleiðinlega tilbreytingar- leysinu, varð mér æ betur ljóst með hverjum deginum sem leið, að ég yrði að reyna að flýja úr þessum kastala með einhverjum ráðum og koma boðum til Englands um það, N ámskeið I B ■ það sem Iðnskólinn í Reykjavík heldur fyrir bygginga- ; ■ meistara, hefst laugardaginn 5. marz kl. 2 síðdegis. í Z Iðnskólanum við Skólavörðutorg. ■ B SKÓLASTJÓRI E BBBBBBB BBaaa»*a «■■■•■• •■■••BBaaBlBBBBBBBBBBBMBBaaaitBBaULU) ■ ■ Skrifstofumaður I ■ ■ óskast til starfa sem fyrs-t, hjá verzlunarfyrirtæki * á Norðurlandi. — Vélritunarkunnátta nauðsynleg. ; Ennfremur nokkur kunnátta í bókfærslu. — Um- ; ■ sóknir með upplýsingum um menntun og fyrri • störf, sendist Sambandi ísl. samvinnufélaga, Deifd 1. LAXVEIÐI ■ ■ ■ Stangaveiði í Straumum við Ferjukot er til leigu á * komandi sumri. — Veiðihús fylgja. — Tilboð send- ; ■ ist undirrituðum fyrir 31. þ. m. Z ■ ■ Sigurður Guðbrandsson, Borgarnesi ; Sími 26 : Sölubúð með bakherbergi, óskast til leigu, helzt við Lauga- ■ ■ ■ veginn. — Tilboð merkt: „Maí — 486“, sendist afgr. ! ■ Mbl. fyrir 10. þ. m. Miðaldra kona ■ ■ ■ óskar eftir ráðskonustöðu. — Upplýsingar í síma • ■ 1082 frá kl 2—6 e. h. í dag. Hrognkelsaútgerð til sölu Trillubátur, net, rennibraut, vagn og spil. — Upplýs- ingar í síma 6237 frá kl. 6—á e. h. laugardag. Vantar bólstrara strax RAGNAR BJÖRNSSON H. F. Húsgagnabólstrun, Hafnarfirði Sími 9397

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.