Morgunblaðið - 06.03.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.1955, Blaðsíða 2
1 2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. marz 1955 na krísinu lífsleið OIÐASTA daginn, sem vor góði fO gestur. Dr. Aldis, dvaldist hér, [fékk ég tækifæri til að tala við liann um ýmislegt, sem ekki vannst tími til að ræða um með- £n hann átti í mesta annríkinu íeð fundum fyrir háskólastúd- enta og annað skólafólk í Reykja- ,vík. j — I>ér eruð enn ungur að ■aldri, Dr. Aldis, eða er ekki svo? — Ég er fæddur árið 1910, í Kína, þar sem faðir minn var kristniboði. Sjö ára gamall fór ég heim til Englands með for- .eldrum mínum. Við fórum þá yfir Síberíu. — Munið þér nokkuð úr kín- versku? — Já, ýmis orSatiltæki. Þegar þér réttuð séra Friðrik hangi- kjötið og sögðuð: „Yao-puh-yao“ jþá skildi ég það undir eins (Við vorum þá að borða hangikjöt og iskyr, sem öllum þótti mjög gott, ekki sízt gestinum). — Hvar stunduðuð þér háskóla nám? — í London. Faðir minn var jþar í mörg ár framkvæmdarstjóri J heimastarfi China Inland Miss- ion. Ég lærði fyrst náttúruvís- indi, en síðar nam ég læknisfræði við University College, en eftir það gerði ég skurðlækningar að sérgrein minni. — Hvar hafið þér starfað síð- an? — Hér um bil allan tímann í Cardiff. Þar kenni ég við lækna- deild háskólans í V/ales, sérstak- lega skurðlæknisfræði. — Hafa orðið breytingar í and- legum viðhorfum meðal ungra menntamanna í Bretlandi eftir stríðið? — Já, það er vaxandi áhugi fyrir kristindómi meðal stúdenta eftir styrjöldina. ■— En and-kristilegur áróður? Gætir hans ekki ennþá í Bret- landi? -— Hans gætir að vísu enn, þó miklu minna en fyrir styrjöld- ina og meðal menntamanna er honum minni gaumur gefinn en áður. — Hvernig stendur á þessum breytingum? — Eftir stríðið urðu margir ungir menn fyrir vonbrigðum. íjkynsemihyggjan og veraldleg liugsjónakerfi höfðu flutt sinn áróður og fengið sín tækifæri. Ilínum ungu mönnum hafði verið sagt að þeir væru að berjast fyrir „betri heimi“, en þessi betri heimur lætur ekki sjá sig Sá góði heimur húmanisma og nátt- úi uvísinda vildi ekki koma.... KRISTILEGA STÚDENTAHREYFINGIN — Hvað er það rétta nafn á I.F.V. skrifað fullum stöfum? — Það er Intervarsity Fellow- ship of Evangelical Unions. — Hefur þessi hreyfing náð út- breiðslu? — Já, hún er nú við alla há- ískóla Stóra-Bretlands og nú á iseinni árum í Kahada, Suður- Afríku, Ástraliu og Nýja-Sjá- landi. Sams konar hreyfing er einnig í Bandaríkjunum og á ÍNorðurlöndum varð til náskyld stúdentahreyfing um 1921, rétt íum sama leyti og vor félagsskap- úc var stofnaður. Þó þessar Lreyfingar séu sjálfstæðar, þá eru náin tengsl milli þeirra, eins og ■vér höfum samband við Kristi- legt stúdentafélag hér. — Hvernig er þátttaka stúd- enta í hreyfingunni? .— Hún er víða mikil. Sem dæmi mætti nefna að í Cam- bgidge koma 3—400 stúdentar á hiblíulestra í miðri viku og allt að 1000 stúdentar koma til messu á sunnudagskvöldum, þar sem stúdentar eru eingöngu. Yfirleitt er aðsóknin vaxandi. Samfal við dr. Arnold S. Aldis um háskólalif og kristindóm Skólanefnd Verzlunar- skóla Eslands þakkar framlag VR til skólans nauðsynlegur. En hvers vegna ættu ungir stúdentar að líta þannig á málið, en það virðast þeir gera, með því að vilja lesa biblíuna og hlusta á kristinn boð- skap. Hver er ástæðan? Dr. Arnold S. Aldis skurðlæknir. — Unga fólkinu finnst að heim- urinn ’nafi fallið í ófremdarástand og það er að leita að iífsleið út úr þvi ástandi, sem það hefur verið leitt inn í. Eins og ég sagði, hafa loforð hinna veraldlegu hugsjóna um betri heim brugðist. Unga fólkið sá alvöru lífsins á styrj- aldarárunum og það vill athuga hina kristr.u lífsleið. Margir vissu alls ekki hvað kristindómurinn var af því að þeir tóku röksemdir skynsemistefnunnar gilda og hættu að leita annarrar lausnar. Það er getuleysi veraldarhyggj- unnar, sem veldur því að margir vilja athuga kristindóminn á ný. — En meðal almennings? Er þar nokkur sams konar áhugi? — Fjöldi manns kemur aldrei í kirkju, nema um jól og páska, til að hafa annan fótinn innan kirkjunnar til öryggis.... — Um þetta eru menn hér á íslandi alveg sammála Bretum .... þótt ekki sé um samtök að ræða. — En það var annað, sem sýnir að einhver brevting er að verða meðal almennings í Bretlandi. Þegar Billy Graham kom, var honum yfirleitt illa tekið af flest- um blöðum, en þegar hann fór, þá var ástandið gjörbreytt bæði hjá blöðunum og almenningi. Allir töluðu þá um Billy Gra- ham, bæði í strætisvögnum og járnbrautum.... — Hvernig ættu ungir menn að nálgast kristindóminn til að kynnast honum? — Við í I.V.F. lítum á biblíuna sem lind hinnar heilögu trúar og teljum að menn geti treyst henni til að finr.a kjarna kristindóms- ins, hjálpræðið. Hjá okkur lesa mcnn biblíuna bæði í flokkum og í einrúmi. Hinni neikvæðu gagn- rýni á biblíunni hefur að miklu leyti verið hnekkt með síðari ára rannsóknum og þessi gagnrýni er ekki eins neikvæð né hávær eins og áður. SKÓLANEFND Verzlunarskóla íslands þakkar hið rausnar- ^ lega framlag til skólans, sem samþykkt var að veita honum á síðasta aðalfundi Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, í sam- bandi við brottför atvinnurek- enda úr félaginu. i Sérstaklega vill skólanefndin þakka forsvarsmönnum atvinnu- rekenda og formanni og stjórn V. R. fyrir hinn góða hug þeirra til skólans. j Gjöf þessi, — sem vissulega er í anda og stefnu þeirra manna er stofnuðu V. R., — er kærkomin j fyrir skólann, ekki sízt þar sem hann stendur nú á tímamótum og þarfnast af brýnni nauðsyn aukins fjármagns til endurbóta og aukningar á húsakosti sínum. Skólahús Verzlunarskólans er fyrir löngu orðið of lítið svo að margir verða árlega að hverfa frá þessum vinsæla skóla, en við það bætist tilfinnanleg vöntun á húsnæði fyrir félagslíf nemenda allt, verklegt nám og námskeið. Með gjöfum sem þessari er stuðlað að því að Verzlunarskóli íslands geti sinnt hlutverki sínu, svo samboðið sé hinni 100 ára gömlu, frjálsu verzlunarstétt í landi voru, og það er von for- ráðamanna skólans að það mark sé ekki langt undan. Þá munu bæði launþegar og atvinnurek- endur í verzlunarstétt fá verðug- ar þakkir fyrir stuðning sinn við menntastofnun sína. Form. skólanefndar. STJÓRNMALAMENN — Eru enn uppi trúaðir kristn- ir stjórnmálamenn í Bretlandi, eins og áður var? — Já, í öllum flokkum. Það eru reglulegar bænasamkomur í RAFGEISLAHITUN HUSA HAFIN HÉR A LANDI Hefur þegar verið sett í eitt hús í Reykjav! rt I enska þinghúsinu og hafa verið árum saman. Og þar hittast bing- menn allra flokka til þess eins að biðja. ... Sama er að segja um ýmis stór fyrirtæki, tryggingafélög. póst- menn, stórar verzlanir, Englands- banka. Kristileg félög eru innan þessarra stofnana; sjálfur hef ég t.d. talað í félagi póstmanna. — Hvernig hefur yður liðið hér? — Ég hef engum erfiðleikum mætt, en alls staðar vináttu og hjálpfýsi. Á almennu samkom- unum hafa margir sýnt áhuga. Ég er ánægður með dvölina hér. Við þökkum Dr. Aldis komuna og góða viðkynningu og árnum honum allra heilla. J. Hannesson. T GÆRDAG var fréttamönnum sýnt fyrsta húsið hér á landi, j sem hitað er upp með svonefndri rafgeislahitun, en þesskonar hitun hefur mjög rutt sér til rúms í Noregi og víðar á Norður- • löndum. Uppfinning þessi er norsk og var fyrst sett í nokkur hús þar árið 1939 og er enn í gangi í þeim húsum öllum og hefur [ reynzt ágæta vel. Sagði Jón Norðdahl fréttamönnum m. a. frá eftirfarandi varðandi rafgeislahitun: í maí s.l. var rafgeislahitun sett í eitt hús í Smáíbúðahverf- inu hér í Reykjavík. Sú reynsla, sem þegar er af því fengin er hin bezta og staðfestir þær vonir, sem við það voru tengdar. J® iirsnu taUa þátt í fírmaUeppni í svigi Keppnin hefsf í dag kl. 2 SKÍÐARÁÐ Reykjavíkur gengst fyrir firmakeppni í svigi n. k. sunnudag 6. marz kl. 14.00 og fer keppnin fram við Skíða- skálann í Hveradölum. Keppnin verður forgjafakeppni, svo öll firmun hafi sem jafnasta sigurmöguleika. Allir beztu skíðamenn Reykjavíkur taka þátt í keppninni. Keppt er um fagran bikar, sem verður í'arandgripur. FERDIR OG ÞATTTAK- ENÐUI? Ferðir á mótsstað verða frá B. S. R. við Lækjargötu, kl. 1400 og 1800 laugardag og sunnudag kl. 900. og 1000. Eftirtalin íyrirtæki hafa til- kynnt þátitöku: ER KRISTINDÓMUR ; : NAUÐSYNLEGUR? — Við erum sennilega sam- jmála um að kristindómurinn sé Almennar Tryggingar h.f. Egg- ert Kristjánsson & Co. Geir Ste- fánsson & Co. Haraldarbúð h.f. Flugfélag íslands h.f. Haraldur Árnason heildverzlun h.f. Heild- verzlunin Hekla. Hvannbergs- bræður. Herrabúðin. ísafoldar- prentsmiðja Klæðaverzl. Braga Brynjólfssonar. Kornelíus .Tóns- son verzlun. Lárus G. Lúðvígs- son. Landsmiðjan. Loftleiðir h.f. L. II. Muller. Magnús E. Bald- vinsson úra- og skartgripaverzl- un. Prentsmiðjan Edda. Ræsir h. f. S. Árnason & Co. Sjóvátrygg- ingafélag íslands h.f. Skóbúð Reykjavíkur. Skóverzlunin Hec- tor. Skóverzlun Stefáns Gunn- arssonar. Trygging h.f. Vátrygg- ingafélagið h.f. Vélsmiðjan Sindvi Verzlun Hans Petersen. Vinnu- fatagerð íslands h.f. Þ. Jónsson & Co. MASONITEPLÖTUR | MEÐ ALUMINBORÐA Tækin eru þannig gerð að fest- f ar eru saman þilplötur, tvær og tvær, önnur hörð, 3.5 mm þykk ‘ (masonite), en hin mjúk, 12—22 mm þvkk (tex), en milli platn- anna er sílagður næfurþunnur aluminborði. Plöturnar eru síðan festar neðan í loft þeirra her- bergja, sem hita skal, þannig að mjúka platan viti upp. Síðan er rafstraumur leiddur að plötunum og hleypt á aluminborðann. Raf- straumurinn hitar aluminborð- ann upp í ca. 35 stig á Celsíus. Mjúka platan, sem veit út eða upp, er mjög góður einangrari og varnar hitanum að fara upp, svo að harða platan, sem veit 1 niður í -herbergið, gegnhitnar og sendir frá sér dimma, útrauða hitageisla. í herberginu hitnar allt, sem hitageislarnir stranda á, . veggir, gólf, húsgögn o. s. frv. upp í 20—23 stig þótt lofthitinn í herberginu sé aðeins 15—17 st. Þrjú Síiil börn lágu úti heila néft í 20 gráðu frosfi STOKKHÓíjMI, 25. febrúar •— Þrjú lítil börn frá Storförs í Varmalandi í Svíþjóð lágu úti í 20 gráða frosti í alla fyrrinótt. Fundust þau í hnipri bak við stóran stein inni í skógi í morg- un, eftir að mikill mannfjöldi hafði leitað þeirra alla nóttina. Systkinin, sex og fjögurra ára gömul, og leikbróðir þeirra, sjö ára að aldri, lögðu upp í skíða- ferð síðdegis á fimmtudag. Er þau skiluðu sér ekki heim að kvöldi urðu foreldrarnir skelk- aðir, leituðu hjálpar þorpsbúa og 200 manns lögðu af sta* til að leita þeirva. ROFAR FYRIR HVERT HERBERGI Sérstök lögn með rofum, ör- yggjum og hitastillum (sjálfvirk- um) er fyrir hvert herbergi húss- ins, og sérstök tafla og mælir fyr- ir hverja íbúð eða húshluta, sem óska að hafa sjálfstæðan hitunar- reikning. Hægt er að fá plötur, sem eru hvorttveggja í senn hit- unarplötur og hljóðeinangrunar- plötur. Þá er harða platan með þéttum smágötum og mjúkur : „filtpappír“ lagður á milli platn- , anna (ásamt hitaborðanum). Á timburloft eru plöturnar negldar , beint, en á steinloft verður fyrst að setja upp lista með 40 sm millibili, en plöturnar eru síðan negldar í þá. 30—40% ORKUSPARNAÐUR f Noregi er reiknað með að orkusparnaðurinn við rafgeisla- hitun nemi 30—40% miðað við rafmagnsþilofna, af beztu geið. Fyrirtækið, sem framleiðir raf- geislahitunartækin, Norsk Eswa A/3, telur, að meðal orkuþörf í ( > ' u..i S0KV/-stundir á ári f^iL íiv'ern iúrnmetra. Taxtinn sem raforkan yrði reiknuð eftir er hér í Reykjavík 14 au. fyrir KW-stund. Áætlaður stofnkostnaður er hér um 160.00—170.00 kr. á brúttó fermetra, eða 50.00—60.00 kr. á rúmmetra, í íbúðarhúsum. En í stóra sali og iðnaðarhúsnæði verður hann nokkru lægri, og getur orðið allt að því helmingi lægri. Umboðsmenn Eswa-verksvniðj- anna hér á landi er Rafgeislahit- un h.f. en Jón H. Norðdahl er forstjóri þess. “iðflt# AKRANESI, 3. marz: — Akra- nesbátar hafa aflað mjög sæmi- lega það sem af er vertíðinni, eða til samans 4395,325 lestir í 721 sjóferð. Fer hér á eftir aflaskýrsla bátanna frá vertíðarbyrjun til febrúarloka: Guðmundur Þorlákur 302,855 lestir í 36 sjóferðum, Bjarni Jó- hannesson 274,895 lestir í 38 sjó- ferðum, Keilir, 270,620 lestir í 38 sjóferðum, Sigurfari 255,800 lest- ir í 39 sjóferðum, Svanur 252,759 lestir í 34 sjóferðum, Fram 243,760 lestir í 37 sjóferðum, Reynir 240.385 lestir í 39 sjóferðum, Heimaskagi 239,815 lestir í 38 sjó- ferðum, Ásmundur 228,780 lestir í 39 sjóferðum, Böðvar 217,785 lestir í 36 sjóferðum, Sigrún 215,800 lestir í 39 sjóferðum, Sveinn Guðmundsson 207,650 lest ir í 40 sjóferðum, Áslaug 207,265 lestir í 38 sjóferðum, Farsæll 207,000 lestir í 39 sjóferðum, Sæ- faxi 185,965 lestir í 36 sjóferðum, Ólafur Magnússon 181,640 lestir í 39 sjóferðum, Aðalbjörg 177,835 lestir í 30 sjóferðum, Ásbjörn 173.385 lestir í 25 sjóferðum, Fylkir 138,465 lestir í 32 sjóferð- um, Skipaskagi 131,330 lestir , 29 sjóferðum. Hrefna (á netum) 1,335 lest i 3 sjóíerðum, Baldur (18 lesta) 6.170 lestir í 5 sjóferðum, Sigur- sæll (trillubátur) 13,290 lestir i 11 sjóferðum, Stubbur og fleiri 9,675 lestir. — Oddur. ; J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.