Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 1
ItftðtgtmMaítft l-Immfudagur 10. marz 1955 Enn í dag varpar Yalta-rábstefnan skuggum sínum yfir stórvibhurbi stjórnmáíasvibsins Pauðsfukur KoseveS^, algáður ChurchiIS og sigurgiafer SiaSin réHu E'áðisíira sídium um örlog he3mí-:ÍLTss .... ÞANN 4. febr. fyrir 10 árum siðan hófst Yalta-ráðstefna „stórveld- ' anna þriggja". — Undiralda ráðstefnunnar gerir ennþá vart við sig í stjórnmálum hins frjálsa heims. Gangur málanna á ráðstefn- unni, sem er enn að nokkru leyti haldið levndum, er enn í dag tilefni til heitra umræðna. í Yusupov-höllinni í borginni Yalta á Krímskaganum settust dauðsjúkur Roosevelí, algáður Churchill og sigurglaður Stalín á ráðstóla til að ákveða hvers kcnar heimur skyldi rísa af rústum styrjaldarinnar. Það kom á daginn, að í Yalta skyldi heimur eftirstríðsáranna skapaður að mestu í myrni Stalíns. Hvers vegna? — Af því að sjúkdómur Rcosavelts hafði gert hann veikgeðja? Af því að ýmsar ráðstafanir VOTU gerðar að ChurchiU forspurðum? Af því að kommúnistar cg barnalegir hugsjónamenn voru í hópi ráðgjafa bandaríska forsetans? Af því að enginn — ekki einu sinni sá gamli Stalín — gat °éð fyrir, hvernig h-jrfur yrðu í heiminum 10 árum eftir styrjöldina? — Yalíaráðstefnan er hvert spurningamerkið upp af öðru, og áh.ifa hennar gætir m;5g í utan- ríkismálum nútímans. iftr iriiijunum er enn á því, að hirl verði öll skjöl ráHsfefnunnar, og huliðshjúpn- um svipf af henni Nú — 10 árum síðar — verð- ur heimsblöðunum mjög tíð- rætt um þríveldaráðstefnu ti! að draga úr viðsjám „kalda stríðsins". Brezki verkamanna flokkurinn hefur ákveðið að leggja fram tillögu um, að stjórnmálaleiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna og Ráðstjórnar ríkjanna komi saman á fund þegar í stað. Yrði slík ráð- stefna Eisenhowers, Churchills og Bulganins jafn örlögþrung- in og Yalta-ráðstefnan? og yrði huliðshjúpurinn um ýmis ákvæði hennar jafn þéttur, og sá er ofinn var um ýmsar ákvarðanir teknar í Yalta? STALÍN FYRTIST VIÐ NAFNIB „JÓI FRÆNDI" Á ytra borði gekk Yalta-ráð- stefnan slétt og fellt. Rússnesku gestgjafarnir höfðu gert sitt bezta til að allt færi sem bezt fram. Einn Bretanna lét í ljósi aðdáun sína yfir glerkeri með lifandi blómum í forsal hallarinnar, en lét þess getið lauslega, að eigin- lega ættu að vera lifandi fiskar í kerinu — tveim dögum síðar voru sendir nokkrir gullfiskar til hallarinnar. Öðru sinni lét einn fundarmanna þá athugasemd falla, að engar sítrónuskífur væru í kokkteilunum, sem gest- unum voru bornir. Næsta dag var flutt inn í forsalinn stórt sítrónutré, er svignaði undan ávöxtunum. Sannarlega hrósvert, ef þess er gætt — eins og Churc- hill segir í endurminningum sín- um — að flytja varð tréð flug- leiðis langt að. Viðmót stjórnmálamannanna, sem nú vissu, að endanlegur sig- ur var aðeins tímaspursmál, var óaðfinnanlegt í garð hvers ann- ars. Stalín drakk skál Churchills „sem þvílíks manns, er aðeins fæddist einu sinni á hverri öld, og sem hefði hughraustur haldið fána Bretlands hátt". Síðar drakk hann skál banda- lags stórveldanna með þeim orð- um, að hann „sem fávís maður áliti það alltaf affarasælast að reyna á engan hátt að blekkja bandamenn sína, jafnvel þó áð þeir, er samvinna væri höfð við væru stundum flón. Sennilega er bandalag okkar svo sterkt vegna þess að við blekkjum ekki hvorn annan — eða er það af þvi, að það er ekki svo auðvelt fyrir okkur að blekkja hvorn annan?" Churchill drakk skál Stalíns: „Við erum sannfærðir um, að hér eigum við vin, sem við getum treyst á". Ofurlítið ósætti gerði vart við sig, þegar Roosevelt kallaði Stalín „Jóa frænda", upp- neí'ni, sem var notað meðal Bandamanna. Stalín móðgaðist og ætlaði að fara frá borðinu, en Byrnes bjargaði öllu við með lið- legri athugasemd: „Þér tvinónið j ekki við að segja Sam frændi — ' er það þá svo slæmt að segja Jói' frændi?" I I VANDAMÁLID: SKíPTING ÞÝZKALANDS En á milli allra skólaræðanna og kokteilanna voru teknar, Hinir „þrír stóru" á Yalta-ráðstefnunni: Churchill, Roosevelt og Stalin. Að baki þeirra standa hermálaráðgjafarnir: Alexander hers- höfðingi, Cunningham aðmíráll og Leahy aðmíráll. Alger Hiss — huldumaður Yalta- ráðstefnunnar. ávarðanir og markaðar stefnur, er snertu allan heiminn. Aðal- vandamálið var, hvernig skipta ætti Þýzkalandi. Á Teheran-ráð- steínunni haíði Roosevelt stung- ið upp á því, að Þýzkalandi yrði skipt í fimm hluta, en Churchill sat fast við sinn keip i því að skipta Þýzkalandi í tvennt: Prúss land og Austur-Bayern, en Ruhr og Westphalen áttu að vera und- ir alþjóða stjórn. Á einum fund- anna sagði Roosevelt, að Banda- ríkin myndu gera allar sann- gjarnar varúðarráSstafamr til að varðveita friðinn, en gætu hins vegar ekki fallizt á að hafa her í Evrópu, 5000 km frá heimaland- inu, i lengri tíma — bandaríska hersetu varð að takmarka ->ið tvö ár. ChurchiU hefur l.vst, hvernig. honum ,varð við þessa yfirlýsingu — ef bandarísti her- inn yíirgæíi Evrópu, hvíldi öll ábyrgðin af hersetu Vestur- Þýzkalands á herðum Breta, en það var hlutverk, sem var Bret- um um megn. I?áð!rjafi Roosevelts, James Byrnes, vann sig í áliti hjá Stalín sjálfum mcð þ,rí að benda á, að velja ytði á mtHi þess ?ð skipta efnahagsleaxi st.iórn Þýzkalmds eða fá st* ð"s".aðab;Btur greidd- ar. ChurchiU studði hið s'ðar- nefrda með þessum oroum: „EkH er hyg.srilcjrt að slátra V>ei~ri kii. se*-* mjélkar . . ." \f- WV\iekn v%rS sé, sð Rússland — ekH idmI af virðingu f'-rir skaðabótanna — f éllst á þá reglu- a**--*ð Fi'i-;Iuíim-s--im'1i'i'kk*í-;ri'-'nar, að Þý-?kaland yrði ein heild efna- hagslega. 500 Á^\ GAMLAB DEILUR IIM PÓT LAND Pólland var — eíiir dagskránni að dæma — aSalvandamál Yalta- ráðstefnunnar. Pólland var rætt á sjö af átta allsherjarfundum ráðstefmmnar, og skýrslur Breta um Póllandsrnálin eru 18 þús. orð. Póllarid, sem var brenni- punktur síðustu heimsstyrjaldar, varð á Yalta-ráðstefnunni aðal- tilefni „kalda strÆsins", er kom í stað þess heimsfriðar, er menn væntu. Máiið var rætt frá öllum h'ið- um, þar til Roosevelt hrevrti út ur sér acuadinn: „Pólland hefur v^rið ti.íefni til ágreinings s.l. 500 ár". Og Churchill hraut álíka önuglegt svar af munni: „Því meiri ástæíSa er til þess að binda endi á bennan ágreining ..." — Umræðurnar héldu áfram án þess að !ind,;kort væri notað, og Churchill segir i endurminning- um s;num, að ekki hafi verið gerður nógu mikill greinarmun- ur á Austu.-- og Vestur-Neisse. Hvað við 'ék landamærum Pól- lands vestnn megin var Roose- velt.a^veg ákveðinn. Hann féllst á, að Pólland ætti að fá einhyerj- ar uppbætur á kostnað Þýzka- lands. „Austur-Prússland fyrir sunnan Köningsberg-línuna, Efri- Slchlesíu og svæðið allt að Oder- lmunni. En það virtist muna litlu að færa mörkin alveg að Vestur-Neisse . . ." Churchill var sömu skoSunar, og hann varS síðar'að heyja harða baráttu fyr- ir þessu á Potsdam-ráðstefnunni, er Roosevelt var látinn. SAMNINGAR UM AUSTURLÖND FJÆR Örlagaríkustu ákvai-ðanirnar, sem teknar voru á Yalta-ráð- stefnunni, voru gerðar án vit- undar Churchills og a.m k. án þess að hann — eða janfvel Roose veit — hefSu tíma til aS leggja fram fortakslausar skýrslur frá Au^turlöndum. Örlagadaguritm var 10. febr. s'ðasti dagur ráðstefrsunnar, þeg- pi- Roosevelt loíaði Stalin jap- önsku Kúríl-eyjum, Suður-Sac- httíM ásamt landsvæðum í Kína, l?igði Rússum höfnina Port Art- Viut og veitti hpim áhrifavald yfir járnbrautarkerfi Mansjúríu. — Tveim dögum áður höfðu Roose- -<TeH. Stí>l;n og sendiherra Banda- r'kjanna í Moskvu. AveriU Hnrri- m'-n, riHtt möfru'eika á efnahags- rðst^ð frá Bandaríkjunum í Aust ur-As?u (three-point program). B»nðtH-'ki»" áttn að fá Chiang Kai shek tii að fallast á ákvarðanir þp«sar. Ennþá hvílir algiör leynd yfir þpssum ráðstöfuium. er cerðar voru án vitundar Churchills, og þpð eru einkum bær, sem eru til- p'ni til þeirra heitu umræðna, pr enn eif'a s^r stað um YaHa-ráð- stefnuna í Bandarikiunum. — Skvrs1'- f"á MacArthur hershöfð- ío^ia til Roose-'elts virðist hafa borfið umm"rk.ialaust. — Mac Arthur la^ði í þ~irri skýrslu íh*sw-*hi á. að Jaoanir he^ðu leit- "ð fyrir ékt um vopnahléssamn- inpa, en afsökun Roos"ve1ts fyrir undanláts^eminri við Rússa var einmitt, að Ráðstjórnarríkin yrðu að fást til að.skerast í leikinn í 1 styrjöldinni á Kyrrahafi, svo að hægt yrði að binda endi á styrj- ðldina sem fyrst. I samningum þessum virðist hinn umdeildi Alger Hiss, er síð- ar var dæmdur fyrir meinsæri, hafa leikið eitt aðalhlutverkið, þó að enn sé óupplýst hvernig á því stóð. Það eitt hefir vakið furðu, að hann var með í :'ör- inni sem einn af nánustu ráðgjöf- um Roosevelts. Sannleikurinn var sá, að Roosevelt hafði krafizt þess nokkrum dögum áður en ráSstefnan hófst, að Hiss væri í fylgdarliði hans. Brezkar heimild ir herma, að bandaríska utan- ríkisráðherranum, Stettinius, hafi verið tiáð áður on :-áðstefn- an hófst, aS sýna yrSi RáSstjórn- arríkjunum undanlátssemi til að fá aSstoS þeirra gegn Japönum. DEILURNAR í BANDA- RÍKJUNUM En hvað sem öðru leið gerði Roosevelt sína samninga við Stalin, nvert svo sem tilefni þeirra var. Eftir lok síðustu heimsstyrjaldar hefir Yalta- ráðstefnan verið eitt aðaltil- efni republikana í Bandaríkj- unum til árása á Roosevelt og stefnu demókrata « utanríkis- málum yfirleitt. En afleiðing- anna af samningunum í Yalta __S_B á Yalta-ráðstefnunni stóð. gætir enn í þeirri stefnu, er málin hafa nú tekið í Austur- . löndum f jær. Hvað eftir annað hafa komið fram kröfur um, að allar skýrsl- ur frá Yalta-ráSstefnunni yrðu gerSar opinberar, og alltaf hefir bandariska utanríkisráSuneytið neitað eða frestað slíku. Búizt var fastlega við því, að þetta yrði gert s. 1. haust, er John Foster Dulles, utanríkisráðherra :"rest- aði því þar til kosningunum í nóvember væri lokiS. Enn hefir ekkert orSiS úr því. Sumir álíta, sem lífsins andvirSi eldrúnum að skjöl þessi gætu ekki gefið fortakslausa skýringu á því, aðrir halda að skjöl þessi skýri frá atburðum, sem eru mikilvæg- ir fyrir sögu alls heimsins. .Tames Byrnes, sem nú er fylkisstjóri í Suður-Karóh'nu, á í fórum sér persónuleg skjöl, sem álitin eru mikiums mun ýtarlegri en skýrsl- Frh. á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.