Morgunblaðið - 06.03.1955, Page 1

Morgunblaðið - 06.03.1955, Page 1
16 síður og Lesbók 42. árgangur 54. tbl. — Sunnudagur 6. marz 1955 Prentsmiðji Morgunblaðsiiu VOPNAGNÝR VIÐ ÍSRAEL Egypfar cstla að fá fláffamönnum vopn Beðið eisir órós I.ONDON, 5. marz. X U G I R þúsunda ara- biskra flóttamanna láta ófriðlega á Gaza svæð- inu á lanðamærum ísraels og Egyptalands, eftir átökin, sem urðu þarna á Iandamærunum síðastl. mánudag. Egypzka herstjórnin á landamærasvæðinu gaf í skyn í dag að hún myndi verða við þeirri kröfu. flóttamannanna, að afhenda þeim voyn og veiía þeim herþjálf- un. — Ákveðið var í dag að flytja konur og börn starfsmanna vopnahlés- nefndar Sameinuðu þjóðanna frá Gaza til Jerúsalem. Er þetta gert í varúð- arskyni. Um tuttugu manns af skyldu- liði starfsmannanna eru þó enn í Gaza. Fyrirmæli hafa veiið gefin um, að fólk þetta sé sem minnst á ferli úti. Formaður vopnahlésnefndar- innar, Burns hershöfðingi, er nú að safna skýrslum um atburðinn á mánudaginn en leggur senni- lega af stað á morgun flugleiðis til New York, til þess að gefa ör- yggisráðinu skýrslu, samkvæmt sérstakri ósk þess. Ný landamæraþræta hefur komið upp milli ísraelsmanna og Jórdana. Jórdanar segja að her- flokkur frá ísrael hafi ráðist yfir landamærin til Jórdaníu, her- numið sex menn, drepið fimm þeirra og sent þann sjötta heim til þess að skýra frá því að menn- irnir hafi verið drepnir í hefndar skyni fyrir þrjá ísraelsmenn, sem drepnir voru á sömu slóðum fyrir skömmu. Herstjórn ísraelsmanna segist hafa rannsakað þetta mál og heldur því fram, að engir ísraels- menn hafi komið hér við sögu. Vetnissprengjan: „Venjulegt reglnbnndið líf ómögulegt NAFNFRÆGUR brezkur eðlis- fræðingur hefur látið svo um mælt, að Sovétríkin og Banda- ríkin eigi hvor um sig, eða myndu bráðlega eignast, nægi- legt magn af vetnissprengjum til þess að tortíma öiium helztu stöðvum fólks og iðnaðar i hvoru landinu fyrir sig. Bandaríkin eiga í birgða- skemmum um það bil 4000 kjarnorkusprengjur og Sovét- ríkin um það bil 1000, að því er Cecil F. Powell, prófessor, gat sér til, „samkvæmt sæmilega góðum heimildum“. Sprengjur þessar verða notaðar til þess að „kveikja í“ vetnissprengjum, ef styrjöld hefst, sagði prófessorinn. Tíu eða tuttugu sprengjur. sem miðað er vel, munu „gera venju- legt skipulagsbundið líf ómögu- legt í Bretlandi", bætti dr. Po- well við. Dr. Powell er prófessor í eðlis- fræði við háskólann í Bristol og hlaut Nobelsverðlaunin í eðlis- fræði árið 1950. • Dr. Powell gaf þessar upp- lýsingar um vetnissprengjuna í erindi, sem hann flutti tveim dög- um áður en umræðan um land- varnamálin hófst í brezka þing- inu. Hann sagði að í rauninni væru engin takmörk fyrir sprengju- magni vetnissprengjunnar. — Til þess að „sprengja" þetta nýja vopn þyrfti atomsprengju, en aðra hluta þess væri hægt að gera „að talsverðu magni tiltölu- lega ódýrt“, sagði Powell próf. Frá hernaðarlegu sjónarmiði væri það eyðslusemi tóm að nota venjulegar atomsprengjur, þar sem hægt væri að nota þær til þess að „sprengja“ vetnissprengj- ur, sem framleiddu margfalt meiri sprengingu. Viðbótarkostn- aðurinn er tiltölulega lítill miðað við árangurinn". Iferkostnaður ÞjóÖves'ja ULM, Vestur-f>ýzkalandi 5. marz. — Þjóðverjar verða að greiða um það bil 30 þús. mitlj. marka fyrir hergögn á næstu þremur árum, að því er Ludwig Erhardt viðskiptamálaráðherra upplýsti í ,-æðu hér í dag. í þessari tölu eru ekki innifalin þunga hergögn, sem Bandaríkin hafa lofað að láta Vestur-Þjóð- verjum í té. —Reuter. Stalin MOSKVA, 5. marz. — Blöðin minntust ekki á Stalín í dag, að undanskildu Pravda, málgagni kommúnistaflokksins. En í dag eru liðin rétt tvö ár frá því að Stalín lézt. í fyrra voru birtar þennan dag stórar myndir á forsíðu af Stalín og hans minnst rækilega í forustu greinum blaða víðsvegar um sov- étríkin. Talið er, að kommún- istar hafi komið sér saman um að minnast Stalíns aðeins á fæð- ingardegi hans. —Reuter. Myndin er úr skotgröfum þjóðernissinna á Quemoy. ÐuIIes lízt ekki ú blikun €3 80 km langur halísjaki Um borð í „Atka“, ísbrjótn- um, sem fór til Suður-heims- skautslandsins. — 27. febr. HAFÍSJAKI, svo geysilegur, að það tók fjórar klukkustundir. að sigla fram hjá honum, hrakti skip okkar í dag af réttri stefnu, sem sett hafði verið á Buenos Ayres og heim. Þetta var stærsti hafísjakinn, j sem leiðangur þessi hefur séð. Ummál hans verður aðeins ráðið af getgátum, þar sem aðeins sást ein hliðin, um 80 km löng. Þetta var væn sneið af skriðjökli. Jak- inn var flatur að ofan, 100 fet lóðréttur úr sjó ðg um það bil 800 fet í sjó niður. Þessi tröllaukni hafísjaki var furðanlega norðarlega, eða um 150 km í norður frá Suður- Georgíu-ey og um 2800 km í norður frá ísrönd Suðurheim- skautsins. Menn áttu fullt í fangi með að trúa því, að ísinn væri ekki á landi. Meðfram honum endilöngum lá mistur um hann ofanverðan og sjórinn hafði etið í hann stóra bláa hella neðan- verðan. Þessi stóri hafísjaki hafði „get- ið af sér“ aðra minni jaka, sem voru þarna á sveimi, sumir allt að því tveggja kílómetra langir. LONDON, 5. marz: — Samningar „eftir venjulegum diplomatisk- um leiðuni“, til þess að koma í veg fyrir að blossi upp úr í For- mósusundi, virðast vera byrjað- ir að nýju milli Breta og Rússa. Samningar hafa legið niðri í nokkrar vikur. Er talið að Molotov hafi nú svarað orðsendingu Breta, þar sem þeir lögðu til að stjórm Chiang Kai Sheks yrði leyft að senda fulltrúa á tíuvelda ráð-1 stefnu, sem Rússar höfðu lagt til að haldin yrði um Formósu- málið. moy og Matsú, verði látnar af hendi við Chiang Kai Shek. • JOHN Foster Dulles, utan- ríkismálaráðherra Bandaríkj- anna kom í dag til Honolulu á heimleið frá Bangkok ráðstefn- unni. Hann sagði við blaðamenn að hann hefði þungar áhyggjur út af meintum fyrirætlunum kín- verskra kommúnista að því er varðar Formósu. | Dulles lý.sti yfir ánægju sinni yfir árangiinum, sem hinar frjálsu þjóðir náðu á Bangkok- ráðstefnunni. —Reuter. • Fregnir frá Bangkok herma, að Sir Anthony Eden hafi orðið lítið ágengt í einkasamtölum við Dulles í þá átt að fá Bandaríkja- stjórn til að fallast á að smá- eyjarnar við Kínastrendur, Que- Boiorka Sovétnkjanna MOSKVA SÍÐASTLIÐIÐ ár var framleidd í Sovétríkjunum raforka, sem nam samtals 142.500.000.000 kilo- watt stundum. (Til samanburðar má geta þess að framleiðsla raf- magns í Bandaríkjunum nam um það bil 520.000.000.000 kilowatt- stundum árið 1954). Nú hefir verið birt áætlun um að þrefalda eða fjórfalda raforku- framleiðslu Sovétríkjanna á næstu tíu árum. Árið 1965 ætti raforkuframleiðslan að nema ein- hversstaðar á milli 427.500.000.000 kílówattstundum og 570.000.000. 000 kílówattstundum. Til þess að hafa yfirstjórn þessara fram- kvæmda var settur nýr raforku- málaráðherra nú fyrir skömmu: Georgi M. Malenkov, fyrrum for- sætisráðherra. í Rómaborq RÓMABORG, 5. marz. — Sir Anthony Eden kom hingað flug- leiðis í dag. — í samráði við Churehill hefur Eden ákveðið að hafa tveggja daga viðdvöl í Rómaborg og vinna þar að samn- ingu ræðu, sem gert er ráð fyrir að hann Pytji í neðri málstofu brezka þingsins í næstu viku. í ræðu þessari ætlar hann að gera grein fyrir samningum sínum í Bangkok og annars staðar í Austurlöndum, bæði nær og fjær. —Reuter. Sjómenn þnrfa ekki óritun WASHINGTON, 5. marz. — Inn- flytjenda yfirvöldin gera ráð fyrir að hæit verði með öllu við ráðgerð lagafyrirmæli, sem hafa myndu í för með sér að hver ein- stakur sjómaður þyrfti að hafa sérstaka vegabréfsáritun til þess að fá að fara í land í Bandaríkj- unum. BREZKIR ÞIHGMENN LESA „HASARBLÖÐ" LONDON — Þingmenn og ráð- herrar í neðri málstofu brezka þingsins sáust í vikunni sem leið vera að lesa „hasarblöð” og mátti heita að þetta gilti jafnt um alla viðstadda þingmenn í þingsaln- um. Herbert Morrison, fyrrum ut- anríkisráðherra, sást grúfa yfir einu þessara blaða í fullan stund- arfjórðung og rétta það síðan með augljósri fyrirlitningu að öðrum þingmanni. Innanríkisráðh. Breta, Lloyd Gerge, hafði heilt safn af þess- um blöðum fyrir framan sig og kvaðst hafa verið að kynna sér efni þeirra undanfarnar vikur. Tilefnið til þessa áhuga þing- mannanna á hasarblöðum er nýtt lagafrumvarp um bann gegn dreifingu á „hryllings" hasarblöð um, sem Bretar kalla H-(orror) blöð. Frumvarpið fjallar um blöð eða bækur, sem flytja eingöngu eða aðallega myndasögur, sem haft geta spillandi áhrif á börn og unglinga. Brot gegn lögunum eru refsiverð með allt að fjög- urra mánaða fangelsi, eða allt að 5000 króna sektum eða hvort tveggja. Þingmenn virtust taka hug- myndinni um bann við dreifingu á hasarblöðum yfirleitt vel, en hræðsla kom fram hjá mörgum um það, að túlkun laganna gæti gengið of langt og að prentfrels- inu yrði með því stofnað í hættu. Einnig vildu þingmenn gera strangan greinarmun á „saklaus- um“ hasarblöðum og hinum svo- kölluðu „hryllings“ hasarblöðum. Nokkur hætta var talin á því, að dráttur yrði á því að laga-' frumvarp stjórnarinnar yrði samþykkt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.