Morgunblaðið - 08.03.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1955, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. marz 1955 — -t- kaupstaðaréttindi t Ð UNDANFÖRNU hefur þess verið getið í blöðunum, að Kí'íþavogsbúar vilji fá kaupstaða- xéttindi til handa sveitarfélagi sínu. Þetta er mikið framfaramál fýrir Kópavogsbúa — en þrátt fyrir það, á það sinn dragbít inn- an byggðarmanna, sem þó er svo fyrir að þakka að ekki verður til 'óþurftar — þar sem hans mun gæta lítið innan þess fjölda er ■yilja þessu máli framgang. Málið hefur fengið stuðning allra stj órnmálaflokka sveitarfélagsins oíg er því náin samvinna milli alþýðuflokksmanna, framsókn- armanna og sjálfstæðismanna um þetta mál, og myndar sú heild yfirgnæfandi meirihluta byggðarmanna. Þar sem nokkur skrif hafa orð- ið um þetta mál að undanförnu, er rétt að gera því nokkur skil hér, sem og að rekja forsögu þess. SVEITASTJÓRNARLÖG Núgildandi sveitastjórnarlög eru að mestu eða að öllu leyti í liöfuðdráttum frá árinu 1927. Þau eiga því nú, að baki sér röskan aldarfórðung. Aldrei hafa hjá þjóð okkar orðið slíkar framfarir, sem einmitt þennan aldarfjórð- ung. Kaupstaðir og önnur sveita- félög hafa vaxið ört, og þéttbýli myndast þar sem áður bjuggu engir eða fáir. Þessi þróun hefur krafizt meiri og meiri verkefna og þjónustu állra tegunda af hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum, tjl að halda uppi nauðsynlegu menn- ingarlífi í þéttbýli. Þeir sem hafa haft með sveita- stjórnarmál að gera — sérstak- lega síðasta áratug — hafa bent á þörfina til breytinga á sveita- stjórnarlögum, sérstaklega með tílliti til þess, að meira tillit sé tekið til stjórnar þéttbýlanna. Öllum, sem eitthvað þekkja til sveitastjórnarmála, verður það Ijóst, að þegar löggjafinn setti lög um stjórn hreppsmála, hafði hann í huga fámenna hreppa, hvar þjónusta þess opinbera yrði í: vasabókarútgáfu, vegna lítillra fjárfestinga og fárra króna — miðað við verðþenslu og fjárfest- ingu nútímans. f fámenninu var fólkið færara um að fylgjast með öllum gerð- um. sveitastjórnarmanna, en það fólk, sem í nútíma þéttbýli býr, svo að t. d. hin rúmlega aldar- fjórðungsgömlu ákvæði um að- eius tvo hreppsnefndarfundi á á'ri, nægðu þá, þótt útilokað sé að það nægi í nútíma þéttbýli. Þetta hefur lika löggjafinn séð með því að staðfesta lög um op- inbera fundi bæjarstjórna, sem haldnir skulu minnzt einu sinni í mánuði hverjum og öllum opnir. Enn ekki hefur löggjafinn lát- ið sig skipta, þótt sveitafélög með þúsundum íbúa, sé stjórnað eftir xúmlega aldarfjórðungsgömlum íögum, ef það sveitafélag heitir hreppur — þrátt fyrir að óvand- aðir stjórnendur hafi notfært sér hrelt og losaraleg lög í stjórnar- atörfum sínum og fengið ámæli íyrir af stjórnardeildum ríkís- 'valdsins. Löggjafinn fyrirskipar að „fj7r- ir lok nóvembermánaðar ár Iivert skuli bæjarstjórnir gera áætlun um tekjur og gjöld kaup- síaðar næsta reikningsár“. Ræða skal áætlunina á tveim fundum (opinberum) með að minnsta hosti viku millibili. „í hreppsnefndum skal hrepps- nefnd semja áætlun fyrir yfir- atandandi ár áður en niðurjöfnun útsvara hefst.“ Nú þarf niðurjöfnun útsvara að vera lokið fyrir 15. júlí rekst- ursárið, en hreppar geta eftir lögum fengið lengri frest til nið- urjöfnunar. Viðvíkjandi þéttbýli, ef þáð heitir kaupstaður, sér lög- gjafinn nauðsyn þess að fjárhags- ááetlun sé samin áður en reksturs- árið hefst, en ef þéttbýlið, þótt fjölmennara sé en það sem kau.p- sta.ðanafnið ber, heitir hreppur, effir Jón Gauta þarf ekki að framkvæma fjár- hagsáætlun fyrr en á miðju rekstursári eða seinna. Er hér um harla lítið samræmi að ræða hjá löggjaíanum. Hér í Kópavogi hafa þessi úr- eltu lög verið notfærð af oddvita hreppsins. T. d. á síðastliðnu rekstursári, var fjárhagsáætlun gerð á 7. mánuði rekstursársins, j þrátt fyrir marg endurteknar j kröfur minnihlutans um af- greiðslu fjárhagsáætlunar. I Nú eru útsvör gjaldþegna hér í Kópavogi sem víðar, innheimt fyrirfram, þannig, að hluti út- svars á yfirstandandi rekstursári : hefur verið greiddur áður en fjár- | hagsáætlun hefur verið samir.. i Þessu fé hefir þá verið eytt í framkvæmdir, sem engar sam- þykktir voru fyrir að hálfu hreppsnefndar. Þetta vildi t. d. fulltrúi sjálfstæðismanna á liðnu rekstursári kynna sér, og gerði fyrirspurn þessu viðvíkjandi til oddvitans á hreppsnefndarfundi. Till. fulltrúans um, að oddviti Fyrri grein gæfi skýrslu til hreppsnefndar um notkun fyrirframgreiddra út- svara á fyrri hluta rekstursársins, feildi oddvitinn með mönnum sínum og neitaði að gefa upplýs- ingar um, hvernig því fé var ráðstafað. Slík ósvífni mun vera eins- dæmi, en í skjóli úreltra laga um stjórn sveitamála, getur ráða- mönnum sveitafélaga haldizt á slíkri ósvinnu, ef óskammfeilni er nægileg fyrir hendi. SJÁLFSTÆÐISMENN VINNA AÐ BREYTINGU SVEITA- STJÓRNARLAGA Frá því Kópavogsbyggð fór að vaxa úr strjálbýli og sumar- húsastað í fjölmenna byggð, hef- ur sjálfstæðismönnum í Kópa- vogi verið ljóst, að þjónusta þess opinbera til nauðsyn- legs menningarlífs þéttbýiis væri ekki nægilega tryggð með hin- um rúmlega aldarfjórðungs- gömlu sveitastjórnarlögum. Stjórnarhættir oddvitans und- anfarin ár, hafa svo aukið nauð- syn þess að hinum úreltu lögum yrði sem fyrst breytt. Sjálfstæðismenn gerðu því fyrstu tilraun sína í þá átt að bæta hér um, með því að flytja tillögu í hreppsnefnd fyrir u. þ. b. 2 árum, að í hreppsnefnd yrðl fjölgað úr 5 mönnum í 7 menn. Sömuleiðis fóru þeir fram á, að hreppsnefndarfundir yrðu opnir fyrir almenning, svo að íbúarnir ( gætu með því að hlusta á hrepps- j nefndarfundi, fylgzt betur með (málum sveitarfélagsins. Þetta vildi oddvitinn, Finnbogi Rútur, ekki heyra. Sjálfstæðismenn sáu sér því ekki annað fært, en að leita til löggjafans, um breytingar á sveitastjórnarlögum, þannig, að sem mest samræmi gætti um stjórn sveitamála þéttbýla, hvort heldur að þéttbýlið bæri kaup- staðar eða hreppsnafn. í þessum tilgangi leituðu Sjálf- stæðismenn í Kópavogi til hr. skrifstofustjóra Samb. ísl. sveit- arfél., Jónasar Guðmundssonar, sem er reyndur og hefur mikla þekkingu á félagsmálum. Varð hann vel við beiðni okk- ar Sjálfstæðismanna og samdi frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 12/1927. í þessu frumvarpi var gert ráð fyrir, að hreppum með 500 íbúa eða fleiri, væri gert að skyldu, að hreppsnefndin setji sér fundarsköp og aðrar sam- þykktir, um stjórn hreppsfélaga, í sem mestu samræmi við gild- andi lög um stjórn bæjarmála. Þetta frumvarp varð þó ekki það snemmbært að hægt væri að fá það flutt á Alþingi 1953. Á fyrri hlutta ársins 1954, var þetta mál rætt nánar af Sjálf- stæðismönnum, og komu þá fram raddir um, að eðlilegasta þróun- in viðvíkjandi Kópavogi væri sú að breyta hreppsfélaginu í kaup- stað. í júlímánuði s. 1. hafði mál- ið fengið það form rneðal Sjálf- stæðismanna við nána athugun, að fulltrúaráð Sjálfstæðisfélags Kópavogs samþykkti að vinna að þvi, að hreppsfélaginu yrði breytt í kaupstað. Var þá málið rætt við forustu- menn framsóknarmanna í Kópá- vogi og varð úr því samvinna um málið. Var þá hafizt handa um samn- ingu frumvarps til laga um að Kópavogshreppur yrði gerður að kaupstað. í janúar s. 1. sam- þykktu svo félög alþýðuflokks- manna, framsóknar- og sjálfstæð- ismanna, frumvarpið í því formi, sem það var fram lagt, og ósk um að það yrði borið fram og lögfest á yfirstandandi Alþingi. Krafðist þá minni hluti hrepps- nefndar fundar um málið í hreppsnefnd, en fengu þá það kaldranalega svar oddvitans, að hann léti ekki skipa sér fyrir um, hvenær hann héldi hreppsnefnd- arfundi, eða hvaða mál yrðu rædd. Voru þá samþykktir hinna þriggja umræddu flokka sendar til félagsmálaráðuneytisins með ósk um fyrirgreiðslu í málinu og afrit af bréfi til félagsmálaráðu- neytisins, sem og samþykktir fé- laganna til þingmanns kjördæm- isins, hr. Ólafs Thors, oddvita sýslunefndar, hr. alþ.m. Guðm. I. Guðmundssonar, og oddvita hreppsnefndar, hr. Finnboga R. Valdimarssonar. Forsaga málsins er sú, sem að framan greinir, en þá kemur sú spurning: AF HVERJU KAUPSTAÐA- RÉTTINDI? Eins og áður hefur verið minnzt á, eru hin rúmlega aldarfórð- ungsgömlu sveitastjórnarlög úr- elt og hefur reynslan sýnt það þráfaldlega, að þau eru ekki í samræmi við þær kröfur, sem gera verður til sveitastjórnar í fjölmennu sveitafélagi. Löggjafinn gerir líka ráð fyr- ir því, að eðlileg þróun sveita- félaga til aukins sjálfræðis, verði við aukna íbúatölu þéttbýla. Þannig gerir hann ráð fyrir í lög- um, að ef þéttbýli myndast inn- an víðáttumikils og áður strjál- býls hreppsfélags, þá geti þétt- býlið klofið sig frá öðrum hluta hreppsins, til þess að meira sjálf- ræði fáist innan þéttbýlisins. Lög- gjafinn bindur þá tölu við 300 ibúa og getur þá þéttbýlið mynd- að sjálfstæðan hrepp innan sýslufélagsins. Það er réttlátt,. Löggjafinn gerir svo sem ráð fyr- ir því, að óheppilegt sé, að menn er búa í strjálbýli og með önnur viðhorf til samfélagsþarfa en þeir er í þéttbýlinu búa, hafi með stjórn þéttbýlisins að gera. Sömu- leiðis telur löggjafinn réttlátt, að þeir, sem búa í þéttbýli og greiða sín gjöld, fái að njóta þeirra með bættri aðbúð innan þéttbýlisins. Þetta sama gildir viðvíkjandi samfélagi hrepps við er orðið þéttbýli með vaxandi þjónustuskyldu innan hreppsfc- lagsins, þá geti hann losað sig sýslufélög. Löggjafinn gerir ráð fyrir því, að þegar hreppsfélag úr tengslum frá sýslufélagi sínu með því að fá kaupstaðaréttindi. Sýslunefnd hefur víðtæka yfir- stjórn á sveitamálefnum í öllum hreppum sýslunnar. Þannig hefur sýslunefnd víðtæka yfirstjórn á fjármálum hreppsins. T. d. má hrepurinn ekki taka lán til lengri tíma til að standast straum af nauðsynlegum framkvæmdum innan hreppsins, nema samþykki sýslunefndar komi til. Við meigum ekki leggja göt- ur innan þéttbýlisins nema sam- þykki sýslunefndar komi til o. s. frv. Framh. á bls. 2 Framh. af bls. 1 ræðu hans sýna að í öllu æðinu væri honum tæpast sjálfrátt, hvernig orðaflaumurinn streymdi út. En nú tók Ingólfur Jónsson til máls, rólegur, rökfastur og ákveðinn. BYGGT A NYJUM GRUNDVELLI ■ Fyrsta atriðið, sem Ingólfur kom inn á var að leiðrétta þann grundvallarmisskilning í allri j ræðu kommúnistans, að álit hag- fræðinganna tveggja, próf. Ólafs Björnssonar og Klemenz Tryggva sonar hefði verið byggt á lífs- | kjörum manna 1939, þegar verka- menn voru miklum mun fátæk- ari en nú, áður en hin mikla öld tækni og framfara færði þjóðinni betri kjör. | Ingólfur Jónsson upplýsti að álit hagfræðinganna væri byggt á nýjum grundvelli og hefði það verið greinilega tekið fram. Furð- aði hann sig á því að Einar Ol- geirsson skyldi halda svo langa I ræðu, án þess að athuga nokkuð hvað hann væri að segja og án þess að kynna sér málið, sem hann talaði um. KJOR VERKAMANNA HAFA BATNAÐ Kvaðst hann sammála Ein- ari um, að 1939 hefðu verka- menn verið svo fátækir, að þeir hefðu þá orðið að neita sér um ýmislegt, sem nú þykir sjálfsagt að hver maður njóti. Þess vegna var ekki byggt á grundvellinum frá 1939 við út- reikning kjaranna, heldur á nýjum grundvelli, sem kaup- lagsnefnd hefur verið að vinna að og er senn lokið. Hefur fulltrúi Alþýðusambandsins átt mestan þátt í að semja hann. í þessum nýja grundvelli er vissulega gert ráð fyrir meiri neyzlu en áður. Við vitum að lífskjörin eru betri nú en áð- ur og viljum að þau séu það. Taldi Ingólfur að ummæli kommúnista um þá hagfræð- ingana tvo, sem önnuðust út- reikninginn væru mjög ómak- leg. DÆMALAUS i MÁLFLUTNINGUR | Næst sýndi Ingólfur Jónsson j fram á það með skýrum rökum, hve dæmalausan málflutning kommúnistar reka í sambandi við kaupgjaldsmálin. Eru falsan- ir þeirra oft svo augljósar, að það er erfitt að trúa öðru en að þær séu gerðar vitandi vitns til þess að sá blekkingum. Átaldi ráðherrann það harðlega að beita slíkum blekkingum í jafn þýð- ingarmiklu máli fyrir þjóðina. Eitt dæmi kom hann með til sýnis upp á málflutning komm- únista. Þeir hefðu slegið því upp stórum stöfum í blaði sínu, að þjóðartekjurnar hefðu verið svo I eða svo margar milljónir króna. j Síðan hefðu þeir deilt í þessa upphæð íbúatölu þjóðarinnar og ,fundið það út með þessum sér- i kennilega reikningi að meðal- ■ tekjur hverrar fjögurra manna 1 fjölskyldu ættu að vera 87 þús. krónur. En þá gleymdu þeir aðeins að taka það með í reikninginn að í okkar þjóðfélagi þarf að eyða drjúgum skerf þjóðar- teknanna í nýbyggingar og endurbætur. Átti þá ekkert fé að leggja af þjóðartekjunum til að byggja hús, leggja vegi, gera hafnir, smiða hraðfrysti- hús, leiða rafmagn um landið o. s. frv. FRJALS VERZLUN ER MIKIL KJARABÓT Þá benti ráðherra á mótsagn- irnar, sem fram koma hjá komm- únistum, þegar þeir eru að tala um „milljónagróðann* í verzlun- inni. Því að rétt á eftir venáa þeir oft kvæði sínu í kross og hrópa að öll verzlunin væri kom- in að hruni og gjaldþroti. Fyrst hrakti Ingólfur það, sem komm- únistar höfðu haldið fram að gífurleg álagning væri á innfluttu sementi. Sannleikurinn er sá að álagning í heildsölu mun oft vera aðeins 3%. Síðan sneri hann sér að dylgjunum um verzlunargróð- ann almennt. Hann benti á það að á þeim árum, sem verðlagseftirlit var starfandi, hefði ekki ein einasta verzlun farið á höfuðið. Það er ekki fyrr en frjálsræðið kemst á í verzlunarmálunum, sem ýmis verzlunarfyrirtæki lenda í fjár- hagsvandræðum. Nú er slíkt að vísu ekkert happ, en það ætti þó að sýna almenningi það, að hinn margumtalaði verzlunarágóði er ekki eins greiður eins og komm- únistar vilja vera láta. Hver vill halda því fram að það sé slæmt fyrir fólkið að geta nú farið til þess kaup- mannsins sem býður beztu gæði og beztu kjör. Og það er ekki nema eðlilegt, á slíkum breytingatímum, að þeir helt- ist úr lestinni, sem ekki <—u hæfir til að taka þátt í sam- keppninni um að gera við- skiptamönnunum til hæfis. KRÓNAN SMÆKKAR Að lokum minntist Ingólfur á ennþá eina mótsögn í málflutn- ingi Einars Olgeirssonar. Það hafði verið andi og helzta inntak ræðu Einars, að við gætum hækk að krónutölu kaupsins eins og hverjum dytti í hug og þyrfti slík krónutölu’nækkun engin slæm áhrif að hafa í för með sér. En svo slysaðist Einar þó til að segja einu sinni að gengi ís- lenzku krónunnar byggðist á því verði sem fengist fyrir útflutn- i'.iýjS '.’rðirnar. Þetía slðara er að sjálfsögðu rétt og kvaðst Ingólfur sammála um það. En hvernig gat komm- únistaþingmaðurinn þá byggt meginhluta ræðu sinnar á ger- samlega öfugum forsendum? Við skulum taka svolítið dæmi um þetta, sagði Ingólfur Jónsson: — Ef 10 menn vinna að fram- leiðslu útflutningsafurða og þeir selja vörur fyrir 1000 sterlings- pund, sem er um það bil 46 þús. kr. Síðan á að skipta þessum 1000 sterlingspundum milli hinna tíu manna, þannig að 4600 krónur ættu að koma í hlut hvers um sig. En þá segir einn þeirra: — Ég sætti mig ekki við að fá 4600 kr.. Ég heimta t.d. 5400 krónur. Og síðan koma allir hinir níu félag- ar hans og hver um sig hcimtar 5400 krónur. Nú, slíkt er að vísu framkvæm- anlegt, með því einu að smækka krónurnar þannig að 54 krónur verði á móti hverju pundi. Því að þó að þessir tíu menn geti heimt- að hærri krónutölu, þá geta þeir ekki breytt hinu eiginlega verði, sem fékkst fyrir vöruna. Þeir fengju fleiri krónur en hver króna yrði að sama skapi smærri. SÉU ÞEIR VISSIR UM RÉTTMÆTI KRAFNA Að lokum lýsti Ingólfur Jóns- son því yfir, að hann tæki undir þær tillögur, sem fram hafa kom- ið um það að hlutlausir, góðir og gegnir menn verði látnir rann- saka hvort grundvöllur sé fyrir hækkuðu kaupi. Verkamenn og launþegar almennt eiga fullan rétt á að fá sinn hluta af auknum. arði. En þá verður það bara að vera ljóst að um arð sé að ræða og raunveruleg verðmæti til að skipta milli þegnanna. Ella væri kauphækkun ekki til bættra lífs- kjara. — Foringjum verkamanna ætti að vera Ijúft að slík rann- sókn færi fram, því að séu þeir vissir um réttmæti þeirra krafna er þeir gera, ættu þeir að vera öryggir um að niðurstaða rann- sóknar yrði þeim í vil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.