Morgunblaðið - 08.03.1955, Page 1

Morgunblaðið - 08.03.1955, Page 1
16 siður Tillaga ríkisstjórnarinnar: Neistd fulltrúa deiluaðila og oddamanno ird Hæsta- réttl framkvæmi hlutlausa rannsókn d möguleikum , * kounhækkona Úsamræmi og mótsagnir i mdl- flutiiigi kommúnista vekja grun um visvitandi hlekkingar þeirra Ingólfur Jónsson harmar slíkt ábyrgðar!eysi í ræiu á Aljtingi INGÓLFUR JÓNSSON viðskiptamálaráðherra benti á það í ræðu sinni í Sameinuðu þingi í gær, að hagfræðing- arnir tveir sem nýlega reiknuðu út breytingar á kjörum verkamanna hefðu byggt útreikninga sína á alveg nvjum grundvelli, sem væri miðaður við lífskjör manna eins og þau eru í dag. Skömmu áður hafði Einar Olgeirsson flutt tveggja klst. ræðu og var eitt meginefni hennar að lýsa því með mörgum fjáigum orðum að rannsókn hagfræðinganna hefði verið byggð á lífskjörum verkamanna árið 1939. Hafði Einar talið slíkt ranglæti, þar sem verkamenn á íslandi væru nú miklu betur stæðir efnalega heldur en 1939 og gerðu þvi hærri kröfur. Lpglamps LAS VEGAS 7. marz — Fjórða atomsprengjutilraunin var gerð í Nevada-eyðimörkinni í dag. Orsakaði hún ljósglampa geysilegan, sem sjá mátti í mörg hundruð kílómetra fjar- lægð. í Los Angeles, sem er 400 km frá sprengjustaðnum, varð himininn rauðgulur um stund vegna blossans. Þeir, sem athuguðu spreng- inguna, voru á fjalli er rís við jaðar Nevadaeyðimerkunnar. Segja þeir að reykjarsúlan, sem stígur upp við atom- sprengingar hafi verið stærri en nokkru sinni fyrr. Reynt nð greiða fyrir lansn baupdeilnanna RÍKISSTJÓRNIN ritaði í gær Vinnuveitendasambandi Islands og samninganefnd verkalýðsfélaganna bréf, þar sem lagt var til, að aðilar kaupdeilna þeirra, sem nú standa yfir, tilnefni fulltriia, hvor af sinni hálfu, í nefnd til þess að framkvæma hlutlausa rann- sókn á möguleikum kauphækkana, og hvort þær muni leiða til kjarabóta fyrir verkalýðinn. Tilkynnir ríkisstjórnin jafnframt að hún muni fara þess á leit við Hæstarétt að hann tilnefni þrjá mena í nefndina. Mbl. barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá forsætisráðu- neytinu um þetta efni: TILKYNNING RÍKISSTJÓRNARINNAR Ríkisstjórnin hefur í dag ritað Vinnuveitendasambandi Islands og samninganefnd verkalýðsfélaganna svohljóðandi bréf: „Ætla verður, að það muni greiða fvrir lausn vinnudeilna þeirra, sem nú vofa yfir, ef hlutlaus rannsókn fer fram á þeim staðreyndum, er mestu skipta í þessu sambandi, svo sem hvort efnahagsástandið í landinu sé þannig, að atvinnu- vegirnir geti horið hækkað kaupgjald og hvort kauphækkanir mundu leiða til kjarabóta fyrir verkalýðinn. Ríkisstjórnin beinir því þess vegna til deiluaðila, að þeir nefni af sinni hálfu hvor tvo fulltrúa til slíkrar rannsóknar og mun ríkis- stjórnin síðan fara þess á leit við hæstarétt, að hann tilnefni þrjá oddamenn í þessu skyni.“ RÖKSEMDIR KOMU í STAÐ ^ ORÐAFLAUMS I Það var mikil umbreyting í Sameinuðu þingi í gær, þegar Ingólfur Jónsson viðskiptamála- ráðherra kvaddi sér hljóðs eftir 2 klst. ræðu Einars Olgeirssonar. Kommúnistaþingmaðurinn hafði talað með mikium æsingi og handapati og virtust mótsagnir í Framh. á bls. 2 SAS fæt leyfi RIO, 7. marz. — Yfirvöld í Brazilíu hafa veitt SAS-flugfélag inu leyfi til að hafa tvær lend- ingar vikulega á flugleið frá Norðurlöndum til Brazilíu. — NTB. Dó ástin ekki jbd elskhug unum vœri stíað í sundur Qrðrómur um að Margrét prinsessa afsali sér erfðaréttinum vegna hjónabands Einar Olgeirsson kveður Olaf Thors alls ekki hafa hótað gengislækkun Hellir óbótaskömmum yflr Framsékn IFRAMHALDSUMRÆÐUM um skýrslu fjármálaráðherra á Al- þingi í gær hélt Einar Olgeirsson langa ræðu. Var það mark- verðast ummæla hans, að hann kvað Ólaf Thors alls ekki hafa hótað fellingu gengisins. Það hefðu hins vegar verið Ameríkanar, sem það hefðu gert. • Með þessari yfirlýsingu formanns kommúnistaflokksins hefur hann sett alvarlega ofan í við „Þjóðviljann ‘, sem undanfarið hefur haldið uppi stöðugum svívirðingum um forsætisráðherrann fyrir „hótanir um gengislækkun“. • Að öðru leyti snerist ræða Einars Olgeirssonar í gær að mjög verulegu leyti um að skamma Eystein Jónsson fjármálaráðherra. Kvað hann Framsóknarflokkinn allt frá árinu 1942 hafa komið fram af hinum mesta fjandskap í garð verkalýðsins. Þessu til stuðnings vitnaði Einar óspart í Tímann. Kenndi hann Eysteini Jónssyni um alla þessa óvild blaðsins gagnvart hagsmunum verka- lýðsins. • Brostu margir þingmenn undir þessum lestri formanns komm- únistaflokksins. Munu þeir hafa talið það ennþá áhrifaríkara ef hann hefði breytt þar um nafn og gert Hermann Jónasson ábyrgan fyrir ummælum Tímans. Hefði það mátt teljast einkar góður grund- völlur undir samvinnu „umbótaaflanna" um vinstri stjórn! Lundúnum 7. marz. —■ Frá NTB-Reuter. MÖRG brezku blaðanna tala í dag um orðróm um að Margrét prinsessa hyggist afsala sér erfðarétti til brezku krúnunnar og giftast brezka flugforingjanum Peter Townsend. Yrði hún þá þriðji ríkiserfingi Bretlands, sem afsalaði sér erfðaréttinum vegna bjónabands. ★ STÍAÐ I SUNDUR Flestir munu minnast frétt- anna um ástir þeirra Margrétar prinsessu og flugforingjans Peter Townsend, sem fyrir um tveim- ur árum var í hirð þjóðhöfðingja Breta. Var ýmislegt reynt til þess að stía þeim elskhugum í sund- ur og m. a. var Townsend skip- aður flugsérfræðingur við sendi- ráð Breta í Brussel. En ást þeirra, segir orðrómurinn, tókst aldrei að eyða og nú munu þau hyggja á hjónaband, segir orð- rómurinn. Blöðin ræða vítt og breitt um þær sögusagnir sem ganga og krefjast þcss að út verði gefin tilkynning um hið sanna í mál- inu innan fárra daga. ★ ERFIDLEIKAR Margrét prinsessa verður 25 ára í ágúst n. k. og ef hún vill gifta sig fyrir þann tíma verður hún að hafa sérstakt leyfi drottn- ingar. Auk þess eru erfiðleikar á giftingu hennar við Townsend frá sjónarmiði kirkjunnar, því að í kaþólskum sið er mælt gegn því að ménn giftist tvisvar, en Townsend skildi við konu sína fyrir þremur árum. Vilji Margrét giftast honum verður hjónavígsla þeirra að vera borgaraleg. Margrét prinsessa — Er Townsend henni dýrma'tari en Bretaveldi? Eyjarnar eru horfnar MOSKVU, 7. marz. — Moskvu- útvarpið sagði í dag að fyrir 10 mánuðum hefði hópur rússneskra vísindamanna tekið sér bæki- stöðvar á risaísjaka norðan við Grænland. Nú væri leiðangri þeirra að ljúka og þeir væntan- legir heim. Hafa þeir verið á reki á jaka sínum og eru nú um 300 km norður af Grænlandsströnd. Útvarpið sagði, að leiðangurs- menn hefðu m.a. komizt að því, að margar þær eyjar, sem merkt- ar eru á koi tum séu aðeins ísjak- ar á reki — en ekki eyjar — og eru nú horfnar. Hafa Rússarnir gert nákvæmt kort af svæðinu þar nyðra eins og það er nú — Reuter-NTB. Þjóðverjar nr. B BONN — Vestu.r-Þjóðverjar hafa náð aftur þriðja sætinu meðal verzlunarþjóða heims — sæti, sem ríki Hitlers hafði rétt fyrir síðustu heimsstyrjöld. Þeir koma nséstir á eftir Bretum og Bandarí kj amönnum. . Verzlunarvelta Vestur-Þjóð- verja í utanríkisverzlun jókst um nálægt 15 hundraðshluta að verði til, og ef tillit er tekið til verðbreytinga um 25 hundraðs- hluta, á síðastliðnu ári, miðað við árið 1953. Útflutningur Vestur-Þjóðverja nam árið 1954 kr. 854.590.000.000, en innflutningurinn kr. 749.940. 000.000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.